Alþýðublaðið - 04.05.1995, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 04.05.1995, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 4. MA11995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Oskiljanleg kosningabarátta - óskiljanlegar yfirlýsingar „Það er kominn tími til að menn horfi á stað- reyndir málsins...Við skíttöpuðum kosningun- um. Til að vinna sigra verður fólk að átta sig á því hvenær það hefur tapað og viðurkenna það. Slík vinnubrögð hafa tíðkast hér í Firðin- um, enda státum við af rúmlega þrefalt hærra fylgi en því sem oddviti flokksins í kjördæm- inu kallar sigur í ákveðinni stöðu." Eftir kosningar hafa birst ummæli eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, oddvita Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi, sem eru þess eðlis að mað- ur getur ekki orða bundist. Hún hefur talað um sigur í kosningunum. Ég spyr: Er það sigur að flokkurinn fær Pallborðið | 2.500 færri atkvæði í alþingiskosning- unum en í prófkjöri flokksins í Reykjaneskjördæmi fyrir 75 dögum? Gerir hún sér ekki grein fyrir því að frá prófkjöri til kosninga töpuðust að meðaltah rúmlega 33 atkvæði á dag? Prófkjörið var opið öllum stuðn- ingsmönnum Alþýðuflokksins. Mér þykja menn hafa haldið illa á spilun- um að missa þennan fjölda á svo stutt- um tíma. A þessum tíma voru máleíhi Guðmundar Arna ekkert sem hefði fælt fólk frá eins og sumir vilja meina. Það var ekkert „Guðmundarmál" frá prófkjöri fram að kosningum. Sú skýring fyrrverandi þingmanns kjör- dæmisins á þessu mikla tapi dæmir því sjálfa sig dauða og ómerka. Það er kominn tími til að menn horfi á stað- reyndir málsins, það er að flokkúrinn tapaði 7,7% í kosningunum í Reykja- neskjördæmi. Þess vegna er grátbroslegt að odd- viti flokksins í Reykjaneskjördæmi skuli tala um sigur í þessari stöðu, þegar atkvæði úr prófkjöri skila sér ekki í kosningum. Þama er kannski komin skýringin á því að flokkurinn er svona lítill sem raun ber vitni. Menn kunna hreinlega ekki að vinna sigra. Menn keppast við að lýsa yfir sigri í hinni og þessari stöðu, þrátt fyr- ir að tapa þriðjungi atkvæða og þing- mannafjölda. Slík ummæli sæma ekki þessum nýja oddvita hér í kjördæminu sem leiðir listann úr 23,5% niður í 15,8%. Við skíttöpuðum kosningunum. Til að vinna sigra verður fólk að átta sig á því hvenær það hefur tapað og viður- kenna það. Slík vinnubrögð hafa tíðk- ast hér í Firðinum, enda státum við af rúmlega þrefalt hærra fylgi en því sem oddviti flokksins í kjördæminu kallar sigur f 'ákveðinni stöðu. Grein sem formaður Sambands ungra jafnaðarmanna birti skömmu eftir kosningar er á sömu nótum. Þar lýsir hann yfir ákveðnum sigri flokks- ins á landsvísu. Svo ég segi það aftur: Við unnum engan sigur, heldur töpuð- um við þremur þingmönnum. Þegar menn fá færri þingmenn í kosningum en menn voru með áður, þá heitir það tap. Ég get takið undir orð formanns- ins að kosningabarátta ungra jafnaðar- manna hafi gengið mjög vel. Þar held ég að Baldur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri SUJ, hafi borið hitann < og þungann og staðið sig hreint frá- ^ bærlega. Þannig kom það mér að ° minnsta kosti fyrir sjónir, veruleikinrí z er kannski annar, þar sem menn klappa hver öðrum á bakið á flokks- kontórunum í Reykjavfk. Kosningabarátta Alþýðuflokksins er mér hins vegar alveg óskiljanleg. Reynt var eftir ffemsta megni að fela varaformann flokksins í þessari bar- áttu. Menn sáu auglýsingar á velti- skiltum hér í kjördæminu, þar var fyrst um sinn engin auglýsing af vara- formanninum, heldur var auglýsing af ráðherra úr Vestfjarðarkjördæmi með rúmlega 700 atkvæði á bak við sig. Síðan tóku menn eftir því að þegar stefnuskrá flokksins var kynnt að hvergi var varaformaðurinn nærri, heldur var með formanninum ráðherra úr Reykjavík, sem er tiltölulega ný- genginn í flokkinn. Ég held að það sé kominn tími til að menn hætti að betja höfðinu við steininn. Viðurkenni að flokkurinn tapaði í kosningunum og flokksmenn snúi sér nú að því að vinna saman að uppbyggingu flokks- ins. Til þess verks höfum við á flokks- þingi kosið okkur forystu sem við eig- um rétt á að vinni það verk. Höfundur er húsasmiður og formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Nú er þrálátur orðrómur á kreiki um að Vigdís Finnbogadóttir ætli að gefa kost á sér sem forseti enn eitt kjörtímabil. Hún var kjörin 1980 og hefur því setið í 16 ár þegar fjórða kjörtímabilið rennur út á næsta ári. Aðeins Ásgeir Ásgeirsson gegndi emb- ætti í fjögur