Alþýðublaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 S k o ð a n Eg nenni ekki að standa í þessu! Ef við ætlum raunverulega að tryggja hugsjónum okkar ífamgang þá eigum við að sameinast undir einu merki umburðarlyndrar jafnað- arstefnu í breiðum flokki þar sem mönnum er fijálst að hafa skiptar skoðanir á málum. Ef við berum ekki gæfu til að skapa þennan vett- vang munum við aldrei verða trú- verðugt mótvægi við hin mjög svo stóra og krumpaða Sjálfstæðisflokk sem í raun er alls ekki trúverðugur nema íyrir það eitt að vera stór (það er að vísu talsverður kostur í augum kjósenda sem þreyttir eru orðnir á flokksbrotum jafnaðarvinstrifélags- hyggjuflokkanna). I gegnum árin hefúr hugsjón jafn- aðarmanna verið troðin í svaðið af okkur sjálfum með því að hver höndin hefur verið uppi á móti hvor annarri. Talsmenn jafnaðarstefn- unnar hafa ráðist hver á annan og eytt allri orku sinni í það í stað þess að taka höndum saman um að koma hinni raunverulegu hindrun frá. Við höfum svívirt hugsjónir okkar með því að horfa upp á og jafnvel taka þátt í að veija hið óbreytta ástand afturhaldsins. Við höfum svikið fólkið í landinu um að fá að lifa í heiðarlegu og réttlátu þjóðfélagi. Með sundrungu okkar og sjálfseyð- ingarhvöt höfum við stuðlað að því að Islendingar eru enn að sulla í sama drullupolli spilltrar atvinnu- rekendaklíku sem dulbýr sig undir nöfnunum Byggðastefna og Verka- lýðshreyfmg. Við skuldum okkar eigin hug- sjónum það að bijóta odd af oflæti okkar og tala saman um það sem skiptir máli. Það skiptir máli að fólkið í landinu er á svo lágum laun- um að margir svelta. Það skiptir máli að skattamir okkar fara í að reka einkafyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði í stað þess að hér sé byggt upp réttlátt velferðarkerfi. Það skiptir máli að hagræðing í ríkisfjár- málum kemur alltaf miklu harðar „Mikið rosalega töpuðum við jafnaðarmenn þessum kosningum - það hálfa hefði verið nóg. Og nú sitjum við uppi með ríkisstjórn sem inniheldur allt það sem við fyrirlítum mest í pólitík. Og ekki nóg með að við höfum skíttapað kosningunum heldur vorum við líka plataðir upp úr skónum í stjórnarmyndunarviðræðunum." niður á heilbrigðis- og menntakerfi í stað þess að minnka óráðsíu í sjóða- kerfi atvinnuveganna. Og síðast en ekki síst, það skiptir máli hverjir það eru sem ætla að breyta þessu þjóðfé- lagi, því þegar öllu er á botninn hvolft, getum við engum kennt um hvemig komið er, nema sjálfum okkur. Við höfum fært andstæðing- um okkar fjöreggið baráttulaust. Leggjum spilin á borðið, hættum að vera fost í því hver hefur verið óheiðarlegur við hvem og hver hef- ur talað illa um hvem á síðustu ár- um. Viðurkennum bara þá stað- reynd að okkur hefúr mistekist að koma hugsjónum jafnaðarstefnunn- ar inn í íslenskt þjóðlíf. I þessum kosningum höfum við verið niður- lægð á eftirminnilegan hátt. Við höf- um verið niðurlægð af afturhaldsöfl- um liðins tíma sem enn eiga sér birt- ingarmyndir í formi framsóknar- manna og sjálfstæðismanna. Við skulum ekki kyssa vönd þeirra held- ur muna hver það var sem rassskellti okkur. Við skulum líka muna að ef við ætlum að bíta ffá okkur þá þurf- um við að safna stráum okkar saman og búa til stóran vönd sem við get- um notað til þess að berja afturhald- ið til blóðs á beran rassinn. Ef okkur tekst þetta ekki nenni ég ekki að standa í þessari vitleysu og geng í Kiwanis. Höfundur er félagsráðgjafarnemi og starfsmaður á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Mikið rosalega töpuðum við jafn- aðarmenn þessum kosningum - það hálfa hefði verið nóg. Og nú sitjum við uppi með ríkisstjóm sem inni- heldur allt það sem við fyrirlítum mest í pólitík. Og ekki nóg með að við höfum skíttapað kosningunum heldur vorum við líka plataðir upp