Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 þetta. Við græðum ekkert með því að slá þagnarskildi um samfarimar.“ Varstu ekki pönkari? „Jú. Ég var meira að segja fyrsti pönkarinn sem var með gat í nefmu.“ Hvað hefur orðið um vini þína frá neysluárunum? „Þeir em margir lifandi, aðrir dauðir - eða fljótlega. Einhverjir eru mjög veikir: andlega. Margir eru enn að dópa.“ Og þú orðin svona settleg, vinnur venjulega vinnu og býrð á Loka- stígnum með Ulfi... „Ég er ekkert settleg. Ég sé um mig og son minn. En ég leigi og myndi aldrei kaupa mér íbúð eða hús. Og þetta er sem betur fer ekkert venjuleg vinna. Ég var atvinnulaus í eitt ár eftir að ég varð edrú og vann síðan á skóvinnustofú í eitt ár og það var sko venjuleg vinna. Ég var að drepast: mér leiddist svo hrikalega. Vinnan mín í dag er mjög krefjandi því unglingar em einfaldlega mjög kretjandi fólk. Ég man eftir því, að sem unglingi fannst mér vanta einhvern fullorðinn sem segði mér satt; einhvem sem færi ekki undan í flæmingi og segði mér satt um lífið og tilvemna. Ég reyni að segja satt.“ Einhver sagði mér að þú værir lærður söðlasmiður... „Nei, það er ein lygin enn. Ég ætlaði að læra söðlasmíði, en er í staðinn eina manneskjan á íslandi sem er með próf í tösku- og veskjagerð. Ég fór út til London árið 1987. Þá var ég á kafi í neyslu og þetta var sennilega besti tím- inn minn í henni. Þetta var skemmti- legt. Maður gat dottið í það í hádeginu og verið fullur í skólanum og svo framvegis “ Var ekkert sagt við þessu fram- ferði þínu? „Ég var nú einu sinni tekin inná teppi og spurð hvort ég ætti við ein- hver vandamál að stríða. Ég svaraði bara nei. Og þar með var það úr sög- unni. Þama útí London er ofsalega eðlilegt að vera búsari þannig að mað- ur skar sig ekkert út.“ Og hvað svo? ,,Eg kom heim um sumar, fór í af- mælisveislu á sunnudagskvöldi og endaði auralaus í viku-blakkáti £ Kö- ben. Hjálpræðisherinn í Kristjamu gaf mér á meðan að borða.“ Á einum stað í bókinni talarðu um ungar stelpur sem eru „algjörlega ólamdar og stórhættulegar“. Hvað ertu að meina? „Ég held að þær séu stórhættulegar öðrum konum. Ég sat inná kaffihúsi þegar ég skrifaði þetta og horfði á svona stelpur: sætar, fínar og flottar. Ég varð öfundsjúk og var næstum stokkin upp til að beija þær; svona æð- islegar, ónauðgaðar og ailt. Eftir mína lífsreynslu finnst mér oft að ég sé öll notuð og útjöskuð. Fegurðin virkar gjaman ógnandi." Vildirðu ekki vera svona ólamin og stórhættuleg? „Nei, kannski em þær hka misnot- aðar og búa við hryllilegt heimihslíf. Það sést ekkert á yfirborðinu. En ef ég væri svona fín og flott þá væri ég ein- hver önnur en ég er. Mér myndi líða illa. Ég þarf að vera í þægilegum föt- um. Kannski er ég með svona súper- mannskomplex: þarf að vera tilbúin. Ég yrði ofboðslega reið útí mig sjálfa ef ég gæti ekki hlaupið og stokkið útí vatn og bjargað krökkum sem þar væm að drnkkna. Myndi ekki þola þá hömlun og fangelsið sem því fylgir að vera sæt og krúttleg í háhæluðum skóm.“ Ertu ekki frekar hrædd við að vinir þín- ir geri grín að þér: Þarna kemur Didda rauða í dressi frá Evu. Hí á hana! „Nei. Ég á beib-föt: netsokkabuxur, fínan kjól og sokkabönd sem ég vil að sjáist. Til há- tíðabrigða er ég beib með varalit og set hring í nefið. Stundum fer ég ein á skemmtistaði og dansa og hoppa þangað til ég er orðin vel sveitt og nenni ekki meiru. Á þann hátt fæ ég gott adr- enalínkikk. Síðan fer ég barasta heim.“ Ertu trúuð? „Ekki í eiginlegum skilningi þess orðs. Ég er ekki í neinni kirkju. Þeg- ar ég var átján eða nítján ára fór ég á Hagstofúna og skráði mig í Ásatrúar- söfnuðinn. Vildi ekki vera í Þjóðkirkjunni. Það var náttúrlega útaf hon- um Sveúibimi Beinteins: frábær gæi! En ég er ekki virkur félagsmaður; sérstaklega ekki núna. Það em einhveijir helvít- is jólasveinar og trúðar sem vaða þarna uppi. Trúin er annars mitt einkamál.“ Afhverju býrðu ein meðÚlfi? „Ég veit það ekki. Þetta er svo fínt svona. Mín tilvera snýst bara um Ulf og mig. Þegar ég var til að mynda með pabba hans þá meikaði sá hreinlega ekki að ég ætti mér fortíð. Honum leið ekkert vel og var að dmslast til þess að halda að hann elskaði mig. Þessvegna var þetta svona erfitt. Hann vildi helst loka mig inní gler- búri. Það gengur ekki. Ef þú verður ástfanginn af flugi amarins, hvað get- urðu gert í því? Svarið er: Ekkert. Það er ekki hægt að loka hann inní búri því þá hættir hann að vera það sem hann er: Fljúgandi öm.“ í einu ljóðanna seg- irðu eitthvað á þá leið, að það sé ekki ósenni- legt að aHt sé í lagi með þig. Er það málið: Ertu kannski bara í lagi þrátt fyrir þetta átaka- líf? „Það er ekki ósenni- legt.“ Það er ekkert voða- lega sennilegt, ha!? „Það sem er dapurt dofnar, segir í ljóðinu. Ég er farin að geta horft á þetta úr fjarlægð. Það er gott.