kjörtímabil. Kristján Eldjárn var for- seti í tólf ár og Sveinn Björnsson sat í átta ár. í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís telja eðlilegt að forseti sæti í átta ár. Skoðanir hennar í þeim efnum hafa þannig breyst lítillega: og fyrir fjórum ár- um kvaðst hún ætla að sitja enn eitt kjörtímabil af því svo „mikið væri eftir af sumrinu" í sér. Athygli vakti að þegar Stöð 2fjall- aði um Vigdísi á afmælis- degi hennar, 15. apríl, var sagt að hún léti af embætti á næsta ári. Daginn eftir var fréttastofan látin leið- rétta fréttina, með þeim orðum að Vigdís hefði aldrei sagst ætla að hætta. Leiðréttingin kom frá for- setaskrifstofu n n i... Nýtttölublað Manrilífser að koma í búðir. For- síðuna prýðir landsliðs- kappinn síkáti, Sigurður Sveinsson, sem verður í fremstu víglínu á HM. Af öðru efni má nefna ítarlega umfjöllun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur frétta- ritara í Lundúnum um Jak- ob Frímann Magnússon menningarfulltrúa... Meira úr sendiráðslífinu í Lundúnum. Bene- dikt Ásgeirsson gekk í gær á fund Elísabetar II Englandsdrottningar og af- henti henni trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í stað Helga Ágústssonar. Helgi þarf hinsvegar tæpast að kvíða framtíðinni: hann er dyggur fylgisveinn Hall- dórs Ásgrímssonar - enda nýgenginn í Fram- sóknarflokkinn... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson. SPÍTAU ■ Finnur Mýrdal...: Sá fyrsti á íslandi til að gangast undir heilaskipti og reyndist hann verða eftirlæti allra á spítalan- um. Herdís Jónsdóttir, versl- unareigandi: Já, ég finn til með þeim. Benedikt Guðbjartsson, bankamaður: Nei, ég held ekki. Þær standa fyrir sínu og það kemur dagur eftir þennan dag. Elísabet Gunnarsdóttir, húsmóðir: Nei, en maður þarf að vinna fyrir kaupinu sfnu. Stella Baldvinsdóttir, hús- móðir: Konur í Sjálfstæðis- flokknum eiga ekkert bágt. Þetta er einfaldlega spurning um jafrírétti. Magnea Gunnarsdóttir, sjúkraliði: Nei, alls ekki. Þetta er allt að koma. En ég hef aldrei beðið um viðtal, ég hef aldrei beðið um að neirí mynd sé birt, ég hef aldrei beðið um neina grein, ég hef aldrei beðið um leið- ara, ég hef aldrei beðið um neitt Davíö Oddsson um samskipti sín og Morgunblaðsins. Við erum hættar að baka kleinur og útvega mcðlæti fyrir fundina. Hrefna Ingólfsdóttir formaöur sjálfstæöis- kvennafélagsins Hvatar. Tíminn í gær. Það er í sjálfu sér gagnlegt, að þessi skoðun formanns Sjálfstæðis- flokksins skuli vera komin upp á yfirborðið. Hún hefur ekki farið fram hjá forráðantönnum Morgunblaðsins en ekki fyrr verið hægt að fjalla um hana vegna þess, að hún hefur ekki verið sett fram opinberlega. Forystugrein Morgunblaðsins í gær, þar sem fjallað er um þær „ásakanir" Davíðs að blaðiö sé hlynntara Alþýðuflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið mjög aðgengilegur fyrir fjöl- miðla á ráðherraárum sínum. Leiðarahöfundur Moggans að skýra viðamikla umfjöllun um formann Alþýðuflokksins síðustu ár. Ég harma það að stjómarformaður Granda gangi fram og Ijái máls á gjaldtöku af þessu tagi. Kristján Ragnarsson um hugmyndir Árna Vil- hjálmssonar um veiðileyfagjald. Mogginn í gær. Dr. Ágúst fær nærri 13 milljónir í sinn hluL Tíminn í gær að fjalla um arögreiðslur Granda hf. íslandsvinur dagsins Eiginkona bandaríska kvikmynda- leikstjórans Martin Scorsese heitir Illeana Douglas, en áður en þau giftust stóð hún víst í ástarsam- bandi við íslend- ing! Dagur á Ak- ureyri greinir frá þessu og segir ís- lendinginn hafa bjargað fraukunni frá starfsferli gengilbeinu. „Ég timbruð og kvöldið áður hafði ég ét- ið sviðakjamma með íslenskum kærasta mínum. Við átum augun og þegar ég sá rétt dagsins fyrsta dag- inn í vinnunni varð mér verulega óglatt." Illeönu var vitaskuld sagt upp og lagði fljótlega eftir það útá þyrnum stráða leiklistarbrautina. Hún á nú mu myndir að baki og þar á meðal em Good Fellas, New York Stories, Alive og Cape Fear þar sem Robert De Niro gæddi sér á kinn hennar í eftirminnilegu atriði. Illeana var verulega v e r ö I d sinn (1891) sem Hermann MelviIIe eignaðist stall sem einn helsti rithöf- undur Bandaríkjamanna. Þcgar Moby Dick kom út árið 1851 (bók sem síðar var talin marka upphaf bandarísku skáldsögunnar) hlaut hún engan hljómgrunn. Melville varð ákaflega vonsvikinn, gaf frá sér alla rithöf- undadrauma og gerðist afgreiðslu- maður í tollstöð. Skáldsagan Billy Budd var ekki gefin út fyrr en árið 1924. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.