Alþýðublaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐK) jEosmBmmm HELGIN 7. - 9. APRIL 1995 ■ Ásta B. Þorsteinsdóttir, skipar 3. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hún segir að allt í lífinu snúist um pólitík en Alþýðublaðiðforvitnaðist um nokkur atriði sem ekki er að finna á stefnuskrám - eða vissi einhver að B-ið í nafni hennar stendurfyrir Bryndís og hundurinn hennar heitir Birta? „Jákvæðar strokur og harkaleg spörk -segirÁsta um kosningabaráttuna, en það hefur komið henni á óvart hversu óvægin hún hefurverið. Pólitísk stefnumið Ástu B. Þor- steinsdóttir eru velferðarmálin enda hefur öll hennar menntun og reynsla snúist um þau. Hún skipar 3. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Ásta er hjúkrunarfram- kvæmdastjóri og formaður Þroska- hjálpar. Hún ergift Ástráði B. Hreið- arssyni lækni og eiga þau þrjú böm, Amar 27 ára, Ásdísi Jennu 25 ára og Þorstein Hreiðar 19 ára. Velferðar- málin voru Ástu ofarlega í huga þar sem blaðamaður hitt hana meðal organdi síma og annarra frambjóð- enda Alþýðuflokksins á kosninga- skrifstofu flokksins. Það var því ekki hlaupið að því að skipta um gír sem var reynt með spumingunni: Hin Ástan, þessi sem býr að baki frambjóðandanum? „Ég er gift og þriggja bama móðir og á orðið uppkomin böm. Þess vegna hef ég nú örlítið meira svig- rúm til að sinna áhugamálunum sem em í rauninni pólitík. Allt lífið snýst jú um pólitík og velferðarmálin eiga að mínu viti að vera mjög pólitísk. Þau eiga að vera meira í um- ræðunni, þetta snýst oftast um hörðu gildin en velferðarmálin em hörð gildi - fjölskyldumálin, staða kvenna og þeirra sem standa höllum fæti.“ Hefur þú aldrei verið spurð hvers vegna þú ert ekki í Kvenna- listanum sem á margan hátt hefur eignað sér þennan málaflokk? „Ég hef ekki séð að Kvennalistinn setji málefni fatlaðra neitt sérstak- lega á oddinn. Yfirleitt em málefni fatlaðra afgreidd með einni línu í stefnuskrá annarra flokka en Al- þýðuflokksins og þessu vil ég gjam- an breyta í þjóðmálaumræðunni. Málefni fatlaðra hafa verið sýnilegri hjá okkur en nokkmm öðmm stjóm- málaflokki." Hvað varstu að gera áður en þú tókst þennan póiitíska slag? „Ég hef alltaf unnið úti. Okkar að- stæður hafa reyndar verið mjög sér- stakar. Við eigum þrjú böm, þar af er eitt þeirra mjög fatlað. Það hefúr gert okkar fjölskyldu öðmvísi en fjöl- Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumarið 1995.Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaginn 28. apríl 1995. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði lllugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 26. maí til 15. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar áfélagsaldri í V.R. aðfrádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 kr. 7.000,00 kr. 14.000,00 10.500,00 á viku í orlofshúsi í tjaldvagni í 6 daga í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 28. