Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 8
8 U n ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞINGISKOSNINGAR 1995 afnaðarmenn Evrópu- sambands- aðild Ungir jafnaðarmenn vilja að strax eft- ir kosningar verði sótt um aðild að Evr- ópusambandinu svo samningaviðræður geti hafist. í þeim verði það okkar skil- yrði að við höfum sjálf vald yfir þeim auðlindum sem við byggjum afkomu okkar á. Yfírgnæfandi líkur eru á að hægt væri að ná þessu fram í aðildar- viðræðum. Til að gulltryggja yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins er rétt að festa sameign þjóðarinnar yfir henni í stjórnarskrá. Grunnurinn að þessari stefnu ungra jafnaðarmanna var lagður þegar árið 1990 og varð hreyfingin þannig lang- fyrst íslenskra stjórnmálasamtaka til að sýna kjark og segja opinberlega fullum fetum að Evrópusambandsaðild væri það skref sem íslandi væri heilladrjú- gast að stíga með framtíðarhagsmuni þjóðarinnar í huga. Við þekkjum hin efnahagslegu rök fyrir því að innganga í Evrópusamband- ið er æskileg. Matvælaverð íslenskra heimila myndi lækka um tugi prósenta, við fengjum tollfrjálsan aðgang að okk- ar mikilvægustu mörkuðum með allar íslenskar afurðir og sá stöðugleiki sem fylgir aðild að Evrópusambandinu yrði ómetanlegur hvati fyrir erlenda fjárfest- ingu hérlendis. Afleiðing inngöngu yrði því bættur hagur neytenda, ijölbreyttara atvinnulíf og minna atvinnuleysi. Aætlað er, samkvæmt staðfestum niðurstöðum Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands, að matvælaverð á íslandi muni lækka á bilinu 35 til 40 prósent. Verð til framleiðenda landbúnaðaraf- urða mun þannig lækka en hagur bænda mun ekki versna. Ef tekið er mið af samningum Svía og Finna við ESB, iná áætla að bændur fengju sérstaka styrki upp á 4 til 7 milljarða. Aðild að Evr- ópusambandinu er þannig lífskjaramál. Mikilvægar er þó að full aðild er eina leiðin til að hafa teljandi áhrif á það sem fram fer í Evrópusambandinu. Landfræðileg lega okkar og menningar- og efnahagsleg tengsl við Evrópusam- bandsríki krefst þess að við tökum virk- an þátt í samstaifi Evrópuþjóða. Við sættum okkur ekki við að vera skipað á varamannabekk. Það er stór ákvörðun að segja já við spurningunni um aðildarumsókn. Enn stærri og afdrifaríkari ákvörðun er að segja kannski seinna. Ferillinn frá ákvörðun um aðildarumsókn fram að inngöngu er langur og tímafrekur, við verðum því að vera framsýn og sækja um aðild nú á meðan tækifæri gefst. Ungir jafnaðarmenn benda á að skoð- anakannanir sýna að meirihluti þjóðar- innar er sammála stefnu jafnaðar- manna; almenningur vill sækja um að- ild. Evrópustefna jafnaðarmanna er lið- ur í þeirri baráttu okkar að tryggja ís- lenskri alþýðu sambærileg lífskjör og velferðarríki Evrópu bjóða þegnum sín- um. Nær 70% af útflutningi þjóðarinnar fer til landa ESB. Jöfn staða okkar og keppinauta okkar á þessum mikilvæga markaði getur haft úrslitaáhrif á þróun íslensks efnahagslífs. Við viljum skipa íslendingum í öndvegi, en ekki að þeir verði homrekur í heimi 21. aldarinnar. Andstæðingar Evrópusambandsaðild- ar ættu að hafa það hugfast að það eru ekki ákveðnir flokkar, ríkisstjómir eða stjómmálamenn sem segja til um hvort við göngum þama inn eða ekki: Það er almenningur sem tekur ákvörðun um Evrópusambandsaðild í fullkomlega lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum. Sjálfsvald Ungir jafnaðarmenn viðurkenna hvorki það að áhrif einstaklingsins ein- skorðist við hlutverk neytandans sem velur með því að kaupa og selja, né heldur að hans réttur sé einungis sá að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir sem eru að lokum teknar af öðmm. Því töl- um við um vald einstaklingsins yfir sjálfum sér, um sjálfsvald. Það að þurfa sífellt að gera kröfu á hendur einhvers annars um það sem stendur mönnum næst, firrir menn vit- undinni um samfélagslega ábyrgð allra einstaklinga. Vitundinni um að við byggjum fyrst og fremst samfélag manna, sem eiga að heita frjálsir. Þetta samfélag frjálsra manna verður að snú- ast um það