Alþýðublaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐtÐ
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995
m e n n i n c
■ Ginger Rogers öll
#
- aI&j J
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um Ginger Rogers - sem
dansaði sig inn í öll heimsins hjörtu ásamt Fred Astaire.
Fyrir örfáum dögum birfu heimsblöð-
in fréttir af láti hinnar áttatíu og þriggja
ára gömlu leikkonu, Ginger Rogers, og
um leið minnmst þau hennar, fyrst og
ffemst, sem annars helmingsins af frag-
asta danspari kvikmyndasögunnar. Gin-
ger Rogers lék í tíu kvikmyndum með
Fred Astaire og það voru þær myndir,
en ekki Óskarinn er bún hlaut, sem
tryggðu henni ódauðlega frægð.
Kvikmyndaleikstjórar á borð við
Fellini og Woody Allen hafa hyllt
dansparið í myndum sínum. Fellini í
kvikmynd sinni Ginger og Fred og
Woody Allen í Purpurarósinni frá Kai-
ró þar sem hin mædda Mia Farrow
sest inn í kvikmyndahús þar sem verið
er að sýna mynd með Ginger og Fred
og eftir örskamma stund færist geislandi
bros yfir andlit hennar. Skilaboð Allens
til áhorfenda voru skýr, og á þá leið að í
dansi þessa pars væri að fmna þá fúll-
komnu skemmtun sem færir vonsvikn-
um nýja von.
Kvenhelmingur hins fræga pars
fæddist árið 1911 og var skírð Virginia
Katherine McMath. Móðir hennar,
sem var handritahöfundur og gagnrýn-
andi, bjó yfir óslökkvandi metnaði fyrir
hönd dóttur sinnar og notaði áhrif sín til
að útvega henni hlutverk í revíum. Leið-
in lá loks á Broadway þar sem hinni
ungu Ginger Rogers, eins og hún hét
nú, buðust smáhlutverk. Þar kynntist
hún Fred Astaire sem líkt og hún hafði
áhuga á þvf að starfa í kvikmyndum.
Ginger komst á samning í Hollywood
en vakti ekki verulega athygli fyrr en
hún lék í söngvamyndinni, 42nd Street,
þar sem hún sagði hnyttnustu setningu
myndarinnar um lausláta stúlku: ,J eina
skiptið sem hún sagði nei var það vegna
þess að hún heyrði ekki spuminguna."
Ginger og Fred
Hlutverkin í söngvamyndunum urðu
æ fleiri. Um það leyti sem henni var
boðið aukahlutverk í myndinni, Flying
Down to Rio ásamt Fred Astaire hafði
hún ákveðið að hætta að leika í söngva-
myndum. Hún sagði við Astaire: ,JÉg
vil ekki leika í fleiri söngvamyndum, en
líklega verður þetta allt í lagi, við ættum
allavega að geta skemmt okkur vel.“
Astaire trúði henni fýrir því að hann sæi
enga ffamtíð fyrir dansara í kvikmynd-
um. Þótt Astaire og Rogers væru ekki í
aðalhlutverkum stálu þau myndinni um
leið og þau stigu á dansgólfið. Á næstu
sex árum léku þau saman, og dönsuðu, í
níu kvikmyndum og samstarf þeirra
kom af stað dansæði í Bandaríkjunum.
Söguþráðurinn í myndunum var yfir-
leitt ekki upp á marga fiska, en það
skipti ekki máli meðan þeim gafst tæki-
færi til að dansa. f stuttu máli má lýsa
söguþraðinum svo: Astaire sér Rogers
og verður samstundis ástfanginn. Hún
lætur eins og hún hafi ekki áhuga með-
an hann eltir hana um allar trissur. Und-
orðaði Katharine Hepbum það best þeg-
ar hún sagði: „Hún gæðir hann kyn-
þokka og hann gæðir hana glæsileika."
Milli Astaire og Rogers féll aldrei
styggðaryrði en Rogers viðurkenndi að
sér hefði stundum fundist erfitt að vinna
með honum þar sem einbeiting hennar
hefði ekki jafnast á við hans. Ginger
Rogers þótti reyndar hinn mesti vinnu-
þjarkur á Hollywoodmælikvarða en
enginn tók þó Astaire ffam í vinnuhörku
og einu sinni lét hann Ginger endurtaka
atriði svo oft að þegar hann loks var
orðinn ánægður þá lak blóðið úr fótum
hennar.
Lif an Freds
Ginger þótti hörkudugleg, áreiðanleg,
glaðlynd og geðsleg kona, en hún var
metnaðargjöm og þótti þeim metnaði
ekki nægilega svalað í dans- og söngva-
^^myndum. Hún vissi sem var
hún hefði ágæta
leikhæfi-
A efri árum hljóp þessi
viðkunnanlega og for-
ríka kvikmyndastjarna í
spik og varð í útliti ekki
ósvipuð Barböru Cart-
land, með stríðsmáln-
ingu, klædd víðum kjól-
um sem minntu á segl.
ir lok myndar viðurkennir H 1
hún ást sína í löngum dansi [
þeina.