úr skónum í stjómarmyndunarvið- ræðunum. Enn einu sinni höfum við því sýnt fram á það að við emm ekki trúverðugt afl í íslenskum stjórnmál- Pallborðið | Hreinn Hreinsson skrifar um. Og enn einu sinni þurfum við að horfa upp á talsmenn jafnaðarstefn- unnar gera sig hlægilega með því að lýsa yfir sigri þar sem hver skýring er aðeins furðulegri en sú næsta á undan - gefið mér bremsu. Með þessu kjánalega sundurlynd- ishjali okkar erum við að gera grín að þeim kjósendum sem styðja mál- stað okkar. Af hveiju ætti fólk sem vill byggja upp þjóðfélag jafnaðar- stefnunnar að eyða atkvæði sínu í einhvem af flokkunum eða flokks- brotunum sem við tilheymm? Hvaða tryggingu hefur fólk fyrir því að það sé að kjósa jafnaðarmanna- flokk þegar jafnaðarmannaflokkam- ir bíða svo í röðum eftir að fá að vera í stjóm með Davíð þó það kosti að jafnaðarstefnunni sé kastað fyrir róða? Mín skoðun er sú að með þessu háttemi okkar höfum við ekki beinlínis sýnt fram á að okkur sé treystandi fyrir fjöreggi þjóðarinnar. Kjósendur era hinsvegar sem betur fer nokkuð skynsamar endur og láta ekki bjóða sér hvaða brauð sem er. Svo virðist sem vel- gengni Sivjar Frið- leifsdóttur í kosningun- um og óbugandi fýsn hennartil ráðherradóms fari mjög fyrir brjóstið á mörgum kollegum hennar í þingflokki Framsóknar- manna. Siv hefur látið fara talsvert fyrir sér í fjölmiðl- um í stjórnarmyndunar- viðræðum, og létfylgis- menn sína á Reykjanesi standa fyrir miklum hring- ingum á forystumenn flokksins þegar val á ráð- herrum Framsóknar stóð yfir. Þetta hefur farið í taugarnará mörgum inn- vígðum úr valdakjarna flokksins, sem finnst hún alltof frektil fjörsins. Stuðningsmenn Sivjar segja hins vegar að þetta sé aðeins gamalkunn öf- und roskinna landsþyggð- armanna út í unga fram- sóknarmenn af mölinni; Siv sé hinn raunverulegi sigurvegari Framsóknar og það sé misráðið af flokknum að velja hana ekki í áberandi forystu- hlutverk. Siv sótti einnig fast að verða formaður þingflokksins, en Val- gerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn hafði fyrirfram tryggt sér meirihluta þing- flokksins fyrir formennsk- unni, meðan Siv var upp- tekin við að slást fyrir von- lausum ráðherradómi... Verði það ofaná, að framsóknarmenn fái formennsku í fjárlaga- nefnd þykir líklegast að Jón Kristjánsson, félagi Halldórs Ásgrímssonar af Austurlandi hreppi hnossið. Hann hefur lengi setið í fjárlaganefnd, og er þar öllum hnútum kunn- ugur. Eftir sæti þá með sárt ennið Sturla Böðv- arsson þingmaður Sjálf- stæðismanna af Vestur- landi, sem síðustu árin náði því að verða varafor- maður nefndarinnar. Sturla hefur ekki náð mikl- "FarSide" eftir Gary Larson. um vegsemdum á Alþingi miðað við að hann var á síðasta kjörtímabili fyrsti þingmaður Vestlendinga. Ástæðan er talin sú, að Davíð Oddsson hefur ekki sérstakar mætur á Sturlu, sem framdi þá höf- uðsynd að styðja Þor- stein Pálsson á lands- fundinum sællar minning- ar. í Sjálfstæðisflokknum hefur Sturla þar að auki orð á sér fyrir að sinna hagsmunum kjördæmis- ins óhóflega vel innan fjárlaganefndar, og mörg- um þykir hann fullfljótur að aka seglum eftir vind- um. Staða hans veiktist í kosningunum við það að Ingibjörg Pálmadóttir tosaði Framsókn langt upp fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á Vesturlandi. Davíð er því alls ósárt um að fram- sóknarmenn fái for- mennsku í fjárlaganefnd, því hann er ekki talinn mikill áhugamaður um aukinn veg Sturlu... Bunker Hill, 17. júní árið 1775: Það var fremur óheppileg tilviljun örlaganna fyrir hinn unga rauðstakk, Charles bjölluauga Bingham, að hershöfðingi andstæðinganna mælti við þetta tækifæri þau sögulegu orð: „Ekki skjóta fyrr en þið sjáið hvítuna í augum þeirra." dagsins Morgunhelgarmánudagspóstur- inn heldur úti ágætis