Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 20
 XWREVF/ÍZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 MfflUBUBIB > -r XWREVF/ZZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar Helgin 28. apríl - 1. maí 1995 64. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Athugasemd frá Ólínu Þorvarðar- dóttur. Sóttist ekki eftir ritstjórastóli Það er fráleitt að halda því fram að ég hafi sóst eftir að fá fullt starf sem ritstjóri Þjóðvaka og að þeirri „ósk“ hafí verið hafnað, eins og fram kemur í Alþýðublaðinu í gær. Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei sóst eftir neinum vegtyllum innan Þjóðvaka, hvorki ritstjóra- stóli né öðru. Eg tók að mér ritstjóm blaðsins fyrir kosningar að þrábeiðni Jó- hönnu Sigurðardóttur og fleiri og sinnti því starfi launalaust. Það kom aldrei til greina af minni hálfu að halda þeirri sjálfboða- vinnu áfram þó að ég væri þess mjög fýsandi að blaðið héldi áfram að koma íit eftir kosningar. Þaðan af síður hefði mér komið til hugar að gerast „umsjónamiaður" blaðsins í þrjátíu prósent starfi undir þriggja manna ritskoðunar- nefnd þingflokksins eins og lagt var til á síðasta stjómarfundi Þjóðvaka. Slík tilhögun samræm- ist engan veginn mínum hug- myndum um heilbrigða blaða- mennsku, jafnvel þó um málgagn sé að ræða. Um raunverulegar ástæður brottgöngu minnar kýs ég að segja sem minnst af virðingu við þann málstað sem var uppspretta Þjóðvaka. Hins vegar er mér orð- ið það ljóst að þó tímamir breytist og það umhverfi sem við lifum í þá breytist mannfólkið aldrei. 1. maí ávarp Alþjóðasambands verkalýðsfélaga Öflug verkalýðshreyfíng er grundvöllur lýðræðis og réttlætis 1. maí verða verkalýðssinnar um allan heim að sameinast um mál- efni dagsins af endurnýjuðum þrótti. Þörfin fyrir það afl og þann styrk sem vex af samstöðu launa- fólks er sú sama í dag og áður í sögu verkalýðshreyfingarinnar. A félagsmálaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna vöruðu þjóðarleið- togar og forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar alvarlega við háskalegum afleiðingum og áhrif- um hratt vaxandi, hömlulausra heimsviðskipta og félagslegrar sundrungar sem leiðir af vaxandi atvinnuleysi og örbirgð. Bent var á lönd þar sem öryggisnet samfélags- ins hafa gjörsamlega brostið vegna örbirgðar og mannlegt samfélag að engu orðið. Oheft markaðsfrelsið hefur gengist undir próf og fengið fall- einkunn. Það hefur engin úrræði gagnvart alvarlegustu vandamálum þjóða heims. Örbirgð, að viðbættu atvinnuleysi og félagslegri upp- lausn, er sóun á dýrmætustu auð- lind veraldar, fólkinu sjálfu. Óheft markaðsfrelsið veitir ekki þeim sem höllum fæti standa og minnst' mega sín skilyrði til að vinna sig út úr örbirgðinni af eigin rammleik. Öryggi er orðið tómt í veröld þar sem meira en einn milljarður manna þarf að framfæra sig á lægri upphæð en einum dollara á dag. Fé- lagsmálaráðstefna SÞ var haldin í ljósi þess að samræmdar alþjóðleg- ar aðgerðir eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir glæpsamlega mis- munum markaðarins; að tryggja hlutdeild fátækasta hluta veraldar í auðæfum jarðar og þar með örugg- ari og réttlátari heim þegar við göngum á vit 21. aldarinnar. I jressu ljósi fær 1. maí 1995 nýja Eftir að ræðumenn hafa messað yfir lýðnum á úti- fundi á Ingólfstorgi 1. maí munu þeir Orn Árna og Laddi leitast við að létta lund fundarmanna „Upp með vinnuhanskana & tökum höndum saman" -segirÖm hvergi banginn..., eða þannig. verkalýðsfélaga á brotum gegn rétt- mætri starfsemi verkalýðshreyfing- arinnar" kemur út árlega og gefur glögga mynd af þeim þvingunum og ófrelsi sem verkalýðshreyfingin býr við víðs vegar um heiminn. Við álítum að nú sé kominn tími til að sýna hvar réttindi launafólks hafa verið endurheimt eða varin. 