Alþýðublaðið - 11.05.1995, Side 1
■ Formannsslagurinn í Alþýðubandalaginu að komast á fullt skrið
„ IMý kynslóð fólgin í mér"
- frekar en í Margréti Frímannsdóttur, segir Steingrímur J.
Sigfússon. Sérkennilegar athugasemdir Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, formanns flokksins, hafa vakið athygli varaformannsins.
„Ég tefli mér fram bara sem ein-
staklingi og minni reynslu. Síðustu
átta til tíu árin hef ég verið formaður
þingflokksins, ráðherra og varafor-
maður flokksins og tel mig þvf hafa
góða reynslu og bærilegan bakgrunn
til að takast á við formennskuna. Ég
á mína stuðningsmenn um allt land
þótt ég finni eflaust eitthvað annað
nafn á þá en Landsnet,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, alþingismaður
og varaformaður Alþýðubandalags-
ins, í samtali við Alþýðublaðið.
Steingrímur hefur sem kunnugt er
lýst því yfir að hann gefi kost á sér
til formanns í Alþýðubandalaginu. í
dag mun Margrét Frímannsdóttir
alþingismaður tilkynna framboð sitt
til Ólafs Ragnars Grímssonar, for-
manns flokksins, og ljóst að allt
stefnir í harðan slag þeirra í millum.
„Ég hef undanfamar vikur, mán-
uði og misseri fengið mjög víðtæka
hvatningu og áskoranir um að taka
að mér formennskuna. Ég er fulltrúi
sömu kynslóðar og Margrét og er
raunar yngri en hún. Því er enn frek-
ar nýr tími og ný kynslóð fólgin í
mér heldur en henni. Ég bind að
sjálfsögðu vonir við það að mitt kjör
gæti orðið upphaf nýs tíma og það
hæfist nýtt uppbyggingarskeið í
flokknum. Ég hef mikinn áhuga á að
efla flokkinn sem forystuflokk
vinstri manna í íslenskum stjómmál-
um. Það er stóra verkefnið sem ég sé
í þessu og því fyrr sem við getum
snúið okkur að því máli því betra.
Þess vegna hef ég áhuga á að við
reynum að hafa landsfundinn í fyrra
fallinu og mun leggja það til,“ sagði
Steingrímur.
Því hefur þráfaldlega verið haldið
fram að Ólafur Ragnar Grímsson
hyggist endurheimta formannsstól-
inn við fyrsta tœkifœri. Ert þú tilbú-
inn til að standa upp fyrir honum ef
til kemur?
„Nei, alls ekki. Ég býð mig fram
til að sinna þessu tilskilinn tíma eða
að minnsta kosti til þeirra sex ára
sem er hið almenna kjörtímabil. Ég
vil taka fram í leiðinni að ég ætla
Margréti það heldur ekki að bjóða
sig fram sem einhver afleysingamað-
ur. Mér dettur það ekki í hug og ber
Steingrímur: Ég ætla mér sigur.
fulla virðingu fyrir henni sem mót-
frambjóðanda. En út af fyrir sig hafa
þessar sérkennilegu athugasemdir
formanns flokksins vissulega vakið
athygli mína.“
Landsnet stuðningsmanna Margr-
e'tar segir framboð hennar uppgjör
við flokkadrœtti og deilur liðins
tíma. Ert þú hluti af þessum flokka-
dráttum?
Margrét: Ég er raunar yngri en hún.
„Ég ætla ekki að lesa þama neitt
milli línanna. Það talar hver fyrir sig
og það er best að hver lesi það sem
honum hentar út úr þessu. Ég legg
áherslu á kosningarnar fari vel og
prúðmannlega fram og baráttan verði
uppbyggileg og málefnaleg. Ég mun
hins vegar heyja þessa baráttu af
fullri alvöru og ætla mér sigur.“
Áttu von á að fylgið skiptist milli
Ólafur Ragnar: Sérkennilegar yfir-
lýsingar.
ykkar Margre'tar eftir kjördœmum ?
„Það má ætla í grófum dráttum að
okkar kjördæmi standi á bak við sinn
mann. Én sem betur fer er það þann-
ig að þegar kemur að því að loka
þessu umslagi þá eru menn einir og
gera þetta upp við sig sjálfir. Von-
andi getur það gerst á málefnalegum
og heiðarlegum forsendum," sagði
Steingrímur J. Sigfússon.
■ Evrópumót
í handflökun
Bjór-
bann á
Evrópumeistara- og íslands-
meistaramót í handflökun verður
haldið 27. mai í stóru tjaldi á mið-
bakkanum við Reykjavíkurhöfn.
Aðstandendur mótsins viija taka
sérstaklega fram að sala og neysla
á áfengu öli sé bönnuð á keppnis-
stað. Keppnin er nú haldin í sam-
vinnu við Reykjavíkurborg og
nokkur fyrirtæki. íslandsmót í
handflökun var fyrst haldið í
fyrra en nú eru líkur á að nokkrir
erlendir keppendur taki þátt og
munu þeir sem og íslensku kepp-
endurnir geta unnið til Evrópu-
meistaratitils. Dæmt verður eftir
gæðum, nýtingu og hraða. Verð-
laun fyrir þrjá efstu íslendingana
verður ferð til Humber-svæðisins
í Englandi.
