Alþýðublaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 17
HELGIN 7.-9. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 iskosnin Evrópuvika Alþýðuflokksins veldur örtröð í Nóatúni og vekur stormandi lukku hjá neytendum Ótrúlega lágt Evrópuverð á kjúklingum ■ ■' ■ : ÆI , Mmk ■ I «í v-j VV- k va ■- . ■ 5» ” framtakið - og Evropuverðið. Jafnaðarmenn fóru af stað með Evrópuvikuna til að vekja athygli á þeirri staðreynd að Hagfræði- stofnun Háskóla Islands telur í skýrslu sinni til rík- isstjórnarinnar að við aðild íslands að Evrópusam- bandinu myndi verð landbúnaðarafurða lækka um 35 til 40 prósent. Það munar um minna fyrir ís- lenskar fjölskyldur, enda vill Alþýðuflokkurinn einn flokka hefja aðildarviðræður við Evrópusam- í gærdag var hápunktur Evrópuviku Al- þýðuflokksins þegar verslunin Nóatún í vest- urbæ Reykjavíkur bauð kjúklinga á 220 krónur kflóið sem var hvorki meira né minna en 68 prósent verðlækkun. Örtröð hafði myndast við báða innganga verslunarinnar ■ strax klukkan hálfníu í gærmorgun. Búðin opnaði einum og hálfum klukkutíma síðar og á svipstundu seldist hver einasta kjúklings- ögn upp. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokk- ur íslands - hefur undanfarna daga staðið fyrir Evrópuviku þar sem fjögur fyrirtæki - Borgarljós, Nóatún, Jón Bakan og K a f f i Reykjavík - hafa boðið vörur sínar og þjónustu á Evrópu- verði. Verð- lækkunin er áþreifanleg, skiptir tug- um prósenta í öllum til- vikum og hefur eðli- lega vakið mikla lukku meðal neyt- enda sem sýna í verki og buddu hversu vel þeir kunnaað meta ■ Inngangsorð Sveinbjörns Björnssonar rektors Háskóla íslands að skýrslum stpfnana Háskólans um áhrif aðildar íslands að Evrópusambandinu Islensk þjóðmenning þrífst best í nánum tengslum við Evrópu Sú framtíðarsýn sem við okkur blasir í íslensku þjóðfélagi og nári- asta umheimi er á margan hátt önnur, en við höfum vanist tvær undanfam- ar kynslóðir. Verðbólga, sem hrjáð hefur íslenskan efnahag, er svo til horfm og með henni mörg fyrirtæki, sem ekki hafa reynst hagkvæm við breyttar aðstæður. Við höfum gert samninga við önnur Evrópuríki um alþjóðlegt samstarf á sviði viðskipta. Aðildin að Evrópska efnahagssvæð- inu (EES) mun hafa djúptæk áhrif á þjóðfélag okkar. Inngöngu í þetta samstarf fylgir aukin samkeppni í fyrirtækjarekstri. Samningurinn skuldbindur okkur til að ganga á enda þá braut, sem við höfum verið að feta til frelsis í gjaldeyrismálum. Þessa mun gæta í þjónustu banka, verðbréfafyrirtækja og tryggingafé- laga. Hagstjóm hér verður vanda- samari og nánar tengd hagstjóm ann- arra ríkja. Við emm orðin hluti af markaði átján ríkja með rúmlega 370 milljónir íbúa. Evrópskir markaðir hafa orðið æ mikilvægari fyrir sjávarafurðir okkar og með lækkun tolla opnuðust tæki- færi til hagstæðari verslunar með unna fiskvöm. Ekki em þau tækifæri síðri seni nú gefast fyrir íslenskan matvælaiðnað til að koma fúllunnum neytendavömm beint á markað. Við þessa aðild opnuðust einnig leiðir til að sækja í Evrópusjóði styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna fyr- ir sjávarútveg og landbúnað, örva tækniþróun í þessum greinum og auka vinnsluvirði afurðanna. Samn- ingurinn mun einnig hafa mikil áhrif í menntamálum okkar. Við höfum alla tíð sótt nám til annarra landa, en nú munu neinendur geta stundað hluta af námi sinu hér og erlendis og tekið þátt í þjálfunar- og rannsókna- verkefnum á vegum Evrópusam- bandsins. Aðildinni fylgja einnig gerbreyttir möguleikar fyrir þá sem vilja flytja sig um set og leita til hins nýja viðskiptabandalags eftir at- vinnu og menntun. Þar munu þeir njóta að mestu sömu réttinda og heimamenn. Sú einangrun, sem eftir lifði í samskiptum okkar við aðrar þjóðir, verður nú rofin að því marki, en eftir er að sjá, hvemig okkur tekst að nýta það frelsi, sem í boði verður. Sumir hafa óttast að með alþjóð- legum samningum sem þessum skerðist efnahagslegt og