Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 5
HELGlN 28. APRÍL -1. MAÍ193Í31 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 M a í engir hjá þorra félaganna. Þá erum bara við sem eigum eitthvað um 200 milljónir í umdeilisjóði. Fæmm við í verkfall þá fengjum við strax 600 menn sem em atvinnulausir og em ekki ofsælir af þeim bótum sem þeir fá þar. En stéttin verður að átta sig á því að það „Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna fær ekki eitt einasta heið- ursskjal frá einu einasta byggðalagi á íslandi en þeir hafa sérstakt heiðursskjal, (hvort þeir eru ekki formlegir heiðurs- borgarar, eða það lætur nærri að svo sé) frá Grimsby þar sem þeir hafa fjárfest upp á hundruð milljóna." er alvarleg- ur hlutur að samþykkja að rætt sé um atvinnu- ieysi í pró- sentum eins og kartöílu- uppskeru eða fitu- magn í mjólk eða eitth vað svoleiðis - þetta er bara ein þjóðfélagsstærð. Bak við þetta at- vinnuleysi er svo ótrúleg angist og skelfing.“ Guðmundur J. hefur svo sem engar patent-lausnir enda liggja þær sjálf- sagt ekki á lausu en hann leggur þunga áherslu á það að það verði að eiga sér stað vakning áður en illa fer. „Það verður að eiga sér stað vakn- ing. Menn þurfa að stilla sína strengi og átta sig á því að ef enginn aðhefst neitt þá heldur þetta atvinnuleysi áfram. Það mun frekar aukast ef ekk- ert er aðhafst. Hér veður tæknin yfir og fækkar störfum." Forkólfar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna heiðurs- borgarar í Grimsby Guðmundur telur að þeir sem ráði fjármagninu séu að sölsa undir sig réttmætar eigur almennings og að ís- lenskt atvinnulíf sé mógúlunum ekki ofarlega í huga - þvert á móti. „Það er nú það ljóta í því,“ segir hann. „Lítum nú á hvað skeður. Lífeyris- sjóður verkalýðsfélaganna lánar Granda einhverjar hundruð milljónir. Hvað gerir Grandi? Er hann að auka atvinnu í landinu með þessum pen- ingum? Nei. Hann notar þá til að fjár- festa í Chile! Sölumiðstöð hraðírysti- húsanna - þeir græða ekki minna en svona sex til átta hundruð milljónir. Þá eru þeir búnir að afskrifa allt að fullu og setja í varasjóði. Hvað nota þeir þetta í? Þeir fjárfesta í Bandaríkj- unum, þeir fjárfesta í Grimsby þar sem þeir eru gerðir heiðursborgarar. Sölurrúðstöð hraðfrystihúsanna fá ekki eitt ein- asta heið- ursskjal ffá einu einasta býggðalagi á Islandi en þeir hafa sérstakt heiðurs- skjal, (hvort þeir eru ekki form- legir heið- ursborgarar, eða það lætur nærri að svo sé) frá Grimsby þar sem þeir hafa fjárfest upp á hundruð milljóna. Svo eru þeir núna að fara út í fjárfestingu í ná- grenni Parísar í auknum mæli. Það er verið að tala um vor í lofti og batn- andi afkomu. Hvað þýðir batnandi af- koma Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna? Aukin íjárfesúng erlendis. Við emm að tala um að við þurfum að fá erlenda fjárfesta hingað og ég er inn á því. Ég styð það. En fjárfestum við ekki bara meira er- lendis held- ur en út- lendingar fjárfesta hér? Ofan á þessi fyrir- tæki sem fj árfesta svo, til d æ m i s S amband íslenskra fiskframleiðenda, sem hafa fjárfest í stórri verksmiðju í Frakk- landi, segjum að þeir aukist. Hvað kemur það íslensku atvinnulífi til góða? Jú, eitthvað af því rennur til ís- lenskra útgerðarfyrirtækja. En stór