Alþýðublaðið - 05.04.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 05.04.1995, Síða 1
Mmiimmiin Miðvikudagur 5. april 1995 Stofnað 1919 54. tölublað - 76. árgangur I Skoðanakönnun Gallup Alþýðuflokkurinn í sókn Alþýðuflokkurinn með meira fylgi en Alþýðubandalag og Þjóðvaki. Sjálfstæðisflokkurtapar. Framsóknarflokkur bætir hinsvegar lítillega við sig og sömuleiðis Kvennalistinn. Alþýðuflokkurinn siglir nú hraðbyri í skoðanakönnunum og er nú kominn með svipað fylgi og um þetta leyti fyrir alþingiskosn- ingarnar 1991 - eða 12,3%. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönn- un Gallup sem Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Stærstu tíðindin í þessari könnun eru þau, að Alþýðuflokkurinn nýtur meira fylgis en Alþýðubandalagið og Þjóðvaki - og að fylgið heklur áfram að hrynja af Sjálfstæðis- flokknum. A meðan bæta Fram- sóknarflokkur og Kvennalisti lítil- lega við sig. Hér á eftir fara niðurstöður könnunarinnar og í sviga eru töl- ur úr síðustu könnun Gallup sem framkvæmd var fyrir aðeins tveimur dögum: Alþýðuflokkur 12,3% (10,8%), Framsóknarflokkur 23,9% (23%), Sjálfstæðisflokkur 31,8% (33%), Alþýðubandalag 11,3% (13,2%), Þjóðvaki 11,6% (12,1%), Kvennalisti 5,7% (5,5%) og aðrir flokkar njóta 3,4% fylgis (2,3%). Úrtak könnunarinnar var 1.500 manns á aldrinum 18 til 75 ára og var það valið með slembiaðferð úr þjóðskrá þar sem tekið var tillit til kyns, aldurs og kjördæma. Svar- hlutfallið var 73% sem er um 3% meira en síðast. ■ Svíar hagnast á aðild að Evrópusambandinu og Norðmenn leita leiða til að komast þar inn bakatil IMorskt stórfyrir- tæki keypti ABBA Fyrirtækið ABBA er eitt af stærstu matvælafyrirtækjum í Sví- þjóð og er í miklum viðskiptum við íslenskan sjávarútveg. Fyrirtækið er einn stærsti viðskiptavinur Síldarút- vegsnefndar og kaupir auk þess um- talsvert magn af grásleppuhrognum hér á landi. Innganga Svía í Evrópusamband- ið hefur gerbreytt starfsháttum innan ABBA. Fram til þessa hefur mikill hluti úrvinnslunnar farið fram í Dan- mörku og Þýskalandi. Eftir inn- göngu Svía í ESB var þeim fyrir- tækjum lokað og starfsemin flutt heim til Sviþjóðar þar sem engar tollahindranir gagnvart Evrópu- markaði gilda lengur. Eftir að Norð- menn höfnuðu aðild að ESB en Sví- ar gengu inn keypti eitt stærsta fyrir- tæki Noregs - ORKLA - sænska fyrirtækið með húð og hári og mun þannig nýta sér tollfrjáls- Stefnt til framtíðar: Jón Þór, Hólmfríður og Gísli! Jafnaðarmenn á Vesturlandi leggja undir sig Alþýðublaðið í dag með Skaganum. Meðal efnis eru viðtöl við lykilmenn á A-lista Alþýðuflokksins í kjördæminu: Gísla S. Einarsson í 1. sæti, Svein Þór Elinbergsson í 2. sæti, Hólmfríði Sveinsdóttur í 3. sæti, Guðrúnu Konný Pálmadóttur í 4. sæti, Jón Þór Sturluson í 5. sæti og Sigrúnu Hilmarsdóttur í 7. sæti. Enn- fremur er rætt stuttlega við eftirtalda Vestlendinga og þeir spurðir afhverju þeir ætli að kjósa Alþýðuflokkinn: Kristin Þ. Jensson, Svein Rafn Ingason, Frey Geirdal, Fróða Jónsson, Harald Gylfason, Kristvin Bjarnason, Björgvin Guðjónsson, Sigurður Þórðarson, Einar O. Einarsson, Heimi Kristjánsson, Lárus Ingibergsson, Pétur Hansson, Valdimar Björnsson, Friðrik Alfreðs- son, Kristján Pálsson, Sigrúnu Ríkharðsdóttur, Júlíus Má Þórarinsson, Davíð Guðlaugsson, Ás- geirÁsgeirsson, Björgvin Hagalínsson og Hlina Eyjólfsson. Alþýðublaðið í dag er