Alþýðublaðið - 11.05.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 11.05.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐK) FIMMTUDAGUR 11. MAÍ1995 s k o d a n MfflUBUÐIÐ 20916. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vská mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Evrópusambandið og jafnréttismálin Páll Pétursson er jafnréttismálaráðherra í nýrri ríkisstjóm íslands. Enginn býst við miklum afrekum af hans hálfu í þeim efnum, þó auðvit- að eigi hann að fá að sanna sig einsog aðrir. Stjómmálaferill Páls og pólitísk viðhorf benda ekki til þess að jafnréttismál skipti ráðherrann neinu máli. Hin nýja ímynd Framsóknar gæti því auðveldlega brotnað undan pólitískri þyngd Páls Péturssonar. Páll Pétursson er einínig þekktur fyrir andstöðu sína við Evrópusam- bandið. Páll fór hamfömm gegn samningnum um Evrópska efnahags- svæðið og fann því allt til foráttu. Rök Páls gegn EES hljóma nú sem hlálegt raus úr grárri fomeskju, enda býður hans nú það hlutverk sem ráðherra að sjá til þess að samningnum verði fúllnægt, og því þarfa verki haldið áfram að aðlaga íslenska löggjöf að því sem gerist innan Evrópusambandsins. Ein af meginröksemdum Páls gegn EES var að réttindi launafólks væm lítilsvirt í Evrópu. Þetta sjónarmið lýsir mikilli vanþekkingu. Rétt- indi kvenna á vinnumarkaði eru til að mynda betur tryggð í löggjöf ESB en í íslenskum lögum. Þær tilskipanir ESB um jafnréttismál sem em hluti af EES, ganga lengra en íslensk jafnréttislög. Dómar Evrópudóm- stólsins em einnig gnðarlega mikilvægir fyrir framgang jafnréttismála hér á Iandi. Elsa B. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Skrifstofú jafnréttismála, hefúr kynnt þessi mál af kostgæfni hér á landi og mun skrifstofan hafa mikilvægu hlutverki að gegna í frekari kynningu á þessu brýna málefni á næstu mánuðum. Þess er að vænta að Páli Péturssyni verði sérstaklega kynnt löggjöf ESB og dómar Evrópudómstólsins og honum gerð grein fýrir því að endurskoða þarf jafnréttislögin til að tiyggja íslenskum kon- um sama lagalega rétt og kynsystrum þeirra í Evrópu. Það verður sannarlega merkur dagur í sögu Alþingis þegar Páll Pét- ursson mælir fyrir nýjum jafnréttislögum. Við því býst þó enginn. Eða hlýtur ekki hinn staðfasti Páll að neita að flytja lög sem byggja á þvílíku fullveldisbroti og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið? Stolt hans og staðföst krafa samviskunnar um samræmi orða og athafna bein- línis bannar það að taka hið minnsta tillit til dóma Evrópudómstólsins. Hvers eiga íslenskar konur að gjalda að eiga svo framsýnan jafnréttis- málaráðherra að bandamanni? Einkamál Davíðs Oddssonar? Meðferð Davíðs Oddssonar á konum í Sjálfstæðisflokknum hafa vak- ið mikla reiði innan flokksins. Eftir fögur fyrirheit Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni um átak í jaínréttismálum kom það ekki til umræðu hvað þá annað að kona fengi eitt af fimm ráðherraembættum flokksins. Valgerður Bjamadóttir sendn- Sjálfstæðisflokknum tóninn í Morgun- blaðinu í gær. Hún segir: ,,Það er væntanlega langt þangað til að raun- verulegt jafnrétti mun ríkja á milli karla og kvenna. Ein forsendan fyrir því að það verði nokkru sinni er að konur komist í valdastöður. Það er ekkert einkamál sjálfstæðiskvenna hvort ráðherramir em konur eða karlar, það kemur öllum íslenskum konum við. Ríkisstjómin er nefni- lega ekki ríkisstjórn sjálfstæðisfólks eingöngu heldur þjóðarinnar allrar.