Alþýðublaðið - 25.05.1995, Síða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HELGIN 25. - 28. MAÍ1995
■ „Hann er Island", sagði Halldór Kiljan
Laxness í frægri grein um Jónas Hallgrímsson.
í þeirri grein sem hér fer á eftir gengur
Jón Stefánsson skáld og bókmenntafræðingur á
hólm við þetta fjall og gerir tilraun til að brjótast
gegnum ímyndina af Skáldinu
Gefið mér
Jónas
aftur!
Það var að vori og nokkrir fram-
haldsskólanemar frá Suðumesjum
ásamt kennara í menningarferð í höf-
uðborginni. Eftir að hafa skoðað safn
Einars Jónssonar og Kjarvalsstaði, lá
leiðin niður í Hljómskálagarð. Ein-
beittur á svip leiddi kennarinn nem-
endur inní garðinn, staðnaemdist við
styttu, horfði brúnaþungur á hópinn
sem þjappaði sér saman og setti upp
svip hins síhlustandi nemenda.
„Þetta,“ sagði kennarinn og rétti
upp hægri hönd sem boðaði hann eld-
ingu af himnum, „er Jónas Hallgríms-
son.“ Sjálfur Jónas, sagði einhver
skyldurækinn og hinir kinkuðu kolli.
„Nei!“ næstum hrópaði kennarinn,
gripinn skyndilegum hugaræsingi:
„Sjálft Skdldið.“ Það var þögn í fáein-
ar sekúndur, vændræðaleg þögn því
enginn vissi hvemig bæri að bregðast
við gagnvart þessu skáietraða orði.
Ekki einu sinni kennarinn; einbeit-
ingin hvarf úr svip hans og skyldu-
ræknin molnaði utanaf nemendunum.
Hver og einn tvísteig í úrræðaleysi
sínu. Orðleysið, feimnin og vand-
ræðagangurinn eins og hópurinn
hefði óvænt lent í afskaplega fínni
veislu með flóknum hirðsiðum. Eða
stæði andspænis manneskju sem
misst hefði einhvem nákominn í
skelfilegu slysi og allir kepptust við
að finna réttu orðin, vitandi að engin
Fjölnismenn
orð væm rétt. Svo ýtti einn dökk-
hærður, hávaxinn með framstæða
höku við rauðhærðum félaga sínum í
grænum frakka og sagði lausnarorðin:
Þú ert skáld. Orðin líklega sögð í
hugsunarleysi, kannski hreinni tauga-
veikiun, en kennarinn greip þau á
lofti, stikaði til rauðhærða mannsins,
greip báðum höndum um hægri hand-
legg hans: ,Já, þú ert skáld og segðu
okkur nú frá Skáldinu\“
Ég var þessi rauðhærði með skálda-
drauma, og kraftur mér yfirsterkari
sleit mig úr faðmi hópsins og hratt
mér í átt að styttunni. En ég vissi það
eitt að Jónas var bæði heilagur maður
og blindfullur með sýfilhs útí hrauni.
Ég kyngdi, blóðið sló roða sínum á
andlit mitt, bifreið skreið drynjandi
eftir Fríkirkjuveginum, ánamaðkur
hvarf ofaní moldina, flugvél kom inn
til lendingar og heiftarieg löngunin að
hlaupa af stað, hlaupa burt frá
þessu... skáldi, heltekur mig allan. En
þá sá ég hvar þúsundkróna seðill lá í
moldinni fyrir neðan styttuna. Og ég
steif skrefin sem skildu okkur Jónas
að, stakk peningaseðlinum í vasann
og gekk ofur rólega út úr garðinum.
Tvö
Atvikið í Hljómskálagarðinum
færði mér kvæði Jónasar. En sama
hvemig ég las þau, sama hvemig ég
Jónas Hallgrímsson
Því, sem að ísland ekki meta kunni,
er ísland svipt; því skáldið hné og dó,
skáldið, sem því af öllu hjarta unni,
sem elskaði þess fjöll og dali og sjó
og vakti fornan vætt í hverjum runni.
Þegar hann hrærði hörpustrenginn sæta,
hlýddum vér til, en eftirtektarlaust,
vesalir menn, er gleymdum þess að gæta,
að guð er sá, sem talar skáldsins raust,
hvort sem hann vill oss gleðja eða græta.