1. maí ár hvert mun Alþjóðasam- band verkalýðsfélaga gera grein fyrir þeim árangri sem verkalýðs- hreyfingin hefur náð í að tryggja réttindi launafólks eftir heimsálfum og þjóðlöndum víðs vegar um heiminn. Það er þetta sem knýr hreyfing- una áfram. Við viljum í öllum lönd- urn ná fram alþjóðlega viðurkennd- um lágmarksréttindum sem felst í samþykktum Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar. Við viljum fá þessi réttindi sem órjúfanlegan hluta af sérhverjum alþjóðlegum eða svæðabundnum viðskiptasamning- um. Til að ná þessu markmiði verður samstaða okkar að efla styrk þeirra samtaka og stofnana sem hafa þessi sömu markmið að leiðarljósi. Félagsmálaráðstefna SÞ varpaði skýru ljósi á þann mikla vanda sem við stöndum frammi fyrir. En hún staðfesti einnig nýjan vilja og áherslu á öllum stigum, og í öllum löndum, til að takast á við hann af þrótti. 1. maí 1995 mun bera með sér endurnýjaðan stuðning við grund- völl verkalýðshreyfingarinnar. Dagurinn mun jafnframt marka upphaf að ári harðrar baráttu sem mun færa okkur einu skrefí nær því að sjá vonir okkar rætast. „Öryggi er orðið tómt í veröld þar sem meira en einn milljarður manna þarf að framfæra sig á lægri upphæð en einum dollara á dag." „1. maí 1995 mun marka upphaf að ári harðrar baráttu sem mun færa okkur einu skrefi nær því að sjá vonir okkar rætast." „Þú er sem sagt að spyrja hvort þetta verði alveg sprenghlægilegt og mega-ferskt og svona,“ sagði Örn Arnason þegar hann var spurður um það hverju verkalýðurinn mætti eiga von á þegar hann og Þórhallur Sig- urðsson stíga á stokk að loknum ræðuhöldum. „Það er kolröng álykt- un hjá þér. Þetta eru nú eiginlega bara grínarar í hallæri." Öm segir þetta vera tilraun frá því sem áður hefur verið og að atriði þeirra Ladda verði sárasaklaust og standi einungis í örfáar mínútur. Öm segir þá ekki ætla að vera með neina verkalýðsbrandara og ekki nefndi hann það að hann hygð- ist lofa verkalýðnum rosalegum launahækkunum. Þó er gæti farið svo. Þeir Laddi eru að taka saman at- riðið núna og það er aldrei að vita nema menn með mönnum láti sjá sig á svæðinu. „Mér datt nú í hug að Davíð Oddsson, eða einhver mynd af honum, gæti komið og haldið smá ræðustúf.“ - En ætlið þið að æsa til átaka á vinnumarkaðinum? „Nei, ræðumennimir sem verða þama eru hugsaðir til þess. Og okk- ar atriði er ætlað að brjóta upp það form. Að fólk mæti ekki þama og fái bara einhveijar helvítis hundleiðin- legar ræður: Upp með vinnuhansk- ana - tökum hönuum saman - berj- umst sem einn maður - betra Island og svo framvegis. Eða þannig. Þetta er hugsað sem uppbrot. Við verðum með Jónas Þóri músíkant með okk- ur. Hann er okkar maður og hefur verið í gegnum tíðina.“ - Er ekki allt gott að frétta annars? „Bara allt í góðu. Sumarið komið og loksins farið að snjóa þannig að maður kemst á skíði.