menningar- legt sjálfstæði okkar og hætta sé á því að þjóðmenning okkar drukkni í menningaráhrifum stærri þjóða. Slík örlög eru undir sjálfúm okkur kom- in. Islenskri þjóðmenningu verður hvorki bjargað né viðhaldið með ein- angmn. Hún hefurjafnan þrifistbest, þegar samskipti við Evrópu vom greiðust. A sviði menningarmála jafnt sem atvinnulífs verðum við að treysta stöðu okkar. Þar em allir sammála um að menntun muni skipta sköpum. Sú menntun verður að vera alþjóðleg, því að okkar fólk verður að vera jafnvígt öðmm, sem við það keppa, hvort heldur það er á erlendum mörkuðum eða í erlendri samkeppni hér á landi. Fjölgun tæki- færa til starfa verður einna helst í iðnaði, þjónustu og verslun. Þar höf- um við fátt umfram aðrar þjóðir til að gefa okkur forskot í samkeppni. Alþjóðleg viðhorf breytast nú með undraverðum hraða. Frændþjóðir okkar, Danir, Finnar og Svíar, em gengnar í samband Evrópuríkja. Við munum fyrst um sinn láta á það reyna hversu vel okkur dugir EES- samningurinn en jafnframt halda vöku okkar og mesta af skynsemi hvemig hagsmunum okkar verður mest borgið á komandi ámm. Há- skólinn hefur þar mikilvægu hlut- verki að gegna. Hann hefur á sínum vegum Ijölda sérfræðinga með þekk- ingu á þeim fjölbreyttu málefnum sem hér koma við sögu. Ef rétt er á haldið geta rannsóknir þeirra og öfl- un upplýsinga, jafnhliða miðlun þekkingar með kennslu og ráðgjöf, orðið gmndvöllur skynsamlegrar umræðu og yfirvegaðra ákvarðana. í ljósi þessa fól utanríkisráðuneytið í maí og júní 1994 nokkmm stofnun- um Háskóla íslands að kanna ýmis atriði í samskiptum fslands og Evr- ópusambandsins og þær breytingar, sem orðið gætu í þessum samskipt- um, ef í stað aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu kæmi til inngöngu íslands í Evrópusambandið (ESB). Fyrstu drög að skýrslum um þessi mál vom allmikið til umræðu á Al- þingi og í fjölmiðlum síðustu mán- uði ársins 1994 en þær hafa ekki ver- ið aðgengilegar almenningi í endan- legri gerð. Því þótti ástæða til að gefa þær út í þessari bók á vegum Há- skólaútgáfúnnar. Hér em birtar skýrslur Alþjóðamálastofnunar, Fé- lagsvísindastofnunar, Hagfræði- stofnunar og Sjávarútvegsstofnunar. Þær em samhljóða þeim skýrslum sem utanríkisráðuneytinu vom af- hentar að frátöldum smávægilegum orðalagsbreytingum, einkum til að endurspegla þá staðreynd að Noreg- ur hafnaði aðild að ESB. Verkefni Alþjóðamálastofnunar var að kanna hvaða afleiðingar breyttar forsendur í samstarfi Evr- ópuþjóða síðustu árin hafa fyrir hagsmuni íslands í utanríkismálum. Megináhersla var lögð á að kanna hvort fyrirhuguð aðild annarra EFTA-rík|a að ESB geti leitt til ein- angrunar íslands á alþjóðavettvangi og með hvaða hætti íslendingar gætu bmgðist við þeirri þróun. Félagsvís- indastofnun var falið að bera saman möguleika íslands til að hafa áhrif á ákvarðanir j málum sem varða helstu hagsmuni íslendinga, annars vegar sem aðili að EES, hins vegar sem fúllgildur aðili innan ESB. Verkefni Hagfræðistofnunar var að athuga hvaða áhrif reglur ESB hefðu á ís- lenskan landbúnað ef til aðildar ís- lands að ESB kæmi. Einnig átti hún að gera úttekt á hugsanlegum styrkj- um frá ESB og heildargreiðslum ís- lands til ESB vegna aðildar. I þriðja lagi var stofnunin beðin að athuga lauslega almenn efnahagsáhrif ESB- aðildar, almenna viðskiptahagsmuni og fjárfestingu. Sjávarútvegsstofnun var beðin að ræða sérstaklega styrkjakerfi ESB í sjávarútvegi og áhrif þess á samkeppnisstöðu Islands gagnvart Noregi, þar sem Island væri annars vegar aðili að EES, hins veg- ar aðili að ESB. I tilefni þeirrar umræðu í fjölmiðl- um og á Alþingi sem skýrslur þessar hafa valdið er rétt að taka fram að þær greina ekki frá áliti Háskóla Is- lands heldur stofnana Háskólans eða sérfræðinga sem starfa á þeirra veg- um. Enginn getur látið uppi álit Há- skóla íslands nema háskólaráð eða rektor í umboði þess. Skýrslur sem samdar eru á vegum stofnana eða