Alþýðublaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 8
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 8 ALÞÝÐU BLAÐIÐ HELGIN 7. - 9. APRÍL 1995 Alb skosninc 3~fáílðfequr / Érafii - Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar veislumatinn - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn 'mm?> BÓNDABRIE Með kexinu, brauðinu ' og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteiktur. DALA BRIE Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. DALA BRIE 30 g Góður að grípa til! HVITLAUKS- OSTUR Við öll tækifæri og frábær í sósur. GRAÐAOSTUR Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti, Góður einn og sér! CAMEMBERT Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. LÚXUSYRJA^P Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og fiskrétti. BragðasWnjög vel djútjfeikt. íórmoSi mcð tauk * DJUPSTEIKTUR CAMEMBERT Sem smáréttur eða eftirréttur. RJÓMAOSTUR kexið, brauðið, í sósur og ídýfur. OSTAKAKA Sem ábætisréttur, með kaffinu og á veisluborðið. PEPPERONEOSTUR Göður f ferðaljigið. HVITUR KASTALI .. Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. Stefna ungra jjafna Evrópu- sambandsaðild Ungir jafnaðarmenn vilja að strax eftir kosningar verði sótt um aðild að Evr- ópusambandinu svo samn- ingaviðræður geti hafist. I þeim verði það okkar skil- yrði að við höfum sjálf vald yfir þeim auðlindum sem við byggjum afkomu okkar á. Yfirgnæfandi líkur eru á að hægt væri að ná þessu fram í aðildarviðræðum. Til að gulltryggja yfirráð þjóð- arinnar yfir auðlindum hafs- ins er rétt að festa sameign þjóðarinnar yfir henni í stjórnarskrá. Grunnurinn að þessari stefnu ungra jafnaðarmanna var lagður þegar árið 1990 og varð hreyfingin þannig langfyrst íslenskra stjórn- málasamtaka til að sýna kjark og segja opinberlega fullum fetum að Evrópu- sambandsaðild væri það skref sem íslandi væri heilladrjúgast að stíga með framtíðarhagsmuni þjóðar- innar í huga. Við þekkjum hin efna- hagslegu rök fyrir því að innganga í Evrópusamband- ið er æskileg. Matvælaverð ís- lenskra heimila myndi lækka um tugi prósenta, við fengjum toll- frjálsan aðgang að okkar mikil- vægustu mörkuðum með allar ís- lenskar afurðir og sá stöðugieiki sem fylgir aðild að Evrópusam- bandinu yrði ómetanlegur hvati fyrir erlenda fjárfestingu hérlend- is. Afleiðing inngöngu yrði því bættur hagur neytenda, fjölbreytt- ara atvinnulíf og minna atvinnu- leysi. Áætlað er, samkvæmt staðfest- um niðurstöðum Hagfræðistofn- unar Háskóla íslands, að mat- vælaverð á Islandi muni lækka á bilinu 35 til 40 prósent. Verð til framleiðenda landbúnaðarafurða mun þannig lækka en hagur bænda mun ekki versna. Ef tekið er mið af samningum Svía og Finna við ESB, má áætla að bændur fengju sérstaka styrki upp á 4 til 7 milljarða. Aðild að Evr- ópusambandinu er þannig lffs- kjaramál. Mikilvægar er þó að full aðild er eina leiðin til að hafa teljandi áhrif á það sem fram fer í Evrópu- sambandinu. Landfræðileg lega okkar og menningar- og efna- hagsleg tengsl við Evrópusam- bandsríki krefst þess að við tök- um virkan þátt í samstarfi Evr- ópuþjóða. Við sættum okkur ekki við að vera skipað á varamanna- bekk. Það er stór ákvörðun að segja já við spurningunni um aðildarum- sókn. Enn stærri og afdrifaríkari ákvörðun er að segja kannski seinna. Ferillinn frá ákvörðun um aðildarumsókn fram að inngöngu er langur og tímafrekur, við verð- um því að vera framsýn og sækja um aðild nú á meðan tækifæri gefst. Ungir jafnaðarmenn benda á að' skoðanakannanir sýna að meiri- hluti þjóðarinnar er sammála stefnu jafnaðarmanna; almenn- ingur vill sækja um aðild. Evrópustefna jafnaðarmanna er liður í þeirri baráttu okkar að tryggja íslenskri alþýðu sambæri- leg lífskjör og velferðarríki Evr- ópu bjóða þegnum sínum. Nær 70% af útflutningi þjóðar- innar fer til landa ESB. Jöfn staða okkar og keppinauta okkar á þess- um mikilvæga markaði getur haft úrslitaáhrif á þróun íslensks efna- hagslífs. Við viljum skipa fslend- ingum í öndvegi, en ekki að þeir verði hornrekur í heimi 21. aldar- innar. Andstæðingar Evrópusam- bandsaðildar ættu að hafa það hugfast að það eru ekki ákveðnir Hver vill ekki betra Island? Be í því einu að varðveita árangui að sækja fram til nýrra sigra. S hefur alltaf kostað kjarkl Betra ísland krefst framtíðar krefst kjarks til að fylgja eftir s framtíðarstefnu. Ungt fólk vill 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.