“ - En varðandi listamenn og verkalýðsbaráttu. Hafa þeir ein- hverju hlutverki að gegna? „Ja, ekki nema þá að gleðja þá Örn Árnason segist ekki ætla að vera með neina verkalýðsbrandara en: Mér datt nú í hug að Davíð, eða einhver mynd af honum, gæti komið og haldið smá ræðustúf. sem eru í fýlu. Það er nú líklega helsta hlutverkið í dag. Fýlan dregur ekki vagninn. Þeir segja það að þú notir einhverja 18 vöðva til að brosa en rúmlega sjötíu til að gretta þig. Þannig að í því felst orkuspamaður." Til skemmtunar þeim sem mæta á fundinn verður auk þeirra Amar, Ladda og Jónasar Þóris Egill Olafs- son sem syngur tvö lög. Að sögn Pálmars Halldórssonar fram- kvæmdastjóra 1. maí nefndarinnar verða hátíðarhöldin að öðm leyti með hefðbundnu sniði. Avarp Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSI má finna í Alþýðublaðinu í dag á blaðsíðu 13. Gengið verður frá Hlemmi klukkan 14:00 og safnast saman á Ingólfs- torgi þar sem Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Björg Bjarnadóttir verða aðalræðumenn. Auk þeirra flytur Hreinn Sigurðsson formaður Iðnnemasambands Islands ávarp. Fundarstjóri verður Sigríður Olafs- dóttir aðaltrúnaðarmaður Dags- brúnar hjá Reykjavíkurborg. merkingu. Barátta okkar fyrir rétt- indum og afkomu alþýðu manna verði ekki ógnað með vaxandi al- þjóðlegum viðskiptum. Alþjóðasamband verkalýðsfé- laga leggur áherslu á að styrkja ein- ingu alþjóðlegrar verkalýðshreyf- ingar þar til við höfum afl til að græða sár atvinnuleysis, öryggis- leysis og sárrar fátæktar sem misk- unnarlaus öfl óhefts markaðsfrelsis hafa hvarvetna skilið eftir sig. Til að ná þessu markmiði verður verkalýðshreyfingin að beina starfi sínu að þeim sem ekki eru í stéttarfélögum. Við verðum að stuðla að stofnun óháðra verkalýðsfé- laga í þeim löndum þar sem valdhafar umgangast lýðræði og samtök launa- fólks af fullkomnu skeytingarleysi - Nígeríu, Kína, Guatemala og víða annars staðar þar sem verkalýðshreyf- ingunni er haldið niðri og félagsmenn hennar verða fyrir stöðugum ofsóknum eða eru hreinlega drepnir af valdhöf- unum eða útsendur- um þeirra. Við skulum draga lær- dóma af atburðunum í Suður-Afr- íku þar sem hundruð félaga í verka- lýðshreyfingunni lét lífið í barátt- unni gegn aðskilnaðarstefnu stjórn- valda. Sigur þeirra er um leið skila- boð til heimsins alls um að öflug óháð verkalýðshreyfing er grund- völlum þróunar til lýðræðis og fé- lagslegs réttlætis. „Könnun Alþýðusambands r^ap t<ki k w Islenski dans- flokkurinn sýn- ir í Þjóðleik- húsinu Carmen eftir Sveinbjörgu íslenski dansflokkurinn æfir nú af kappi fyrir frumsýningu flokks- ins á Heitir dansar, sem verður í Þjóðleikhúsinu þann 17. maí. Meðal verka á efnisskránni er Carmen eftir Sveinbjörgu Alex- anders og er hún nú stödd hér á landi af þessu tilefni. Önnur verk á efnisskránni eru Sólardansar, Adagietto og Til Láru. Höfundar Sólardansa og Adagietto voru hér á landi fyrir skemmstu og settu upp verk sín. Þá var verkið Til Láru sýnt á menningarhátíðinni Sólstöfum í Þjóðleikhúsinu í byrjun mars. Dansverkið er eftir Per Jonson við tónlist Hjálmars H. Ragn- arssonar. Miðasala á sýningar Islenska dansflokksins er í Þjóðleikhúsinu og dansflokkurinn lofar áhorfend- um sínum vandaðri og skemmti- legri sýningu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.