sérffæðinga þeirra eru á ábyrgð höf- unda og eiga ekki að túlkast sem álit Háskólans alls. Það er ljóst að skýrslur þessar eru ekki tæmandi úttekt á Evrópumál- um, hvorki í heild sinni né í einstök- um atriðum. Þær gefa þvi ekki heild- armat eða tilefni til að álykta um heildarkosti og galla þess að ísland gerist aðili að ESB. Fremur ber að líta á þær sem forkönnun nokkuna þátta, tileffii til frekari rannsókna og athugana á kostum fslendinga í sam- skiptum við þjóðir Evrópusam- bandsins. Einnig ber að hafa í huga að skammur tími var gefinn til verks- ins og engin færi að afla nýrra tölu- legra upplýsinga. Því varð að styðj- ast við þau gögn sem fyrir lágu. Þrátt fyrir þessar takmarkanir ættu skýrsl- umar að geta orðið grundvöllur skynsamlegrar umræðu um ísland og Evrópusambandið og hvati til frekari rannsókna á þessu sviði. Fyrirsagnir og millifyrirsagnir eru blaðsins. „Islenskri þjóðmenningu verður hvorki bjargað né viðhaldið með einangrun. Hún hefur jafnan þrifist best, þegar samskipti við Evrópu voru greiðust." Auglýsing um kjörstaði í Reykjavík Kjörstaðir við alþingiskosningar í Reykjavík verða þess- ir, en kjörfundur hefst laugardaginn 8. apríl kl. 9.00. Álftamýrarskóli Árbæjarskóli Austurbæjarskóli Breiðagerðisskóli Breiðholtsskóli Fellaskóli Foldaskóli Langholtsskóli Laugarnesskóli Melaskóli Miðbæjarskóli Sjómannaskóli Ölduselsskóli Auk þess verða kjördeildir í Elliheimilinu Grund, Hrafn- istu og Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Borgarstjórinn í Reykjavík, ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Utanríkisráðuneytið auglýsir Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir fyrirtækj- um sem áhuga hafa á að taka þátt í útboði á vegum mannvirkjasjóðs Atlantshafsbanda- lagsins. í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá í febrúar 1992 verða verk sem unnin eru á kostnað Mannvirkja- sjóðs Atlantshafsbandalagsins hér á landi boðin út frá og með 1. apríl í ár. Fyrir dyrum stendur fyrsta reynslu- verkefnið af þessu tagi. Um er að ræða viðhald á Rat- sjárstöðinni á Stokksnesi. í samræmi við útboðsskil- mála sem unnir hafa verið í samstarfi íslenskra og bandarískra stórnvalda er öllum fyrirtækjum sem áhuga hafa á þátttöku í útboðinu boðið að senda inn gögn vegna forvals verktaka. Viðhaldsverkefnið Verkið sem um ræðirfelst í steypuviðgerðum utanhúss, endurnýjun á þaki og skyldum atriðum. Innanhúss yrði um að ræða endurnýjun á lögnum, loftræstingu og hreinlætisaðstöðu auk endurnýjunar á raflögnum. Þá felst í verkinu tengingar á nauðsynlegum búnaði, við- gerð á eldvarnakerfi og uppsetningu á nýju öryggiskerfi. Kostnaðaráætlun við verkið er á bilinu kr. 6.500.000,- til 16.250.000,-. Kröfur til verktaka Fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku í útboðinu þurfa að skila viljayfirlýsingu þar um til varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins fyrir 14. apríl nk. í viljayfirlýsing- unni skal greina nafn og kennitölu fyrirtækis og helstu upplýsingar um fyrirtækið. Þá þarf að vera unnt að stað- reyna að fyrirtækið uppfylli eftirtalin skilyrði: - að vera starfandi í þeirri starfsgrein sem efni samn- ingsins hljóðar á um. - að hafa nauðsynlega fjárhagslega burði til að sinna því verki eða þeirri þjónustu sem samningurinn felur í sér. - að geta sýnt fram á nauðsynleg gæði vinnu sinnar, vöru eða þjónustu í fyrri verkum af sama toga eða við sölu sambærilegrar vöru. - sé þekkt af áreiðanleika og heiðarlegum viðskiptahátt- um. - að búa yfir nauðsynlegu innra skipulagi, reynslu og tæknilegri hæfni til að efna samninginn, eða geta komið slíku á eða aflað þess. - að búa yfir nauðsynlegri framleiðslutækni, mannvirkj- um, tækjum og annarri aðstöðu, eða geta orðið sér úti um slíkt. - að hafa nauðsynlegt starfslið til að efna samninginn eða geta sýnt fram á að það geti orðið sér úti um hæft starfslið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.