Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 28. APRÍL -1. MAÍ1995 S k o ö a n MMVBLMl 20910. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Simi 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Sumargjöf Framsóknar í upphafi Kommúnistaávarpsins lýsti Karl Marx yfir því, að vofa atvinnuleysisins gengi ljósum logum um Evrópu. Nær einni og hálfri öld síðar er hún enn á kreiki, og ekki fundið það meðal sem dugar til að kveða hana endanlega niður. fslendingar hafa á síðustu árum haft af henni nánari kynni en um áratugi. Fyrirvaralaust hrun á þorskstofni landsmanna árið 1991 skapaði hér meira atvinnuleysi en flestar núlifandi kyn- slóðir höfðu þekkt af eigin raun. Það var ekki síst fyrir atbeina jafnaðarmanna, að lagt var út í aðgerðir sem komu í veg fyrir að spár verkalýðsforystunnar um 15 til 20 prósenta atvinnuleysi rættust. Þegar jafnaðarmenn hurfu úr ríkisstjóm hafði þróun- inni verið snúið við: þrjú þúsund ný störf urðu til á síðustu tólf mánuðum fráfarandi stjómar. Síðustu kosningar snemst að talsverðu leyti um atvinnumál. Framsóknarflokkurinn lofaði að skapa tólfþúsund ný störf fyrir aldamót. Fjölmargir landsmenn greiddu Framsóknarflokknum atkvæði sitt út á þetta loforð. Nú er Framsóknarflokkurinn sest- ur að völdum. En stefnuyfirlýsing nýju stjómarinnar er hins- vegar reiðarslag fyrir það fólk sem bjóst við því að megin- áhersla Framsóknar yrði á efndir hinna stóm orða. Þó leitað sé logandi ljósi er ekki að fmna eitt einasta orð um hvemig Fram- sókn ætlar að skapa tólfþúsund ný störf fram til aldamóta. Þar er engin von gefín atvinnulausu fólki. Á baráttudegi launafólks er þetta sumargjöf Framsóknar til Islendinga. Alþýðuflokkurinn og launafólk Alþýðuflokkurinn var á sínum tíma stofnaður af verkafólki, til að beijast fyrir bættum kjömm nýrrar stéttar launamanna. Velferðarkerfið íslenska, sem á fáa sína líka, er minnisvarði um farsæla samvinnu Alþýðuflokksins og hreyfingar verkalýðsins gegnum öldina. Jafnaðarmenn líta ekki svo á að velferðarkerfið sé sköpunar- verk sem ekki megi breyta. Þeir líta á það sem hlutverk sitt - og skyldu - að taka þátt í að laga það að breyttum aðstæðum, til að það þjóni sem best hinum upphaflegu markmiðum: að vemda þá sem raunverulega eru hjálpar þurfi. Hinir ýmsu þættir velferðarkerfisins þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Reynsla síðustu ára hefur sýnt, að það er erfitt að hnika kerfinu til. Einstakir, öflugir hópar á borð við sérfræði- lækna, sem ekkert eiga sameiginlegt með venjulegu launafólki, hafa beitt ósvífnum aðferðum til að koma í veg fyrir eðlilegar leiðréttingar, sem hefðu að sönnu kippt spón úr þeirra aski, en gert kerfið skilvirkara og ódýrara. Af þeirri reynslu má ef til vill draga þann lærdóm, að besta leiðin til að ná fram samstöðu um nauðsynlegar úrbætur á vel- ferðarkerfinu sé aukin samvinna við verkalýðshreyfinguna á því sviði. Alþýðuflokkurinn þarf sjálfur að hafa sína starfshætti í stöðugri endurskoðun. Eitt af því sem hann þarf að endurskil- greina er afstaða hans og tengsl við verkalýðshreyfinguna. í samvinnu hafa bæði Alþýðuflokkur og verkalýðshreyfing unn- ið sína stærstu sigra. Stirður var og strfðlundaður... Undanfarið hefur manni gefist einstakt tækifæri til að velta fyrir sér sérkennum íslenskrar dægurtónlistar því sjónvarpið sýnir nú hvað eftir annað þátt sem gerður var um Björg- vin Halldórsson dægurlagasöngvara. Svo gegndarlausar eru þessar sýn- ingar á þættinum að maður er farinn að hugsa með sjálfum sér að þótt líði ár og öld þá muni sjónvarpið ávallt sýna þáttinn um Björgvin Halldórs- son. Við því er náttúrlega ekkert að segja - takkinn og allt það. Vikupiltar gJPP^. Guðmundur Andri IjvK, ' ITOc * Thorsson m \ :. skrifar