hluti rennur til fjárfestinga erlendis. Og ekki em lífeyrissjóðimir skárri að mati Guðmundar J. „Islenskir lífeyrissjóðir, lífeyris- sjóðir verkalýðsfélaga, þeir em að fjárfesta erlendis í hlutabréfum og skuldabréfum. Meðan geisar atvinnu- leysi upp á fleiri þúsund manns í landinu. Hvers konar djöfuls pólitík er þetta? Svo er verið að upplýsa að þeir hafi verið að tapa öllu heila gall- eríinu! Ég veit ekki til þess að þeir hafi tapað andskoti mikið af lánum til ríkissjóðs eða hús- næðismála eða annað þessháltar. En eigum við ekki eitthvað að reyna að b r e m s a þ e n n a n s t r a u m fjármagns til fjárfestingar erlendis? Þetta er skuggaleg þróun. Síðan em fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar sem em að ijárfesta í hlutabréfum, skuldabréfum erlendis. Ég sé ekki þetta vor í íslensku at- vinnulífi. Það em viss byggðarlög sem hefur gengið vel. En á til dæmis Reykjavíkursvæðinu blasir við kreppan ein ef ekkert er að gert.“ Sofandaháttur stjórnvalda varðandi fiskveiðimál „Mér líst illa á hana,“ segir Guð- mundur J. um ríkisstjómina en vildi ekki tjá sig mikið um hana né ein- staka ráðherra. ,Jú, jú, það er dugur og ég er ekki að segja að þetta séu allt tómir vand- ræðamenn og óbóta- menn en ég sé ekki í þeim vem- legan hug í endurreisn á íslensku „Þeir eru ad fjárfesta erlendis í hlutabréfum og skuldabréfum. Meðan geisar atvinnuleysi upp á fleiri þúsund manns í landinu. Hvers konar djöfuls pólitík er þetta? Svo er verid að upplýsa að þeir hafi verið að tapa öllu heila galleríinu!" „En stéttin verður að átta sig á því að það er alvarlegur hlutur að samþykkja að rætt sé um at- vinnuleysi í prósentum eins og kartöfluuppskeru eða fitumagn í mjólk eða eitthvað svoleiðis - þetta er bara ein þjóðfélags- stærð." inn hafi farið jafnt og þétt vaxandi með ámnum og segir litla sögu til dænús um viðhorfið í þjóðfélaginu. ,,Það er verið að hræða böm á því í bamaskólum að ef þau verði ekki dugleg að Börnin skoðuðu þetta og þegar það var búid sagði kennarinn: „ Ja, í þessu lendið þig og hér verðið þid, eða á svipuðum slóð- um, ef þið verðið ekki því dug- legri að læra." atvinnulífi, auka kaupmátt launa í landinu og út- rýma atvinnuleysi.“ Guðmundur J. talar um ótrúlegan sofandahátt íslenskra stjómvalda gagnvart helstu auðlind okkar. „I’cir vom að fá upplýsingar ffá erlendum aðilum þess efnis að það sé túnfiskur í íslenskri landhelgi!" segir Guð- mundur J. undrandi. „Haffannsókna- stofnun hefur verið meira og minna svelt og aldrei fengið aldrei fengið fé að viti frá undanfömum ríkisstjóm- um, í fleir- tölu, til þess að rannsaka íslenska landhelgi og land- grunnið. Það virðist koma þeim nokkuð á óvart alls- konar fisk- tegundir sem hafa verið að koma upp í vaxandi mæli. Og í tuttugu og fimm ár emm við búin að horfa upp á rússnesk skip, stór móðurskip, moka upp karfa á Reykjaneshrygg. Okkur hafði aldrei dottið það í hug. Ég er ekki að saka starfsmenn Haffannsóknastofnunar. Þeir hafa verið að sinna ákveðnum störfum og þeir hafa ekki haft fé eða mannafla til þess að rannsaka í það að rannsaka þetta. Og svo kemur upp að það sé karfi á Reykjaneshrygg. Það er búið að horfa upp á e r 1 e n d veiðiskip í 25 ár moka þama upp afla. Það var reiknað með stofn- inn þama væri 200 þ ú s u n d tonn en nú er komið upp að hann sé nær 200 milljónum tonna og nær langt út fyrir íslenska lögsögu." Guðmundur segir þetta vera til marks rosalegan sofandahátt íslenskra stjómvalda. „Það verður að móta einhverja ffamsækna atvinnu- stefnu.