Alþýðublaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995
G
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
n
5
Mörður
_________Árnason_____________
íslenskufræðingur
—^%—iri ..Er það ekki
1 skrýtni gaukur-
aidrei neitt? Ég
J hef horft á hann
-jilniii °9 finnst þættirn-
ir ágætir. Rowan
k&£ÉHIjiSlI& Atkinson er
ágætur. Þessi upplýsta mennta-
stétt í Bretlandi hlýtur að vera
eitthvað öðruvísi en annarsstaðar.
Sjálfsagt of snobbuð fyrir Mr.Be-
an. Ég verð síðan að viðurkenna
að mér fundust Blackadder-þætt-
irnir hinir prýðilegustu."
gerir það að verkum að þú kút-
veltist um af hlátri yfir þáttunum,
en þorir síðan ekki að tala um það
útá kaffihúsi með vinum þínum
því Mr.Bean er nefnilega ekki
nógu menningarlegur? Jú, það
eru þessir skrýtnu hlutir - þessi
undursamlegu og nosturslegu
smáatriði - sem Mr.Bean gerir
mikið úr á hrikalega fyndinn hátt;
það eru nákvæmlega þessi smáat-
riði sem gera gæfumuninn og
mögulega er mestmegnis beint til
barna (en þú hefur þó aldrei verið
alveg viss um hvort sú er raunin
því börnin þín kunnu alltaf betur
við Blackadder og taka jafnvel
grínauglýsingarnar með Ladda
og Sigga Sigurjóns framyfir
Mr.Bean).
Staðreyndin er sú að þættirnir
um Mr.Bean eru alls ekki leyni-
legt einkahlátursefni og feimnis-
mál menntastéttarinnar því þeir
eru vinsælasta gamanefni í sjón-
varpi á Bretlandseyjum og eru
álitnir í öðrum löndum vera
nokkurskonar flaggskip breskrar
kímni. Það er alveg sama hvar
borið er niður: í Sádi- Arabíu
verða menn að gera sér ekki of
óumdeilanlegt sjónvarpsefni að
góðu og þar fellur Mr.Bean ræki-
lega í kramið og í Þýskalandi
hafa selst næstum því jafnmargar
myndbandsspólur með þáttunum
um Mr.Bean og selst hafa frá
upphafi í Bretlandi af þáttunum
Fawlty Towers.
Nú hafa þær sorgarfregnir bor-
ist mönnum til eyrna, að síðustu
vikur háfi Thames-kvikmynda-
verið í Englandi verið að setja
punktinn yfir i-ið á sex ára löng-
um ferli Mr.Bean í sjónvarpi með
því að framleiða síðustu tvo þætt-
ina. Áætlað er að sýna þá síðar á
árinu.
Það verður augljóst þegar
menn fylgjast með æfingu fyrir
upptöku afhverju „enginn" horfir
Hreinn
________Hreinsson____________
félagsráðgjafarnemi
„Ég hef horft á
Mr.Bean um
langt árabil - mér
til óblandinnar
ánægju og and-
legrar upplyfting-
ar. Það birtir svo
sannarlega til í
skammdeginu innan í mér þegar
kaudi kemur á skjáinn. Maðurinn
er einfaldlega snillingur og sýnir
náðargáfu sína glöggt í hverju
sem hann tekur sér fyrir hendur.
Það sem er síðan allramest fyndið
við Mr.Bean er að hann er alveg
nákvæmlega einsog ég. Ég sam-
sama mig við hann. Við erum tví-
burar. Óborganlegar athafnir
Mr.Bean eru kraftbirtingarform
þeirra hluta sem ég geri í einrúmi,
skammast mín fyrir og þori eng-
um að segja frá - nema þá ef til
vill blaðamanni Alþýðublaðsins.
Verði þér að góðu."