að einstaklingar sýni fmm- kvæði, taki sig saman og geri út um samfélagsleg málefni á lýðræðislegan hátt í sínum hópi. Allar ákvarðanir skulu teknar á lægsta mögulega stjórnsýslustigi. Hvort heldur það er einstaklingurinn sjálfur, tveir eða fleiri. Með þessu er ekki átt við að ríkisvaldið sé óþarft. Þvert á móti. Hins vegar hefur starfssvið hins opinbera, sem oft er ranglega tekið sem hinn eini samþykkti vettvangur fyrir sameiginlegar ákvarðanir einstakling- anna, með tímanum orðið allt of um- fangsmikið. Með sjálfsvaldi er átt við að borgar- inn fái réttindi sín á ný og geti haft vald yfir eigin lífi í samráði við aðra. Þetta er spurning um valddreifíngu. Beint lýð- ræði verður að koma í stað fulltrúalýð- ræðis sem frekast er unnt. Þannig og einungis þannig má tryggja bein áhrif einstaklingsins á velferðina. Menntun Menntun eykur þroska og þekkingu einstaklingsins og gerir hann hæfari til að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem hann hefur bæði réttindi og skyld- ur. Allir eiga að hafa sama rétt til þátt- töku í samfélaginu. Menntastefna má því ekki mismuna fólki, hvorki eftir efnahag, búsetu, kyni né uppruna. Öll- um skal gefínn kostur á fyrsta flokks menntun. Lífskjör 21. aldar markast öðru frem- ur af menntun og tæknikunnáttu. Þess- vegna þarf að auka framlög til mennta- mála á öllum skólastigum. Við höfum einfaldlega ekki efni á að svelta mennt- un og mannvit. Tryggja þarf sömu gæði skólastarfs hér á landi og hjá keppinaut- um okkar. Aðeins með því að setja menntun, vísindi og rannsóknir í öndvegi geta ís- lendingar tryggt vænlega efnahagsþró- un í framtíðinni. Nú virðist sem við sé- um að komast út úr lengstu efnahags- lægð í sögu lýðveldisins en batinn er hægfara og blikur eru á lofti um hvort hann verði viðvarandi. Því er nauðsyn- legt er að taka á óhagræði í framleiðsl- unni, svo sem í landbúnaði og sjávarút- vegi og efla okkar helstu auðlind, fólkið í landinu. Þjóðfélagið á að bera kostnað af menntakerfinu þar sem menntun stuðlar að bættum hag alls samfélagsins. Ekki skulu innheimt skólagjöld sem fyrr eða síðar leiða af sér misrétti til náms. Fjárframlög til menntastofnana skal miða við fastar viðmiðunarreglur sem gilda til lengri tíma svo forðast sé ómarkviss og tilviljunarkennd vinnu- brögð við útdeilingu fjármagns. Taka þarf tillit til fjölda námsmanna og eðli kennslunnar við mótun slíkra reglna. Rekstur skóla skal vera á sem lægstu stjómsýslustigi sem frekast er unnt. Sveitarfélög og jafnvel smærri einingar eiga að sjá um forskóla og grunnskóla. Smæð sveitarfélaga veldur því að ríki verður að hafa umsjón með framhalds- og háskólum um sinn. Sveitarfélög eða ríki geta falið einkaaðilum eða samtök- um rekstur skóla í þeirra umboði, svo framarlega sem þeir fullnægi þeim menntunar- og ábyrgðarkröfum sem löggjafínn setur og að ekki verði inn- heimt sérstök skólagjöld til rekstrar. Skólinn verður að taka mið af um- hverfinu og atvinnulífinu. Atvinnulífið verður líka að taka tillit til fólksins og nýta mannauðinn sem ailra best. Námsleiðir í verk- og starfsmenntun þurfa að vera sveigjanlegar. Auka þaif hlut verk- og starfsmenntunar og gera endurntenntun hærra undir höfði en nú er. Hafist verði handa um að fjölga námsleiðum og í samvinnu við verka- lýðshreyfinguna og atvinnurekendur. Gefa þaif nemendum framhaldsskóla og á háskólastigi kost á að stunda sum- amám með það að markmiði að flýta námi sínu. Núgildandi lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna uppfylla ekki kröf- una um jafnrétti til menntunar. Helstu gallar laganna eru eftirágreiðslur lána og of hátt tekjuviðmið endurgreiðslna. Skilgreina þarf hlutverk nemendafé- laga innan skólakerfisins betur og upp- lýsa nemendur um þann rétt sem þeir eiga að hafa innan þess. Aldrei má gleymast að skólinn er ekki fyrir kenn- ara, foreldra, né stjórnmálamenn. Hann er fyrir nemendur. Því er bráðnauðsyn- legt að vald nemenda um stjómun og skipulag skóla verði aukið til mikilla muna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.