Alþýðublaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 8
*p 'mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 HÞVDUBHIHU míWILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar Fimmtudagur 27. apríl 1995 63. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Pólitískt uppgjör milli flokka fer fram á vorþinginu, segir Svavar Gestsson þingflokksformaður Alþýðubandalagsins í spjalli við Sæmund Guðvinsson. Fróðlegt að sjá Pál með Brusselkrossinn Textasmíði stjórnarsáttmálans úr prentsmiðju Sjálfstæðisflokksins. Páll: Þarf að bera Ögmundur: Nú þegar Steingrímur: Jákvæð frumvörp frá Brussei áhrifamikill þingmað- afstaða Svavars til inn á Alþingi. ur. formennsku hans í Al- þýðubandalaginu, en víðtæk samstaða þarf að nást um nýjan for- mann. „Ég reikna fastlega með því að umræðumar á vorþinginu verði pól- itískt uppgjör milli flokka eftir kosn- ingamar og eftir stjómarmyndunina eins og alltaf er á dögum nýs þings. Það er ekki meiningin að það standi yfir nema í tvær til þrjár vikur. Ríkis- stjómin ætlar að bera þar inn einhver fmmvörp frá Bmssel sem þarf að staðfesta og verður fróðlegt að sjá Pál Pétursson bera þann kross inn á Alþingi," sagði Svavar Gestsson, alþingismaður og þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins, í spjalli við Alþýðublaðið. Svavar var spurður hvort samstarf yrði milli stjómar og stjómarand- stöðu um formennsku í nefndum eins og á síðasta þingi. „Það finnst mér alveg sjálfsagt. Það em nútíma vinnubrögð í þingræði að stjómar- andstaða sé virkjuð til ábyrgðar í nefndastarfi. Það gekk mjög vel á síðasta kjörtímabili og við munum leggja á það áherslu að halda því áfrarn." En hvað með tal Jóhönnu Sig- urðardóttur um að stjómarand- staðan eigi að sameinast á ein- hvern hátt? „Stjómarandstaðan mun ömgg- lega hafa samstarf um kosningar í ráð og nefndir. Að öðm leyti verður það bara að koma í ljós hvemig hennar samstarf verður og það verð- ur örugglega mismunandi eftir mál- efnum eins og gengur.“ Mun Alþýðubandalagið halda uppi harðri stjórnarandstöðu? „Ég legg aðaláherslu á að við reynum að vera sanngjöm. Mér finnst það kannski meginmál og meginkrafa umhverfisins að þing- ræðið sé sanngjamt bæði milli stjómar og stjómarandstöðu og menn reyni að skoða aðstæður hvers annars af sanngimi. Mér finnst mik- ið nær að reyna að draga þá lýsingu fram heldur en hvort menn em harð- ir eða ekki harðir.“ Hvernig líst þér á stjórnarsátt- málann? „Það er ekki mikið hægt að byggja á honum. Hann er mjög loðinn og óljós. Það er mikið hægri sinnað orðalag í honum og ekki hægt að neita því að hann er talsvert frjáls- hyggjulegur. Textasmíðin er alveg úr prentsmiðju Sjálfstæðisflokks- ins.“ Það verður skipt um formann í Alþýðubandalaginu í haust og Steingrímur J. Sigfússon gefur kost á sér. Ætiar þú að styðja hann til formennsku? „Við höfum í sjálfu sér ekkert fjallað um þessa hluti sérstaklega. Jákvæð afstaða mín til hans hefur komið fram áður en þetta er mál sem við munum skoða á næstu vikum og mánuðum. Ég mun bara leggja áherslu á það fyrir mitt leyti að það skapist eins víðtæk samstaða um það eins og mögulegt er.