En ég horfði á eitthvað af þessum þætti þegar hann var sýndur fyrst fyrir skömmu. Og hugsaði með mér að vitaskuld eigi Björgvin Halldórs- son að fá að fara á Eurovision-mótið, ekki bara vegna þess að lagið hans er sama sullið og allir hinir gera og hann er í hátt eins og allir hinir og kann það, heldur líka vegna þess að hann er svo íslenskur. Síðan ætti að senda Magnús og Jóhann - svo Geir- mund og Pál Oskar saman með eitt af þessum lögum þar sem allir eru hressir og hrópa Jibbí! Einhvem tím- ann mætti líka senda lagið sem Hall- grímur Helgason gerði fyrir Euro- vision og ekki yrði lítil prýði að Spöðum á slíku þingi. En Björgvin, umfram allt Björgvin, hann Bjögga. Því hann er dægurlagasöngvari Is- lands. Hann er hinn eini sanni harmagaulari okkar, eini raunveru- legi arftaki Alfreðs Clausens, Hauks og þeirra frænda. Arftaki Ragga Bjama er hins vegar Bógómíl Font, þeir em einu söngvaramir okkar sem kunna að krúna upp á ameríska móð- inn, raula dinglandi svalir og af- slappaðir en keyra sig hvorki upp í hressan krampa sem á að gefa til kynna lífsgleði en vitnar um megnt þunglyndi, né sunka niður í hugarvíl og bölmóð. Bógómíl og Raggi Bjama em naumast íslenskir; bara mínimalism- inn: annar er með hattkríli og hinn sveiflar hendinni. Og kæmleysið: Bógómíl sendir frá sér skilaboðin: það er eiginlega ekki þetta sem ég geri og þar með vitum við sem hlust- um að þó sumt sé hálf fíflalegt þá er það einmitt það sem er svo gaman - hann er tilvitnun í stíl, hann er hug- mynd um söngvara, hann er fyrsti póstmódemíski popparinn okkar. Raggi Bjama er svo liðamótalaus á sviði að minnir á fuglahræðuna í Galdrakallinum í Oz og hreyfingam- ar meðan hann syngur minna á mann sem er við það að sofna en er alltaf að reyna að koma sér í ögn þægilegri stellingu; hann er sífellt að losa um axlimar meðan hann heldur á míkró- fóninum og þetta með drafandi rödd- inni sendir okkur skilaboð um djúpa ró, mikla slökun og vellíðan, engir vöðvar em spenntir; við gætum ver- ið stödd í saunabaði og ekkert liggur á, slöppum bara af, gamanaðessu. Utúrdúr um það hvemig Ragnar Bjamason heldur á mtkrófón: það hefur haft gríðarleg áhrif á marga yngri menn, jafnvel utan stéttarinnar. Takið til dæmis eftir því hvemig Gísli Sigurgeirsson fréttaritari sjón- varpsins á Akureyri heldur alltaf á míkrófóninum eins og hann sé að fara að syngja... „En þegar efna á til kynæsings meðal kven- fólksins færir hann [Björgvin Halldórsson] míkrófóninn niður, lítur upp og nikkar svo- lítið - og gapir; hann sýnir upp í sig, sýnir hina frægu brotnu framtönn eða minnir öllu heldur á þetta undarlegasta kyntákn ís- lenskrar dægurlagasögu." Hinn hefðbundni íslenski dægur- lagasöngvari hegðar sér á gjörólíkan máta. Einkum þó Björgvin. Þegar hann syngur í sjónvarpinu fær maður næstum vöðvabólgu af því að horfa á hann, hver taug virðist þanin, hver vöðvi spenntur, allt ríður á að vel takist núna. Hann stendur ögn gleið- ur og innskeifur með annan fótinn svolftið fram, í góðri stellingu sem hann fer ekki úr það sem eftir er lags- ins. Hendumar notar hann til að und- irstrika merkingu lags og texta svo maður fer jafnvel að halda að hann sé að segja eitthvað: hann dýftr höndunum og baðar þeim í allar áttir þegar sungið er um æskilegt ástand, kreppir svo hnefann þegar vikið er að þungbærari málefnum, losar síð- an um puttana og heggur loftið þegar gefa á til kynna staðfastan ásetning um bjartari tíð. Andlitið er með þungbúnum svip, næstum áhyggju- fullum, jafnvel reiðilegum, ef ekki grimmúðlegum - hann horfír beint á okkur: hér er maður sem á við okkur erindi. En þegar efna á til kynæsings meðal kvenfólksins færir hann míkrófóninn niður, lítur upp og nikk- ar svolítið - og gapir; hann sýnir upp í