Alþýðublaðið - 04.05.1995, Side 1

Alþýðublaðið - 04.05.1995, Side 1
■ Jón Kristjánsson verður formaður fjárlaganefndar Sturla settur út í kuldann Sjálfstæðismenn fá fimm menn í fjárlaganefnd. Ámi R. Árnason og Lára Margrét Ragnarsdóttir takast á um formennsku í utanríkismálanefnd. „Á þingflokksfundinum var málið kynnt þannig að það væri enn óleyst. Það er hinsvegar gengið út frá því að ffamsóknarmenn fái embættið," sagði einn af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins í gær um deilur milli stjóm- arflokkanna um formennsku í fjár- laganefnd. Sturla Böðvarsson var kandídat sjálfstæðismanna til for- mennsku, og í samt;'!um við Alþýðu- blaðið síðustu daga hafa þingmenn flokksins lagt mikla áherslu á að sjálf- stæðismenn hreppi hnossið. Þannig lýsti Geir H. Haarde þingflokksfor- maður yfir því, að sjálfstæðismenn ættu að fá formennskuna. Nú hafa þeir hinsvegar orðið að bakka í málinu, og því verður Jón Kristjánsson, þing- maður Framsóknar á Austfjörðum, fonnaður nefhdarinnar. I samtali við blaðið í gærkvöldi sagði Jón að hann hefði ekki fengið tilkynningu um að búið væri að leysa málið. „En Framsóknarflokkurinn á að fá þetta. Það er skynsamlegt að tengja hann þannig ríkisfjármálum, og er betra fyrir stjómarsamstarfið." Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem áður var vitnað til, sagði að sjálf- stæðismenn gengju út frá því að fá fimm manns í nefndina gegn því að gefa formennskuna eftir. Ellefu þing- menn sitja í tjárlaganefnd, og því ljóst að aðeins tveir framsóknarmenn Jón Kristjánsson tilvonandi for- maður fjárlaganefndar: Betra fyrir stjórnarsamstarfið að Framsókn fá formennskuna. „Kandídatinn". Geir Haarde sagði Sturlu kandidat Sjálfstæðisflokks- ins - en nú er Ijóst að hann verður af formennsku í fjárlaganefnd. fá sæti þar. Nú liggur íyrir að sjálfstæðismenn fá formennsku í utanríkismálanefnd, og þar takast á Ámi R. Árnason og Lára Margrét Ragnarsdóttir. Staða Lám Margrétar þykir sterkari vegna mikillar gagnrýni að undanfömu á rýr- an hlut kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Heimildamaður blaðsins taldi einnig að Tómas Ingi Olrich hefði hug á formennsku í utanríkismálanefnd, en hann ætti htla möguleika. Ekki hefur verið gengið frá for- mennsku eða skipan í aðrar nefndir. „Allt annað hefur verið sett á ís meðan þessar deilur um fjárlaganefndina stóðu yfir,“ sagði þingmaðurinn. Lagt á ráð Þingflokkur sjálfstæðismanna valdi Geir H. Haarde áfram sem for- mann sinn, að tillögu Davíðs Oddssonar, á fundi í gær. Geir stakk síðan upp á Sigríði Önnu Þórðardóttur sem varaformanni þingflokks og Sólveigu Pétursdóttur sem ritara. Með þessu eru sjálfstæðismenn að reyna að koma nokkuð til móts við harða gagnrýni innan flokksins á rýran hlut kvenna. A- m¥nd: e.ói. ■ Kveður við nýjan tón úr Bændahöllinni Þurfum að losna úr kvótakerfinu - segir Sigurgeir Þorgeirs- son framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands. „Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að menn eigi að setja markið á að losna út úr þessu kvóta- kerfi. Ég held hins vegar að það sé ekki raunhæft að setja það upp þannig að leggja kvótakerfið niður frá og með næsta hausti eða eitthvað svoleiðis. Að mínu áliti eiga Bændasamtökin að reyna að móta sér stefnu í þá veru að losna frá kvótastýringu í sem allra mestum mæli,“ segir Sigurgeir Þor- geirsson, nýráðinn ffamkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands, í viðtali við Alþýðublaðið í dag. Sigurgeir segir ennfremur að hann sé því fýlgjandi að einhver samkeppni komist á við sölu á