“ Breytir koma óháðra inn í þing- flokkinn einhverju? „Hún breytir miklu. Þeirra aðild að þessu pólitíska landslagi er mjög myndarleg og sterk. En það á eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast ná- kvæmlega því stutt er frá kosning- um. Ég býst við að það skýrist eftir því sem líður á árið og hvemig þeirra \ LJ__________________________ Svavar: Meginkrafa að þingræðið sé sanngjarnt og menn skoði að- stæður hvers annars af sanngirni. formlegu aðild að ákvörðunum verð- ur háttað í framtíðinni. Ogmundur Jónasson er auðvitað nú þegar áhrifamikill þingmaður eins og nærri má geta.“ Þú ert þá ánægður með þitt lið? , Ja, ég er auðvitað fjarska ánægð- ur með hlut Reykjavíkur. Okkur tókst að bæta við manni eftir nokk- urra ára lægð.“ Hvað hyggstu fyrir á næstunni fyrir utan pólitíkina? „Ég er að ljúka við að semja bók sem kemur út í næsta mánuði og fjallar um framtíðarsýn mína til stjómmála. Það er svo draumurinn að komast norður á Homstrandir í sumar.“ ■ Bryndís Hlöðversdóttir, nýrformaður Kvenréttindafélags Islands, í samtali við Stefán Hrafn Hagalín um stefnu félagsins og hina brýnu þörf fyrir nýjar og róttækar aðgerðir í jafnréttismálum „ Getum ekki lengur setið aðgerðalaus á rassinum “ Bryndís Hlöðversdóttir: Ég horfi á ríkisstjórnina - sem kölluð hefur ver- ið kölluð hlunkastjórnin - og sé þar óvígan her miðaidra karla og að- eins eina konu..., svona rétttil að punta uppá. A-mynd: e.ói. Bryndís Hlöðversdóttir, lög- fræðingur og þingmaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, er nýkjör- inn formaður Kvenréttindafélags ís- lands og tekur þar við búi af sjálf- stæðiskonunni Ingu Jónu Þórðar- dóttur. Alþýðublaðið heyrði á skot- spónum af kosningunni og hringdi í Bryndísi til að forvitnast um félagið, stefnuna og afar slæma stöðu íslend- inga hvað varðar jafnréttismálin. Segðu mér til að bvrja með frá félaginu. „Kvenréttindafélag íslands er gamalt, gróið og þverpólitískt félag - stofhað árið 1907 af Bríeti Bjarn- héðinsdóttur og fleiri góðum kon- um með það markmið að vinna að jafnrétti kvenna og karla á öllum sviðum þjóðlífsins. Það er fólk úr öllum flokkum í félaginu og gengur ágætlega að starfa saman. Ætli við séum ekki í kringum 600 til 700 tals- ins. Félagið er opið báðum kynjum og berst útfrá sjónarmiðum beggja. I stefnuskránni er þannig að finna hluti einsog að karlar njóti fæðingar- orlofs til jafns á við konur. Það má segja að þetta sé víðtækt mannrétt- indafélag. Kvenréttindafélagið var til skamms tíma var það því miður komið með nokkurskonar kleinu- ímynd, en við höfum verið að vinna í því síðustu árin að bylta þeirri ímynd og fá yngri konur inn. Það ætlunar- verk hefur tekist ágætlega og innan- borðs í stjóm félagsins í dag höfum við komungar konur.“ Starfa einhverjir karlmenn inn- an ykkar raða? ,J stjóminni em bara konur. Við erum einungis með hálfan starfs- menn - og hún er kona. Það em samtsem áður þónokkrir karlar í fé- laginu, en þeir em lítið virkir enn sem komið er.