Alþýðublaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 4 S k o ð a n MUBUÐID 20909. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Já, hvað varð um Yestfírðinga? Morgunblaðið auglýsti í forystugrein í gær eftir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Einar K. Guðfínnsson og Einar Oddur Kristjánsson fóru mikinn fyrir kosningar og gáfu út afdráttarlausar yfírlýsingar um að þeir styddu ekki ríkisstjóm sem ekki gerði grundvallarbreytingar á sjávarútvegsstefnunni. Morgunblaðið vekur athygli á því, að í stjómarsáttmála nýrr- ar ríkisstjómar er „ekki að finna nokkur þau ákvæði um breyt- ingar á fiskveiðistefnu, sem uppfyllt geta þær kröfur, sem fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi gerðu í þessum efnum fyrir kosningar." Þetta em orð að sönnu: kröfur Vestfirðinga vom í öllum meginatriðum hunsaðar. En þing- mennimir segja ekki múkk. Málgleði þeirra virðist með öllu þorrin - enda var einfaldlega valtað yfir þá. Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum sögðu fyrir kosningar að þeir vildu ekki í ríkisstjóm með Framsóknarflokknum, enda borð- liggjandi að sá flokkur mun ekki taka þátt í knýjandi uppstokk- un í sjávarútvegsmálum. Og Einar Oddur sagði í fjölmiðlum að því aðeins styddi hann Þorstein Pálsson áfram sem sjávarút- vegsráðherra að stefnubreyting yrði gerð. Nú er búið að leiða hina kjamyrtu sjálfstæðismenn að vestan inn í framsóknaríjós- ið, Þorsteinn situr áfram í sjávarútvegsráðuneytinu - og stefnan er óbreytt. Er nema von að Morgunblaðið auglýsi eftir Vestfirð- ingum? Óneitanlega er það dapurlegt hlutskipti vaskra stjómmála- manna að enda í auglýsingu um óskilamuni. Og hvar eru sjálfstæðar konur? í fremur dauflegri - en að sönnu vel heppnaðri - kosninga- baráttu Sjálfstæðisflokksins bar talsvert á „sjálfstæðum kon- um“. Áróðri „sjálfstæðra kvenna“ var einkum beint gegn Kvennalistanum, og margvísleg rök færð fyrir því að konur gætu komist til áhrifa eftir gamalgrónum leiðum. Miklu púðri var eytt til að sannfæra kjósendur um að konur hefðu mikil og vaxandi ítök í Sjálfstæðisflokknum. IVið þurfum framsækna og samheldna ríkisstjórn, sem er í takt við tímann. Við höfum ekkert með afturhaldsstjórn að gera sem ekki skynjar breytt þjóðfélag og breytt alþjóðlegt umhverfi. Verkefni nýrrar stjórnar Dagur á Akureyri f'jallar um nýju ríkisstjórnina í forystugrein. Þar segir: Nýrri ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bíða mörg erfið verkefni. Fyrsta verkefnið er að koma í veg fyrir að vextir hækki upp úr öllu valdi, en greinilegt er að vaxandi þrýstingur er á vaxtastigið. A fyrstu starfsdögum ríkisstjómarinnar þarf af festu að taka á þessu máli, því fátt er jafn mikilvægt og að halda vöxtunum á því stigi að bæði atvinnulífið og heimilin ráði við það. Handaflsað- gerðir til þess að keyra vextina niður ó n a r m i ð duga skammt í ffjálsu hagkerfi. Mik- ilvirkast er að skapa efnahagslífinu það umhverfi að vextimir hafi ekki tilhneigingu til þess að hækka. Mikill hallarekstur ríkissjóðs ár eftir ár þrýst- ir vöxtunum upp og því er það sér- stakt ánægjuefni að ríkisstjómar- flokkamir hafa sett sér markmið að ná •jafnvægi í ríkisfjármálunum á kjör- tímabilinu. Þetta var að vísu líka ásetningur síðustu ríkisstjómar og all- ir vita árangurinn, en margt bendir til þess að miðað við horfúr í efnahags- lífinu ætti nýrri ríkisstjóm að takast betur upp í baráttunni við ríkissjóðs- hallann. Ríkisstjómin hefur lagt fram stefnuyfirlýsingu, nokkuð almennt orðaða eins og títt er um slík plögg. En þar er ýmislegt allrar athygli vert. Til dæmis er ánægjulegt að kveðið er á um endurskoðun á banndagakerfi krókabáta og ætlunin er að rétta hlut bátaflotans á aflamarki sem harðast hefur orðið úti vegna minnkandi þorskafla. Rætt er um að lánstími hús- næðislána verði breytilegur og sér- stök áhersla lögð á að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá ber að fagna þeim ásetningi ríkis- stjómarinnar að færa húsnæðislána- kerfið frá Húsnæðisstofnun yfir í bankakeifið. Fleira athyglisvert