Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 17
HELGIN 28. APRÍL -1. MAÍ.1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 M e n n i n c ■ Auður Styrkársdóttir háskólakennari er höfundur bókarinnar „Barátta um vald. Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1922" sem Háskólaútgáfan hefur gefið út. Stefán Hrafn Hagalín sló á þráðinn til Auðar og spjallaði við hana um bókina, hlutfræðikvenna og hvað framundan er hjá höfundinum Auður Styrkársdóttir háskóla- kennari er höfundur bókarinnar Bar- átta um vald. Konur í bœjarstjórn Reykjavíkur 1908-1922 sem Há- skólaútgáfan hefur gefið út. Bókin skiptist í fímm meginkafla, auk for- mála og samantektar. Fyrsti kafli fjallar uni upphaf kvennabaráttu er- lendis á 19. öld og stjómmálaþátt- töku kvenna með kvennaframboðum í byrjun 20. aldar, bæði hér heima og erlendis. Annar kafli rekur sögu stjómmálafélaga í Reykjavík í byrj- un þessarar aldar, þátttöku kvenfé- laga og framlag til bæjarstjómarmála og viðhorf ráðamanna til stjómmála- afskipta kvenna. í þriðja kafla er greint ítarlega frá framboðum og kosningaúrslitum í Reykjavfk á ár- unum 1908 til 1918. 1 fjórða kafla segir frá stefnumálum kvenna í bæj- arstjóm og er þar rakið hvemig kon- ur voru - hér sem annarsstaðar - brautryðjendur þess velferðarrikis sem við búum við í dag. í fimmta kafla segir svo af viðtökuni bæjar- stjómarmanna við kröfunr kvenna í bæjarstjóm. Stefán Hrafn Hagdlín sló á þráðinn til Auðar í gærmorgun og spjallaði við hana um bókina, hlut fræðikvenna og hvað framundan er hjá höfundinum sjálfum. Um hvað fjallar þessi bók í stór- um dráttum? „Bókin fjallar um valdabaráttu kvenna fyrr á öldinni og baráttu þeirra fyrir aðgangi að stjómmálum. Kjami bókarinnar er umfjöllun um setu kvenna í bæjarstjóm Reykjavík- ur 1908 til 1922 og er sagt frá þeim málum sem þær lögðu þar til, hvaða áhrif þessi seta þeirra hafði, hvemig kvennabaráttan var á þessum tíma, tengsl hennar við önnur lönd - sem vom mjög mikil. Þessi saga er öll rakin í tiltölulega stuttu máli og von- andi aðgengilegu. Bókin segir einnig líka af stjómmálafélögum hér í Reykjavík, þeim fyrstu sem störfuðu og með hvaða hætti það var. Þama má einnig lesa um - þótt það sé ekki aðalpunkturinn - hvemig bæjar- stjóm Reykjavíkur þróaðist. Þetta er á þeim tíma þegar bæjarstjómin er í mótun og bæjarlífið að taka á sig mynd. Ennfremur segir í bókinni frá fyrirgreiðslukerfinu og fyrstu spor- um þess. Það má svona lesa milli lín- anna hvemig völdin lágu hjá örfáum mönnum. Þrátt fyrir að ég reki þá sögu kannski ekki nákvæmlega, þá má sjá það svona utanfrá.“ Og hver var svo kveikjan að þessum athyglisverðu skrifum þínum? „Kveikiþráðurinn er nú ansi lang- ur. Ég byrjaði að skoða þessi fram- boð fyrir fjölmörgum ámm. Það em næstum því tuttugu ár síðan það var og þá sem hluti af mínu námi. Ég skrifaði mína BA-ritgerð um kvennaframboð - þessi gömlu, en fannst alltaf að ég ætti eftir að Ijúka þvf verki, það er að segja: að segja frá því hvað þessar konur gerðu og hvaða áhrif þær höfðu. Og nú er það rit semsagt komið út.