“ Fiskvinnsla notuð sem Grýla á börnin Guðmundur segir að launamunur- læra þá verði þau bara verka- menn og sjómenn. Þetta er svona svip- að og að bjóða þeim á Litla Hraun! Það er sagt að einhver kennari hafi komið með hóp unglinga í bæjarútgerðina meðan hún var, eða Granda. Þar sást bara slor og fiskur. Bömin skoðuðu þetta og þegar það var búið sagði kennarinn:, Ja, í þessu lendið þig og hér verðið þið, eða á svipuðum slóðum, ef þið verðið ekki því duglegri að læra.“ Ég er ekki að draga úr því að kennarar hvetji ung- linga til að læra til prófs. En þetta endurspeglar stöðu stéttarinnar. Að vera að hræða böm á því meira að segja að vinna íslenskan fisk? Aðal- framleiðslugrein landsmanna. Og al- m e n n t verkafólk vinnur hér öll helstu undirstöðu- atriði þjóð- arinnar." Sem von er finnst Guðmundi J. þetta ein- kennileg viðhorf og til marks um úr- kynjað snobb. ,Já, þetta er ægilegt helvíti. Mér finnst þjóðfélagið vera að breytast voðalega núkið í þetta horf. Síðan er verið að tala um að tengja skólana við atvinnulífið. Kjaft- æði. Þeir em alltaf að fjarlægjast at- vinnulífið. Vitlausustu menn sem ég heyri tala um verkalýðsmál og at- vinnulíf er þorri kennara þó að það sé mikið af góðum mönnum í stéttinni. Verkalýðshreyfingu hafa þeir bara lesið um. Þetta er ekki meint sem áfellisdómur á kennara almennt. En mér finnst ákaflega áfátt í þessu. Guðmundur gefur ekki mikið út á þá kenningu að fjármagnseigendum hafi tekist að koma því þannig fyrir að verkalýðurinn sláist innbyrðis og í mesta lagi þá við menntamenn. „Menntamenn em nú margir afleitir. En það gildir nú ekki um þá alla.“ Kolsvört framtíðarsýn Guðmundur J. segir að það vanti allan kraft og fhimkvæði í íslenskt at- vinnulíf og nefnir fullvinnslu sjávar- afla - eða öllu heldur skort á henni - því til stuðnings. , J>ar er lögð ofur- áhersla á magnið. Islenskar sjávaraf- urðir hafa verið með merkilegar til- raunir og ég skoðaði það hjá þeim fýrir tveimur ámm eða svo. Með því að vinna 60 tonn í pakkningar fá þeir sama gjaldeyri úr því og sem nemur 100 tonnum. Við höfum ekki lagt neina áherslu á þetta. Og þegar ég spurði hjá Rannsóknastofu íslenskra sjávarafurða: Því í ósköpunum er ekki lagður meiri kraftur í þetta? (Þetta em nefhilega góðir menn.) Þeir sögðust bara ekki hafa fjármagn í þetta. Ég held að við verðum að fara að gera einhveijar áætlanir frekari vinnslu sjávarafla og meiri kraft í nýt- ingu á hita og vatnsafli. Það er enginn kraftur í þessu. Aflvak- inn á að vera verka- lýðshreyf- ingin. Þeg- ar hún er þetta dauf, þetta sof- andi, þá held ég að ekki muni núkið ske. Fremur að það færist í verri átt. Svo- leiðis að það er enginn fögnuður í bijósti mér eða hrifning. Hins ber að geta að það em margir menn og mörg félög innan verkalýðshreyfmgarinnar sem vinna ákaflega gott og mikið starf.“ - En það er sem sagt sofandaháttur bæði hjá forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar og félagsmönnum? „Dauði. Mikill dauði." - Og við fljótum sofandi að feigða- rósi? ,Já. Og engin ástæða til húrra- hrópa. Þetta er minn 1. maí boðskap- ur.