“ Féiagið er þverpólitískt. Nú eru uppi ákaflega mismunandi skoð- anir um hvemig skuli vinna að jafnrétti kynjanna. Verða virki- lega aldrei neinir árekstrar? „Öll emm við sammála um mark- miðið, en höfum síðan ólíkar skoð- anir á því hvaða leiðir á að fara að því markmiði. Okkur hefur tekist að mestu að sneiða hjá alvarlegum flokkadráttum. Starfsemi félagsins gengur mikið útá að halda fundi og vekja athygli á málefnum kvenna og karla og jafnréttismálum yfirhöfuð; næsti fundur okkar er til dæmis um föðurhlutverkið. En fræðsluhlut- verkið er í öllu falli í fyrirrúmi hjá fé- laginu." Nú ert þú ekki eini lögfræðing- urinn í stjórn félagsins; þið eruð nokkrar og auk þess fræðingar. Er ekki þörf á konum í stjórnina sem koma úr láglaunahópunum er hafa það verst? Jú, kannski em þama of margir fræðingar. Láglaunakonur em hins- vegar íjölmargar í félaginu og hafa setið í stjóm. Þetta skipaðist hinsveg- ar svona núna.“ Staða jafnréttismála á ís- iandi..., hún er ekki góð. „Nei, hún er engan veginn nógu góð. Það kom þessi skýrsla um dag- inn um launabil kynjanna og hún leiddi skelfilegar staðreyndir í Ijós. Launabilið fer breikkandi og eykst í samræmi við aukna menntun. Þetta er virkilega sorglegt því ef við lítum til forvera okkar í jafnréttisbarátt- unni, þá var þeirra einlæga trú að aukin menntun myndi færa konum sama rétt og karlar hafa og aukin völd. íslendingar era enn í dag ákaf- lega aítarlega á merinni þegar kemur að þátttöku kvenna í stjómmálum. Við kjötkatlana - þegar úthlutun valda stendur fyrir dymm - þykja konur ekki boðlegar til að fara með völd. Síðasta dæmið um þetta er skipan ríkisstjórnarinnar.“ Hverjar telurðu höfuðástæður þessa ójafnréttis? „Það em auðvitað ríkjandi al- mennir fordómar gagnvart konum í þjóðfélaginu - bæði meðal karla og kvenna. Fordómamir beinast eink- um að því, að konur séu ekki jafn- hæfar og karlmenn til forystu. A vissan hátt má segja sem svo, að ein af höfuðástæðunum fyrir ójafnrétt- inu sé sú, að karlar hafa yfirleitt óbil- andi trú á að þeir séu bestir til allra hluta, en konur em stundum þessu marki brenndar. Við íslendingar er- um mjög illa settir í samanburði við önnur Norðurlönd ef litið er til hlut- falls kvenna á Alþingi. Eitt vanda- málið í viðbót er að íslendingar hafa útávið ímynd jafnréttissinnaðrar þjóðar; að við séum eitthvað ægilegt kvenréttindaland vegna kvenna sem verið hafa í oddaaðstöðu íþjóðfélag- inu. En þetta er afar hættuleg ímynd sem gefur villandi mynd af ástand- inu.“ Er þessi barátta ykkar kvenna ekki einfaldlega of dreifð, felst að- allega í litlum hópum og vantar samhæfingu? ,Æg held að það sé miklu frekar það, að við höfum lagt of mikið upp- úr því að setja kvenkyns eintak á toppinn. Reyndin er sú á Alþingi að konur em í kringum 25 af hundraði, en í Svíþjóð og Noregi er þetta hlut- fall í kringum 40 af hundraði." Þessi kvenkyns eintök sem stilit er á toppinn, einangrast þau síðan ekki frá öðrum konum? „Það er hætt við því. Vitaskuld er mjög mikilvægt að konur sjáist í toppstöðum, en það er einfaldlega ekki nóg. Við þurfum að gera svo miklu meira. En Kvenréttindafélagið - eða ég sem formaður þess - hefur auðvitað engin einföld svör við þeirri spumingu um hvaða úrræði skuli nota til jafnréttis.