Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 9
ALÞINGISKOSNINGAR 1995 Markmið íslenskra stjómmálamanna á að vera að bæta og jafna lífskjör fólksins í landinu. Laun í landinu er allt of lág. Ástæðan er fyrst og fremst land- lægt óhagræði í flestum atvinnugrein- um sem hefur orðið til þess að tekjur þjóðarinnar af hverri vinnustund eru með því allra lægsta í Evrópu. Við breytum þessu ekki með hefð- bundnum prósentuhækkunum sem gagnast þeim einum sem hæst hafa launin. Launabætur eiga að miðast við ákveðna krónutölu sem stigminnkar með hækkandi tekjum. Samhliða þarf að fella launavísitölu út úr lánskjara- vísitölu. Athugum að aðild Islands að Evrópu- sambandinu er stærsta lífskjaramálið vegna þess einfaldlega að öll rök hníga í þá átt, að hagur almenning muni stór- batna með aðild - sérstaklega hvað varðar stórlækkað matarverð. Hornsteinn jafnaðarstefnunnar er að jafna kjör þegnanna. Eitt af mikilvægari tækjum til að ná fram þessum jöfnuði er skattkerfið. Því leggja ungir jafnaðar- menn áherslu á skilvirkt og einfalt skattakerfi sem aflar hinu opinbera tekna og stuðlar að réttlátari tekjuskipt- ingu. Virðisaukaskattur er heppilegur sem aðaltekjujöfnunarleið hins opin- bera. Virðisaukaskatt skal innheimta af allri sölu á vöru og þjónustu í einu þrepi undanþágulaust. Starfsemi sem spillir umhverfinu á að borga sérstakan um- hverfisskatt. Líta verður á lífskjör kynslóðanna í samhengi. Núlifandi kynslóðir hafa engan rétt til að ofnýta auðlindir þjóðar- innar né til að lifa um efni fram með því að skuldsetja ófædd böm sín. Ungir jafnaðarmenn vilja að stjórnvöldum verði bannað að reka ríkissjóð með halla yfir kjörtímabil. Land- búnadur Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir fullum stuðningi við íslenskan landbúnað og íslenska bændur og hvetja þá til að brjótast undan oki ríkjandi miðstýring- ar. Ungir jafnaðarmenn vilja róttæka kerfisbreytingu í landbúnaðarmálum. Núverandi stefna hefur leitt bændur í þrot, enda blasa nú gjaldþrot við fjölda sveitabýla. ALÞÝÐUBLAÐIÐ U n 9 _!_r i jafnaðarmenn Það ríkisrekna hagsmunabákn sem hreiðrað hefur um sig í kerfinu hefur orðið að steinmnnum risa og hefur hneppt íslenska bændur í ánauð. Mark- aðsvæða þarf landbúnaðarkerfið og gera bændum þannig kleift að standa hnarreistir á eigin fótum án afskipta báknsins - og framleiða samkvæmt framboð og eftirspum markaðarins. Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir ánægju með tilkomu GATT samningsins, en hvetur jafnframt til þess að sett verði af stað áætlun sem hefur það að markmiði að aðstoða íslenska bændur við að laga sig að þeim nútímalegu viðskiptahátt- um sem óhjákvæmilega munu ríkja í framtíðinni. Við viljum afnema alla kvóta, og af- nema beingreiðslur í núverandi mynd. I þeirra stað viljum við taka upp búsetu- stuðning sem á að renna jafnt til allra. Þeir milljarðar sem nú em til skipta í landbúnaðarmálunum yrðu þannig not- aðir til að allir sætu við sama borð. Jafnframt viljum við verja verulegum ijármunum til að gera bændum, sem það kjósa, kleift að bregða búi með reisn. Við viljum skapa ungu og dugmiklu fólki skilyrði til að hefja búskap, en meðalaldur íslenskra bænda er nú kom- in yfir 50 ár. Við höfnum áróðri þeirra sem reyna að skipta Islendingum í tvær þjóðir, og viljum að hagsmunir neytenda og bænda fari saman. Við viljum að íslenskur landbúnaður sé leystur úr ijötrum hinnar skipulögðu fátæktar - við viljum að sveitimar blómstri á ný. Sjávar- útvegur Ungir jafnaðarmenn fagna gildistöku EES-samningsins og telja að aðild Is- lands að Evrópsku efnahagssvæði sé í raun forsenda þess að íslenskur sjávar- útvegur þróist frá því að vera hráefnis- útflytjandi til þess að verða nútímaleg matvælaiðja. Ungir jafnaðarmenn telja að stærsti gallinn við núverandi fisk- veiðistjórnarkerfi, kvótakerfið, sé óheft framsal veiðiheimilda. Núverandi sjávarútvegsstefna hefur bmgðist. Kvótakerfið í núverandi er ranglátt og