Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ HELGIN 28. APRÍL -1. MAÍ1995 ■ Gudmundur J. Guðmundsson man tímana tvenna. Hann hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í yfir 40 ár og Jakob Bjarnar Grétarsson fékk hann til að horfa yfir sviðið. Það sem fyrir augu ber eru rjúkandi rústir einar - dauði, slappleiki og ótti rr Engin húrrahrópa rr Það var þungt hljóðið í Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Dags- brúnar, þegar Alþýðubladið hafði samband við hann í tilefni 1. maf 1995. „Eg er ákaflega svartsýnn á ástandið," segir hann. „f fyrsta lagi þá finnst mér verkalýðshreyfmgin ákaf- lega lítið framsækin. Mér finnst hún slöpp. Ég er ekki frá því að hluti af þessum slappleika sé vegna þess að einstök félög, og það ískyggilega mörg, em að koðna niður. Þau em eiginlega bara að falla inn í kerfið og verða einn þáttur í því. Þau skortir allt fmmkvæði og sjálfstæði. Þetta er meira og minna farið að færast yfir á hendur Alþýðusambandsins. Það er nú ekki örlátt á bensín til aksturs ef þeir hafa þá nokkuð bensín. Alþýðu- sambandið er ákaflega slappt líka.“ Fólk kjarklaust vegna at- vinnuleysisins Guðmundur J. segir atvinnuleysið eitthvcrt það mesta böl sem einn þjóð getur staðið frammi fyrir. „Meginor- sök slappleikans er atvinnuleysið sem leggst á fólk. Það skapar ekki, eins og það ætti að gera, harðvítug viðbrögð eða nógu harðvítuga gagnsókn. Menn em að velkjast með þetta og þetta mikið atvinnuleysi. Það dregur kjarkinn úr félagsmönnum og gerir þá hrædda við enn meira atvinnu- leysi. Og jafnvel þeir sem ekki búa við atvinnuleysi em hræddir því þeir óttast að verða fyrir því. Menn láta því ekkert að sér kveða - þetta virðist hafa sett ákaflega mikinn ótta að fólki. Það leggur ekki í baráttu, er ekki harðsnúið, það vonar að þetta lagist og ég veit ekki á hveiju það byggir þá von.“ Guðmundur segir atvinnuleysið hafa lamandi áhrif á félögin og fé- lagsmenn en það em fleiri atriði sem spila inn í. „Þátttaka í starfssemi fé- laganna er ákaflega dauf. Það ber nú að vísu að viðurkennast að nútíma þjóðfélag býður upp á sjón vörp (og það fleiri en eina rás), býður upp á mynd- bönd, bíla og fleiri at- riði í tóm- stundalífi. Það hefur orðið til þess að öll félags- starfsemi á fremur erfitt uppdráttar. Fundir em yfirleitt ákaflega illa sóttir og verkalýðshreyfingin hefur aldeilis ekki farið varhluta af þessu. Fundir em almennt mjög illa sóttir.“ Guðmundur segir fólk vera dofið og lítt meðvitað um stöðu sína. Hann segir það einnig sorglegt hversu fólk sé sér lítt meðvitað um styrk baráttu og samstöðu. Kjaraskerðing og fólk að missa eignir sínar Auk þess að stríða við atvinnuleys- ið þá hefur fólk þurft að horfa upp á gríðarlega kjaraskerðingu sem sé enn ein kyrkingarólin um háls verkalýðs. „Yfirvinna hefur almennt minnkað,“ segir Guðmundur J. „Út af fyrir sig ætti það ekki að vera af hinu illa. En kaup er bara svo lágt hjá almennu verkafólki og skerðing á yfirvinnu k e m u r ákaflega illa við fólk sem er að beijast við að halda eign- um sínum. Það var til d æ m i s áætlað fyr- ir nokkm að heildartekjur Dagsbrún- arfólks væm 30 til 40 prósent vegna yfirvinnu. Ég tel að það sé komið nið- ur í um 20 prósent núna þannig að menn sjá bara kjaraskerðinguna þama. Og almennt hefur orðið skerð- ing á dagvinnulaunum. Kaupmáttur launa hefur skerst frá árinu 1988 um svona 20 prósent. Síðan er gífurlegur fjöldi fólks, öðm fremur f Reykjavík og í þéttbýli, sem á íbúðir en skuldar í þeim. Það hefur reiknað með að kaupmátturinn haldist sem hann hefur ekki gert. Og það er ótrúlegur íjöldi fólks sem er skelfingu lostið og berst upp á h'f og dauða við að missa ekki íbúðir sínar og eignir. Og það er sífellt að missa þetta út úr höndunum á sér vegna ástandsins. Þess vegna er stöðugt ver- ið að tala um þessar skuldbreytingar sem út af fyrir sig em til bóta en ekki lausn á vandanum. Þetta á líka sinn þátt í því að menn em slappir í barátt- unni.” Sjóðir félaganna veikir Verkalýðsfélögin standa ekki nægjanlega vel að vígi til að standa f hörðum samningaviðræðum að mati Guðmundar J. og það er auðvitað ekki til þess fallið að efla baráttuna. „Við getum til dæmis tekið Dagsbrún sem í vetur þarf að semja, ef ekki að semja þá að vera óánægð með þá samninga sem í boði em, þá stöndum við frammi fyrir því að við emm með yfir 600 manns á atvinnuleysisbótum. Þá hefðu þeir strax farið af sínum at- vinnuleysisbótum og orðið að fara á vinnuumdeilisjóði félaganna. Þeirem yfirleitt ákaflega veikir og reyndar „Meginorsök slappleikans er at- vinnuleysið sem leggst á fólk. Þad skapar ekki, eins og það ætti að gera, harðvítug viðbrögð eða nógu harðvítuga gagn- sókn."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.