Alþýðublaðið - 25.05.1995, Page 3
HELGIN 25. - 28. MAÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐK)
o n a
3
S
„Góður náungi"
Einhver sagði einhvemtíma um eitt af
stórskáldum heimsins að hann væri svo
gott skáld vegna þess að hann hefði ver-
ið svo góður persónuleiki, svo „góður
náungi“. Orðið „góður“ hefur hér ekki
móralska merkingu.
Ljóðið er samofnara og nálægara per-
sónu skapara síns en aðrar listgreinar,
skáldsaga, kvik-, mynd- og tónverk. Á
örlagastundum grípa menn til ljóðs,
hafa yfir kistum, „yrkja frá sér“ vand-
ann, til sín glataða ástvini og höfuð sín
aftur á búkinn. Ást og dauði kalla á ljóð.
Ljóðið liggur mönnum næst. Kveðandin
Vikupiltar |
er andardráttur mannsins bundinn í
form. Eða þannig var það að minnsta
kosti.
Þannig var það fyrir 150 árum þegar
Jónas steig ,Jiið dimma fet.“
Jónas Hallgrímsson er skáld. (Sam-
kvæmt Philippe Sollers á að tala um lát-
in stórskáld í nútíð). Hann er allur eitt
skáld, allt frá „Heklutindi hám“ og niður
í stystu sendibréf. Hann er allur þar, í
öllu sem hann skrifaði, og allt það er
hann. Hann er ekki skáld „á kvöldin og
um helgar", heldur allan sólarhringinn.
Vakinn og sofinn. „Svei þér andvakan
arga...“ og ,Jcveð ég millum vita.“ (Úr
fyrra kvæðinu, Andvökusálmi, eru þess-
ar óheyrilegu línur hér að framan). Og
hann er gott skáld vegna þess að hann er
svo „góður náungi". Hann er jafnvel
„...hinn eini íslenski rithöfundur sem
kann að nota orðið „góður" sagði HKL.
Og hann kunni líka að nota orðið
„vondur“. f áður tilvitnuðum Andvöku-
sálmi koma fyrir þessar óheyrilegu lín-
ur:
Veit ég að vondur andi
varla i'þessu landi
sveimar um sumarmdl.
Jónas er svo heillandi skemmtilegur
og sjarmerandi persónuleiki, þessi hár-
rétta blanda af íslendingi og stórborgar-
búa, gamni og alvöru, glensi og metn-
aði, hugsjón og hálfkæringi, reglu og
óreglumanni. Og þannig em ljóð hans,
eðlilegur framhandleggur af persónu
hans, fersk, ný og frumleg en bundin í
hefð, útlensk og íslensk í senn. Fagur
söngur sem aldrei verður of hástemmd-
ur, sem aldrei springur á háa séinu og er
stundum svo skemmtilega viljandi
falskur. Fegurð hans er þessi jarðbundna
heilbrigða sveitafegurð séð af sígildum
og þvældum manni, þessi alþýðlega
rödd knúin alþjóðlegum anda. Hann fer
aldrei hærra en fugl frá fjalli - hann
hættir sér aðeins einu sinni útí geiminn
og þá einungis til að sækja líkingu sem
blasir við úr „djúpum dali“. Hann hefur
þennan „eina sanna tón“. Líniir hans eru
leikandi léttar án þess að verða „virtú-
ósítet". Hann er þessi, Júllkomnun" sem
felur í sér hið ófúllkomna.
Þess vegna er allt gott sem Jónas orti.
Ekki samkvæmt „ströngu bókmennta-
legu gæðamati", hefur vegna þess í
hverri einustu línu, hverri einustu
„ómerkilegu" tækifærisvísu, er hann all-
ur lifandi kominn og vegna þess að
hann er svo góður náungi, er það allt
saman gott.
Veðrið er hvorki vont né gott,
varla kalt og ekki heitt,
það er hvorki þurrt né vott,
þaö ersvo sem ekki neitt.
Útúr þessum hversdagslegu línum á
ekki „að lesa lífsafstöðu skáldsins" en í
þeim birtist okkur þó öll persóna þess.