“ Hvert er stærsta markmið jafn- réttisbaráttunnar? „Að vinna bug á launabilinu er langstærsta verkefnið. Við þurfum að taka upp markvissari starfsaðferð- ir. Ágætt dæmi er um góða vinnu er skýrslan um launabil kynjanna sem unnin var í kjölfar Norræna jafn- launaverkefnisins. Bara þessi skýrsla vakti upp heilmikla umræðu og henni þarf að halda lifandi. Við verð- um að grípa til aðgerða. Norðurlönd- in hafa til dæmis tekið upp starfsmat til að ná þessu markmiði og sænska Alþýðusambandið var í síðustu kjarasamningum með þá kröfugerð að konur fengu sérstakt forskot - sér- stakar hækkanir - vegna bágrar stöðu þeirra jafnréttislega séð. Mörg lönd em nú að útfæra hugmyndina um starfsmatið og ég varð fyrir gríð- arlega miklum vonbrigðum með að sjá ekki yfirlýsingu í sáttmála stjóm- arinnar þess efnis, að stefnt verði á þessi mið.“ Hvað finnst þér um kynjakvót- ann í nefndir og stjórnir sem beitt hefur verið með ágætum árangri í ýmsum iöndum? „Ég er fylgjandi kynjakvóta sem neyðarúrræði vegna þess að staðan er slík hér á landi. Mér finnst ekkert óeðlilegt við að notast við kvóta ef við viðurkennum það að konur eigi að mörgu leyti erfiðara uppdráttar en karlar - til dæmis í pólitík - vegna þeirra viðhorfa sem em útí þjóðfé- laginu. Þessar aðgerðir langtþvífrá auðveldar og em að mörgu leyti svona flóknar vegna hinna félags- legu áhrifa sem þær hafa.“ Er ástandið hér ekki það slæmt að útilokað er annað en að grípa til róttækra aðgerða vilji menn jafna launabilið? „Það er akkúrat það sem er. Við getum ekki lengur beðið eftir að við- horf almennings breytist. Við verð- um að horfa til næstu kynslóða, fólk þarf að horfa á bömin sín og spyrja sjálft sig hvort það ætli að bjóða stúlkubörnum uppá þetta dapurlega hlutskipti í framtíðinni. Það er nauð- syn.“ Rótin að ójafnréttinu hlýtur að liggja í uppeldinu. Hvaða skoðanir hefur þú til dæmis á því sem Margrét Pála er að gera með bömum og foreldrum á leikskól- anum í Hafnarfirði? , Jvliðað við það sem ég hef kynnt mér um það sem Margrét Pála er að gera, þá sýnist mér það mjög spenn- andi. Mér er sagt að þessir krakkar komi mjög vel út sem einstaklingar og mér finnst sjálfsagt að við reynum að hafa áhrif á jafnréttismálin strax í uppeldinu. Eins líst mér ágætlega að reyna kynjaskiptingu í gmnnskólum á borð við það sem reynt var á Akur- eyri. Við eigum að leita allra leiða; það er algjör frumskylda. Við getum ekki lengur setið aðgerðalaus á rass- inum og klórað okkur ráðþrota í hausnum." Hvað með setu þína á Alþingi. Nú ert þú ung og vel menntuð kona. Græddirðu ekki heilmikið á þeirri staðreynd? „Það getur vel verið. Mjög líklegt. Það þykir í öllu falli óskaplega já- kvætt þegar að kosningabaráttu kemur að hafa unga konu á oddin- um. En svo er það spumingin: Hvað gefur þetta okkur þegar lengra er komið? Ég horfi á ríkisstjómina...“ ...sem kölluð hefur verið hlunkastjórnin... „...- já - og sé þar óvígan her miðaldra karla og aðeins eina konu. Þetta er ekki eina stjómin sem hefur verið skipuð á þennan hátt undanfar- in kjörtímabil; á þessum tímum áber- andi jafnréttisbaráttu. Þetta virðist eiginlega vera reglan á línuna; regla bundin við alla flokka. Það væri minna dapurlegt ef þessi ríkisstjóm væri undantekningin. Mér finnst al- veg ömurlegt, að horfa uppá enn eina ríkisstjómina sem skipuð er karla- hópi og einni konu; svona rétt til að punta uppá.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.