Nú hlustum vér og hlusta munum löngum,
en heyrum ei - því drottinn viskuhár
vill ekki skapa skáldin handa öngum;
nú skiljum vér, hvað missirinn er sár;
í allra dísa óvild nú vér göngum.
En þeir, sem fylgdu þér í lífsins glaumi
og þekktu andann, sem þér drottinn gaf,
fylgja þér enn þá fram í lífsins straumi
og fúsir berast út á dauðans haf;
því hér er allt svo dauft og sem í draumi.
Gott er þér, vinur! guðs í dýrð að vakna;
þig giaddi löngum himininn að sjá.
Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna
samvista þinna; en oss skal huggun ljá:
vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna.
Ljóðið birtist í tímaritinu Fjölni 1846, árið eftir að Jónas dó, án höfundarnafns.
rýndi á milli
línanna, þá
skildi ég ekki
þögnina sem
tók við af
skáletraða
orðinu. Það
var ekki fýrr
en ég fór að
lesa kvæði ort
til Jónasar og
greinar skrifað-
ar um hann, að
ég áttaði mig á
hvaðan hún
væri komin.
íslendingar,
jafn frábitnir til-
finningasemi og
þeir virðast vera,
klökkna þegar talið berst að
látnum skáldum. Þau eru stofústáss á
íslandi. Og dýrmætasta stássið er Jón-
as Hallgrímsson. Ast þjóðarinnar á
honum birtist í þessari kirkjulegri
andakt sem umlykur nafnið, í and-
varpi á borð við skáldið eina. Jónas er
þjóðareign. Jónas er eiginlega nær því
að vera landslag en einstaklingur.
Þetta síblanka skáld sem orti um ein-
faldleikann, fegurð og fýllerí, var svo
grafið upp úr danskri mold með æm-
um tilkostnaði, skundað með beinin
austur á Þingvöll og nú kemur mér í
hug erindi úr kvæði Þorsteins Gísla-
sonar, Þegar skáldið dó:
Til kirkjunnarfólkið þyrptist þétt,
og þar inn er kistan af burgeisum sett
kjólbúnum, fínum og föttum,
með drifhvíta hanzka og drifhvítt lín.
Þeim dána til heiðurs ífylgdinni skín
á hópa af silkihöttum.
Síðan var kistan látin síga ofan í
dimma gröf, gröfin fyllt mold og há-
tíðlegum orðum. Nokkmm ámm síðar
varð uppvíst að beinin vom ekki Jón-
asar heldur einhvers Dana. Skáldið,
tákngervingur tungumálsins og sjálf-
stæðisvilja þjóðarinnar, liggur enn í
danskri rnold meðan þungur steinn
merktur Jónasi er yfir dönskum bein-
um. Sa hvis I gár til Tingvellir at
bespge Hallgrímsson, er det bedre að
snakke dansk.
Þriú
£
ig held að ég fari ekki með fleipur
er ég fullyrði, að Jónas hefur ekki tal-
ist til engla þegar hann gaf upp önd-
ina á sjúkrahúsi við Bredgade í Kaup-
mannahöfn fyrir 150 ámm. Og aftur
gríp ég niður í kvæði Þorsteins:
En áður var margt sagt um hann Ijótt.
Það allt saman gleymdist nú furðu
skjótt,
er heyrðist, að hanti vœri látinn.
Gömul saga og ný að dauðinn á
það til að fegra mennina, en hér kveð-
ur svo rammt við að hann ekki ein-
ungis fjarlægði „galla" Jónasar Hall-
grímssonar, heldur nánast allt það
sem gerði skáldið að manni. „Hann er
ísland," sagði Halldór Kiljan í frægri
grein og festi þar með í þremur orð-
um þá hugsun sem fleygt minningar-
kvæði Gríms Thomsens um Jónas bar
með sér.
Fullyrðing Halldórs er að mörgu
leyti skiljanleg og maður þarf rétt að
muna eftir smákvæðinu „Þið þekkið
fold með bh'ðri brá“, til að kinka kolli.
Ekkert ættjarðarkvæði jafnast á við
það: stærstu sannindin sögð með ein-
földustu orðunum. Nei, ekki hvarflar
að mér að bera á móti því, að fá skáld
séu jafn íslensk og Jónas Hallgríms-
son. Og þó hann hafi átt sína óvildar-
menn þegar hann féll frá, blandaðist
engum hugur um að Jónas var mikið
skáld. En Islendingar voru hnípin
þjóð undir eriendu valdi og slík þjóð
þarf á afburðamönnum að halda. Þarf
að geta réttlætt tilveru sína með einu
nafni. Og hvað er mannlegra en sú til-
hneiging að lyfta hetjum uppyfir hið
mannlega svið, fría þær öllum því
smáa sem gerir okkur að mönnum?