Samband okkar við Jónas er ekki
samband lesenda við skáld, heldur ástar-
samband. Elski maður Jónas þá elskar
maður hann allan. Sem veldur því að
maður heldur að maður eigi hann. Mað-
ur hefur það á tilfinningunni: ,JÉg er eini
maðurinn sem hefúr lesið Jónas.“
Jónas Hallgrímsson er stóra ástin í ís-
lenskum bókmenntum, spanskgrænn að
eilífu og slær fölva á allar aðrar styttur,
reistar og óreistar. Jónas veldur því að
maður getur ekki lesið önnur skáld.
Hvað hefur maður ekki gert margar til-
raunir til að lesa Matthías Joch, Stein-
grírn Thorst, Bólu-Hjálmar, Þorstein Er-
lingsson, Stephan G. og Einar Ben? Og
allar hafa þær endað uppí hillu, í skarði
skáldsins sem einatt liggur á náttborð-
inu. Okkar skáld kaupir maður vegna
þess að hjá þeim örlar á endurómi þessa
tóns: Davíð, Halldór, Steinn, Megas...
Naha, naho, naha!
Einföld og banal lína eftir Jónas er
meira virði en öll ljóðmæli heimsins.
Ónnur skáld les maður af bókum, lúi-
ur Jónasar les maður úr lófa hans.
Óbrigðul hrynjandi hans er hjartsláttur,
áreynslulaus og eðlileg orðræða - og
hafi hún á köflum verið sprottin úr tal-
máli er hún fyrir löngu orðin samsprott-
in því. Á þriggja vikna fresti hugsar
maður um Jónas. Það tíður ekki sá mán-
uður að upp í hugann komi ekki „ein-
staklingur! vertu nú hraustur". Maður
fer ekki öðru vísi út að borða en svo að
maður segi að eftirrétti loknum: „Ég
held það væri heillaráð að hætta nú að
snæða.“
Er ekki orðið „snæða" hér allt að því
fyndið? Vera má að gamansemi Jónasar
sé, eins og HKL orðaði það, „svo ís-
lensk að tæpri öld eftir að hún hefúr ver-
ið sett í kviðlinga getur nú enginn hlegið
að henni leingur fremur en skrýtlunum í
Landnámú' en húmor hans er eilífur. Úr
hverri Unu „út og suður og vestur skín“
hann í augu manns. Hér nægir að opna
Ljóðmælin af tilviljun: „...skrælings-
grátur/ er skelfing kátur...“ Hann er það
sem kallað er „lífshúmor", hið undir-
liggjandi afl að baki öllu sem hann gerir,
alvarlegum kvæðum jafnt sem bréfa-
skriftum, þessi djúpi húmor sem er
samofinn sálarkjamanum og er eitthvað
allt annað og meira en bara fyndinn.
Hann öðlast nýja vídd þegar heilsu-
brostið skáldið skrifar vinum sínum
„.. .ég er ofur lasitm...“ eða:
„Eg mun hafa sagt ukkur að ég hef
ekki komið í rúm núna í margt ár nema
stöku sinnum gestkomandi. Ég á mér
belg úr hreindýraskinnum og selskinn
um að utan og fleygi ég honum á gólfið
þegar ég sef inni og á jörðina þegar ég
sef úti. Verst er að það er nú farið að
koma í hann töluvert hárlos. Hann er
svo þröngur að ekki verður komið ofan í
hann hjá mér 10 vetra bami, hvað þá
stærri manneskju. En „ein er gyðjan öll-
um fremri" eins og skáldið segir; hún
laumast ofan í húðfatið og, Jiúsérar" þar
stundum töluvert...“
Er þetta ekki heillandi sætt og sárt?
Er þetta ekki skemmtilegur og „góður
náungi“? Er þetta ekki „skáld allan sól-
arhringinn"? Er þetta ekki húmor heims
á enda? Er þetta ekki maður til að elska?
Jónas var einn í sínu tífi, í kompaníi
við sjálfan sig, en kompaníi sem var
heilt ríkidæmi. Andinn var ekki yfir
honum heldur í honum, alltaf. Hans var
hið innra fjör. Það sem kallað er LÍF.