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur skyldur almennt em. Við höfum þurft að aðlaga okkur að þeirri stað- reynd. Hún hefur þurft á mjög mik- illi aðstoð að halda og við höfum þurft að skipuleggja okkur alla tíð með tilliti til þess hvemig hennar lífi er best komið. Ásdís Jenna heitir hún og hefur alltaf búið hjá okkur. Hún hefur verið svo heppinn að fá þær bestu lausnir sem hafa verið í boði á hveijum tíma. Við fluttum til Dan- merkur meðan hún var árs gömul og það var upphafið að hennar beinu braut í gegnum lífið. Úrræðin þar vom mun lengra komin og ffam- sæknari lausnir en við áttum að venj- ast hér á þeim tíma. En það hefúr þó orðið þannig að við höfum hagað okkar lffi mikið til í samræmi við hennar þarfir og verka- skipting hefur verið nokkuð góð milli okkar hjónanna. Ég segi ekki að maðurinn minn hafi eldað mikið en hann hefur þá tekið að sér önnur verk. Þetta er enda ekki endilega spumingin um það hver gerir hvað heldur að við deilum ábyrgðinni jafnt. I því er jafh- réttið fólgið. Ég hef alltaf átt þess kost að vinna utan heimil- is sem hjúkmnarffæðingur. Mismikið allt eftir aðstæðum hverjum U'ma og stundum dregið úr vinnunni. Það hef ég kannski átt sammerkt með ýmsum mæðmm fatlaðra bama að þær hafa ekki getað hellt sér út í ffama eins og mjög margar konur hafa gert. Sumar hafa ekki einu sinni átt þess kost að mennta sig því bamið hefur tekið allan þeirra tíma.“ En þess utan, þegar þú ert eitthvað að dunda? „Dunda sagði hann? Já? Ja, ég er mikil tarnamanneskja. Ég hef stundað sund og útivist eft- ir því sem tíminn leyfir. Sér- staklega sundið. Einnig göngu- ferðir. Þá þykir okkur ákaflega gaman hjónunum að fara á skíði. Krakkarnir em ekki al- veg eins dugleg, stelpan kemst reyndar ekki á skíði, en strák- amir hafa ekki verið of dugleg- ir við að fara með okkur." Nei, þetta er augljóslega ekkert dund. En bækur? ,Já, ég er alæta á bækur og margt í uppáhaldi. Ég hef hrif- ist af dönskum bókmenntum, enda bjuggum við þar, og lesið mikið eftir seinni tíma höf- unda. Tove Ditlevsen var í uppáhaldi hér á ámm áður. Þá er annar rithöfundur sem hef ég lesið mikið og heitir Marta Christensen. Hún hefur skrifað miklar samfélagsádeilubækur. Hún skrifar vel. Annars les ég allt í rauninni sem ég kemst yf- ir. Annars hefur mikill tími far- ið í það undanfarin ár að lesa efni sem tengist störfum mín- um.“ En hvað um leikhús? , Jú, við emm áskrifendur að föstum miðum í leikhúsinu og höfum verið til skiptis í Borg- arleikhúsinu og Þjóðleikhús- inu. En það hefur nú ekki alltaf tekist að nýta miðana sökum anna.“ Annars hef ég frétt það að þú eigir hund? ,Já, við eigum íslenskan fjárhund. Við höfum ekkert staðið í hundarækt en hins veg- ar höfum við alltaf haft dýr á heimilinu og börnin okkar geta Ásta B. Þorsteinsdóttir: Ég segi ekki að maðurinn minn hafi eldað mik- ið en hann hefur þá tekið að sér önnur verk. Þetta er enda ekki endi- lega spurningin um það hver gerir hvað heldur að við deilum ábyrgð- inni jafnt. í því er jafnréttið fólgið. ekki hugsað sér heimili án þess að hafa dýr. Við höfum átt fjóra hunda í allt. Við misstum gamla hundinn okkar, hana Freyju sem einnig var ís- lenskur fjárhundur, rétt fyrir jólin. Það var afskaplega þungbært fýrir okkur öll. En við drifum okkur í því að fá okkur nýjan hund. Það var jóla- gjöfin til ijölskyldunnar. Við emm mjög hrifin af þessari tegund, ís- lenskir fjárhundai' em sérstaklega skemmtilegir og greindir félagar. Þeir hafa einn ókost sem er að þeir gelta mjög mikið. Og það er alveg sama hvað maður gerir, það er ekkert hægt að ala það úr þeim. En þeir hafa jú verið aldir upp með það fyrir aug- um í gegnum aldimar að gæta fjár.“ Hvað heitir hundurinn? „Ja, það er nú svo skrítið," segir Ásta hlæjandi. „Hún heitir Birta.