Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 2
2 U n ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞINGISKOSNINGAR 1995 MÞYBUBIMD 20899. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Unga fólkið, Evrópa og Alþýðu- flokkurinn Stjómmál snúast um það að móta stefnu til framtíðar. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir ungt fólk með lífið framundan. Að vera rígbundinn í fortíðinni eða geta aðeins hugsað örfáa mánuði fram í tímann er því miður einkenni á alltof mörgum ís- lenskum stjómmálamönnum. Slíkir stjómmálamenn bregðast skyldum sínum við kjósendur. Alþýðuflokkurinn leggur metnað sinn í að rækja það hlutverk sitt að móta stefnu til framtíðar. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar samskipti íslands og Evrópusambandsins eiga í hlut. Al- þýðullokkurinn hefur mótað skýra stefnu í þessu máli: ísland á að sækja um aðild að Evrópusambandinu og sjá hvaða kjör bjóðast við inngöngu. Evrópustefna Alþýðuflokksins er lífskjarastefna. Fjölþættara atvinnulíf, erlend ijárfesting og ný störf fylgja í kjölfarið. Ungt fólk á Islandi vill búa við svipuð lífskjör og Evrópubú- ar almennt. Ungt fólk vill ekki gera Island að tilraunastofu fyr- ir „öðruvísi" samfélag, það víll ekki einangrað ísland. Ungt fólk vill nútímalegt samfélag á íslandi. Það er því engin tilviljun að fylgi við umsókn Islands að Evr- ópusambandinu er helst að finna meðal ungs fólks. Unga fólk- ið og Alþýðuflokkurinn eiga því samleið í komandi kosning- um. Jafn kosningaréttur Jafn kosningaréttur óháð búsetu em mannréttindi. Skoðun Alþýðuflokksins er sú, að grundvallarregla lýðræðisins sé: einn maður - eitt atkvæði. Besta leiðin til að leiðrétta þá mismunun sem nú ríkir í þess- um efnum er að gera landið allt að einu kjördæmi. Samhliða þessu þarf að sameina sveitarfélög og færa verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga, þannig að ákvarðanir færist nær fólkinu sjálfu. Framsóknarmenn allra flokka hafa barist gegn sjálfsögðum breytingum til jöfnunar atkvæða í landinu. Haldi Alþýðuflokk- urinn ekki styrk sínum í komandi kosningum verður róðurinn enn þyngri en áður að breyta úreltu kjördæmakerfi. Atak gegn atvinnuleysi í kosningastefnu Alþýðuflokksins segir að minnst einum milljarði króna á ári verði varið í sértækar aðgerðir gegn at- vinnuleysi. Markmiðið er að enginn verði iðjulaus og óvirkur í okkar samfélagi. Til lengri tíma er hagvöxtur og uppgangur í efnahagsmálum besta vopnið gegn atvinnuleysi. Reynslan hér á landi og erlend- is sýnir þó að sértækra aðgerða er þörf til að sigrast á vandan- um. Sérstaka áherslu skal leggja á starfsmenntun og endurmennt- un atvinnulausra þannig að þeir eigi þess kost að laga sig að breyttum aðstæðum. Hluti aðgerðanna er stuðningur við ný- sköpun fyrirtækja og varanlega atvinnusköpun. Þessi viðfangsefni beinast sérstaklega að þeim sem búið hafa við langvarandi atvinnuleysi, en snerta líka atvinnuþátttöku kvenna, ungs fólks og fatlaðra. a f n a ð a r e n n ■ Nemendur í stjórnmálafræði og hagfræði við Háskóla íslands gera sér fulla grein fyrir því aö sigur kostar kjark... Rúmlega 44% ætla ac.I kjosci Alþýðuflokkinn ! - og tæp 87% vilja hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Um síðustu helgi gerðu nokkrir nemendur í stjómmálafræði við Háskóla Islands skoðanakönnun á afstöðu nemenda í stjómmálafræði og hagfræði til fjögurra spuminga. Hringt var í alla nemendur í fögunum tveimur. Ef litið er á hlutfall af þeim sem tóku afstöðu er útkoman eftirfarandi: 1 Ertu hlynntur eða andvígur því að íslendingar hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið? Já: 86,75% Nei: 13,25% 2 Ertu hlynntur eða andvígur því að jafna atkvæðavægi íslendinga? Já: 97,67% Nei: 2,33% 3 Ertu hlynntur eða andvígur því að markaðsvæða íslenskan landbúnað? Já: 97,56% Nei: 2,44% 4 Hvaða stjórnmálaflokk ætlar þú að kjósa í komandi kosningum? Alþýðubandalagið: Alþýðuflokkurinn: Framsóknarflokkurinn: Sjálfstæðisflokkurinn: Kvennalistinn: Þjóðvaki: Önnur framboð: 3,85% 44,23% 0% 40,38% 5,77% 1,92% 3,85%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.