“ Óhætt er að taka undir orð Valgerðar. Það er ekkert einkamál Davíðs Oddssonar hvort hann einblínir á verðleika einkavinar síns Bjöms Bjamasonar eða „yfirburðahæfni" Halldórs Blöndals og annarra ráð- herra, en gleymir verðleikum Sólveigar Pétursdóttur. Það þykir sjálfsagt að taka tillit til byggðasjónarmiða við ráðherraval, en jafnréttissjónar- mið eiga þar engan hljómgmnn. Davíð Oddsson hefúr engan áhuga á jafnréttismálum. Forsætisráðherra beit síðan höfúðið af skömminni rn'eð því að segja ráðherravalið byggjast á verðleikum þingmanna flokksins. Þessi trúir enginn nema klappstýmmar í „Sjálfstæðum konum“. Með fullri virð- ingu fyrir Bimi Bjamasyni þá er það ljóst að hann varð ekki ráðherra vegna verðleikanna einna saman. Einkavinavæðingin náði nú loks til ráðherrastóla í ríkisstjóminni. ■ ■ Gagnrýnendur keppast við að hlaða lofi á Halldór Laxness og þá sérstaklega Sjálfstætt fólk. Lærðu menn í reynd hið svokallaða „suður-ameríska töfraraunsæi" af Halldóri? „Bók lífs míns" - segir skáldið Brad Lerthaus- er, bókmenntafræðingur og dálkahöfundur The New York Review ofBooks. Virtasta bókablað Bandaríkjanna, The New York Review of Books, birtir í dag, 11. maí, langa grein sem neínist ,,Mikil bók frá litlu landi“ („A Small Country’s Great Book“). Greinina skrifar skáldið og bókmenntafræðíng- urinn Brad Leithauser og fjallar þar um Sjálfstœtt fólk eftir Halldór Lax- ness. Hann segir bókina minna um margt á stórvirkið Hundrað ára ein- seind eftir Gabriel Garcia Marques sem út kom löngu síðar og hlaut höf- undur hennar Nóbelsverðlaunin liktog Laxness fyrr. Þama er Leithauser í raun á sama máh og gagnrýnandi danska blaðsins Infonnation sem sagði fyrir nokkru að hið svokallaða suður-ameríska töfra- raunsæi hefðu menn lært af Halldór Laxness. Að mati Leithauser er aðalpersóna Sjálfstæðs fólks, Bjartur í Sumarhús- um, ein eftirminnilegasta persóna skáldsagna 20. aldarinnar. Hann segir bókina vera átakanlegustu lýsingu á sálarstríði manns sem hann hafi nokkru sinni lesið. í upphafi greinar sinnar segir Leit- hauser: „Til eru góðar bækur og til eru stórkostlegar bækur og kannski er til bók sem er ennþá meira: hún er bók manns eigin lífs...Og bók míns eigin h'fs? Fyrstu kynni mín af henni standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ég lauk við síðasta kafla hennar síð- degis á kaffihúsi í Róm. Úti blésu naprir vindar og haustregnið lamdi stræti, og ég grúfði mig yfir blaðsíð- uraar eins og ég væri að laumast til að lesa. Ég gerði það af tveimur ástæð- um. Birtan hafði dofnað. Og ég kærði mig ekki um að nokkur sæi að ég grét. Skáldsagan var Sjálfstætt fólk Hall- dórs Laxness." Leithauser segir að margt sé líkt með Sjálfstæðu fólki og Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marques, Halldór Laxness, skáldjöfurinn sem situr á friðarstóli að Gljúfrasteini. Bók- menntagagnrýnendur líkja Sjálfstæðu fólki við Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marques og nokkrir þeirra ganga fetinu framar og segja menn hafa lært hið svokallaða suður-ameríska töfraraunsæi af Halldóri. meðal annars séu báðar sögumar töff- um slungnar. Munurinn sé hinsvegar sá að hjá Bjarti í Sumarhúsum sé gald- urinn svartur; töfrarnir eru honum ekki síður fjandsamlegir en hið hvers- dagslega umhverfi. Þessvegna sé bar- átta Bjarts tvíþætt. Hann beijist við óbhð náttúruöfl og hið yfimáttúrulega - bölvun sem hvfli á dalnum. Leithauser segir að einsog allar aðr- ar miklar skáldsögur veki Sjálfstætt fólk lesandann til umhugsunar. Hann heldur því fram að bókin snúist að miklu leyti um baráttu milli feðgin- anna Bjarts og Ástu Sóllilju, en bætir því við að kannski sé kjami sögunnar annar: barátta mannsins við sjálfan sig og hugsanlegri endurlausn hans því í sigri sínum glati Bjartur öllu því sem skiptir hann máli. „Hann verður að glata auðlegð sinni. Hann verður að glata stolti sínu. Hann verður að glata sjálfum sér til að finna sig.