dálki þar sem fjaliað er um ógeðfelldustu fréttir vikunnar (þorrapizza á ísafirði og þessháttar uilabjakk) og nú virðast DV-menn leggja metnað sinn í að komast þar að. DV birti þannig í gær kynlífs- frétt um Sódómu og Gómorru Rússlands: „Nýleg rannsókn á kynlífsvenjum 2500 rússneskra kvenna á þrítugsaldri í Moskvu og StPétursborg sýnir að ein af hverjum tíu þeirra hafa sofið hjá fleiri en 26 karlmönnum og vilja meira. Nær helmingur þeirra sagði ánægjuna vera helsta kynlífshvatann og mikill meirihluti sagðist halda fram- hjá. „Rússneskar konur eru orðnar meira krefjandi í rúm- inu,“ segir ritstjóri Russian Co- smopolitan og fagnar meira frjálsræði hvað varðar kynlíf og konur í Rússlandi.“ Jahérna - það sem viðgengst heima hjá fé- iaga Jeltsín þessa dagana... Styður þú að fyrirhugaða ofurtolla á innfluttar landbúnaðarvörur? Jónína Margrét Guðnadóttir, skjalaþýðandi: Ég er á móti þess- um ofurtollum. Auðvitað viljum við öll lækkað vömverð. Siguriína Gunnarsdóttir, borg- ari: Ég er á móti fyrirhuguðum of- urtollum - og ríkisstjóminni líka. Bragi Björnsson, lögfræðing- ur: Nei, alls ekki. Það yrði engum til góðs; hvorki bændum né neyt- endum. Guðmundur V. Hreiðarsson, viðskiptafraeðingur: Nei, það geri ég ekki. Ég vil hafa matvæla- verð hér sem lægst. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, nemi: Já, ég styð þá. Ég tel það nauðsynlegt til að vemda íslenskan landbúnað. Ríkisstjórnin er ekki nein rokkhljómsveit. Halldór Ásgrímsson í DV í gær. Ég held að það sé oft og tíðum kostur að menn séu þung- lamalegir og að Ijóst sé hvað þeir ætlast fyrir. ■ Halldór aftur. Allir fundarmenn virtust nokkuð sammála um að frí- merkið ætti sér framtíð á ís- landi, bæði sem kvittun á greiðslu burðargjalds og sem söfnunargripur. Frásögn af félagsfundi (slenskra frí- merkjasafnara. Safnið, málgagn frí- merkjasafnara. Af 25 þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins eru 4 konur, ná- kvæmlega það sama og síðast. Hvar eru nú hinar sjálfstæðu konur í Sjálfstæðisflokknum. Eru þær ánægðar? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrum þingmaður Kvennalistans. DV I gær. Hvað varð um Vestfirðingana? Fyrirsögn leiðara Morgunblaðsins í gær, þarsem auglýst er eftir Einar Oddi og Einari Kristni og sjávarút- vegsstefnu þeirra. Ég get einnig upplýst að ég á marga frændur sem eru hreppsnefndar- eða bæjar- stjórnarmenn vítt og breitt um landið. Ég þarf að hafa vak- andi auga á þessu svo maður brjóti nú ekki stjórnsýslulög. Páll Pétursson félagsmálaráðherra í yfirheyrslu DV í gær aðspurður hvað hann geri ef ráðuneytið þarf að úr- skurða í málum sem varða Reýkjavík- urborg. Sigrún Magnúsdóttir, eigin- kona Páls, er borgarfulltrúi Reykjav- íkurlistans. Ég fór í fermingarveislu í gær. I morgun fór ég í sund og síð- an í góða gönguferð. Nú ligg ég upp í sófa og er að lesa bók- ina Strendur íslands eftir Guðmund Ólafsson, mér til óblandinnar ánægju. Og mér líður yndislega vel og leiði ekki hugann að neinu öðru um þessar mundir. Jón Baldvin Hannibalsson aðspurður um framtíðaráform sin. DV í gær. Enrico Caruso, einn mesti tenór allra tíma, var með tónleika í San Francisco 17. apríl 1906 þegar jarð- skjálftinn mikli varð. Skelfingulost- inn tenórinn tók aðeins einn hlut með sér úr skældu herbergi sínu, nefnilega mynd af Theodore Ro- osevelt forseta sem hafði áritað hana með persónulegri kveðju til Camso. Þetta átti eftir að koma sér vel því þegar Camso reyndi að komast í lest sem átti að flytja hann og aðra meðlimi ópemnnar á braut þá þekktu lestarþjónamir hann ekki og neituðu honum inngöngu án skil- ríkja. En þegar hann dró ffarn myndina þá létu þeir undan og hinn viðkvæmi tenór komst óhultur frá þessum skelfilega stað. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.