landbúnaðarvörum með innflutningi búvara. Viðhorfm í þjóðfélaginu hafi verið að breytast og landbúnaðurinn hljóti að verða að mæta því að um einhverja samkeppni verði að ræða. ,JLandbúnaðurinn hefur um áratuga- skeið verið mjög miðstýrður. Heildar- kvótinn snýr að innanlandsmarkaði og framleiðsla þar umfram er á ábyrgð bændanna sjálfra og sölusamtaka þeirra og svo hefur verið frá árinu 1992. Landbúnaðurinn hefur því um þriggja ára skeið þurft að leysa sín markaðsmál sjálfur en áður. Fram til 1992 má segja að bæði 1 mjólkur- og Sigurgeir Þorgeirsson: Menn eiga að setja markið á að losna út úr þessu kvótakerfi. A-mynd: E.ÓI. kindakjötsframleiðslu hafi landbúnað- urinn ekkert þurft að hugsa um mark- aðsmál. Það var ákveðið fast verð fyr- ir tiltekið magn, punktur og basta. Þetta er liðin tíð,“ segir Sigurgeir. Hann telur einsýnt að það verði að aðstoða bændur fjárhagslega sem vilja bregða búi með því að kaupa jarðir þeirra. Þá gætu þeir bændur notað peningana til að koma sér upp annani atvinnu á staðnum eða flutt í burtu og notað peningana til að koma fótunum undir sig annars staðar. - Sjá viðtal á blaðsíðu 7. ■ Páll Skúlason Siðmenninain vanþroskuð „Verkmenning fslendinga er nán- ast engin því bók- menningin - bók- menntunin og bók- námið - hefur allt- af haft forgang yfir hana,“ segir Páll Skúlason heim- spekiprófessor í samtali við Al- þýðublaðið í dag. Og Páll er ekki par- hrifinn eftir kynni sín af íslenskri sið- menningu: „fslensk siðmenning er að ýmsu leyti afar vanþroskuð. Við höf- um lifað mjög lengi í frekar lokuðu samfélagi og halt tiltölulega lítil sam- skipti við aðrar þjóðir. Ákveðnir um- deilanlegir siðir hafa því vaxið og dafnað hjá okkur á meðan þeir hafa ekki gert það annarsstaðar - hvorki í Evrópu né Bandaríkjunum." -Siá blaðsíðu 6. ■ Formannsslagur framundan í Alþýðubandalaginu Margrét gefur kost á sér Guðrún Helgadóttir: Framboð Margrétar væri hið besta mál. Það ertími tilkominn að kona fari að stjórna þessum flokki. „Margrét Frímannsdóttir hefur staðfest í samtölum við stuðnings- menn sína innan flokksins að hún muni gefa kost á sér til formennsku," sagði áhrifamaður í Alþýðubandalag- inu í samtali við Alþýðublaðið í gær. Þarmeð er ljóst að allt stefnir í slag Margrétar og Steingríms J. Sigfús- sonar um formannsstólinn sem Olaf- ur Ragnar Grímsson stendur uppúr í haust. Ekki náðist í Margréti, en fleiri alþýðubandalagsmenn sem rætt var við, staðfestu að yfirgnæfandi líkur væru á framboði Margrétar. Allir félagar Alþýðubandalagsins hafa kosningarétt í formannskjöri og fer atkvæðagreiðslan skriflega fram. Kosið er samtímis um formann og varaformann, og tilhögun kosning- anna hefur í för með sér, að sá sem verður undir í formannskjöri getur ekki gefið kost á sér til varafor- mennsku. Margrét Frímannsdóttir hefur verið þingmaður Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi síðan 1987, og gegndi formennsku í þingflokknum um skeið. Svavar Gestsson nýkjör- inn formaður þingflokksins vildi ekk- ert tjá sig um málið í samtali við Al- þýðublaðið í gærkvöldi. Hann sagðist bíða með allar yfirlýsingar uns Margrét hefði sjálf sagt sér að hún gæfi kost á sér. „Mér lfst svo sannarlega ekki illa á þetta," sagði Guðrún Helgadóttir varaþingmaður Alþýðubandalagsins. „Framboð Margrétar væri hið besta mál, en eflaust koma fleiri framboð fram. Ég tel ekki ólíklegt að ég muni styðja Margréti ef hún gefur kost á sér. Það er tími tilkominn að kona fari að stjóma þessum flokki.“ Yfirgnæfandi líkur á formannsslag millum Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.