Alþýðublaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 1
■ Ágreiningur í stjórnarflokkunum um verndartolla á innfluttar landbúnaðarvörur? Ekki hlynntur mjög -segir Pétur H. Blöndal alþingismaður. „Það verður að koma í ljós hvaða tillaga kemur fram um verndartolla á innfluttar landbún- aðarvörur. En ég er í sjálfu sér engan veginn hlynntur mjög há- um tollum og ég held að slíkt sé landbúnaðinum ekki til góðs,“ sagði Pétur H. Blöndal alþingis- maður í samtali við Alþýðublaðið. Guðmundur Bjamason landbún- aðarráðherra hefur gefið sterk- lega í skyn að verndartollum verði beitt til hins ýtrasta á innfluttar landbúnaðarvörur við staðfest- ingu á GATT- samningnum. Fyrir kosningar sögðu sumir frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins hins vegar að ekki kæmi til greina að nýta tollaheimildirnar til hins ýtr- asta. „Þetta GATT-samkomulag gef- ur þjóðum heims möguleika á að beita verndartollum. Landbúnað- ur er víða mjög styrktur, en það er ekki alveg útrætt hvort við förum alveg í toppinn með verndartolla. Það er hins vegar Ijóst að það þarf að gæta þarna hagsmuna tveggja hópa, annars vegar neytenda og hins vegar bænda. Ég held að það yrði engum til góðs ef landbúnað- ur yrði rústaður á Islandi og menn verða að sigla þarna einhverja millileið,“ sagði Pétur. „Bændur þurfa hins vegar að komast út úr þessari úlfakreppu sem þeir eru í vegna flókins styrkjakerfis. Það er mjög erfitt að gera það í einu iandi meðan þetta tíðkast annars staðar. GATT sam- komuiagið gefur möguleika á vemdartollum í einhvern tíma og það er ekki búið að taka afstöðu tii þess hvernig þeim verður beitt,“ sagði Pétur H. Blöndal að iokum. háum tollum Pétur: Ég er í sjálfu sér engan veginn hlynntur mjög háum tollum. Forysta þingflokks Alþýðuflokksins Þingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti í gær einróma tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar um stjórn þingflokksins. Rannveig Guðmundsdóttir er nýr formaður þingflokks, Össur Skarphéðins- son varaformaður og Lúðvík Bergvinsson ritari. A- mynd: E.ÓI. ■ Svavar Gestsson, þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins Pólitískt . uppgjör a vor- þinginu „Ég reikna fastlega með því að umræðumar á vorþinginu verði pólit- ískt uppgjör milli flokka eftir kosningamar og eftir stjórnarmyndunina eins og alltaf er á dögum nýs þings. Það er ekki meiningin að það standi yfir nema í tvær til þijár vikur. Ríkisstjómin ætl- ar að bera þar inn ein- hver fmmvörp frá Bms- sel sem þarf að staðfesta og verður fróðlegt að sjá Pál Pétursson bera þann Svavar. kross inn á Alþingi," segir Svavar Gestsson, alþingismaður og þing- flokksformaður Alþýðubandalagsins, í baksíðu- spjalli við Alþýðublaðið í dag. Svavar var spurður hvort samstarf yrði milli stjómar og stjómarandstöðu um formennsku í nefndum eins og á síðasta þingi. „Það fmnst mér alveg sjálfsagt. Það em nútíma vinnubrögð í þingræði að stjómarandstaða sé virkjuð til ábyrgðar i nefnda- starfí. Það gekk mjög vel á síðasta kjörtímabili og við munum leggja á það áherslu að haJda því áfram. Stjómarandstaðan mun örugglega hafa samstarf um kosningar í ráð og nefndir. Að öðm leyti verður það bara að koma í ljós hvemig hennar samstarf verður og það verður ömgglega mismunandi eftir málefn- um eins og gengur." ■ Ráðherralausir sjálfstæðismenn á Reykjanesi á maraþonfundi Mikil reiði í fóiki - segir Ema IMielsen, for- maður kjördæmisráðsins. ,j>að var haldin fundur með for- ystumönnum flokksins á Rcykjanesi í gærkvöldi [fyrrakvöld] sem Olafur G. Einarsson boðaði til. Um tuttugu manns tóku til máls og var mörgum heitt í hamsi. Það var mikil óánægja og reiði í fólki á fundinum sem stóð til miðnættis," sagði Ema Nielsen, for- maður kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi, í samtali við Alþýðublaðið. Sjálfstæðismenn á Reykjanesi eru afar óánægðir með að Ólafi G. Einarssyni var ýtt út úr rikis- stjóminni og fengin staða forseta Al- þingis í sárabætur. Fundinn sóttu þingmenn kjördæmisins, formenn fulltrúaráða og sveitarstjómarmenn, samtals um 40 manns. Fundurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir. enn sætta sig illa við þessi mála- lok en Ólafur skýrði afstöðu sína og hvatti menn til að halda ró sinni. Við