Lagahöfundar á borð við I
George Gershwin, Cole
Porter, Jerome Kern og
Irving Berlin sömdu lög j
fyrir þessar kvikmyndir.
Meðal frægra laga má I
nefna: Night and Day, The
Way You Look Tonight og
Let’s Call the Whole Thing j
Qff,
A hvíta tjaldinu var Fred veraldarvan-
ur, þokkafullur og fimur. Ginger var
töfrandi, fersk og lífleg. Saman voru
þau fullkomin. Um þau átti við hið
sama og um pörin, Bogart og Bacall og
Tracy og Hepburn að í samstarfi með
hinum aðilanum voru þau hvert um sig
mikilfenglegri en þegar þau léku ein.
Og þetta eru stór orð þar sem Rogers
ein síns liðs var á góðum degi ffábær
leikkona og Astaire var, eins og allir
ættu að vita, besti dansari kvikmynda-
sögunnar.
En ólíkt Bogart og Bacall og Tracy
og Hepbum, höfðu þau í einkalífinu litla
þörf hvort fyrir annað og áttu fátt sam-
eiginlegt. Hann var hlédrægur full-
komnunarsinni og forðaðist sviðsljósið.
Hún naut þess að vera kvikmynda-
stjama og sóttist eftir athygli.
Astaire var hamingjusamlega giftur
og var ekki haldinn þeini áráttu margra
karla að horfa áhugasamastur á aðrar
konur en sínar eigin. Rogers var nokkuð
gefln fyrir endumýjun í hjónabands-
bransanum, giftist og skildi alls fimm
sinnum að hætti sannra Hollywood-
stjama og var aldrei svo lengi í hjóna-
bandi að tími gæfist til að eiga böm.
Ginger Rogers, sem var
ekki forynja eins og Joan
Crawford, vissi að ungar
leikkonur biðu við dyrnar
reiðubúnar að stela frá henni sen
unni.
Það var sagt að hin heittelskaða eig-
inkona Astaire bannaði honum að kyssa
Rogers á hvíta tjaldinu, en Astaire sagð-
ist sjálfúr vera Útið gefinn fyrir opinbert
kossaflens, sér liði eins og bjána þegar
hann væri að kyssa konur fyrir framan
kvikmyndavélar.
Ginger var ekki uppáhaldsdansfélagi
Astaire. Hann hafði mest dálæti á Cyd
Charisse, leggjalangri ballerínu sem bjó
yfir mikilli tækni og fágun, en skorti þá
líflegu persónutöffa sem Ginger bjó yfir
og honum þótti greinilega vænst um
Judy Gariand. Það vom reyndar fjöl-
margar dansmeyjar sem tóku Ginger
fram í tækni, en eins og vinur Astaire,
danshöfundurinn Hermes Pan sagði,
„þá skipti það engu, því eitthvað við
Ginger gerði það að verkum að Fred
Astaire varð rómantískasta kvikmynda-
hetjan síðan Gable kom ffam og hann
hóf hana upp í æðra veldi.“ Kannski
Ginger þótti
hörkudugleg, áreiðanf"
leg, glaðlynd og geðsleg kona, en
hún var metnaðargjörn og þótti
þeim metnaði ekki nægilega sval-
að í dans- og söngvamyndum.
leika og sóttist því eftir dramatískum
hlutverkum. Samstarfi þeirra Fred lauk
árið 1939, en þau endurnýjuðu það
reyndar tíu árum síðar í einni kvikmynd
sem gerði mikla lukku. Ginger hellti sér
út í dramatíkina með ágæmm árangri og
hún hreppti Óskarsverðlaun, reyndar
fremur óvænt, fyrir leik sinn í grát-
myndinni, Kitty Foyle. En stundum hef-
ur Óskarinn sömu áhrif og Nóbelinn;
mestu tilþrifm skolast burt með veg-
semdinni. Leið Ginger lá nú niður á við,
hlutverkin urðu flest tilþrifalítil og eins
og einhver eiturtungan orðaði það, þá
var meiri breidd í hárgreiðslu leikkon-
unnar en í leik hennar. Aldurinn færðist
yfir, tilboðum fækkaði og eiginmenn
Ginger og Fred: Kannski orðaði
Katharine Hepburn það best þegar
hún sagði: „Hún gæðir hann kyn-
þokka og hann gæðir hana glæsi-
leika."
komu og fóru. Hið síðastnefnda fékk
kannski ekki svo mikið á leikkonuna
því hún hafði uppgötvað það sem furðu
margir einstaklingar komast að raun
um, semsagt að besti og tryggasti lífs-
förunauturinn er mamma. Reyndar
hafði faðir Ginger stungið af mörgum
árum áður, sem vart er hægt að lá hon-
um því þær sögur sem fara af mömm-
unni benda ekki til að hún hafi verið
sæmilega þolanleg í sambúð þótt Gin-
ger hafi elskað hana umfram aðrar
mannverur og haft hana í heiðurssæti á
heimili sínu áratugum saman, eigin-
mönnunum fimm til verulegs ama.
Móðirin stjómsama, Leila Rogers,
var eitt samvinnufúsasta vitni óamer-
ísku nefndarinnar á McCarthy-tíman-
um. Hún átti ekki í vandræðum með að