í stefnuyfirlýsingunni mætti nefna, til dæmis ákvæðið um að tryggja jafnara vægi atkvæða milli kjördæma, jafna aðstöðumun þar sem ríkið stundar at- vinnurekstur í samkeppni við einka- aðila og áherslan á að breyta ríkis- bönkunum í hlutafélög. Fyrirfram verður ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks ekki dæmd af stefnuyfirlýsingunni. Þessi ríkisstjóm á sína hveitibrauðs- daga eins og aðrar ríkisstjómir, hún verður að fá tækifæri til þess að vinna sín verk, hún verður dæmd af verkunum. Hins vegar bendir stefhuyfirlýsingin til þess að Davíð og Halldór ætli sér að afsanna þá kenningu að ríkisstjómir þessara flokka séu ríkisstjómir kyrr- stöðu og þessi ásetningur formann- anna er ánægjulegur. Við þurfúm ffamsækna og samheldna ríkisstjóm, sem er í takt við tímann. Við höfum ekkert með afturhaldsstjóm að gera sem ekki skynjar breytt þjóðfélag og breytt alþjóðlegt umhverfi. Herinn heím f Morgunblaðinu í gær birtist af- ar athyglisvert viðtal Steingríms Sigurgeirssonar við breska fræði- manninn Christopher Coker. Co- ker segir að eðii Atlantshafsbanda- lagsins muni breytast verulega á síðustu ánun, svo og samskipti Bandaríkjanna og Evrópu. Við grípum niður í viðtalið. Það er einungis spuming um örfá ár áður en bandarísku hermennimir [í Evrópu] hverfa heim. Clinton-stjóm- in hefúr slegið þessari ákvörðun á ffest en vegna hins mikla kostnaðar verður það ekki hægt mikið lengur. Enginn virðist hafa hugmynd um hvert er hlutverk NATO og allra síst þeir er starfa í höfuðstöðvunum í Brussel. Það má þó ekki gleyma því að Bandaríkin eiga ennþá öryggis- hagsmuna að gæta í Evrópu þar sem Rússland er enn kjamorkuveldi og eina ríkið sem getur tortímt Banda- ríkjunum á hálffi klukkustund, líkt og yfirmaður bandaríska heraflans orð- aði það í fyrra. Samskipú Rússlands og Bandaríkj- anna munu þó, að ég tel, í auknum mæli þróast út í tvíhliða samskipú, sem Evrópa fær ekki að skipta sér af. Ég held að við séum að horfa ffam á endalok allsheijar öryggissamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna og að í stað þess muni tvihliða samskipú og samningar taka við. Hið fjölþjóðlega eðli Atlantshafsbandalagsins er að hverfa mjög hratt.“ Coker segir þó að ekki megi setja samasemmerki milli NATO og hinn- ar sameiginlegu herstjómar. „Banda- lagið sjálft er eldra en sameiginlega herstjómin þar sem fyrstu bandarísku sveitimar komu ekki úl Evrópu fyrr en 1951. Ég held að við eigum eftir að sjá fram á afturhvarf úl þess sem bandalagið var við stofnun árið 1949, það er að í samstarfinu felist eins kon- ar diplómatísk trygging fyrir Evrópu en að stöðugt dragi úr hinni sameigin- legu herstjóm. NATO yrði því fyrst og ffemst pólitískt bandalag, tíkt og ætlunin var í upphafi, en ekki hemað- arlegt. Það var einungis vegna Kóreu- strfðsins og aukins ótta við Sovétríkin að Bandaríkin komu herafla fyrir í Evrópu. Að mínu maú er affurhvarf til 1949 ekki bara líklegt heldur æski- legt.“ Coker segir að eina ástæða þess, að Bandaríkin em enn með mikið herlið í Evrópu, sé að það auðveldi aðgerðir í Mið- Austurlöndum. Yfirmenn í vamarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hiki ekki við að segja það hreint út. Þeir geú einungis réttlætt þessi fjárút- gjöld fyrir þinginu með þeim rökum að herliðinu sé fyrst og ffemst ætlað að grípa úl aðgerða í Mið- Austur- löndum. Átök milli Evrópu og Banda- ríkjanna Coker dregur upp heldur dökka framtíðarmynd af samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna í náinni framtíð. Coker segir að í Bandaríkjunum séu sérffæðingar nú farnir að ræða op- inskátt möguleikann á því að til alvar- legra átaka komi milli Bandaríkjanna og Evrópu á fyrri hluta næstu aldar. Þá séu menn ekki að velta fyrir sér hemaðarátökum heldur viðskipta- stríði, sem gæú orðið mjög harðv- ítugt. Bandaríkjamenn em famir að leggja áherslu á að Evrópa geú ekki gengið út ffá góðum samskiptum við Bandaríkin sem vísum og að ef ekki verði komið úl móts við kröfúr þeirra í ffamtíðar viðskiptaviðræðum gæú það reynst Evrópu mjög