Alþýðublaðið - 05.04.1995, Síða 5

Alþýðublaðið - 05.04.1995, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1995 n n 5 Kvótinn Gísli S. Einarsson og Sveinn Þór Elinbergsson, samhentir frambjóðendur Alþýðuflokksins og fulltrúar íbúa alls kjördæmisins, í viðtali við Skagann um kosninga- baráttuna og kosningamálin. ögrar búsetu Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur Islands - býður fram öfluga heimamenn frá Akra- nesi og Snæfellsbæ í efstu sætum á framboðslista sínum á Vesturlandi. Gísli S. Einarsson alþingismaður og Sveinn Þór Elinbergsson að- stoðarskólastjóri í Olafsvfk leiða baráttu Alþýðuflokksins við þessar alþingiskosningar. Hafa þeir þegar sýnt að um samhenta frambjóðend- ur er að ræða og mega kjósendur vænta mikils af samstarfí þeirra. Tvímælalaust myndu þeir báðir sóma sér vel á Alþingi fyrir íbúa alls Vesturlands, enda hafa þeir staðið fyrir kröftugri og málefna- legri kosningabaráttu. Skaginn vill með þessu viðtali gefa kjósendum „Fólkið hefur áttað sig á því að kvótakerfið hefur verið til kerfis- ins vegna en ekki bænda eða sjómanna vegna. Við erum að leggja upp með að byggja ofan á þann trausta grunn sem þessi ríkisstjórn hefur lagt á erfiðum tíma allmikillar heimskreppu." kjör fólksins í landinu. Það gerist ekki öðruvísi en að binda í stjórn- arskrá ákvæði unt að stofnarnir séu sameign þjóðarinnar, þannig að kvótinn færist ekki á enn færri hendur. Kvótakerfið hefur valdið því að það eru innbyrðis átök milli stærðarflokka skipa. Það sýnir að kerfið er að éta sig innanfrá. Hér í kjördæminu er hvað inikilvægast að rétta hlut þeirra sem orðið hafa fyrir hvað mestri skerðingu. Það er búið að skerða kvóta kvótabátanna um 67%, þannig að þeir eiga ekki möguleika lengur. Það er ljóst að þeir sem hafa farið langverst út úr þessu kvótakerfi eru byggðarlögin á Snæfellsnesi. Afleiðingarnar eru þær að búið er að loka ntörgum fyrirtækjum. Fólk er orðið heiftúðugt útí þetta úrelta kvótakerfi. Fólki finnst að búið sé að afskrifa það í veði, bæði færi á að kynnast sameiginlegum viðhorfum þeirra til þeirra málefna sem efst eru á baugi í þessum kosn- ingum. Hvernig fínnst ykkur kosn- ingabaráttan hafa verið? „Kosningabaráttan hefur ein- kennst af óblíðri veðráttu og sýnir að þetta er ekki hentugur tími til kosninga. Við höfum farið víða og fundið fyrir mikilli velvild í garð okkar hvarvetna. Ekki má samt meta það endilega til atkvæða. Fólk sýnir gjarnan alkunna ís- lenska gestrisni, en þó má greina að fólk lætur ekki blekkjast af gylliboðum sem það er að fá frá andstæðingum okkar og virðist taka í auknum mæli undir skoðanir Alþýðuflokksins í mörgum málum, sem það hefur áður verið okkur andsnúið í, svo sem í kvótamálum í sjávarútvegi og landbúnaði. Við fmnum fyrir því að fólk hefur trú á því að við höfum raunhæfa stefnu, öfgalausa til hægri og vinstri og finnum fyrir góðum anda í okkar garð. Fólkið hefur áttað sig á því að kvótakerfið hefur verið til kerfisins vegna en ekki bænda eða sjómanna vegna. Við erum að leggja upp með að byggja ofan á þann trausta „Vandi bænda er mjög mikill, einkum í sauðfjárbúskap. Sauð- fjárræktarhéruð eins og Dalirnir hafa þó orðið verst úti. Margir bændur eru komnir niður fyrir nauðþurftamörk. Á þessu þarf að taka. Við erum farnir að heyra það að bændur eru farnir að taka undir okkar sjónarmið." grunn sem þessi ríkisstjórn hefur lagt á erftðum tíma allmikillar heimskreppu.