“ Síðar segir Leithauser: „Persónur Bjarts og Ástu Sóllilju em dregnar svo snilldarlegum dráttum að hætta er á því að þær skyggi á allar aðrar persón- ur verksins. Én við hvem nýjan lestur á sögunni (sex, og er enn ekki hættur) stend ég mig að því að dást að hversu fúllmótaðar allar hinar persónumar í sögunni eru.“ Leithauser lýkur grein sinni á því að segja að ást manns á bókum sé jafn til- finningabundin og ást manns á öðm fólki. Hann segist stöðugt beijast við þann grun að hann einn sé ímynd hins fullkomna Iesanda Sjálfstæðs fólks. Raunin hafi hinsvegar verið önnur. Halldór Laxness hafi eitt sinn sagt honum sögu sem augljóslega hafi staðið honum lengi nærri hjarta: Dag einn staðnæmist leigubfll fyrir utan Gljúffastein og út steig ókunnur maður. Þetta var Bandaríkjamaður á hraðferð (hann þurfti að skipta um flugvél í Keflavík) en honum var um- hugað um að taka í höndina á þeim manni sem skrifaði Sjálfstætt fólk. „Keflavíkurflugvöllur er í um 50 mflna fjarlægð frá heimili skáldsins. Hundrað mílna hringferð í leigubíl hefur kostað hann mikið fé...Hver myndi fara í slíka pflagrímsferð? Er það ekki sá sem telur sig skilja mikla skáldsögu bemr en nokkur annar mað- ur á jarðkringlunni?" spyr Brad Leit- hauser að lokum. ■ „Leithauser segir að margt sé líkt með Sjálf- stæðu fólki og Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marques, meðal annars séu báðar sögurnar töfrum slungnar. Munurinn sé hinsvegar sá að hjá Bjarti í Sumarhúsum sé galdurinn svartur; töfrarnir eru honum ekki síður fjandsamlegir en hið hversdagslega um- hverfi. Þessvegna sé barátta Bjarts tvíþætt." m a í Atburðir dagsins 1661 Ragnheiður Brynjólfs- dóttir í Skálholti sver opinber- an eið um hreinlífi sitt. 40 vik- um síðar ól hún bam sem Daði Halldórsson gekkst við. 1812 Breski forsætisráðherrann Spencer Perceval skotinn til bana í þinghúsinu. 1949 Ham- let frumsýndur á fslandi, hjá Leikfélagi Reykjavíkur; Lárus Pálsson lék Hamlet. 1956 EIvis Presley lætur í fyrsta skipti til sfn taka á breskum vinsælda- listum, með Heartbreak Hotel. 1981 Reggístjaman Bob Marl- ey deyr, 36 ára að aldri. Afmælisbörn dagsins Jón Sigurðsson alþingismaður frá Gautlöndum, 1828. Einar Jónsson myndhöggvari, 1874. Irving Berlin rússneskættaður bandarískur tónsmiður, höf- undur söngleikja og kvik- myndatónlistar, 1888. Salva- dor Dali spænskur súrrealisti, 1904. Eric Burdon breskur rokksöngvari, 1941. Annálsbrot dagsins Syðra um sumarið kom eng- elsk dugga með mörgum herra- mönnum og nógum gullpen- ingum. Ei vita menn hvers er- indis. Sand sóttu þeir í Heklu- fjall. Húnvetnskur annáll, 1772. Lífsleiði dagsins Virtist mér sem töluverður lífs- leiði byggi honum í brjósti, enda var þá hagur hans allbág- borinn; hann var þá kvongaður og átti ungan son, en heimilislíf hans var eða virtist mér æði tómlegt. Sagði kona hans mér í trúnaði, að hann væri sem eng- inn á heimili, því að hann talaði sjaldan orð við sig og léti sig búa í vondri og sólarlausri götu. Matthías Jochumsson um Steingrím Thorsteinsson. Málsháttur dagsins Nirfill nælir, Satan svælir. Orð dagsins Djöfullinn sjálfur, nú dámar mér að, og dœmalaus hroði, ' hörmungar sœring, að hugsa sér það, og helvítis voði. Þetta kvaö vera fyrsta vísa Steins Steinarr, ort þegar hann var 7 eöa 8 ára og er samansafn orðatil- tækja fóstru hans. Fyrir vísuna fékk hann sín fyrstu skáldalaun - ærlega flengingu. Skák dagsins Rússneski stórmeistarinn Dol- matov kann ýmislegt fyrir sér, enda hefur hann aðstoðað sjálf- an Karpov. Hann hefur hvítt og á leik gegn Levin. Staðan virðist ekki bjóða uppá mikil tilþrif en kauðsk staðsetning svarta hróksins ræður úrslitum. Hvað gerir hvítur? 1. Hxe5! Einfalt og áhrifaríkt. Drepi svartur hrókinn rennur f-peð hvíts uppí borð. Levin gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.