Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 6
ALÞYÐU BLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAI 1995 I Rauðhærða skæruliðaskáldið Didda - Sigurlaug Jónsdóttir- hefur tætt velsæmistaugar smáborgaranna uppá síðkastið með bersöglismálum sínum í fjölmiðlum. Nú í byrjun sumars kemur útfyrsta Ijóðabók hennar- „Lastafans og lausar skrúfur" - hjá Forlaginu. Stefán Hrafn Hagalín lét raka á sér hausinn og ræddi síðan við Diddu um lífið og Ijóðin... r,Ég er alin upp við alkóhólisma og bridds yy ,Ég var komin á götuna fimmtán ára gömul einfaldlega vegna þess að ég var erfiður unglingur og mamma gaf mér úrslitakosti: Annaðhvort breytistu eða ferð. Ég fór. Hún lokaði samt ekki alveg á mig þannig að ef ég vildi koma til baka, fara í bað, fá mat eða leggja mig þá gerði ég það. Þetta var eigin- lega samningur okkar á milli. Ég var sífellt að vaða yfir mömmu og afstaða hennar var skiljanleg. Það er engin beiskja í mér útaf þessu. Ég er náttúr- lega skilnaðarbam, alin upp í Breið- holti, Vogunum og Smáíbúðahverfinu - við alkóhólisma og bridds. Lenti í miðjú systkinaraðarinnar og kom ell- efu mánuðum á eftir elsta barninu," segir ljóðskáldið Didda aðspurð um uppeldi sitt og æsku og kveikjuna að Lastafansi og lausum skrúfum - íyrstu ljóðabók hennar. Stefán Hrafn Haga- lín særði bókarhandritið útúr útgefend- um Diddu hjá Forlaginu, Jóhanni Páli Valdimarssyni og Soffiu Auði Birg- Lsdóttur, gegn því loforði að fara ólíka leið en aðrir sem við ljóðskáldið hafa rætt og leggja ekki alla áherslu á af- brotin, dópið, sexið og búsið: tryllingslegt líf götubamsins. Stefán Hrafh byrjaði á því að fara og láta raka á sér hausinn; svona til að ná réttu stemmningunni því Didda var jú einn af forsprökkum reykvísku pönkar- anna sem voru uppá sitt besta fyrir tíu til fimmtán ámm. Sem hann las hand- ritið í rakarastólnum féll hárið í flyk- sum niður á síðumar og rakarinn æstur af gægjum á ljóðin blóðgaði eyra hans tvisvar. Slík eru bersöglismál Sigur- laugar Jónsdóttur - Diddu. Innanum plussklædd harðviðarþægindi, elhgular fjölskyldumyndir og fornar stofu- klukkur á Torfunni sátu síðan tveir prakkarar með ansi ólíkan bakgrunn síðastliðinn föstudag og ræddu saman um lífið og ljóðin í undirfurðufega hálfum hljóðum - milli þess sem þau hlógu... Díng, dong. Forvitni eitt: Þessi op- inskáu Ijóð í bókinni... Fjalla þau öll um hluti sem gerðust í raun og veru? „Hvert eitt og einasta. Og ég fegra frekar lífsreynsluna sem þama birtist, ef eitthvað er. Það er síðan eitt sem hefur ekki komið ffam í sambandi við útgáfu þessarar bókar og það er að ég er óvirkur alkóhólisti og óvirkur dóp- isti. Töluverður hluti bókarinnar fjallar þannig um hvemig líf það er að vera virkur alki og dópisti í tæp fimmtán ár. Ég hafði ekkert val.“ Ertu heilbrigður einstaklingur í dag? „Nei, nei. En ég er heilbrigðari en áður, fer vel með mig og er ekki lengur haldin þessari sjálfseyðingarhvöt og sjálfsfyrirlitningu. Ég hef verið edrú í rúmlega tvö og hálff ár. Engin neysla. Alveg streit." Og hvemig ferðu að? „Það sem hjálpar mér við að halda mér edrú er að hafa það í huga, að ástæða þess að ég hætti var ekki falleg. Ég sit AA- fundi með hinum sjúkling- unum og þar er að finna einhvern stærsta hóp af egófrikum sem um get- ur. Ég er ekki stikkfri frá þessum efri- um í dag og heldur ekki stikkfrí frá minni fortíð.“ Og svo vinnurðu að þessum mál- um, er það ekki? ,Jú, ég vhm sem aðstoðarmeðferð- arfulltrúi á Tindum, meðferðarheimih fyrir unglinga sem flestir era á aldrin- um þrettán til sextán ára. Þetta er því innan ríkisbáknsins. Krakkamir bera virðingu fyrir mér og ég tala sama tungumál og þau, hef reynslu af þess- um málum og veit hvenær þau era að blöffa og hvenær ekki. Þau h'ta á mig sem eina af þeim.“ Afhverju hættírðu í neyslu? „Ég var komin í þrot í hausnum á mér og var farin að hugsa stórhættu- legar hugsanir tengdar Ulfi syni mín- um. Það var ekki neyslan sem rak mig í meðferð því í raun var hún miklu minni á þessum tíma heldur en oftast áður. Ég var bara hætt að ráða við hausinn minn. Ég gat þetta ekki lengur; var farin að hugsa um heimilislífið hjá okkur Ulfi þannig að þetta væri fjandi gott hjá okkur því bráðum gæti hann farið að vefja fyrir mig jónumar. En hvaða rétt hafði ég til að eyðileggja hans líf? Hvað hafði hann eiginlega gert mér? Ekkert, svo ég hætti.