Þannig hefjast bréf Jónasar:
„Ekki veit ég, dýrmæti Sir!“ - ,Jilsk-
an mín góð!“ (Til Brynjólfs) - „Þú
þekkir þessa kerlingu..." (Til bæjarfóg-
eta) „Ég er lasinn, kunningi góður!“ -
,J’ar l’amor, shior! son’ bella!"
Innra með honum bjó eilíft upphróp-
unarmerki sem hann fór þó svo sparlega
og smekklega með. Hann var „ekki upp
á stássið" eins og hann hafði eftir
„Bjama mfnum í Unaðsdal."
Líf Jónasar var eins og ein Salthólms-
ferð, farin í einhveijum óljósum ytri til-
gangi, einhverskonar „geoligisk eksk-
ursion", en fyrst og fremst iðandi af
innra lífi, hæfilega „tilgangslausú"
glensi og umfram allt sundurklippt af
kveðskap: „Sendibréf herra Jónasar
Hallgrímssonar til sinna samferða-
manna“.
„Ég er nú á ferðinni til Salthólms og
rita þetta, eins og þið getið nærri, úti hjá
fagurri kvinnu í gulu húsi, eins og þið
getið næm.“ Eins og þið getið nærri.
Jónas var, Jrábær náungi“.B
- París, 54.748 dögum eftir andlát Jón-
asar Hallgrímssonar.
v i t i m e n n
Það er skoðun mín að vér íslend-
ingar höfum aldrei átt skáld betra
en Jónas Hallgrímsson.
Halldór Kiljan Laxness í bókinni Af skáldum.
Jónas Hallgrímsson er kristallur
íslenskrar vitundar. í honum
brotna geislar eðlis vors.
HKL aftur.
Ég man og eftir, að Jónas Hall-
grímsson kom einu sinni, þegar
hann kom utanlands frá; hann var
búlduleitur og fullegur að sjá,
og mjög hæglátur.
Benedikt Gröndal í Dægradvöl.
Um gamansemi Jónasar gegnir
sama máli og alvörugefni hans.
Fyndi hans er meira að segja svo
íslcnsk, að tæprí öld eftir að
hún hefur verið sett í kviðlínga
getur nú einginn hlegið að henni
leingur fremuren skrýtlunum
í Landnámu.
HKL.
Hafðu blessaður komið í bindind-
isljelagið; betra verk verður ekki
gert, nú sem stendur.
Bréf Konráös Gíslasonar til Jónasar Hallgríms-
sonar, föstudaginn langa 1844.
Hvernig gat svona fagurt farið
að koma út úr helvítis kjaftinum
á honum Jónasi?
Pétur Guöjohnsen organisti og lítill vinur
Jónasar, þegar hann heyrði erindið „Það er svo
tæpt aö trúa heimsins glaumi".
Jónas átti í erfiðleikum með
sjálfan sig og umhverfi sitt og sér
þess stað í nokkrum ljóðum.
Matthías Johannessen, Um Jónas.
En þú með þessar mellur, sumar
frá Slagelse, en sumar með undar-
leg brjóst, eins og hafmeyjar! Þér
er velkomið að segja mér fleira frá
þcim, þó mér reyndar sé illa við
kvenfólk í dag; guð fyrirgefi mér,
að hatast við dauða hluti.
Bréf Konráðs til Jónasar.
Jónas lést ætla að safna datis til
æfisögu hans [Tómasar Sæmunds-
sonar] eystra í sumar, en ég hef nú
lítið traust til hans; hann er so lat-
ur... Hræddur er ég um að skömm
verði úr geografíunni íslenzku, ef
ekki starfa aðrír að henni en hann.
Bréf Páls Melsteðs til
Jóns forseta Sigurðssonar.
Stjömufræðin er gull, þykir
mér, sem hann lagði út Hann er
rækalli heppinn að smíða orð.