“ Hvaða áhrif höfðu þessar kon- ur? „Konur lögðu grunninn að vel- ferðarríkinu; því kerfi sem við búum við í dag á Islandi - einsog konur reyndar vfðast hvar gerðu - bæði með starfi sínu innan og utan form- legra stjómmála. Þær tóku að sér það sem við köllum í dag velferðarmál og sinnt þeim í gegnum sín félög, en ekki síður fólst barátta þeirra í að koma þessum málefnum að í stjóm- málunum. Og það tókst nú svona víðast hvar. Á þessum tíma þegar Reykjavík er að byrja fá á sig svona borgarbrag fór mikið púður í það hjá bæjarstjóminni að sinna verklegum framkvæmdum og velferðannálin sátu þá alveg á hakanum. Konur tóku velferðarmálin hinsvegar upp á sína anna og varð í flestum tilfellum vel ágengt. Þannig að þær em upphafs- menn velferðarríkisins. Og ekki bara á íslandi heldur hvar sem var í heim- inum.“ Afhverju staðnæmistu í skrifum þínum við árið 1922 í bókinni? „Það er vegna þess, að þá hættu þær í bæjarstjóm sökum þess að þeim vom ekki boðin sæti á listum. En þær hællu náttúrlega ekki sínu starfi. Næst kom síðan inn kona í bæjarstjóm Reykjavíkur árið 1928.“ Hverjar niðurstöður bókarinn- ar telurðu athyglisverðastar? „Mér finnst þessi punktur um vel- ferðarríkið mest spennandi; að þær skyldu hafa barist svona hart fyrir því og verið upphafsmenn málsins. Ónnur athyglisverð niðurstaða er að þær vom fyrsta stjórnmálaaflið hér í Reykjavík sem beitti sér beinlínis í bæjamtálum og hafði það eitt að markmiði. Önnur Stjómmálafélög sem hér störfuðu vom á kafi í lands- málapólitfldnni, sem þá fólst mest- megnis í þrasi við Dani. Þeirra aðal- verkefni var ekki að sinna bæjarmál- um sem slíkum með daglegu starfí." Hvað er síðan á döfinni hjá þér á næstunni - stendur eitthvað stórt verkefni fyrir dyrum? „Næsta stóra verkefni mitt er að skrifa bókarkafla eða heila bók um stöðu kvenna í stjómmálum fram til dagsins í dag. Ég var þar aðallega að hugsa unt þingsögu þeirra sem hefst árið 1923 þegar Ingibjörg H. Bjarnason tekur þingsæti. Sagan er í sjálfu sér stutt, eða fram til 1983. Annars veit ég ekki hvað ég fer langt aftur því ég hef nú mestmegnis ein- beitt mér að nútímanum uppá síð- kastið." Nú ert þú háskólakennari - hvað kennirðu? „Ég kenni stjómmálafræði og fé- lagsfræði; er bæði með sémámskeið og kem inní önnur námskeið. Það má eiginlega segja að ég sé almenn- ur kennari, en áhugasvið mín liggja helst í átt að konum. Ég kenni tvö námskeið sjálf og hef gert það í nokkur ár; annarsvegar um konur í stjómmálum og hinsvegar það sem ég hef kosið að kalla kvennafélags- fræði.“ Eg spjallaði fyrr í vetur við kvenkyns heimspekinema sem kvartaði sáran yfir lítilli áherslu á kvenheimspekinga. Er sömu sög- una að segja úr stjórnmála- og fé- lagsfræðum? „Já, nema hvað stjómmálafræðin bíður uppá þetta námskeið: Konur í stjómmálum. Konur sem fræðimenn hafa leitt fram í dagsljósið ýmisskon- ar höfunda sem gengið hefur verið framhjá - af hvaða ástæðum sem það nú er. Þetta gengur vitaskuld mjög hægt, en er þó svona að byija að seytlást inní almennar kennslubækur og fræðibækur.“ Afhverju í ósköpunum gengur þetta svona seinlega hjá ykkur? „Gamla tregðulögmálið segir þar til sín. Það sem maður hefur lært, það kennir maður og ný þekking er lengi að skila sér. Það er nú bara þannig. Ég vildi gjaman sjá þessar breytingar hraðari, en þetta er nú bara svona - því miður.