Alþýðublaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 6
HELGIN 7.-9. APRIL 1995 I Al iskosnin ■ Össur Skarphéðinsson hefur ekki setið lengi á Alþingi. Fyrsta kjörtímabilinu er að Ijúka, og hann segir að það hafi verið viðburðaríkt. Hann kveðst ekki hafa átt von á því að verða ráðherra á sínu fyrsta kjörtímabili. En hann hefur sannarlega vakið athygli, enda ófeiminn við fjölmiðla og sterka hagsmunahópa. Alþýðublaðið ræddi við þennan doktor í fiskiIífeðIisfræði um sjávarútvegsstefnuna Sægreifamir eiga að skila góssinu - segir Össur. Hann vill að þegar þorskstofninn stækkar verði viðbótarkvótanum úthlutað til smábáta og hefðbundinna vertíðarbáta. „Ég átti ekki einu sinni von á því að verða þingmaður," segir Össur um tildrög þingmennskunnar. „Ég hafði þriðja sætið í prófkjöri, og það hafði losnað einfaldlega af því að menn höfðu ekki trú á að flokkurinn héldi því i kosningunum. En okkur tókst með harðfylgi að slíta upp úr grjótinu nokkur hundruð aukaat- kvæði á síðustu dögunum, og eftir að hafa verið einsog jó-jó úti og inni alla kosninganótúna lenti ég réttu megin.“ Vörn fyrir smábátana Auk þess að vera umhverfisráð- herra hefur Össur verið helsú tals- maður Alþýðuflokksins í sjávarút- vegsmálum, og vakti á kjörtímabil- inu athygli fyrir harða vöm fyrir smábáta þegar LÍÚ freistaði þess að útrýma þeim úr veiðunum. Lagði raunar stólinn undir í slagnum, og flokkurinn hafði sigur f viðureign- inni við Þorstein Pálsson. Össur kveðst snemma hafa fengið áhuga á sjónum.“Ég var sjómaður á skólasumrunum, frá flestum lands- homum. Mest á litlum togurum. Náði meira að segja þeim áfanga að verða kokkur, þegar sá sem fyrir var lenti í helsti nánu slagtogi við Bakk- us kóng, og sást ekki meira það sum- arið. Frétmæmt af því var helst, að allir lifðu af. Ég var á landsfrægum aflaskipum; með Jóa Sím á Kofran- um sem var undanfari Bessans, sem Jói er með núna. Líka með einum frægasta aflaskipstjóra fyrr og síðar, Geira á Guggunni. Eitt sumar tók ég líka þátt í að drepa síldina í Norður- sjónum, og kynntist sjóaralíftnu í Hirtshals og Skagen. Síðar snémst háskólar mínir bara um fisk.“ Ránsfengur sægreifanna I kosningabaráttunni hefur Össur gert harða hríð að sægreifunum. „Mesta ranglæti á Islandi í dag er hið nýja lénsveldi sægreifanna, sem Framsókn og alltof stór hluti Sjálf- stæðisflokksins veija með kjafti og klóm. Kerfið gefur í raun örfámenn- um hópi sægreifa einkarétt til að nytja fiskimiðin, sem em þó sameign okkar allra. Það virðist litlu skipta nú orðið, þó Alþingi haft fest sameign okkar á auðlindinni í lög. Sægrei- famir hafa í rauninni eignast fiski- miðin, og þeir kaupa og selja óveidd- an físk einsog þeim lystir. Það sýnir best, hvað kerfið er orðið helsjúkt, að einungis fyrir leyfið til að veiða eitt kfló af þorski þarf að greiða ársleigu Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra: Mesta ranglæti á íslandi í dag er hið nýja lénsveldi sægreifanna, sem Framsókn og alltof stór hluti Sjálfstæðisflokksins verja með kjafti og klóm. Kerfið gefur í raun örfá- mennum hópi sægreifa einkarétt til að nytja fiskimiðin, sem eru þó sameign okkar allra. upp á meira en 90 krónur. Það er svipað og fæst fyrir fiskinn á mörk- uðunum." Össur segir, að Hæstiréttur hafi úr- skurðað að greiða þurfi eignaskatt af langúmakvóta og nýlega hafi ríkis- endurskoðun fellt úrskurð um að það eigi líka að borga erfðafjárskatt af kvóta. „Það þýðir einfaldlega, að kvótinn fylgir mönnunt út yfir gröf og dauða. Þegar sægreifinn er dauð- ur, þá á hann samt kvótann, og böm- in hans erfa hann. Hvaða rétt hafa þau til þess umfram til dæmis sjó- mennina eða fiskverkafólkið? Alls engan. Þetta undirstrikar að fiski- miðin em orðin að séreign sægreif- Össur og Ijósin í lífi hans: Birta og doktor Árný. anna. Samt hafa þeir aldrei greitt einn einasta eyri fyrir réttinn til að nytja miðin, sem lögum samkvæmt em þó sameign þjóðarinnar." Kvótakerfið hefur líka rústað bátaflotanum, segir Össur. „Bátasjó- mennimir em í dag orðnir leiguliðar og borga sægreifunum stórkostlegar upphæðir fyrir að fá að veiða. Bát- amir em í raun að greiða sægreifun- um hátt veiðigjald. En þó sægrei- famir hafi aldrei borgar einn einasta eyri fyrir kvótann, þá rennur samt veiðigjaldið í þeirra vasa, en ekki til hinn eiginlegu eigenda, þjóðarinnar. Að mínum dómi erþetta ekkert ann- að en ránsfengur. Ég vil að góssinu sé skilað aftur til eigendanna." Veiðigjald