á Mr.Bean - fyrir utan til dæmis
þessar 18 milljónir aðdáenda sem
fylgjast spenntir með á Bret-
landi...: A meðan Atkinson -
sem er alræmdur fyrir fullkomn-
unaráráttu sína - æfir í trilljón-
asta skipti eitt atriðanna (þar sem
hann notar rafknúinn tannbursta
til að hreinsa tennurnar og síðan
bora útúr eyrunum og loksins til
að endurskapa lítillega uppruna-
lagið á augnabrúnum sínum) ein-
beita leikstjórinn og sviðsstjórinn
sér fullkomlega að verkefnum
sínum og gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að láta grínið
ganga upp - en þeir brosa aldrei,
ekki svo mikið sem brosvipra
leikur um varir þeirra. Jafnvel
Atkinson sjálfur - einmanaleg og
innhverf persóna á sviðinu - gei-
spar, teygir letilega úr öllum
skönkum og setur upp alvarleg
svipbrigði. Þess uppátækis virð-
ist hann grípa í til að létta sér
leiðindin og biðina sem ávallt
fylgja upptökum og æfingum sem
þessum, en aðrir leikarar með
reglulegra og minna teygjanlegt
andlitsfall setja þverf á móti upp
bjánalegar grettugrímur i sömu
aðstæðum.
Við allar hliðar sviðsins og í
áhorfendasætunum standa og
sitja allir þeir sem standa að þátt-
unum - smiðir, hönnuðir, ljósa-
menn og svo framvegis - og
grenja og taka bakföll af hlátri í
hvert einasta skipti sem Atkinson
endurtekur atriði sitt - það virtist
reyndar ekki skipta nokkru máli
hvað Atkinson gerir; alltaf hlæja
starfsmennirnir einsog vitlausir
menn.
Rowan Atkinson f gervi sínu
Jón Þór
________Sturluson____________
hagfræðingur
„Ég er einlægur
aðdáandi Rowan
Atkinson og
Mr.Bean- þátt-
anna. Það er
limaburðurinn og
hin uppfrædda
heimska sem er
svo heiilandi. Hann er náttúrlega
ekki einn í þessum hópi fyndinna
Breta: Atkinson, Hugh Laurie og
Stephen Fry eru einkennandi fyrir
ákveðna stefnu bresks húmors;
stefnu sem mér hefur fundist bera
af og hentar sjálfsagt íslenskum
aulahúmoristum afbragðs vel.
Jamm."
sem Mr.Bean er nefnilega raun-
veruleg alþýðuhetja. Það er
kjarni málsins; kjarni vinsælda
hans. Þegar maður tekur frá smá
tíma og sest niður og horfir á svo-
sem einsog einn þátt er Mr.Bean
frekar snilldarlegur - kannski á
svipaðan hátt og Pavarotti er
hrikalega fær söngvari - en mað-
ur hefur samtsem áður nokkra til-
hneigingu til að horfa óþolin-
móður útí bláinn og tromma með
fingrunum á sófaarminn eða
borðplötuna. Þættirnir um
Mr.Bean eru óvenjulegir að því
leytinu til, að það er vel mögulegt
að dunda sér við einhverja iðju á
meðan maður er að fylgjast með
þeim með öðru auganu: maður
nær alltaf samhenginu og því sem
er að gerast. Mr.Bean er ekki
kröfuharður þáttur.
Áhorfskannanir hafa leitt í ljós
að millistéttin - sérstaklega efri
hluti hennar - horfir einfaldlega
ekki á Mr.Bean. Sú staðreynd er
ekki eitthvað sem Rowan Atkin-
son kýs helst að ræða ekki um og
hvað þá að hann verði reiður eða
viðkvæmur þegar það umræðu-
efni kemur upp í samtölum. Atk-
inson í daglega lífinu er afskap-
lega heillandi maður, dálítið
utanvið sig, mjög feiminn og
stamar lítilsháttar. Atkinson
hversdags er eiginlega langan
veg frá þeirri ímynd dyntótts
leiðindanaggs sem lesa hefur
mátt útúr þeim svipmyndum sem
brugðið hefur verið upp af mann-
inum. En auðvitað liggja ástæður
að baki slíkrar umfjöllunar: Það
er algjör regla að þeir grínleikar-
ar sem ekki fást við að standa
uppá borðum og gusa útúr sér
stuttum frösum og háðsyrðum fá
neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum
og Atkinson hefur einmitt lent í
því. Hann hefur reyndar frá upp-
hafi gert ákaflega lítið í því að
svala þörf skemmtanaheimsins
fyrir erkitýpur.
Það var Stephen Fry (úr Jee-
ves & Wooster) sem sagði: „Ro-
wan hefur ekki eina agnarögn af
sjóbissness í sér“, en þarmeð
Dagur B.