“ Nú verður ekki annað séð en að dagskráin sé vel skipuð hjá þér svo ekki sé meira sagt. Hvar finnurðu tíma til að starfa að stjórnmálum? „Nú er dóttir okkar nýflutt að heiman þannig að það er að skapast hjá henni nýtt líf og nýtt frelsi án af- skipta foreldranna. Hún býr reyndar skammt frá okkur úti á Seltjamamesi í eigin íbúð þrátt fyrir mjög mikla fötlun. Og hún getur gert þetta ein- mitt vegna þess að þetta em ný rétt- indi sem fatlaðir hafa fengið. Hún er ákaflega glöð með þetta. Okkur finnst þetta mjög sérkennilegt að hún, eftir tuttugu og fimm ár heima, að nú séu aðrir sem annast hana. Það er ótrúlega skrítið. Það tekur marga mánuði að jafna sig á því. Það skap- ast tómarúm og kannski hefur það ekki verið eins erfitt vegna þess að við höfum hellt okkur út í meiri vinnu." En ættin og uppvöxturinn. Ef við byrjum á spurningunni: Fyrir hvað stendur B-ið? „Bryndís. Ég heiti Ásta í höfuðið föðurömmu minni, sem reyndar hét Ástríður, og Bryndís í höfuðið á föð- ursystur minni sem var mér ákaflega góð. Ég ólst upp í Vesturbænum í verkamannabústöðunum. Pabbi minn var upphaflega sjómaður eins og reyndar afi minn og bræður hans. Hann fór til sjós þrettán ára gamall og var þar mjög lengi. Það vom þeir tímar. Það var bara ákveðið hveijir ættu að fara að vinna fyrir fjölskyld- unni með föðumum og hverjir ættu að fara til náms. Hann var síðan orð- inn svo mikill sjúklingur að hann þurfti að koma til lands rúmlega fimmtugur." En maðurinn þinn? Hvar kynntistu honum? „Ég kynntist honum nú skal ég segja þér á samkomu fyrir skipti- nema. Við vomm bæði skiptinemar í Bandaríkjunum þegar við vomm ung og kynntumst í gegnum þann fé- lagsskap. Þá var hann að hefja Há- skólanám og ég var að byija í hjúkr- unamámi. Þetta var fyrir óskaplega mörgum ámm síðan." Naaa, en annan vinkil, hvernig snýr kosningabaráttan við þér? „Þetta er alveg ný reynsla. Ég er náttúmlega algjör nýgræðingur. Mér finnst þetta mjög sérkennileg lífs- reynsla. En hún er skemmtileg. Mað- ur hittir óskaplega mikið af fólki og mér finnst kannski það ánægjuleg- asta að ég er að hitta gamla nágranna og vini hér og þar um bæinn sem ég hef ekki séð í mörg ár. Og þetta gef- ur mér mikið. En svo em jú aðrar hliðar á kosningabaráttunni. Ég legg mig alla í þetta og það em bæði já- kvæðar strokur og harkaleg spörk. Ég hugsa að það sé kannski nauð- synlegt fyrir stjómmálamenn að mynda skráp gegn því - ég hef hann ekki. Þannig að mér hefur fundist þetta svoldið erfitt. Það em tvær hliðar á þessu." Hefur kosningabaráttan komið þér á óvart? , Já, eiginlega hefur hún gert það. Ég hugsa bara að ef maður veit alla hluti fyrirfram þá mundi maður taka aðrar ákvarðanir. Jú, það kom mér á óvart hvað hún getur verið óvægin. En þó held ég að þegar á heildina er litið þá em neikvæðu viðbrögðin mun færri en þær jákvæðu. En jú, mig setur á stundum hljóða." Að endingu, eftirminnilegasta atvikið í yfirstandandi kosninga- baráttu? , Ja, það em mörg eftirminnileg at- vik. En það má kannski nefna að í dag (fimmtudag) þá ákvað Alþýðu- flokkurinn í samvinnu við Nóatún að hafa Evrópuverð á kjúklingum. Búðin fylltist út úr dymm og klukkan tíu var biðröð við báða innganga búðarinnar því fólk sá að það gat keypt matvömna sína á skikkanlegu verði. Þetta kom mér vemlega á óvart og er athyglis- vert og sýnir kannski fyrst og fremst hvað matarverð skiptir fólk miklu máli.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.