siðlaust. Með löggjöf þarf að koma í veg fyrir að kvóti safnist á fá- ar hendur. Tryggja þaif stöðu króka- veiða og vertíðarbáta og takmarka veið- ar togara á gmnnslóð uns fiskistofnar rétta úr kútnum. Tryggja verður að út- gerðarmenn og sjómenn hafi engan efnahagslegan hvata til að henda veidd- um fiski á hafi úti, ólíkt því sem núver- andi kerfi hefur í för með sér. Við höfn- um tillögum sjávarútvegsráðherra sem vill stórherða refsingar og jafnvel dæma sjómenn í fangelsi fyrir að henda fiski. Það er með öllu óþolandi að auðlindir hafsins, sem em sameign allrar þjóðar- innar, skuli með lögum vera sett í hend- ur örfárra einstaklinga. Gera þarf breyt- ingar á núverandi kerfi þar sem tryggt sé að 1. grein laga um stjóm fiskveiða sévirt. í ljósi þeirrar ljármagnskreppu sem íslenskur sjávarútvegur er í álíta ungir jafnaðarmenn að leyfa beri fjárfestingar erlendra aðila í fiskvinnslu á íslandi, jafnframt verði tryggt að íslensk fisk- vinnsla fái tækifæri til að bjóða í allan afla sem veiðist á íslandsmiðum. Ungir jafnaðarmenn fagna tilkomu Þróunarsjóðs sjávarútvegsins sem fyrsta skrefi í átt til gjaldtöku fyrir afnotarétt- inn af sameiginlegri auðlind þjóðarinn- ar, fiskimiðunum við landið. Innheimta skal veiðigjald sem er hvom tveggja hagkvæmnis- og réttlætismál. Menning Ungir jafnaðamienn leggja til að styrkir fyrirtækja til lista- og menning- arstarfsemi hverskonar, verði frádráttar- bærir til skatts. Má sérstaklega nefna í þessu efni styrki til kvikmyndagerðar, sem er dýr listgrein, en er - ef vel tekst til - einhver besta auglýsing fyrir land og þjóð sem kostur er á. Leiklist og tón- listariðkun em einnig mikilvægir þættir. Þetta gæti orðið til að hleypa nýju blóði í Iistiðkun hér á landi, sem býr við frek- ar þröngan kost eins og staðan er í dag. Aukin listiðkun er einnig atvinnuskap- andi. Það má geta þess að það vom ein- mitt slíkar ráðstafanir sem hmndu kvik- myndabyltingunni miklu í Ástralíu af stað fyrir um tuttugu ámm. Á þeim tímum sem jafnaðarmenn stefna að auknum tengslum fslands við umheiminn, er afar brýnt að staðið sé vörð um íslenska menningu og íslenska tungu. Sérstaða okkar sem þjóðar og mikilsverðasta framlag okkar til evr- ópskrar menningar em hinn mikli bók- menntaarfur sem við höfum varðveitt af kostgæfni. Við verðum að veita bók- menntum nútímans skilyrði til vaxtar með stuðningi opinberra aðila. Fjölskylda Ungir jafnaðarmenn hvetja til þess að stóraukin áhersla verði lögð á forvam- arstarf og á málefni tjölskyldunnar. Ríkjandi stefna í heilbrigðis- og félags- málum hefur verið sú að bíða eftir að vandamál komi upp og þá er reynt að taka á þeim sem því miður er oft of seint. I stað þess þyrfti að taka upp öflugt forvarnarstarf á öllum sviðum, svo sem gagnvart sjúkdómum, slysum, bama- vernd og uppeldismálum. Forvamar- starf getur verið í ýmsum myndum, til að mynda í formi fræðslu og aðgerðum sem hvetja til heilbrigðra lífshátta. Taka þarf upp markvissa fjölskyldu- stefnu með því að setja á stofn skrif- stofu um málefni Ijölskyldunnar. Hlut- verk þessarar skrifstofu er að vera mál- svari ijölskyldunnar gagnvart stjóm- valdsaðgerðum. Ungir jafnaðamienn vilja að ríkið marki sérstaka ijölskyldustefnu til að styðja við fjölskyldumar í landinu. Fjöl- skyldustefna hins opinbera þarf að stuðla að jafnrétti kynjanna og hlúa að uppeldi bama í samfélagi þar sem báðir foreldrar vinna utan heimilis. Nægilegt framboð á dagvistarrými og einsetinn skóladagur er sjálfsagður réttur bama og nauðsynleg forsenda jafnréttis. Tryggja þarf jafnan rétt karla og kvenna til fæðingarorlofs. Brýnasta verkefnið nú sem fyrr er að tryggja launajöfnuð kynjanna. Nýleg könnun Jafnréttisráðs bendir til að launamunur kynjanna aukist með auk- inni menntun. Hér em einkafyrirtæki og hið opinbera undir sömu sökina seld. Niðurstöður Jafnréttisráðs benda til að taka verði þessi mál mun fastari tökum en hingað til. Auka þarf fræðslu um jafnréttismál