Skaginn... ■ Utgerðarfélagið Búri á Fáskrúðsfirði að taka í notkun frystitogara sem keyptur var frá Nýfundnalandi. Skipiðfertil rækjuveiða á Flæmska hattinum og við Svalbarða Leita að verk- smiðjuskipi til veiða a úthafskarfa Útgerðarfélagið Búri hf. á Fá- skrúðsfirði er að taka í notkun 750 tonna ' frystitogara sem félagið keypti frá Nýfundnalandi. Verið er að Ijúka við klössun skipsins í Reykjavík og búa það nýjum tækjum. Aðaleigandi Búra er út- gerðarfélagið Akkur sem áður gerði út togarann Klöru Sveins- dóttur sem seldur var til ísafjarð- ar ásamt veiðiheimildum. Búri leitar nú að rússnesku verk- smiðjuskipi til kaups eða á leigu sem ætlunin er að fari til veiða á úthafskarfa. Eiður Sveinsson skipstjóri og einn af eigendum frystitogarans sagði í samtali við Alþýðublaðið að þessi nýi togari yrði skráður hér á landi undir nafninu Klara Sveins- dóttir og færi á úthafsveiðar. Klara mun fara á rækjuveiðar á Flæmska hattinum eftir páska en Eiður sagði að ætlunin væri að reyna nýjung í útgerð íslenskra skipa sem væri rækjuveiðar við Svalbarða. Kaupverð togarans er rúmar 80 milljónir króna en inni- falið í verði er klössun samkvæmt kröfum Norsk Veritas. Einnig eru sett ný tæki í brú og skipt um frystitæki á millidekki ásamt öðr- um endurbótum sem kosta 30 til 40 milljónir króna. Eiður Sveins- son sagði Gunnlaug Stefánsson al- þingismann hafa veitt ómetanlega aðstoð við þessi skipakaup. Frystitogarinn kemur til heima- hafnar á Fáskrúðsfirði á næstu dögum og verður öllum bæjarbú- um boðið að koma um borð til að skoða skipið og þiggja veitingar. Siá viðtal við Eið Sveinsson á baksíðu an aðgang ABBA að Evr- ópumarkaði. Álitið er að ORKLA muni í stórum stíl flytja norskar sjávarafurðir, svo sem síld og hrogn, óunnar yfir landamærin til Sví- þjóðar þar sem unnið verður úr þeim. Þessi kaup ORKLA á ABBA þykja staðfesta viðvaranir margra forráðamanna í norskum fyrirtækjum þess efnis að ef Norð- menn höfnuðu aðild að ESB myndu störf flytjast frá Noregi. Á sama hátt fullyrtu sænskir iðnrek- endur að störfum myndi Ijölga í Svíþjóð með aðild að ESB og þykja þessi kaup staðfesta þær full- yrðingar. ABBA var í eigu Vol- vo-samsteypunnar sem lengi hefur reynt að losa sig við fyrirtækið en án árangurs. Það má því segja að kjósendur í Nor- egi og Svíþjóð hafi með atkvæðagreiðslu sinni um ESB-aðild leyst áralangan vanda fyrri eigenda ABBA sem töldu rekstur fyrirtækisins óviðunandi. EVROPUVIKA ALÞYÐUFLOKKSINS Alþýðuflokkurinn vill vekia athygli á að eftirfarandi ro ' OKKUR ER ALVARA! fyrirtæki bjóða evrópuverð á sínum vörum út þessa viku. Verðlækkunin er áþreifanleg. BORGARLJOS wctk : -p"-j HEIMILISTÆKI á evrópuverði Allt að 25% verðlækkun REYKJAVÍK AKRANESI KEFLAVÍK HAFNARFIRÐI AKUREYRI ÍSAFIRÐI EGILS- STÖÐUM HÖFN SELFOSSI 3.-7. apríl - vestur í bæ KJÚKLINGUR á evrópuverði 6. apríl Sími 564 3535 16" PIZZUR á 900 krónur 3.-7. apríl /AFFl , REYMAVIK HÁDEGIS- VERÐUR 490 krónur 3.-7. apríl Hagfræðistofnun Háskóla fslands telur í skýrslu sinni til ríkisstjórnar- innar að við aðild íslands að Evrópu- sambandinu myndi verð landbúnaðarafurða hérlendis lækka um 35-45%. Það munar um minna fyrir íslenskar fjölskyldur. Alþýðuflokkurinn vill hefja aðildarviðræður við ESB til þess að fá úr því skorið hvað íslendingum stendur til boða. /UANÞ í/4-f/tW'. /

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.