“ Barátta um vald. Konur í bæjar- stjóm Reykjavíkur 1908- 1922, er 136 blaðsíður að lengd og í henni em 12 töflur þar sem meðal annars em sýndar niðurstöður kosninga f Reykjavík. þar er einnig að finna skrá yfir allar konur er setið hafa í bæjarstjóm, skrá yfir fjölda kven- bæjarfulltrúa flokkanna til þessa dags og ítarlega nafnskrá. Bókin fæst í flestum bókaverslunum og kostar 1.790, Háskólaútgáfan sér um dreif- ingu. Auður Styrkársdóttir: Konur tóku velferðarmálin hinsvegar upp og varð í flestum tilfellum vel ágengt. Þann- ig að þær eru upphafsmenn velferðarríkisins. Ekki bara á íslandi heldur hvar sem var í heiminum. A-mynd:E.ói Velkomin til Battle Creek, heimabæjar John Harvey Kellogg! Og þá er meistari Alan Parker (leik- stjóri Bugsy Malone, Midnight Express, Birdy, The Commitments og fleiri) kominn á kreik með enn eitt snilldarstykkið, kvik- myndina The Road to Wetlville - Leiðin til Wellville, sem státar af stórleikurum á borð við Anthony Hopkins (Remains of the Day), Bridget Fonda (Single White Fe- male), Matthew Broderick (The Fresh- man), John Cusack (The Grifters) og Dana Carvey (Wayne’s World). Myndin J°hn Harvey er sýnd í Regnboganum. Leiðin til Well- Kellogg (Anthony ville segir frá hinum litríka John Harvcy Hopkins). Kellogg - föður komfleksins og hnetusmjörsins - sern lifði sitt fegursta uni síðustu aldamót. Kellogg var lifandi goðsögn á sínum líma þegar hann byggði upp og rak á vegum Sjöunda dags aðvent- ista hið heimsfræga heilsuhæli The San í smábænum Battle Creek í Michigan-fylki f Bandaríkjunum. Ákafamaðurinn og læknirinn doktor Kellogg boðaði hreinlífi og heilbrigt lífemi með mikilli hreyfingu, hollu mataræði, algjöru bindindi á kynlff, vín og tóbak og þar sem grænmeti og kom komu í stað kjöts. The San varð Eleanor Lightbody (Bridget Fonda). sannkallaður tiskustaður og þar dvöldu allt að 1.000 manns í einu - oft fólk sem þjáðist (eða hélt að það þjáðist) af offitu og síþreytu. Dvalargestir hreinlega dmkku í boðskap doktor Kelloggs, en erf- iðast áttu þeir vitaskuld með að fylgja liinu stranga kynltfsbindindi sem boðað var á hælinu. Smábærinn Battle Creek dró dám af vel- gengni heilsuhælisins, en mest bar þó á allskyns spákaupmönnum og bröskurum sem ætluðu að græða ofljár á því að finna upp ný matvæli, einnahelst morgunverðanétti... Þessi mynd Alan Parker byggir á samnefndri skáldsögu T.C. Boyle er segir sögu nokkurra persóna sem dvöldu á The San - eða ætluðu að slá í gegn í skugga hælisins. Það er enginn annar en Anthony Hopkins sem fer með hlutverk hins maníska Kellogg; manns sem var óþreytandi við að vinna lífsköllun sinni brautargengi: Hann hannaði ný æfingatæki og kúra, naut þess að messa yfir gestum sínum, fram- kvæmdi skurðað- gerðir og þróaði ný matvæli í tugatali svo fátt nefnt. Will Lightbody (Matthew Broder- lck). George Kellogg eitt sé ([yana Carvey). Charles Ossining (John Cusack). „Konur lögðu grunninn að velferðarríkinu"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.