sig, sýnir hina frægu brotnu fram- tönn eða minnir öllu heldur á þetta undarlegasta kyntákn íslenskrar dægurlagasögu. Eg er að tala um sviðspersónuna. Björgvin er alveg sérstaklega ís- lenskur dægurlagasöngvari, miklu þjóðlegri en Þursaflokkurinn var nokkum tímann. Persónan sem hann Ieikur er komin alla leið úr íslend- ingasögunum. Þetta er Halldór Snorrason sem Grímur Thomsen orti um: „Aldrei hryggur og aldrei glað- ur/ æðrulaus og jafnhugaður/ stirður var og stríðlundaður/ Snorrason og fátalaður". Af nútímasöngvurum okkar minnir hann mest á sviðsper- sónuna sem málarameistarinn Alfreð Clausen skapaði en sú persóna var alltaf í söng sínum eins og hetjan gneypa sem berst af þreki og æðm- leysi við einhvem óskaplegan ævi- harm; meira að segja þegar hann syngur „hann elskaði þilför hann Þórður" brestur röddin af innri bar- áttu - meira að segja þegar hann er að syngja Búkollu í Austurstræti með Konna virðist hann beijast við tárin... Þegar maður hlustar á gömul ís- lensk dægurlög vekur það fljótlega athygli manns hversu þunglyndisleg þau em. Textar em yfirleitt tilbrigði við Fyrr var oft í koti kátt-stefið, um sveitina góðu, og mömmu, og stúlk- una í dalnum - og hvílíkt glapræði að fara suður! Glaðlegu lögin em svolítið eins og Geirmundarsveiflan þar sem fjörið virðist framleitt eftir bónuskerfi ftystihúsanna og ásetn- ingsglaðværð Hemma Gunn þátt- anna - þessi „ég-skal-bera-mig-vel“- glaðværð - ég skal vera hress, ég skal! En Björgvin heldur reisn sinni. Hann heldur hinu raunalega merki á lofti, og þess vegna er hann fyrsti ís- lenski dægurlagasöngvarinn sem sendur er í Evrópukeppnina. Og kannski er forvitnilegt að vita hvem- ig honum reiðir af. a t a I 2 7 . Atburdir dagsins 1237 Bardagi var háður að Bæ í Borgar- firði, nefndur Bœjarbardagi. Ríflega 30 menn drepnir. 1819 Tugthúsið í Reykja- vfk var gert að embættisbústað fyrir stift- amtmann. Þar em nú skrifstofur forseta og forsætisráðherra. 1945 Benito Muss- olini, einræðisherra Ítalíu, og Claretta Petracci, ástkona hans, tekin af lífi. 1953 Japanir fá í hendur stjóm sinna mála; þeir höfðu verið sviptir henni í stríðslok 1945. 1969 Charles de Gaulle Frakklandsfor- seti segir af sér embætti, 79 ára að aldri. Glæpur dagsins En Jóhann Jónsson kemur aldrei aftur. Verkin sem hann dó frá em okkur glötuð um alla eilífð. Þjóðfélagið og kunningjar hans bera sökina. Undan þeirri ásökun getum við hvergi flúið, og ég vil að það sé skýrt tekið fram við minningu Jóhanns Jónssonar, að við vissum að hann var ein besta skáldsálin sem við höfum eignast, að við vissum að líf hans var í hœttu - og horfðum á liann tœrast og deyja, sljóir, kaldir, tilfinningalausir, án þess að haf- ast nokkuð að til að bjarga honum. Kristinn E. Andrésson Afmælisbörn dagsins James Monroe fimmti forseti Bandaríkj- anna, 1758. Lionel Barrymore banda- rískur kvikmyndaleikari, 1878. Ann- Margret sænskættuð leikkona og dans- ari, 1941. Kenneth Kaunda forseti Zambíu, 1924. Málsháttur dagsins Hver dregur dám af sínum sessunaut. Annálsbrot dagsins Útfluttur viður til Bessastaðakirkju og hún byggð með engum bitum, hvað byljavindur íslenzkur vel sá. Vatnsfjarðarannáll, 1617. Ord dagsins Þótt mér auðnist ekki' uð sjá œvi-éljum linna, hrifmn get ég hlustað á hlátur vona minna. Jakob Thorarensen. Skák dagsins Lítum nú á endalok viðureignar tveggja sterkra meistara úr austurvegi. Smirin hefur hvítt og á leik gegn Lputian. Hvít- ur töfrar fram fimasterkan leik og hefur öll ráð svarts í hendi sér eftir það: Lputian engist í snömnni og fær ekkert að gert. Hvað gerir hvftur? 1. Rg6!! Kh7 Eða: 1. ... fxgó 2. hxg6 Kf8 3. Hd8+ Ke7 4. Dd6 mát. 2. R18+ Kg8 3. Hd8 g5 4. Dd6 Lputian gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.