“ „Vitlausustu menn sem ég heyri tala um verkalýdsmál og at- vinnulíf er þorri kennara þó að það sé mikið af góðum mönnum í stéttinni. Verkalýðshreyfingu hafa þeir bara lesið um." Fyrir 59 árum birtist Ijóð í Alþýðublaðinu eftir höfund sem ekki lét nafn síns getið. Samt fer varla á milli mála hver var að verki - enginn annar en Jón Helgason Straumur og skjálfti Þetta kvæði birtist í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins 22. mars 1936, og ekki er vitað til að það hafi nokkursstaðar verið endurprentað fyrren nú. Því fylgdi svohljóðandi inngangur ritstjómar blaðsins: „Islenzkur mentamað- ur, sem lengi hefir dvalið erlendis, gat ekki orða bundist, þegar hann las draugavitleysuna hér í heimablöðunum í vetur, og orti þetta [ljóð].“ Draugavitleysan, sem svo er kölluð, var eitt helsta umræðuefni Islend- inga framanaf öldinni. Spíritisminn nam land uppúr aldamótum: áhrifa- mestu trúboðamir vom Éinar H. Kvaran rithöfundur, Bjöm Jónsson rit- stjóri og ráðherra og Haraldur Níelsson fríkirkjuprestur. Þeir gáfu „drauga- rannsóknum" akademískt yfirbragð: Sálarrannsóknafélagið var einskonar heldrimannaklúbbur sem stundaði vísindatilraunir. Þegar kom fram á þriðja og fjórða áratuginn hafði spíritisminn hinsvegar farið einsog eldur í sinu um landið, og viðskipti allavega miðla blómstmðu. Sumir miðlar gerðust umboðsmenn dauðra lækna og tóku að sér sjúklinga í stómm stíl. Vilmundur Jónsson landlæknir skar upp herör gegn kuklumm af þessu tagi, meðal annars skrifaði hann snarpar og hárbeittar greinar undir fyrir- sögninni sem er á þessu ljóði. Nafn skáldsins fylgir semsagt ekki, en vart þarf að velkjast í miklum vafa um hver var að verki: handbragð Jóns Helgasonar prófessors í Kaup- mannahöfn er auðséð. Með hæfilegum fyrirvara er Alþýðublaðinu þess- vegna mikil ánægja að kynna lesendum áður óþekkt Ijóð eins mesta skálds aldarinnar. Kvæðið birtist hér án þess að hróflað sé við upphaflegri staf- setningu. Um íslenzku draugana margfaldur mannhringur stendur sem mundar til vopnin og bítur í skjaldar rendur, svo fæstum finst ráðlegt að eiga neitt annað en frið við óskaböm þeirra, hið dýrmæta Skottulið. Ef gengur þú fram hjá og glottir í vantrúnni þinni, þá gella þeir við: „Ekki hæðast að Skinnpilsu minni! Hann Oliver Lodge tekur alls ekki þess háttar gilt að áreita’ hann Lalla, jafn vænan og siðugan pilt! Vér lesum í sögum að forðum stóð yfir sá aldur að ekkert var kveðið við draug, nema særing og galdur, tóm hetjuleg kvæði með rammgert og harðþjappað rím. Nú raula þeir fyrir þeim sálm eftir Valdimar Briem. Já, forynjur lands vors, þær eiga sér aldurinn tvennan, úr ofsókn og hrakning að komast í sælufaðm þennan; en verst er ef draugamir væm nú bókmentaþjóð, því vafasamt er hvort þeim fyndist þá breytingin góð Oss ógnar sú hjátrú, er uppvakningum var bannað að ásækja fólkið, því nú hafa vitrir menn sannað, að þar verður heilsufar almennings alls kostar bezt, sem afmrgöngunum þóknast að halda sig mest. Svo langt er nú komið að lengur er enginn þarfi, að læknamir hafi neitt ómak af sínu starfi: menn styrkja þá heilsu, sem áður var hrörleg og aum við írafells-móra, skjálfta og Jóku-straum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.