Eggertsson
læknisfræðinemi
„Mr.Bean er nátt-
úrlega með
skemmtilegri
mönnum. Ekki
vegna þess að
hann sé svo frá-
brugðinn okkur
hinum heidur
vegna þess að við þekkjum hvað
um er fjallað í þáttunum. Allir hafa
lent í því að haga sér á undarlegan
hátt við óviðurkvæmilegar að-
stæður; að hnerra, fá hláturskast
og þannig á vandræðalegum
augnablikum. Einnig langar mig til
að segja frá því, að ég var með
Mr.Bean í bekk í grunnskóla. Ég
held reyndar að öll höfum við ver-
ið með einu slíku eintaki í bekk."
gerðist Fry sekur um gera á gróf-
legan hátt minna úr aðstæðum en
efni standa til. Atkinson er nefni-
lega hvorki meira né minna en
andefnislegur holdgervingur
sjósbissness- persónuleikans.
(Talandi um Stephen Fry er
kannski vert að greina frá því að
hann hefur sett fram þá kenningu,
að Atkinson sé eiginlega grín frá
Guði komið. Guð hafi þar verið
að gera einskonar skemmtitilraun
með manninn og sett í ábyrgðar-
lausu spaugi grfðarlegt aukamagn
af hæfileikum f undirfurðulegan,
hálfbjánalegan og álkulegan
mann; þennan Rowan Atkinson
Gunnar Smári
__________Egilsson_____________
ritstjóri
„Ég held að ég
hafi horft á
eitthvað í kring-
um þrjá þætti
með þessum
Mr.Bean. Og
hafði gaman af.
Mér finnst alltaf
ósköp indælt þegar fólk
er að reyna vera
fyndið."
sem helst lítur út fyrir að vera
lágtsettur aðstoðarmaður á rann-
sóknastofu í efnafræði.
Hin mestmegnis þögla persóna
Mr.Bean var upphugsuð af Atk-
inson og Richard nokkrum
Curtis. Atkinson hugsar tilbaka:
„Ég vissi samstundis tvo hluti.
Annarsvegar að þátturinn myndi
öllum að óvörum vekja gífurlega
athygli og verða vinsælt efni og
hinsvegar að hann myndi aldrei
vinna nokkur virðuleg leiklistar-
verðlaun og hvað þá að hann ætti
möguleika í Bafta-sjónvarps-
verðlaunin. Einhverra hluta
vegna virðist fólkið sem áður var
Edda
Björgvinsdóttir
leikkona
„Mikið hlýtur Ro-
wan Atkinson að
vera feginn að
vera fallinn í ónáð
hjá hinni svoköll-
uðu upplýstu
menntastétt
þarna í Bretlandi.
Ég hef hinsvegar ekki hitt neinn
hingaðtil sem finnst Rowan Atkin-
son ekki ofboðslega fyndinn og þá
gildir einu hvort það hefur verið í
Not the Nine O'Clock News,
Blackadder eða Mr.Bean. Maður-
inn er svo gríðarlega góður leikari
- fjölhæfur og frábær -, að það er
alveg sama hvað hann tekur sér
fyrir hendur. Það er allt
fullkomið."
þekkt sem þvaðurpakkið - fólkið
sem sér um að skrifa skástu dag-
blöðin og tímaritin og si'ðan lesa
þau - ekki hafa nokkurn tíma af-
lögu fyrir Mr.Bean. Og þetta er
blákaldur raunveruleiki hverju
sem því líður að þetta er sama
fólkið og hafa verið mínir nátt-
úrulegu vinir og stuðningsmenn
hingaðtil. Mjög fáir vinir mínir
og ættingjar leggja sig fram um
að horfa á Mr.Bean. Þeim misiík-
ar þátturinn í sjálfu sér ekki
vegna þess að það er örugglega
erfitt að mislíka hann, en þau
halda sig aldrei innandyra við
sjónvarpið þegar hann er á dag-
skrá,“ segir Atkinson.
En afhverju sýnir þessi upp-
lýsta menntastétt Mr.Bean engan
áhuga? „Þetta kemur til vegna
þess að Mr.Bean hefur enga sér-
staka gáfulega hugsun á bakvið
sig, það er enga kaldhæðni og
engin hálfdulin skilaboð þarna að
finna. Grínið er svo auðsætt og
liggur svo í augum, að það fer í
Bryndís
Bjarnadóttir
heimspekinemi
„Rowan Atkinson
er fyndinn.
