Alþýðublaðið - 16.05.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 16.05.1995, Síða 1
Þriðjudagur 16. maí 1995 Stofnað 1919 72. tölublað - 76. árgangur ■ Ríkissaksóknari hafnar Hafnarfjarðarrannsókn Féngu púðursprengjuna í - segir Guðmundur Ami Stefánsson alþingismaður. „Þetta sýnir auðvitað að það er ekki fótur fyrir neinum af þeim ásökunum sem núverandi meirihiuti í bæjarstjóm hefur haft uppi í garð fyrrverandi meiri- hluta Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. En eftir situr sá stimpili á bænum sem þessi ófrægingarherferð meirihlutans hefur haft í för með sér,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, í samtali við Alþýðublaðið. Ríkissak- sóknari hefur vísað frá kröfu oddvita Alþýðubandaiags og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjóm Hafharfjarðar um opinbera rannsókn á viðskiptum bæjarins og Hagvirkis í tíð meirihluta Alþýðu- flokksins í bæjarstjóm. Áður hafði Þor- steinn Pálsson settur ráðherra í málinu vísað frá kröfu um rannsókn á vegum félagsmálaráðuneytisins. „Þessi niðurstaða ríkissaksóknara kom mér auðvitað ekki á óvart og ég vissi að hún gat ekki orðið á annan veg. Allur þessi málatilbúnaður var með slíkum hætti að engu tah tekur. Það má benda á önnur uppþotsmál af þeirra hálfu sem hafa gufað upp eins og Lista- hátíðarmáhð. Menn hefðu betur snúið sér að því að reyna að stjóma þessu bæjarfélagi í stað þess að standa fyrir þessum hatursherferðum sín gegn póh- tískum mótheijum. Ég hygg að það sé mjög fátítt í íslenskum stjómmálum að andlitið menn kæri pólitíska andstæðinga sína fyrir lögreglunni. Það væri fróðlegt að fá það uppgefið hvað þessi herferð öh hefúr kostað mikið og hver borgar brús- ann. Em það skattgreiðendur í Hafnar- firði sem þurfa að standa undir öllu þessu mgli sem mennimir hafa staðið fyrir? En þetta mál er búið. Sprengjan reyndist púðursprengja og sprakk í and- lit þeirra sem bjuggu hana til,“ sagði Guðmundur Ámi Stefánsson. jr Utvarpsper- vert angrar bersöglis- skáld... Rauðhærða skæruliðaskáldið Didda hefur tætt velsæmistaugar smáborgaranna uppá síðkastið með bersöglismálum sínum í fjölmiðl- um. Stefán Hrafn Hagah'n lét raka á sér hausinn og ræddi síðan við fyrr- verandi yfirpönkarann Diddu um líf hennar og fyrstu ljóðabókina: Lastafans og lausar skrúfur. „Einn þekktasti og virtasti útvarpsmaður landsins hringdi í mig undir því yfirskyni að fá mig í viðtal. Maður- inn tapaði sér síðan algjörlega í sím- anum og klæmdist í tvo tíma. Dag- inn eftir hringdi hann aftur og talaði þá í þrjá tíma. Fyrst hélt hann sig við sögur af öðm fólki í þriðju per- sónu, en undir lokin gleymdi hann sér í æsingnum og fór að detta inní fyrstu persónu. Þá vom þetta í raun- inni sögur sem hann var að segja mér af sjálfum sér: þessi líka of- boðslega sjúki pervert," segir Didda aðspurð um hvort öfuguggar hafi angrað hana í kjölfar birtingar á ber- söglismálum hennar. A mynd: e.