“ ■ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í klæðningu og viðhald glugga á suðurhlið og vesturgafli austurálmu Réttarholtsskóla. Helstu magntölur; Loftræst plötuklæðning 220 m2 Viðhald á gluggum 160 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. maí 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Skrifstofa Alþýðufiokksins Vegna útfarar Eggerts G. Þorsteinssonar, fyrrver- andi ráðherra, verða skrifstofur Alþýðuflokksins, í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík, lokaðar í dag, þriðjudaginn 16. maí. L LANDSVIRKJUN Útboð Fjarskiptahús á Búrfelli Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu 44 m2 húss úr steinsteypu ásamt undirstöðu fyrir stálm- astur á Búrfelli í Þjórsárdal, í um 670 metra hæð yf- ir sjávarmáli. Húsið er hugsað þannig að sökklar, gólfplata og þakbiti verði steypt á staðnum en útveggir og inn- veggir verði forsteyptir í verksmiðju. Mastursund- irstaða verður steypt á staðnum og fest niður með bergboltum. Verkinu skal Ijúka í september á þéssu ári. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 16. maí 1995, gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð 3.000,- kr. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir klukkan 14, þriðjudaginn 30. maí 1995, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 12. maí 1995, Landsvirkjun. WTM KÓPAVOGSBÆR ^ Húsnæðisnef nd ^ - Umsóknir um almennar kaupleigu- íbúðir Húsnæðisnefnd Kópavogs auglýsir eftir umsókn- um um almennar kaupleiguíbúðir. Um er að ræða 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til afhending- ar sumarið 1996. Ekki eru sett skilyrði um tekjumörk en sýna þarf fram á greiðslugetu. Umsóknareyðublöð fást í af- greiðslu Félagsmálastofnunar Kópavogs, Fann- borg 4, sem er opin frá 9-15 mánudaga-föstudaga. Umsóknarfrestur er til 5. júní 1995. Allar frekari upplýsingar veitir húsnæðisfulltrúi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 10-12 í síma 554 5700. _________ Húsnæðisnefnd Kópavogs. KÓPAVOGSBÆR Húsnæðisnefnd - Umsóknir um almennar kaupleigu- íbúðir fyrir aldraða Auglýst er eftir umsóknum um fimm almennar kaupleiguíbúðir. Um er að ræða 2ja og 3ja her- bergja íbúðir í fjölbýlishúsi sem verið er að reisa við Gullsmára 9 í Kópavogi. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til afhending- ar sumarið 1996. Ekki eru sett skilyrði um tekju- mörk en sýna þarf fram á greiðslugetu. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Félagsmála- stofnunar Kópavogs, Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 mánudaga- föstudaga. Umsóknarfrestur er til 5. júní 1995. Allar frekari upplýsingar veitir öldrunarfulltrúi eða húsnæðisfulltrúi mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 10-12 í síma 554 5700. Húsnæðisnefnd Kópavogs. A Wm KÓPAVOGSBÆR ^ Húsnæðisnef nd ^ - Umsóknir um félagslegar eignar- og kaupleiguíbúðir Húsnæðisnefnd Kópavogs auglýsir eftir umsókn- um um félagslegar eignar- og kaupleiguíbúðir. Um er að ræða 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í fjöl- býlishúsum. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan tekju- og eignamarka Húsnæðisstofn- unar ríkisins. 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir viðmiðunarmörk samkvæmt ákvæðum laga nr. 58 1995 og reglu- gerðar sem í gildi verður þegar úthlutun fer fram. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Hús- næðisnefndar Kópavogs, að Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 mánudaga- föstudaga. Umsóknar- frestur er til 5. júní 1995. Athygli er vakin á því að eldri umsóknir falla úr gildi. Allar frekari upplýsingar veitir húsnæðisfulltrúi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 10-12 ísíma 554 5700. Húsnæðisnefnd Kópavogs. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, er óskað eftir tilboð- um í verkið „Safnæðar á Reykjum, endurnýjun - 1. áfangi,,. Verkið felst í að endurnýja safnæð hitaveitu á um 350 m löngum kafla suðaustan við dælustöð Hita- veitu Reykjavíkur á Reykjum í Mosfellsbæ. Fjar- lægja skal steyptan stokk ásamt tveimur DN- 450 stálpípu sem eru í honum og leggja í staðinn DN- 500 stálpípur í plastkápu. Einnig skal leggja grennri pípur í jörð, steypa brunn, stoðveggi og endurnýja göngubrú. Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegin- um 16. maí, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 1. júní 1995, kl. 11.00. INNKAUÞASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir tilboðum í fullnaðarfrágang á göngustígum í Fossvogsdal. Verkið felst í aðalatriðum í malbikun og frágangi á 2,9 km löngum göngustíg frá Foss- vogsvegi að Reykjanesbraut auk jarðvinnu við hluta stígsins. Verkið nefnist: Göngustígur í Fossvogsdal, 2. áfangi. Heildarmagn gangstíga er u.þ.b. 8.400 m2 Jarðvegsskipti u.þ.b. 600 m3 Heildarmagn ræktunar er u.þ.b. 6.000 m2 Skiladagur verksins er 1. ágúst 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegin- um 16. maí, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 24. maí 1995, kl. 14.00. INNKAUÞASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.