“ Hafa ekki umræður um kvóta verið mjög áberandi í sjávarút- vegsumræðunni? „Jú, það má nærri geta. Það er grundvallaratriði til að bæta lífs- eigmr og störf. Við teljum að það verði að rétta þeirra hlut sem ekki hafa framselt sinn kvóta. Eina færa leiðin er að taka upp veiðileyfagjald, þannig að þeir eigi möguleika á að kaupa sér auk- in aflaréttindi ofan á það sem þeir hafa fyrir, gegn sann- gjörnu gjaldi. I fyrsta áfanga ætti að flytja 10.000 tonn inn á sölu- markað af úthlut- uðum kvóta og síð- an hverja þá viðbót sem mögulegt er að komi í auknum aflaheimildum.“ Hver virðist ykkur staða bænda í dag? „Vandi bænda er mjög mikill, eink- um í sauðfjárbú- skap. Sauðfjárræktarhéruð eins og Dalirnir hafa þó orðið verst úti. Margir bændur eru komnir niður fyrir nauðþurftamörk. A þessu þarf að taka. Við erum farnir að heyra það að bændur eru farnir að taka undir okkar sjónarmið um að það þurfi að gefa frelsi til framleiðslu. I raun og veru hafa bændur verið að brjóta af sér með því að selja framhjá kerfinu. Þar hafa menn raunverulega verið að bjarga sér út úr þeirri neyð sem þeir hafa verið settir í. Það vanda- mál verður ekki leyst með því að setja menn í steininn, eins og til- laga var urn á Búnaðarþingi. Heimaslátrun er í það miklum mæli að hún verður ekki stöðvuð með einhverjum refsiaðgerðum." Hvernig er hægt að bjarga bændum úr þessum vanda? „Menn þurfa að snúa sér að því að fá viðurkenningu fyrir því að ís- lensk framleiðsla sé náttúruleg og síðar vistvæn framleiðsla. Við þurfum að stei'na að því að þetta verði innan tveggja ára. Með slíkri vöru eigum við möguleika á að komast inn á Evrópumarkaðinn, en „Grunnurinn hefur verið lagður með stöðugleika og lágum vöxt- um. Ofan á það þarf að byggja með menntun til nýsköpunar, og jafnframt þarf að ná betra aðgengi að dýrasta markaðinum, Evrópumarkaðinum." til þess þurfum við að taka upp miklu sterkara samband við Evr- ópumarkaðina heldur en samning- urinn um Evrópska efnahagssvæð- ið (EES) gerir okkur kleift. Um leið þurfum við að setja töluverl al'l í markaðssetningu landbúnaðaraf- urða. Við eigum að nota þá pen- inga sem koma í ríkissjóð af tollum á landbúnaðarvörur í að byggja upp markaði fyrir okkar vörur meðan á aðlög- unartíma GATT stendur." Ættum við að leggja sömu áherslu á að krefjast vott- unar fyrir físk- afurðir sem vistvænar vör- ur? „Islenskur fiskur eins og hann kemur upp úr sjónum er náttúruvæn af- urð. Við erum ekki í neinum vand- ræðum með að selja hann. Okkur vantar bara meira af honurn. Við þurfum að koma í veg fyrir að fiski sé kastað. Það er áhyggjuefni að eftir að reglugerð var sett um að undirmálsfiskur teljist til kvóta, sést sá fiskur ekki meir! Einnig eru menn að henda unnurn afla vegna þess að þeir hafa ekki markað fyrir þann fisk eða hafa ekki getað náð sér í kvóta fyrir hann.“ Hvað með iðnaðinn? „Vegna niðurgreiðslna Evrópu- þjóðanna í skipasmíðaiðnaði og öðrum iðnaði voru okkar iðnaðar- mál nánast rjúkandi rúst. Þegar Sighvatur Björgvinsson kom að þessu rnáli, varð honum Ijóst að grípa þyrfti til sérstakra aðgerða. Á síðasta ári voru settar 60 milljónir til verndar skipasmíðaiðnaðinum og skapaði það störf á landinu fyrir sem svarar 300 til 400 milljónir til viðbótar við það sem var árið áður. Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. fékk á síðasta ári 10 milljónir króna og skapaði það þeim veruleg verkefni. Örn Friðriksson, formað- ur félags járniðnaðarmanna segir að nú sé Pólland eina landið á okk- ar markaðssvæði sem við erum ekki samkeppnisfær við í skipa- smíðaiðnaðinum. Utflutningur í iðnaði hefur nú aukist um 27% og meðalafkoma iðnfyrirtækja var á síðasta ári 3 til 4 prósent, þökk sé þeim stöðugleika sem náðst hefur. Vonandi verður af sinkverksmiðju, og eykur það lfkur á að af því verði að næstum öruggt er talið að af Hvalfjarðargöngum verði. Þar myndu skapast um 250 til 300 störf.