og nýta þau úrræði sem jafnréttismál og nýta þau úrræði sem jafnréttislög bjóða upp á. Ef árangur á að nást er ekki hægt að sinna jafnréttismálum endrum og sinn- um, heldur verða þau að vera stöðugt viðfangsefni hins opinbera og fyrirtækj- anna í landinu. Atkvæðis- réttur Ungir jafnaðarmenn árétta þá stefnu sína að kosningakerfmu verði breytt í þá átt að landið ailt verði gert að einu kjördæmi, með hlutfallskosningu, þar sem hver listi þurfi 5% kjörfylgi að lág- marki til þingsetu. Misvægi atkvæðis- réttarins er óþolandi og í hrópandi and- stöðu við grundvaliarmannréttindi. Landið allt sem eitt kjördæmi, þar sem hver einstaklingur hefur eitt atkvæði er meginforsenda til að tryggja lýðræði í þessu landi. Saga jafnaðarstefnunnar er samofin sögu mannréttindabaráttu alþýðufólks hvar sem hún hefur náð að festa rætur. Á upphafsárum hreyfingar jafnaðar- manna var barist fyrir því að pólitísk réttindi væru óháð efnum, kynferði og búsetu. Þessa grundvallarforsendur jafnaðarstefnunnar hafa ekkert breyst; þær eru jafnsannar í dag og þegar þær voru fyrst fram settar. Til að jafna kosn- ingarétt mótaði Alþýðuflokkurinn þegar á fyrstu árum sínum þá stefnu sem flokkurinn hefur enn í dag: Að landið skyldi gert að einu kjördæmi. Rökin fyrir þessari róttæku breytingu eru jafnsterk nú og fyrir 70 árum. Jafn atkvæðisréttur eru grundvallarmannrétt- indi sem ekki er verslunarvara eða skiptimynt fyrir önnur réttlætismál eða stefnumál í stjórnmálum. íslendingar eni fámenn þjóð í samfé- lagi þjóðanna. Á tímum aukinnar al- þjóðlegrar samvinnu og samkeppni er nauðsynlegt að við séum öll á sama báti. Heildarhagsmunir verða að hafa forgang umfram sérhagsmuni. Jöfnun atkvæðisréttar er réttlætismál og afnám kjördæmaskiptingarinnar er löngu tíma- bær skipulagsbreyting í íslensku stjóm- arfari. Það er eina leiðin til að tryggja öllum landsmönnum skilvirkari stjóm- sýslu og betra lýðræði til frambúðar. Atvinnu- mál Lykilatriði í atvinnustefnu ungra jafn- aðarmanna er að auka þátttöku Islend- inga í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Hér má nefna útflutning á fullunnum sjávarafurðum, ferðaþjónustu hérlendis, heilsuþjónustu, orkufrekan iðnað, tækniþróun, hugbúnaðargerð, þátttöku erlendra fyrirtækja hérlendis eða ís- lenskra fyrirtækja erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Frumkvæðið verður að koma frá fyrirtækjum og einstaklingum en hið opinbera, bæði ríkisvald og ekki síst sveitarfélög, skapi þá umgjörð sem er nauðsynleg. Ungir jafnaðarmenn vilja að minnst einum milljarði króna á ári verði varið í sértækar aðgerðir gegn atvinnuleysi. Markmiðið er að enginn verði iðjulaus og óvirkur í samfélagi okkar. Til lengri tíma er hagvöxtur og uppgangur í efna- hagslífinu besta vopnið gegn atvinnu- leysi. Reynslan hér á landi og erlendis sýnir þó að sérstakra aðgerða er þörf til að sigrast á vandanum. Sérstaka áherslu skal Ieggja á starfsmenntun og endur- menntun atvinnulausra þannig að þeir eigi þess kost að laga sig að breyttum aðstæðum. Hluti aðgerðanna er stuðn- ingur við nýsköpun fyrirtækja og varan- lega atvinnusköpun. Þessi viðfangsefni beinast sérstaklega að þeim sem búið hafa við langvarandi atvinnuleysi en snerta einnig atvinnuþátttöku kvenna, ungs fólks og fatlaðra. Gera þarf sérstakt átak til að laða að erlenda Ijárfestingu til landsins og að- stoða íslensk fyrirtæki við alþjóðleg verkefni. Islendingar eru nánast eina þjóðin í Evrópu þarsem erlendar ijár- festingar eru á núllpunkti. Við höfnum hræðsluáróðri gegn ijárfestingum út- lendinga. Hversvegna ættum við ekki fremur að laða ijármagn til landsins en taka stöðugt erlend lán? Stofnaður verði sérstakur Nýsköpun- arsjóður atvinnulífsins til að styðja vöruþróun, tilraunaframleiðslu, mark- aðssetningu og stofnun nýrra fyrirtækja. Sérstaka áherslu ber að leggja á stuðn- ing við útflutning og erlend samstarfs- verkefni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.