Mr.Bean er fynd-
inn. Bara að sjá
manninn erfynd-
ið. Ég hef ósköp
fátt annað um
hann að segja.
Hættu."
taugarnar á þeim sem sífellt eru í
leit að einhverri dýpt í gaman-
leik. Við sem höfum skapað
Mr.Bean og alla þessa sjónvarps-
þætti þurfum þannig bara að búa
við þá furðulegu staðreynd að við
getum búið til þættina - sem ég
hef persónulega tröllatrú á - en
ekki talað mikið um þá.“
Atkinson viðurkennir að þetta
ástand kemur honum í nokkurn
bobba. „Það myndi vissulega
auðvelda mér mjög að taka þátt í
samræðum við matarborðið
heima og á hinum og þessum
veitinga- og skemmtistöðum ef
atvinna mín væri að innri náttúru
meira úthugsuð; það er að segja
ef það væri meira um talað mál í
þáttunum og háðið fengi sitt pláss
Arnór
Benónysson
leikari
„Rowan Atkinson
er ótrúlega
spaugilegur, en ef
ég ætti aö komm-
entera á Mr.Bean
þá held ég að það
besta við þann
karakter sé það
element að hann segir
ákafiega fátt."
- væri pælt frá a til ö. Það var
aldrei ætlunarverk mitt með
Mr.Bean að fjandskapast útí sam-
tíðarmenn mína og kollega eða
verða að deiluefni meðal þeirra
fyrir vikið. En auðvitað hef ég
með þessu streði fengið nokkuð
aðra sýn á skemmtanabransann
en ég áður hafði.“
Þangað til Mr.Bean kom til
sögunnar hafði Rowan Atkinson
tekið fullan þátt í starfi og leikj-
um hinnar upplýstu menntastétt-
ar. „Ég tók þátt í framleiða sjón-
varpsefni sem hannað var fyrir
þetta fólk, ég fór á Bafta-hátíðina
á hverju ári og fólk á aldrinum 14
til 24 ára (sem er meirihluti þess
fólks sem ekki skipar aðdáenda-
hóp Mr.Bean) kunni allt besta
grínið utanað - hreyfingu fyrir
hreyfingu og orð fyrir orð. Allt
þetta hætti þegar Mr.Bean kom
fram á sjónarsviðið. Ergó: Fólkið
sem tilheyrir hinum upplýstu
menntastéttum er fólkið sem dáð-
ist að Blackadder og fólkið sem
tilheyrir ekki hinum upplýstu
Ágúst
Guðmundsson
kvikmyndagerðarmaður
„Ég hef fylgst með Mr.Bean-þátt-
unum af miklum áhuga - þá sjald-
an sem þeir hafa birst í sjónvarp-
inu. Maðurinn er óborganlega
fyndinn. Hefur islenska intellígent-
sían yfirgefið hann einsog breska
intellígentsían? Nei, það held ég
ekki; þvert á móti. Mér finnst
hann alls ekki síðri sem Bean
heldur en Blackadder."
menntastéttum er fólkið sem
fylgist af ódrepandi áhuga með
Mr.Bean."
Hvernig skilgreinir Atkinson
Mr.Bean? „Þetta er fullkominn
sjónvarpsþáttur - og þetta má alls
ekki koma út einsog ég sé að líta
niður á trygga aðdáendur þátt-
anna - fyrir þá sem hafa gott
greindarstig en slæma menntun.
Og þetta er ástæðan fyrir því að
þriggja ára gamlir krakkar eiga
svona auðvelt með að njóta þess
að horfa á þættina.“
Jafn skilningsríkur og Atkin-
son er f garð þeirra vina sinna og
kollega úr gamanleikararastétt
sem ekki finnst mikið til um
Mr.Bean - „þetta fellur einfald-
lega ekki í kramið hjá þeim, þau
hafa bara hafa engan áhuga þessu
og fíla ekki spaugið" - þá er hann
hundfúll og pirraður yfir þögn
fjölmiðla um þáttinn og gríðar-
legra vinsælda hans.