“ Alþýðuflokkurinn hefur sagt að 13.500 störf þurfi að bætast við til aldamóta. Hvernig náum „Vegna niðurgreiðslna Evrópu- þjóðanna í skipasmíðaiðnaði og öðrum iðnaði voru okkar iðnaðar- mál nánast rjúkandi rúst. Þegar Sighvatur Björgvinsson kom að þessu máli, varð honum Ijóst að grípa þyrfti til sérstakra aðgerða. við því? „Grunnurinn hefur verið lagður með stöðugleika og lágum vöxtum. Ofan á það þarf að byggja með menntun til nýsköpunar, og jafn- framt þarf að ná betra aðgengi að dýrasta markaðinum, Evrópumark- aðinum. Hvort sem það eru 12.000 störf eins og Framsókn ætlar að „búa til“ eða 13.500 störf, sem við segjum að þurfí að konta, þá dreg- „Við fögnum komu Hvalfjarðargangn- anna fyrir kjördæm- ið allt og teljum að þau geti orðið því til hagsbóta. Við verðum þó að minn- ast Borgarfjarðar- brúar og hvernig bygging hennar tók frá kjördæminu fjár- magn til annarra vegaf ramkvæmda." ur enginn þau upp úr töfrahatti, allra síst Framsókn. Það þarf stöð- uga þróun og stöðugt þarf að vera vakandi yfir mörkuðum og mögu- leikum. Við horfumst í augu við raunveruleikann og verðunt að grípa þau tækifæri sem blasa við okkur.“ Samgöngumál hafa oft verið mál málanna í þessu kjördæmi. Hvernig er því varið nú? „Við fögnum komu Hvalfjarðar- gangnanna fyrir kjördæmið allt og teljum að þau geti orðið því til hagsbóta. Við verðum þó að minn- ast Borgarfjarðarbrúar og hvernig bygging hennar tók frá kjördæm- inu ijármagn til annarra vegafram- kvæmda. Það er nauðsynlegt að knýja á um að vegagerð að Hval- fjarðargöngum taki ekki af vegafé kjördæmisins þannig að það bitni á öðrum nauðsynlegum vegafram- kvæmdum, heldur verði tekið úr sameiginlegum sjóðum svo sem stórverkefnasjóði, enda er hér um sértæka framkvæmd að ræða sem kemur landinu öllu til góða. Við leggjum mikla áherslu á að um leið og hugað er að nýsköpun í frumat- vinnugreinunum verði byggðin styrkt með bættum samgöngum. Með samþykkt vegaáætlunar á dögunum var stigið skref í rétta átt. Brýnt er að klára uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði og lagn- ingu nýs vegar unt Staðarsveit og Breiðuvík. Þá eru bundnar miklar vonir við nýjan veg fyrir Búlands- höfða, því það er byggðununt á Snæfellsnesi lífsnauðsyn að tengj- ast betur með öruggari samgöng- unt til þess að samnýta þá þjón- ustuþætti og atvinnutækifæri sem til staðar eru á svæðunum. Hvað með jöfnun húshitunar- kostnaðar? „Við teljum að stigin hafi verið þýðingarmikil skref undir forystu iðnaðarráðherra, Sighvats Björg- vinssonar, í átt til þess að lækka húshitunarkostnað á köldu svæð- unum hjá Rarik. En enn þarf að bæta úr.“ H v a ð a kost eiga kjósendur? „Við trú- um því ekki að fólk ætli að verðlauna þessa kvóta- f 1 o k k a , Framsókn og Sjálfstæðis- flokk nteð því að kjósa þá á laugar- daginn. Það er ljóst að þeir sem vilja óbreytt ástand, þeir kjósa þá. Þeir sem vilja breytingar í þágu byggðarlaganna kjósa Alþýðu- flokkinn. Það er ekki nóg að sam- sinna okkur í orði og taka okkar málflutningi vel. Ef menn eru sam- rnála okkar málflutningi, þá verða þeir að vera santkvæmir sjálfum sér og skila honum í kjörkassann, merktum X-A.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.