munum sýna sterka samstöðu áfram í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn er gífúrlega öflugur hér og við viljum fá það metið á kjörtímabilinu. Auðvitað er það mikil virðingarstaða að vera forseti Alþingis og ég held að fólk hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því að þetta er eitt æðsta embætti þjóðarinnar. En þetta er ekki ráðherr- aígildi að mínu áliti eins og Davíð Oddsson hefur sagt. Úr því sem komið er getum við ekki gert annað en byijað uppá nýtt og látið meira til okkar taka varðandi málefnin," sagði Ema Nielsen. ■ Viðræður um Barentshaf Enginn árangur Enginn árangur varð af þríhliða viðræðum íslenskra, norskra og rússneskra embættismanna um fiskveiðar í Barentshafi sem fram fóru í Osló í gær. Rætt var um kvótaskiptingu og þann grundvöll sem samningur milli ríkjanna gæti byggst á. Mikið bar á milli um aflahlutdeild ís- Icndinga í Barentshafi og lauk viðræðunum síðdegis án nokk- urs árangurs. Frekari viðræður hafa ekki verið ákveðnar. ■ Innflutningur landbúnaðarvara Virk samkeppni er aðalatriðið -segir Vilhjálmur Egilsson alþingismaður. „Ég skil þau ummæli landbúnað- arráðherra sem ég hef heyrt í fréttum á þann veg að hann hafi verið að ræða um hvort í lögunum ættu tollj- amir að vera eins háir og þeir megá vera með síðan heimild til að lækka þá. í þessu felst ekki ákvörðun um að leggja þessa tolla á,“ sagði Vil- hjálmur Egilsson alþingismaður um fyrirhugaða tolla á innfluttar landbúnaðarvömr. „Menn vilja að sjálfsögðu upp- fylla ákvæði GATT-samningsins og það stendur ekki annað til. Það er svo spuming um hversu virk þessi sam- keppni í landbúnaðarvömm verður. Ég held að allir séu sammála um að það sé ekki skynsamlegt að setja inn- lendan landbúnað á vonarvöl. Aðal- atriðið er hins vegar hversu virk samkeppnin verður en ekki endilega hvaða fyrirkomulag verður haft á því hvemig þessir tollar verða ákveðn- ir,“ sagði Vilhjálmur. Hann var þá spurður hvort um virka samkeppni gæti orðið að ræða milli innlendra og erlendra landbún- aðarvara ef ýtmstu tollaheimildum yrði beitt á innflutninginn. „Það fer auðvitað eftir því hvaða viðmiðunarverð vom á sínum tíma. Síðan fer þetta líka eftir því hvað kemur inn af vömm á lágmarksað- gangi. Þetta verður ekki ákveðið í eitt skipti fyrir öll heldur emm við að tala um einhveija þróun. Löggjöf er oft byggð þannig upp að þar em há- marksákvæði með heimild til að víkja frá því. Þá fer virknin í samkeppninni efitir því hve mikið er vikið frá hámarksákvæði. Það er alltaf í höndum framkvæmdaaðilans að stilla þetta nákvæmlega af. Ég tel að það sé ekkert óeðlilegt fyrirkomu- lag að hafa hámarksákvæði því ann- ars þyrfti löggjafinn að breyta tollun- um frá mánuði til mánaðar. Aðalat- riðið er hver stefna stjómvalda er í þessum málum og hversu virk sam- keppnin á að vera,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. Vilhjálmur: í ummælum landbún- aðarráðherra að undanförnu felst ekki ákvörðun um að leggja þessa tolla á. ■ Bryndís Hlöðversdóttir, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags íslands vJafnréttisímynd Islands er hættuleg „íslendingar hafa útávið ímynd jafnréttissinnaðrar þjóðar; að við sé- um eitthvað ægilegt kvenréttinda- land vegna kvenna sem verið hafa í oddaaðstöðu í þjóðfélaginu. En þetta er afar hættuleg ímynd sem gefúr villandi mynd af ástandinu," segir Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræð- ingur og alþingismaður, í baksíðu- viðtali í Alþýðublaðinu í dag. Hún var nýlega kjörin formaður Kven- réttindafélags íslands. „Við höfum lagt of mikið uppúr því að setja kvenkyns eintak á topp- inn. Reyndin er sú á Alþingi að kon- ur em í kringum 25 af hundraði, en í Svíþjóð og Noregi er þetta hlutfall í kringum 40 af hundraði," segir Bryndís. „Ég horfi á ríkisstjómina og sé þar óvígan her miðaldra karla og aðeins eina konu. Þetta er ekki eina stjómin sem hefur verið skipuð á þennan hátt undanfarin kjörtímabil; á þessum tímum áberandi jafnréttis- baráttu. Þetta virðist eiginlega vera reglan á línuna; regla bundin við alla flokka. Mér finnst alveg ömurlegt, að horfa uppá enn eina ríkisstjómina sem skipuð er karlahópi og einni konu; svona rétt til að punta uppá.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.