fyrir fólkið Össur telur, að eina leiðin til að staðfesta eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildunum sé að sægreifamir séu látnir greiða veiðigjald. „Hverjir eiga miðin? Þjóðin! Ekki sægreifam- ir. Þessvegna eiga þeir að greiða hin- um réttmætu eigendum gjald fyrir að fá að nota eignina. Vitaskuld geri ég mér grein fyrir, að það er ekki hægt í einu vetfangi að breyta rekstramm- hverfi í greininni með því að skella himinháu veiðigjaldi á sjávarútveg- inn. Það verður að gerast yfir langan tíma, það verður að vera lágt og taka mið af rekstraralkomu greinarinnar." Össur telur að tvær leiðir séu mögulegar í upphafi, og að hans mati kemur hvomg illa við núverandi stöðu sjávarútvegsins. „í fyrsta lagi tel ég koma til greina að setja í upphafi veiðigjald einungis á frystitogarana. Það er auðvelt að réttlæta. Þeir em í rauninni ekkert annað en fljótandi vinnslustöðvar, og njóta margs konar ívilnana í sam- keppninni við vinnslustöðvar. Þeir þurfa ekkert að greiða fyrir hráefnið, þeir borga líka lægra orkuverð, þeir geta láúð sitt fólk vinna á vöktum og þurfa ekki að borga vaktaálag, og að auki sleppa þeir við gjöld sem vinnslustöðvar í landi þurfa að greiða. Þetta hefúr leitt til þess að þeir hafa skilað miklum hagnaði. Hann hefur stórútgerðin notað til að soga úl sín kvótann frá bátaflotan- um, sem er fyrir vikið að verða að engu, ekki síst hér í Reykjavík. Þess- vegna tel ég réttlætanlegt að setja veiðigjald á frystitogarana. Það leið- réttir samkeppnisstöðuna gagnvart annarri fískvinnslu og stuðlar að því að flytja vinnsluna, og þarmeð störf- in, inn í landið. Um leið batnar nýt- ingin á hráefninu, sem mun leiða lil meiri gjaldeyrissköpunar fyrir þjóð- ina úr sama aflamagni. Auk þess myndi veiðigjald verka sem enn frekari hvati til að frystitogaramir sæktu fremur í veiðar utan efnahags- lögsögunnar, og í utankvótategundir einsog úthafskarfa. í öðm lagi, þá bendi ég á, að sjáv- arútvegurinn er nú rekinn með hagn- „Þegar sægreifinn er dauður, þá á hann samt kvótann, og börnin hans erfa hann. Hvaða rétt hafa þau til þess umfram til dæmis sjómennina eða fiskverkafólkið? Alls engan!" aði, ekki síst stórútgerðin. Greininni hefur tekist að laga sig að þeim breyttu aðstæðum, sem fylgdu þorskhmninu 1991. Nú blasir hins vegar við, að veiðistofninn er að stækka. Þess er því að vænta, að senn verði auknum kvóta úthlutað. Hvemig sem það verður gert - en ég hef líka ákveðnar hugmyndir um það - þá væri sterkur leikur að láta út- gerðina greiða veiðigjald fyrir við- bótarkvótann. Það veikir ekki stöðu hennar, vegna þess að hún greiddi einungis fyrir viðbótarkvótann. En hvor leiðin sem væri farin, og auðvitað væri hægt að fara báðar, kæmi á þeirri gmndvallarreglu, að sægreifunum beri að greiða þjóðinni fyrir afnotaréttinn af miðunum.“ Össur segir, að veiðigjaldið ætti í upphafi að nota til að styrkja innviði greinarinnar; efla úreldingu innan flotans, og styrkja tilraunaveiðar á nýjum tegundum og þróun nýrra af- urða. Efling bátaflotans í kosningahríðinni hefur Össur ít- rekað nauðsyn þess að efla bátaflot- ann. „Það er í raun búið að rústa hon- um. Uppistaðan í afla bátanna var þorskur, og þessvegna kom skerð- ingin í kjölfar þorskbrestsins harðast niður á honum. Bátamir vom því auðvelt fómarlamb fyrir stóm sæ- greifana, sem gátu notað hagnað frystitogarana til að kaupa upp kvóta illa staddra báta. Fyrir vikið em hefðbundnu vertíðarbátamir nánast að hverfa, og það þarf nú ekki að minnast á trillur á aflamarki, - þær eiga sér nánast ekki lífsvon, margar hvetjar. Þessvegna verðum við að gera það að forgangsverkefni að efla bátaflotann.” Össur hefur ákveðnar hugmyndir um, hvemig er best að efla bátaflot- ann. „Ég geri mér grein fyrir, að hagsmunir sægreifanna em svo sam- tvinnaðir inn í stóm flokkana að það verður erfitt að gjörbreyta útdeilingu kvótans í einu vetfangi. Ein merki- legasta niðurstaðan úr síðustu rann- sóknum á þorskinum var einmitt, að veiðistofn þorsks er nú 30 prósent stærri en í fyrra. Ég segi: Þegar við- bótarkvóta verður útdeilt, þá á að setja hann á bátaflotann. Með því er ekki verið að taka neitt af togaraflot- anum sem hann hefur í dag. Og gleymum ekki heldur, að hann hefur náð að aðlaga sig þorskbresúnum, meðal annars með veiðum utan lög- sögunnar. Þessvegna held ég að hægt yrði að ná samstöðu um þessa leið okkar jafnaðarmanna."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.