ói. - Siá viðtal á blaðsíðum 6 og 7. Falla nú öll vötn til Dýrafjarðar. . . Þeir eru ekki árennilegir þessir þrír leikmenn rússneska liðsins: Azavin, Torgovanov og Lavrov (markvörður og fyrirliði), en þeir voru í Öskjuhliðinni í gær þegar myndin var tekin og á leiðinni í Bláa Lónið. Þeir verða i eldlínunni í kvöld í Laugardals- höliinni, en þá reyna íslendingar sig gegn þessum núverandi heimsmeisturum í handknattleik. Nú er að duga eða drepast og spurning hvort islendingar hafi ekki hingað til sýnt fullmikla gestrisni í þessari keppni. Sigurveg- arar í þessum leik komast áfram í átta liða úrsiit HM' 95. A-mynd: E.Ói. ■ Alþýðubandalagið Skipti mér ekki af - segir Stefanía Traustadóttir. „Ég tók þá ákvörðun í vetur að hafa gerst í stöðunni sem breytti hætta að skipta mér af innra starfi og málefnum Alþýðubandalagsins og sé ekki neina ástæðu til að breyta því,“ sagði Stefanía Trausta- dóttir í Reykjavík í samtali við Al- þýðublaðið. Stefanía sagðist ekkert fyrri ákvörðun um að starfa ekki á vegum Alþýðubandalagsjns. Hún sagðist hins vegar ekki hafa sagt sig úr flokknum og væri ekki búin að taka ákvörðun um að gera það. En ætlar hún þá að láta formannskjör- starfinu ið í Alþýðubandalaginu afskipta- laust? „Ef ég verð enn á félagaskrá þeg- ar kjörið fer fram þá fer það bara eftir því hvernig mér líður í það skiptið hvort ég kýs eða ekki,“ sagði Stefanía Traustadóttir. ---r 1 11 ■ Olympíumeistara- titill íslenska unglinga- landsliðsins í skák „Þeir alefni- legustu" - sem fram hafa komið hérlendis, segir Þröstur Þórhallsson stórmeistari. Islenska unglingalandsliðið í skák, 16 ára og yngri, hrósaði sigri á Ólympíumeistaramóti síðastliðinn sunnudag og er það óneitanlega sól- arglæta á annars fremur dökkum ís- lenskum íþróttahimni. Þröstur Þór- hallsson stórmeistari þakkar árang- urinn góðu unglingastarfi. Keppt var á Las Palmas á Kanaríeyjum og von er á ungu hetjunum heim í kvöld. Liðsstjóri er Haraldur Bald- ursson, stjórnarmaður Skáksam- bandsins. Þröstur nefnir sérstaklega til sög- unnar Jón Viktor Gunnarsson sem teflir á 1. borði og Braga Þorfinns- son. „Þessir strákar eru þeir alefni- legustu sem hafa komið fram hér- lendis og standast fyllilega saman- burð við okkar bestu skákmenn þeg- ar þeir voru á þeirra reki,“ segir Þröstur. Þröstur rekur þennan árangur til öflugs unglingastarfs undanfarin ár einkum hjá Taflfélagi Reykjavíkur og Skákskóla íslands. „Það er auð- vitað ómetanlegt að hafa stórmeist- ara sér til halds og traust þegar ífam koma spumingar er varða stöður og annað er lýtur að skáklistinni." Það var Margeir Pétursson sem þjálfaði liðið og til marks um áhuga drengjanna þá vfluðu þeir ekki fyrir sér að senda honum fax með (tarleg- um spumingum varðandi ákveðnar byrjanir og svo framvegis. „Þetta em alvömmenn," segir Þröstur. Það vekur athygli Þrastar að Rússar virðast ekki koma vel út úr mótinu og vekur þá spumingu hvort þeir séu að slaka á heljartaki sínu í skákinni. „Ástandið í skáklífi Rússa hefur greinilega versnað," segir Þröstur. Igum við siðustu til BENIDORM tin í b rottfa r í r *Staðgreitt m/flugvaIla rsköttum pr. mann, 2 fullorðnir og 2 börn í íbúö. VerS frá kr. *** *Staðgreitt m/fIugva11arsköttu pr. mann, 2 fullorðnir f íbúð. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frd flugvelli erlendis. íslensk fararstjórn. Pantaðu i síma NUNA 552-3200 FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 552-3200 ...:i| mmmmmmm

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.