Sama.
veröld iónasar
,Ég hef verið dauðveikur í allan dag
af skitu, og hún kom af því, að ég
held, að ég varð innkulsa í andsk.
hjallinum, sem ég sef í. Ég treysti mér
ekki til að koma í fyrramálið, en ég
skal koma kl. 9 á laugardagsmorgun-
inn - nema ég geri ykkur boð áður og
biðji ykkur að koma til mín.“
Úr bréfi Jónasar til
Konráðs og Brynjólfs.
h i n u m e SLÍ n
“FarSido" eftir Gary Larson.
Ein lífseigasta kjaftasag-
an um Jónas Hall-
grímsson segir að hann
hafi verið rangfeðraður.
Faðir hans, sem drukkn-
aði þegar Jónas var mjög
í bernsku, var aðstoðar-
prestur hjá síra Jóni Þor-
lákssyni höfuðskáldi ís-
lands kringum aldamótin
1800. Jóns er einkum
minnst fyrir þýðingar á
verkum Miitons og Pop-
es en skáldskapur hans er
athyglisverður undanfari
þeirrar byltingar sem Jón-
as efndi til. Þegar Jón
gerðist prestur nyrðra
neitaði eiginkona hans að
fylgja honum og varð eftir
á Vesturlandi. Þau skildu
hinsvegar aldrei formlega
þrátt fyrir áratuga aðskiln-
að. Jón þótti kvensamur
og honum voru eignuð
ýmis börn: listaskáldið
góða meðal annars. Tæp-
ast er þó flugufótur fyrir
þeirri sögu, enda virðist
hún einungis reist á þeirri
óskhyggju að stáða þjóð-
skálds hafi gengið í bein-
an karllegg...
Mikið hefur verið gert
úr ógæfu Jónasar
Hallgrímssonar í ásta-
málum. Sannarlega felldi
hann ungur hug til Þóru
Gunnarsdóttur og síðar
til Kristjönu Knudsens.
Sérílagi hafa ástir hans og
Þóru orðið mönnum til-
efni til ofur-rómantískra
bollalegginga. Það er því
ofurlítið kaldhæðnislegt
að eina konan sem sann-
arlega lagði ást á Jónas
hét einmitt Þóra og var
Torfadóttir. Hún var ný-
lega orðin ekkja og hafði
dreymt að Jónas yrði
seinni eiginmaður sinn.
Þóra Torfadóttir var hel-
tekin af ástsýki í garð Jón-
asar, elti hann á röndum
og ofsótti. Jónas vildi ekk-
ert með frúna hafa og
varð um síðir að klaga
hana fyrir yfirvöldum.
Sagan segir að hann hafi
bókstaflega þurft að berja
hana af sér - en þá varð
hún að vísu alsæl enda
hafði hann aldrei snert
hana áður...
Þeir sem hafa áhuga á
stjörnuspeki vita að
Jónas Hallgrímsson var
sporðdreki, fæddur 16.
nóvember. Það er athygl-
isvert hversu mörg af
stórskáldum okkar eru í
þessu ágæta merki. Nefna
má Einar Benediktsson,
Sigurð Einarsson í Holti,
Matthías Jochumsson,
Magnús Ásgeirsson...
„Jónas? Jújú, auðvitað man ég Jónas. Góður gaur... Ég
botnaði reyndar hvorki upp né niður í honum, en hann átti
alltaf nóg af búsi!"
imm á förnum ve
Hvað finnst þér um Jónas Hallgrímsson?
Jónas Hallgrímsson,
verkamaður: „Mér finnst
gæfa fyrir þjóðina að hafa átt
slíkan mann. Vonandi er að
hans áhrifa gæti sem lengst."
Jónas Hallgrímsson, skrif-
stofumaður: „Mér finnst
Jónas stórkostlegt skáld. Hann
er vafalítið eitt okkar albesta ef
ekki besta skáld fyrr og síðar.“
Jónas Hallgrímsson,
læknir: „Auðvitað er hann
eitthvert mesta Ijóðskáld fs-
lendinga, ljóð hans eru ljúf að
efni og efnismeðferð. Það er
einna auðveldast að læra ljóðin
hans af þessum stórskáldum.”
Jónas Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri: „Mér finnst
hann eitt af andans stórmenn-
um þessa lands.“
Jónas Hallgrímsson, verk-
fræðingur: „Hann er mikill
ferðamálafrömuður."