“ Og það virðist vera það eina í lífi þínu á þessu túnabili sem þú skrifar ekki um í bókinni. , Já og ég ætla ekki að skrifa um það fyrr en Ulfrir, sem er núna fimm ára, er orðinn nægilega gamall til að skilja það.“ Þú hefur ekki lent í því að missa forræðið? ,Ég slapp. Það gerðist á fylleríi síð- asta sumarið sem ég drakk að fíknó kippti mér uppí bíl á Ægissíðunni og sagði einfaldlega: Didda, passaðu Úlf! Síðan hentu þeir mér út.“ Þú ert nokkrum sinnmn í steinin- um í bókinni. Dvaldirðu oft á bakvið Iás og slá? ,Eg var svoh'tið þar. Slósv mikið og var með stólpakjaft. Ég vil nú meina að ég hafi svona sterka réttlætiskennd og verið lögð í einelti. Stundum var löggan líka að taka mig áður en ég náði að bijóta af mér. Einhver sagði um mig að ég hefði verið bráðgáfað götubam. Mér fannst það flottur stimp- ill.“ Já, eitthvað til að setja á iegstein- inn: Sigurlaug Jónsdóttir. Bráðgáf- að götubarn. Hvfl í friði... „Kannski. Annars var ég ekki bara ótrúlegur spennufíkill heldur mikill fíkill í neyslu og þó að mér finn- ist ekki í dag að það sé heimskulegt hjá öðmm að fá sér einn bjór eða reykja einsog eina jónu þá væri það ofboðslega heimskulegt hjá mér.“ Afhverju heitír sonur þinn Úlfur? „Hann hefur alltaf heitið Úlfrir. Allt ffá því „ , ,, ... löngu áður en hann fædd- ^11 eS c o °S ^un dansaði ist. Þetta lá ljóst fyrir. Sennilegast sá hún Dans Ég var á skallanum og það kom til mín kona og leiddi mig heim til sín. Mallaði í pípu handa mér og ég reyndi að vefja djont sem ég man ekki vel hvemig gekk. Það er ekki ósennilegt Það er ekki ósennilegt að ég hafi gert eitthvað sem engan langar að hafa gert, en hefur samt gert. Það er ekki ósennilegt að ég hafi gleymt á verstu augnablikunum að samt sem áður væri eitthvert vit í þessari vitleysu. Það er ekki ósennilegt að ég hafi logið, svikið og gengið afturábak í gegnum einkalíf annars fólks. Það er ekki ósennilegt að ég hafi fengið hluti inn í mig og beint framan í mig. Það er ekki ósennilegt að mér hafi verið riðið án þess að ég vissi það, að mér hafi verið nauðgað beint í kjaftinn algjörlega meðvituð. Og það er ekki ósennilegt að ég hafi öskrað og heimtað barasta pening fyrir. Það er ekki ósennilegt að allt sé í lagi þó svo að á mig hafi verið skitið, migið og ælt. Það er ekki ósennilegt að sumir dagar séu fyndnari en aðrir og það sem er dapurt dofnar eins og litaraftið á okkur öllum á vetuma. Langflottasta nafriið.' Hverjh hafa verið að hjálpa þér með skrifin; lesa yfir og þessháttar? „Þór Eldon og Bragi Ólafsson fyrstir og fremstir. Þeir hafa gert mest fyrir mig. En líka Soffía Auður Birgisdótt- ir.“ Hafa einhverjir öfug- uggar verið að angra þig eftir að hafa iesið Ijóðin? , Já, aðeins. Effir að viðtal birtist við mig um daginn hringdi til dæmis einn þekktasti og virtasti útvarpsmaður landsins í mig undir því yfirskyni að fá mig í viðtal. Maðurinn tapaði sér síð- an algjörlega í símanum og klæmdist í tvo tíma. Daginn eftir hringdi hann aftur og tal- aði þá í þrjá tíma. Ég ætlaði aldrei að losna við hann af lín- unni. Fyrst hélt hann sig við sögur af öðra fólki í þriðju per- sónu, en undir lokin gleymdi hann sér í æsingnum og fór að þá meira en ég þó hún væri blind. Svo vaknaði ég, held ég (ég er allavega vakandi núna) en hún dó um veturinn og hefur ekki vaknað síðan. En ég er hér núna og dansa ef ég firm í beinum mínum blinduna nálgast. detta inní fyrstu per- sónu. Þá voru þetta í rauninni sögur sem hann var að segja mér af sjálfum sér: þessi líka ofboðslega sjúki pervert. Einn hringdi svo í mig um daginn: - Varst það þú sem varst í viðtalinu? Já. -Hvort ertu þessi rauð- hærða eða dökk- hærða? Hver ert þú? -Sigurður. Er í lagi með þig Sigurður? -Ha, já. Ertu perri? -Nei. Ertu viss? -Já, mig langaði bara að spyrja þig að þessu?" Afhverju er svona mikið af samfarasög- umíbókinni? „Þetta er vitaskuld bara það sem fólk ger- ir. Það era allir - alltaf - að gera það. Kannski er þetta spumingin um í hversu víðu samhengi maður getur skoðað hlutina án þess að verða heitur af einhveijum ríðingum. Þetta er eitthvað sem gerist hjá öllum, en við megum aldrei tala um það. Aldrei þorði ég að segja neinum þegar mér var oft nauðgað þrettán ára af bróður vinkonu minnar. Samfarir era svo mikið tabú.“ Samt er þetta í gangi allsstaðar. Klámblöð og -bækur er að finna í öllum bókabúðum. Vídeóleigurnar troðfullar af þessu og Internetið og Vefurinn eru Sódóma og Gómorra nútímans. „Einmitt. Auðvitað þarf að ræða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.