Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 3
ALÞINGISKOSNINGAR 1995 U n ALÞYÐUBLAÐIÐ afnaðarmenn Hvað kýs pabbi þinn? - Hvað kýst þú? Hvað ræður vali ungs fólks í kosn- ingum? Er það rétt sem stundum er haldið fram, að ungt fólk kjósi gjam- an sömu flokka og foreldrarnir eða vinahópurinn - eða tekur fólk kannski afstöðu að athuguðu máli? Eru flokkadrættir f stjórnmálum kannski í líkingu við það sem gerist í íþróttum? Hefur þú tekið afstöðu með flokki og þá á hvaða forsendum? Þetta era mikil- vægar spurningar - nú örfáum dög- um fyrir alþingiskosningar - sem all- ir ættu að geta svarað..., eða hvað? Við þekkjum öll týpuna, sem sam- kjaftar ekki með söniu frösum og flokksformennimir rétt eins og að hann eyddi öllum sínum stundum í að læra ræður þeirra utanað. Svo um leið og nýja fleti bera á góma er um- svifalaust skipt um umræðuefni. Hinn klassíski stuttbuxnadrengur sem les innblásinn áróður í frístund- um í stað þess stunda sitt nám eins og maður. Eilífðarstúdent með höfuðið fullt af einhliða áróðri. Hvað er það sem mótar hans skoð- anir? Er það hlutlæg skoðun á mál- efnum, eða sanngjam samanburður á verkum stjómmálamanna? Nei, pabbapólitíkusinn hugsar ekki nema í eina átt. Hans rökhugsun fer fram á einteinungi sem liggur í einn stóran hring eftir hring hring eftir hring. En þarf nokkuð að hafa áhyggjur af slíku fólki? Er ekki einfaldast að leiða þröngsýni og fáfræði hjá sér? Ég er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að óttast pabbapólitíkina. Margt bendir til að hún sé sprelllifandi og sé nú sem endranær að vinna mikin skaða á íslensku þjóðfélagi. Fyrir Islendingum liggja erfið verkefni og stjómmálaflokkamir hafa nú úttalað sig um sínar lausnir. íslenskt atvinnulíf er einhæft og því era efnahagssveiflur dýpri og lang- vinnari en annars staðar. Laun er skelfilega lág vegna landlægs óhag- ræðis í höfuðatvinnuvegunum. Is- lendingar hafa mismikið atkvæða- vægi og þar með mismikil áhrif á landsstjórnina. Landið stendur á tímamótum hvað varðar alþjóða- samskipti, þar sem talsverð hætta er á að við einangr- umst hægt og ró- lega frá okkar helstu bræðraþjóðum í Evrópu. Agreiningsefnin er mörg og má til dæmis nefna stefnu í ríkisfjármálum og skattamálum. Menn greinir á um hvort að framkvæðið í atvinnuupp- byggingu skuli koma frá einstakling- um eða ríki. Sömuleiðis er ósætti um leiðir til að stokka upp í höfuðat- vinnuvegunum, sjávarútvegi og landbúnaði. Ósætti er um jöfnun at- kvæðisréttar og flokkamir keppast við að hafa sem allra minnsta skoðun á utanríkismálunum og þá helst aðild að Evrópusambandinu. Það er aðeins einn flokkur sem vill: • að framkvæði í atvinnuuppbygg- ingu komi frá einstaklingunum, þar sem hlutverk ríkisins er að skapa vænleg skilyrði. • stokka upp í landbúnaði og sjávar- útvegi og koma á samkeppni í stað miðstýringar, sem mun leiða til auk- innar hagkvæmni og skila sér í hærri launum í framtíðinni. • efla menntakerfíð og styðja frekar rannsóknir og þróunarstarfsemi auk þess að stofna nýsköpunarsjóð at- vinnulífsins til stuðnings þróunar- starfs, tilraunaframleiðslu og mark- aðssetningar. • opna landið fyrir alþjóðaviðskipt- um og höftum verði aflétt á öllum sviðum, þar meðtöldum landbúnaði. Slík breyting myndi auka hag neyt- Pallborðið Jón Þór ■ Sturluson skrifar „Við þekkjum öll týpuna, sem sam- kjaftar ekki með sömu frösum og flokksformennirnir rétt eins og að hann eyddi öllum sínum stundum í að læra ræður þeirra utan- að. Svo um leið og nýja fleti bera á góma er umsvifa- laust skipt um um- ræðuefni. Hinn klassíski stutt- buxnadrengur..." enda stórlega og lækka verð matar- körfunnar veralega. • jafna atkvæðavægi í landinu, með því að sameina landið í einu kjör- dæmi. • að ísland sæki um aðild að Evr- ópusambandinu og hefji aðildarvið- ræður sem fyrst, því svör um hvað aðild hefði í för með sér fyrir Island fást ekki nema í samningaviðræðum. Þetta era nokkrar af leiðum Al- þýðuflqkksins - Jafnaðarmanna- flokks Islands. Ég treysti því að það ungt fólk sem er gagnrýnið í hugsun komist að þeirri niðurstöðu að ef hugsað er um framtíðina er Alþýðu- flokkurinn ótvírætt besti kosturinn. Ég spyr, hvað er það annað en pabbapólitík sem getur útskýrt mikið fylgi Framsóknarflokksins á meðal ungs fólks? Með hvaða rökum er hægt að halda því fram að stjóm með þátttöku Framsóknarflokksins myndi leiða til framfara í íslensku þjóðfélagi? Það á ekki að vera hægt að blekkja upplýst fólk nteð talna- galdri og aulahagfræði. Hvers vegna mælist Sjálfstæðis- flokkurinn vinsælastur á meðal ungs fólks, stærsti framsóknarflokkur landsins? Jú, hann þorir ekki að taka afstöðu nú fyrir kosningar þegar mest ríður á að fólk sé upplýst. Að- eins ef fólk er móttækilegt fyrir ragl- inu geta pópúlískir pabbaflokkar náð árangri. Þeir einir eru móttækilegir sem nýta sér ekki þá guðsgjöf sem gáfumar eru til að skoða málin frá fleiri en einu sjónarhorni. I skoðanakönnun sem gerð var meðal stjómmálafræði- og hagfræði- nema við Háskóla Island um síðustu helgi kom í ljós að rúmlega 44% þeirra sem tóku afstöðu kváðust ætla að styðja Alþýðuflokkinn á meðan fylgi flokksins meðal yngstu kjós- endanna almennt mælist rúm 12%. Þessar niðurstöður eru skýr sönn- un þess að þeir sem einna mest stunda gagnrýna skoðun á stjómmál- um og efnahagsmálum treysta Al- þýðuflokknum best til að leiða þjóð- ina inn í framtíðina. I sömu könnun kom þannig fram að meira en 9 af hverjum 10 styðja, að farið verði út í aðildarviðræður við Evrópusam- bandið, að landbúnaðarkerfið verði markaðsvætt og að atkvæðavægi verði jafnað, rétt eins og Alþýðu- flokkurinn vill að gert verði. Það er ljóst að Alþýðuflokkurinn er valkostur þeirra sem hugsa áður en þeir kjósa. En það geta fleiri hugs- að en þeir sem er í námi við Háskóla íslands, það geta allir gert. Því hvet ég þig til að gefa þér tfma til að skoða valkostina uppá eigin spýtur. Ef pabbapólitíkin verður sett til hliðar á laugardaginn kemur, er í ekki í nokkram vafa um að ungt fólk mun velja rétt. Það mun segja já við fram- tíðinni. Höfundur er formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. fegurðardrusla að trana sér fram f stjórnmálum? Þegar maður mætir uppí skóla alls ófeimin með barm- merki og þessháttar þá ská- skýtur fólk til að mynda á mann augunum, en ég er bara glaðhlakkaleg... r Eg tel afar mikilvægt að ungt fólk taki virkan þátt í að láta hugsjónir sem varða almannaheill verða Bryndís Bjarnadóttir, 22 ára heimspekinemi og fyrirsæta, skipar 16. sætið á framboðslista Al- þýðuflokksins í Reykjavík. Hér á eftir fara gullvæg brotabrot úr samtali henn- ar við