Óhlutbundið myndmál og teiknimyndir
Kristjáns og Bjarna Á laugardag verða opnaðar þrjár
myndlistarsýningar á Kjarvalsstöðum: Kristján Steingrímur er einn þeirra
listamanna sem hefur tileinkað sér óhlutbundið myndmál og er þarna
með sín nýjustu verk. Bjarni Hinriksson er einkum þekktur fyrir teikni-
myndir sínar og er þetta í fyrsta skipti sem Kjarvalsstaðir efna til sýningar
á þeirri tegund myndlistar. Rúsínan í pylsuendanum er síðan Guðmundur
Einarsson frá Miðdal eða öllu heldur verk hans (í baksýn), en sýningin er í
tilefni af aldarminningu listamannsins. A-mynd: E.ÓI.
Eggert G.
Eggert G. Þorsteinsson, fyrrver-
andi ráðherra Alþýðuflokksins, lést á
sjúkrahúsi í Reykjavík síðastliðinn
þriðjudag. Hann var fæddur 6. júlí
1925 og var því á sjötugasta aldurs-
ári.
Eggert var fæddur í Keflavík en
lauk sveinsprófi í múrsmíði frá Iðn-
skólanum í Reykjavík 1947. Hann
var þingmaður Alþýðuflokksins
1953 til 1978. Sjávarútvegs- og fé-
lagsmálaráðherra 1965 til 1971 og
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra 1970 til 1971. Eggert var for-
seti efri deildar Alþingis 1959 og
síðan varaforseti deildarinnar. Hann
var framkvæmdastjóri Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra 1972 til 1979 að
Þorsteinsson látinn
hann var ráðinn forstjóri Trygginga-
stofnunar ríkisins. Því starfi gegndi
hann þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir árið 1993. Eggert gegndi
fjölmörgum trúnaðarstörfum og má
þar nefna að hann átti sæti í mið-
stjóm Alþýðuflokksins frá 1948 til
1988, var varaforseti ASÍ 1958 til
1960 og í stjóm Jámblendifélagsins
1975 til 1982.
Eftirlifandi eiginkona Eggerts er
Helga Soffia Einarsdóttir fyrrver-
andi yfirkennari. Fyrri kona hans var
Jóna Jónsdóttir sem lést árið 1981.
Börn þeirra eru Þorsteinn héraðs-
dómslögmaður, Jón Ágúst deildar-
stjóri, Eggert rafeindavirki og Guð-
björg sjúkraþjálfari.
Eggert G. Þorsteinsson, fyrrverandi
ráðherra Alþýðuflokksins er látinn.
■ Öm Magnússon, framkvæmdastjóri
HSI, hótaði að reka stuðningsmanna-
klúbb landsliðsins úr húsi
„Brot á mann-
réttindum "
- segir Gunnar Jón Yngvason, formaður A-klúbbsins, en hópnum var
meinað að klæðast landsliðsbúningum með Pepsi- auglýsingu.
A-kiúbburinn: „Framkvæmdastjóri HSÍ beitti okkur
andlegu ofbeldi með hótunum sínum," segir Gunnar
Jón Yngvason, formaður, sem verið hefur helsti stuðn-
ingsmannaklúbbur landsliösins undanfarin fimm ár.
A-mynd: E.ÓI.
Framkvæmda-
stjóri HSÍ, Örn
Magnússon, hót-
aði stuðnings-
mannaklúbbi ís-
lenska landsliðsins
brottrekstri úr
Laugardalshöll
skömmu íyrir leik
íslands og Túnis í
fyrrakvöld.
Ástæðan fyrir
þessari hótun var
sú að meðlimir
klúbbsins klæðast
búningum íslenska
landsliðsins og á
þeim er auglýsing
frá Pepsi. Þessar
auglýsingar frá
Pepsi munu hafa
farið fyrir brjóstið
á framkvæmdastjóra HSÍ vegna þess
að einn af stuðningsaðilum HM ’95 er
aðalkeppinautur Pepsi: Coca Cola á
íslandi.
„Ég get staðfest það að fram-
kvæmdastjóri HSÍ kom til okkar fyrir
leikinn og hótaði því að ef við færum
úr æfingajökkunum og létum sjást í
Pepsi-auglýsinguna þá yrði okkur vís-
að úr höllinni," sagði Gunnar Jón
Yngvason, formaður A- klúbbsins,
sem verið hefur helsti stuðnings-
mannaklúbbur landsliðsins undanfarin
fimm ár. Gunnar sagði þetta koma
mjög á óvart, því allir starfsmenn á
skrifstofu HSI og Ólafur Schram,
formaður HSÍ, hafi vitað af þessari
auglýsingu frá Pepsi á búningum A-
klúbbsins.
„Við emm að kaupa þessa búninga
af Adidas fyrir 8000 krónur og leituð-
um því eftir auglýsingum á þá frá
nokkmm styrktaraðilum, þar á meðal
Coca Cola“, sagði Gunnar.
Gunnar sagði að ffamkvæmdastjóri
HSf hafi vitnað í reglur Alþjóða hand-
knattleikssambandsins, IHF, máh sínu
til stuðnings en ekki svarað neinu þeg-
ar hann var beðinn um að sýna regl-
umar á blaði. „Þetta er ekkert annað
en brot á mannréttindum, það getur
enginn bannað okkur að klæðast þess-
um búningum eða skipað okkur að
vera í yfirhöfnum til þess að fela aug-
lýsingar frá okkar styrktaraðila.
Framkvæmdastjóri HSÍ beitti okkur
andlegu ofbeldi með hótunum sínum.
Þetta eyðilagði alla stemmningu í
hópnum og við vorum frekar niðurlút
á leiknum eftir þessa uppákomu eins
og sjónvarpsáhorfendur hafa sjálfsagt
tekið eftir“, sagði Gunnar.
Ekki náðist í framkvæmdastjóra
HSÍ í gær vegna málsins.