„Fyrir fjórum mánuðum sat ég
um borð í einni af þotum British
Airways og las grein í Highlife
tímaritinu eftir einhvern kóna
sem var þar að skrifa um breska
sjónvarpsþætti er voru að gera
það gott á erlendri grundu. Á for-
síðunni var risastór litmynd úr
þættinum Absolutely Fabulous
og til hliðar var pínulítil mynd úr
Blackadder. Það var síðan hálf-
furðuleg ráðstöfun hjá höfundi
greinarinnar að velja Blackadder
til að gera lítið úr árangri breskra
gamanþátta erlendis því Blackad-
der er pakkaður með texta og öll-
um þeim litlu núönsum sem ein-
kenna þessa þjóð.
Greinarhöfundur þessi bullaði
fram og tilbaka um þætti Bennv
Hill. en nefndi Mr.Bean ekki
einu sinni á nafn. Ef málið er
skoðað raunverulega og einhverri
smá innsýn beitt þá hefði hins-
vegar verið afar erfitt - nær
ómögulegt að skilja Mr.Bean
svona útundan einsog þarna var
gert. En enn einu sinni hafði
sjónarhorn hinnar upplýstu
menntastéttar yfirhöndina og það
viðhorf réði ferð höfundar grein-
arinnar algjörlega."
En afhverju er verið að taka
upp tvo síðustu þættina um
Guðjón
________Friðriksson__________
sagnfræðingur
B„Mér finnst Ro-
wan Atkinson
einhver sá al-
fyndnasti leikari
sem ég hef séð á
síðari árum. Og
Mr.Bean er svo
sannarlega góð-
ur. Hann er eiginlega arftaki Charl-
es Chaplin og allra þessara gömlu
meistara - og verðugur sem slík-
ur. Mér fellur ákaflega vel í geð
þessi húmor hans."
Mr.Bean? Atkinson vill ekki
ganga svo langt að segja persón-
una orðna leiðinlega og þreytandi
fyrir sig, en viðurkennir þó: „Ég
hef verið að uppgötva það uppá
síðkastið fyrir framan kvik-
myndatökuvélarnar, að ég hugsa
sem svo að þetta sé andlit 17b og
þessi afstaða sé númer 7 og í lok
þáttarins veit ég nákvæmlega
hvað mun gerast: Mr.Bean setur
upp enn einn furðusvipinn og
hleypur á brott á þennan vana-
bundna og gamansama hátt. Þetta
er allt orðið svo fyrirsjáanlegt og
litla áskorun að finna í hlutverk-
inu.“
Hinsvegar eru þegar farnar af
stað viðræður um að færa Mr.
Bean í fulla kvikmyndarlengd og
smella honum á hvíta tjaldið. Sú
kvikmynd myndi þá væntanlega
gerast í Bandaríkjunum - alla-
vega að hluta - þar sem þættirnir
njóta þar vaxandi vinsælda, segir
Atkinson. En það er „næstum því
Silja
Aðaisteinsdóttir
bókmenntafræðingur
„Ég hef að vísu
ekki séð Mr.Bean,
en ég horfði á
Blackadder mér
til fádæma
skemmtunar og
ánægju. Mér
finnst Rowan
Atkinson alveg æðisiegur; óheyri-
lega fyndinn. Hann er einhvern
veginn svo notalega ógeðslegur.
Annars er erfitt að lýsa
manninum."
kannski og eiginlega öruggt" að
fleiri sjónvarpsþættir verða ekki
gerðir.
Fyrir utan Mr.Bean, hvað er þá
Rowan Atkinson að fást við þessa
dagana? Jú, í bígerð er ný sjón-
varpsþáttaröð sem mikil leynd
hvílir enn yfir. Áætlað er að þeir
þættir fari í framleiðslu í sumar
og koma þá vonandi á skjáinn
sfðar á árinu. Það liggur við að
greina megi nokkurn létti í rödd
Atkinson þegar hann segir:
„Þessir þættir verða með miklu
talmáli, mjög rniklu."
shh / Byggt á The Sunday Times
Sigríður Björk
________Jónsdóttir___________
sagnfræðinemi
„Mér finnst
Mr.Bean ótrúlega
skemmtilegur.
Það sem er
kannski einna
helst spaugilegt
við hann er aula-
legt útlitið og
hreyfingarnar. Húmorinn er auð-
vitað aulalegur og stundum finnst
mér hann eiginlega of vitlaus. En
það er eitthvað við hann. Mr.Bean
er svona viðkunnanlegur náungi -
skemmtilegur. Mér þykir
vænt um hann."