Alþýðublaðið fyrir stuttu... Hugmyndin á bakvið þessa X-kynslóðar- nafngift gengur útá það, að unga kynslóðin í dag eigi sér engar hugsjónir og sé almennt dofin gagnvart því samfélagi sem hún lifir í. Og það er bara hárrétt því unga kynslóðin sefur vissu- lega fast á meðan hún flýt- ur að feigðarósi félagslegs sinnuleysis. Það ertími til- kominn fyrir okkur öll að vakna og...taka afstöðu... Það angrar mig lítið þótt einhverjar smásálir velti fyrir sér: Hvern andskotann er þessi Bryndís Bjarna- dóttir að gera þarna á list- anum? eða Hvað er þessi að veruleika. Ég treysti engum betur en Alþýðu- flokknum til að leiða okkur (slendinga til bjartari og ör- uggari framtíðar. Þetta er eini flokkurinn sem hefur mótað sér skýra stefnu um það hvernig leysa eigi ei- lífðarvandann... Ungt fólk hefur því mið- ur lengi kvartað mis- kunnarlaust um að hér á landi sé ekkert að fá og úr engu sé að moða - það hafi engin áhrif, en samt skirrist það við að taka af- stöðu og taka þannig þátt í að móta eigin framtíð. Þetta er áberandi afstaða og unga fólkið hefur of lengi látið sig það litlu skipta hvernig lífskjörum verði háttað hér á landi í framtíðinni og hvaða menntunar- og atvinnu- möguleikar bjóðist. Maður skyldi halda það af litlu áliti þeirra hingaðtil allavega á beinni og virkri þátttöku í stjórnmálum... "FarSide" eftir Gary Larson. Á hverjum einasta laugardagsmorgni - á meðan leikfé- lagar hans biðu þolinmóðir -tók Ólafur Ragnar sér nokkr- ar aukamínútur í vanabundna æfingu og öskraði á „hund- inn" sinn vegna efnahagsástandsins... Ég vil þig! Maður dagsins er Baldur Stef- ánsson sem hefur lyft sann- kölluðu grettis- taki í starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri ungra jafnaðar- manna og hafið samtök þeirra til stóraukinnar vegsemdar og virðingar í lit- rófi íslenskra s t j ó r n m á 1 a! Maðurinn er marghamur, of- urvirkur hugmyndabanki og nýtur í þeim efnum einna helst menningarlegs bak- grunns (verandi KR-ingur og sonur Stef- áns Baldurssonar leikhússtjóra og Þór- unnar Sigurðardóttur leikritaskálds). Ekki má hinsvegar gleyma fjölbreytilegr- ar reynslu frá fyrri störfum (fjölhæfastur barþjóna á Ingólfscafé, World Class súpereinkaþjálfari og hljómsveitasprell- ari par exellance). Ykkur sem lystir og þyrstir í meira um unga jafnaðarmenn er bent á að hafa samband við alhliða aðal- manninn Baldur í síma 91-29244 eða með símbréfi 92-629155 eða á Intemet- fanginu baldstef@centrum.is eða í sím- boðanúmerið 984-51451. Það er bókstaf- lega ómögulegt að ná ekki í manninn... S e x f ö r n u Afhverju ætlar þú að kjósa Alþýðuflokkinn? (Spurt í 28. sæti lista Alþýðuflokksins í Reykjavík.) Hallgrímur Helgason, rit- höfundur: Margir af minni kynslóð og yngri - og þá ekki síst listamenn - hafa verið í lausu pólitísku lofti og verið að kjósa hitt og þetta og jafn- vel ekki neitt, aldrei þorðu al- mennilega að taka afstöðu og standa með henni. Maður á að kjósa í kosningum. Hallgrímur, skáld: Fátt er ömurlegra en sitja stikkfrí hjá og liggja svo eins og blóð- sjúgandi ópólitísk mara á spenum þjóðfélagsins, þiggja bama- og örorkubætur, náms- lán, styrki og starfslaun um leið og segjast vera orðinn hundleiður á þessu pólitíska þrasi og sitja heima á kjördag og lesa... já lesa um frönsku byltinguna. Hallgrímur Helgason, pistlahöfundur: Alþýðu- flokkurinn er jafnaðarmanna- flokkur íslands, eini flokkur- inn sem stendur almennilega fyrir þessa fallegu stefnu, þessa glæsilegu evrópsku lí- beral hefð, sem er afrakstur 2000 stritandi og blóðugra ára sögu og hin eina sanna pólitíska stefna. Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður: Al- þýðuflokkurinn er laus við þetta gamla vinstra vesen, kröfugerðarsósíalismann, hinar ódýra lausnir, um leið og hann er fylgjandi frjálsu markaðskerfí, sem er eina kerfið sem virkar eins og austumski rithöfundurinn Thomas Bemhard heitinn sagði svo réttilega. Hallgrímur Helgason, frambjóðandi: Alþýðu- flokkurinn fylgir raunsærri mannúðarstefnu og er ekki bamalegt fómarlamb útóp- ískrar óskhyggju. Hann er einnig eini flokkurinn sem vinnur gegn öllum hinum framsóknarflokkunum. Hallgrímur Helgason, barfluga: Á íslandi þurfum við að efla einn flokk mátu- lega vinstra megin við miðju, en ekki stofna fleiri á per- sónulegum forsendum. Við þurfum einn stóran og nú- tfmalegan krataflokk eins og þeir eru til í flestum öðram Evrópulöndum. Um þetta eru flestir sammála en þráast við að viðurkenna það að Al- þýðuflokkurinn er sá flokkur. V i t i m e n n Halldór Blöndal sló fundarmenn út af laginu með því að segjast hafa misst af ummælunum þar sem hann hefði verið með niðurgang um þetta leyti Frásögn af fjörugum framboðsfundi á Þórshöfn á fimmtudagskvöldið. Morgunpósturinn í gær. Kúgaður eiginmaður fer út á lífið Kvikmyndadómur Hilmars Karlssonar á jákvæðu nótunum um myndina Ein stór fjölskylda. DV i gær. Við höfum okkar leiðir til þess að ná okkar fram. Meðal annars með stuðningi stjórnmálamanna sem sitja á þingi nú. Þeir styðja okkur margir hverjir og nú eru þeir fjórir eða fimm í núverandi stjórn sem styðja okkur Einar S. Jónsson, formaður Norræns mannkyns. MP í gær. Dönsk kona svaf hjá munki Fyrirsögn athyglisverðrar stórfréttar. MP í gær. Við getum ekki, munum ekki og viljum ekki - styðja þá ríkisstjórn sem ekki breytir þessu kvótakerfi Einar K. Guðfinnsson, íhaldsjarl á Vestfjörðum. DV í gær. Alþingiskosningarnar of snemma Fyrirsögn um Strandasýslu, kosningar og ófærð. DV í gær. Frægð oq frami í pólitík „Tveimur áram síðar var haldinn annar landsfundur á Hótel Sögu og þá var nú eitthvað farið að styttast í lífdögum Bandalags jafn- aðarmanna, en ég hélt þar [tvítugur að aldri] samt- sem áður ein- hverja þramuhvatn- ingarræðu og endaði með því að vera kosinn vara- formaður. Þá var Guðmundur Ein- arsson formaður og kosning mín kom mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum. Þarna á landsfundinn 1986 kom síðan einhver blaðastúlka frá DV - sem mér skilst að hafi verið í starfskynningu - og tók við mig viðtal. Hún spurði ntig auðvitað urn hvernig mér liði að vera orðinn varaformaður BJ. Ég sagði að ég tæki þessu öllu með stillingu enda væri ég með báða fætur á jörðinni. Stúlkan hafði hinsvegar eftir mér daginn eftir í DV, að ég væri fæddur á jörðinni. Þetta var sérstaklega tek- ið fram og vitnað beint í mig - gott ef ekki í fyrirsögn: Ég er fæddur á jörðinni! Maður á að lesa viðtöl fyrir birtingu." - sagði Vilhjálmur Þorsteinsson, 29 ára kerfisfræðingur og tölvugúrú, í viðtali við Alþýdublaðid fyrir skemmstu. Hann skipar 7. sætið á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.