dýrkeypt. Coker segist ekki telja raunhæff að ætla að hugmyndir manna á borð við Henry Kissinger, fymim utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, um við- skiptabandalag þjóðanna við Aúants- hafið - eins konar TAFTA (Trans Atlanúc Free Trade Area) - verði að veruleika, ekki síst þar sem að þær séu á skjön við meginstrauma Évr- ópusamstarfsins. „Evrópusamstarfið er í hættu. Jacques Delors lýsú því yf- ir er hann lét af störfum sem forseú framkvæmdastjómarinnar að Evrópa þyrffi á nýrri hugmynd að halda til að fylkja sér um. Besta hugmyndin væri líklega að effia úl viðskiptastríðs við Bandaríkin, þar væri kominn óvinur, sem hægt væri að sameinast gegn.“ Daqatal 27. a Reyndin er því miður önnur. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrum þingkona Kvennalistans, segir í grein í DV í gær: „Af 25 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eru fjórar konur, ná- kvæmlega það sama og síðast. Hvar eru nú hinar sjálfstæðu konur í Sjálfstæðisflokknum? Eru þær ánægðar?" Sjálfstæðismenn fundu ekkert pláss í nýrri ríkisstjóm fýrir „sjálfstæða konu“, og reyndar hefur hlutur þeirra rýmað þar- sem Ólafur G. Einarsson sest í stól forseta Alþingis. í Alþýðu- blaðinu í fyrradag kveðst Jóhanna Vilhjálmsdóttir, einn af for- kólfum „sjálfstæðra kvenna“, mjög sátt við stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. Henni líst nefnilega svo Ijómandi vel á ríkisstjómina. Og þá skiptir náttúrlega ekki höfuðmáli, að mati „sjálfstæðra kvenna“, þótt þar séu eintómir karlar af hálfu Sjálf- stæðisflokksins. Trúlega er lítilþægni af þessu tagi helsta ástæða þess að konur innan Sjálfstæðisflokksins - og annarra flokka - hafa ekki náð meiri árangri en raun ber vitni. Atburðir dagsins 1521 Portúgalski landkönnuðurinn Ma- gellan drepinn af eyjarskeggjum á Mact- an á Filipseyjum. 1882 Bandanska skáld- ið og rithöfundurinn Ralph Waldo Emer- son deyr, 78 ára gamall. 1977 Önnur gos- hrina Kröfluelda hófst en stóð aðeins í þijá daga. 1984 Útvarpsstöð í Bandaríkj- unum efnir til „Helgi án Michael Jack- son“ eftir að stórsúmið hafði tröllriðið íjölmiðlum undangengið ár. Afmælisbörn dagsins Edward Gibbon enskur sagnfræðingur og höfundur sex binda verks um sögu Rómvetja, 1737. Mary Wollstonecraft enskur rithöfundur og kvenréttindakona, 1759. Samuel Morse höfundur stafrófs- ins sem við hann er kenndur, 1791. Ulysses S. Grant herforingi í bandarísku borgarastyijöldinni og 18. forseú lands- ins, 1822. Annálsbrot dagsins Á hvítasunnukveld varð sér maður að skaða á Amarstapa, með því móti, að hann hljóp út í sjóinn þar í lendingunni (kallað Stórastöð) þar úl uppflotaði, sökk og dó, og var síðan upp kræktur með stjaka af skipi. Orsök var það til sú, að sögn, að hann hefði skuldaður [þjóf- kenndur] verið fyrir lítið prjónles, sem hann gefið hafði fyrir hálft pund tóbaks; meðgekk, að því stolið hefði, gekk síðan til þessa verks. Grímsstaðaannáll, 1740. Málsháttur dagsins Ekki er gaman að guðspjöllunum, sagði kerling, enginn er í þeim bardaginn. Palladómur dagsins Ekki var hann mikið lesinn, hvorki í inn- Iendum eða erlendum bókmenntum, til þess hafði hann ekki tíma, en hann var furðu fljótur að úleinka sér efni og ein- kenni bókar, þótt hann aðeins renndi yfir hana augum. Gagntýnandi var Magnús svo skarpur, að við höfum tæplega átt hans jafningja, en sá var ljóður stundum á gagnrýni hans, að hlutleysi naut sín ekki til fulls vegna pólitískra öfga. Magnús „Stormur" Magnússon um Magnús Ásgeirsson. Orð dagsins Ég er breyskur, veit ég víst, villustigu kanna, um í lijarta alltafbrýzj eldur freistinganna. Steindór Sigurðsson. Skák dagsins Gríski stórmeistarinn Kotronias virðist vera að ná undirtökum í skák við stiga- lágan Vouidis á meistaramóti Grikklands 1992. Svartur hrókur er í voða, auk peðs en Vouldis bregst snöfurlega við og tryggir jafntefli. Hvemig? 1. ... bxa3! 2. Bxf8 axb2 3. Hbl c3! 4. Hxc3 Ba2 5. Hc3 Hxe3 Hér slíðruðu Grikkir vopnin enda komin upp stein- dauð jafnteflisstaða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.