Fyrstir riðu vinir Jónasar á vaðið með
minningargrein í Fjölni árið 1847:
Aðfaranótt 26. maí 1845 og þrátt
fyrir opið beinbrot les skáldið
skemmtunarsögu og um morguninn
biður það um te; það er hetjan ótrufl-
uð af sársauka holdsins. Hámarki nær
þessi Jónasar-ímynd í ævisögu Matt-
híasar Þórðarsonar og í því tilviki
kannski nær að tala um helgisögu. En
hvað er mannlegra en svipta fjöllun-
um undan goðunum og gera þau að
mönnum? Fyrir tuttugu árum rúmum
söng Megas um blindfullan sýfilis-
sýktan Jónas veltandi um hraunið.
Fyrir sex árum skrifar Dagný Krist-
jánsdóttir að dönsku stórskáldin hafi
líklega fúlsað við félagsskap Jónasar,
enda var hann lítið annað en „feitlag-
inn, bláfátækur íslendingur, án sjáan-
legra framtíðarmöguleika og ekki
glæsilegt mannsefni". Sem sagt, hjá
Megasi er Jónas svallari og kynlífs-
ffkill, hjá Dagnýju uppburðarlítill,
feitlaginn íslendingur með litla sem
enga útgeislun. Báðar útgáfumar em
eðlileg og nauðsynleg viðbrögð við
goðsögninni. Þama em stigin skref í
áttina að hinum raunvemlega Jónasi.
Og því ber að fagna, jafnvel þó maður
leyfi sér að fullyrða að lýsing Megas-
ar sé færð í stílinn, en orð Dagnýjar
dæmi um hina sígildu minnimáttar-
kennd okkar gagnvart útlandinu. Sú
trú - næstum því von - að allir þeir
sem skari framúr séu bara Garðar
Hólm.
Fjögur
Um nónbil á föstudaginn langa árið
1844, situr Konráð Gíslason í húsum
Brynjólfs Péturssonar og skrifar Jón-
asi bréf:
Séra Tómas er niðr í jörðunni, og
þú á Saurum og Brynjólfur hjartveik-
ur og í aðsigi með að verða sýslu-
tnaður. Og sólin er ekki eins björt og
veðrið ekki eins heitt og heimurinn
ekki einsfagur og 1834. íguðs nafni
huggaðu mig, Jónas! eg hefmisst alla
veröldina. Gefðu mér veröldina aftur,
Jónas minn!
Mér hefur stundist fundist að í
þessu örvæntingarkalli til vinar, hafi
Konráð bæði tjáð eigin örvæntingu og
um leið endursagt mörg af bestu
kvæðum Jónasar frá síðustu ámm
hans: Kvæði þmngin eftirsjá eftir
horfnum heimi.
Um fá skáld íslensk heíúr verið
skrifað jafnmikið og Jónas Hallgríms-
son. Greinamar em óteljandi, ævisaga
rituð og í augnablikinu man ég eftfr
þremur bókum um skáldskap hans.
Það mætti halda að fátt væri ósagt um
manninn og skáldið Jónas Hallgríms-
son. Svo er ekki. Mig gmnar að enn í
dag upplifi alltof margir eitthvað
svipað og hópur framhaldsskólanema
af Suðumesjum í Hljómskálagarðin-
um hér um árið. Að einhver segir
Skáldið og eftir stutta þögn segir ann-
ar; já, skáldið. Síðan er annað hvort
farið að klæmast með með goðsögn-
ina eða tónað eins og upp við altari og
Kristsmyndin fyrir ofan.
Við höfum misst manninn Jónas
Hallgrímsson og einhver þarf að gefa
okkur hann aftur. Það er búið að taka
fyrstu skrefin, það næsta gæti verið að
gefa út bréftn til Jónasar; oftar en ekki
sjáum við manninn betur gegnum orð
annarra en hans eigin. Síðan er það
auðvitað ævisagan - ég þreytist ekki á
að reka áróður fyrir ævisögum ís-
lenskra skáldsa. Okkur vantar sárlega
ítarlega og vel skrifaða ævisögu Jón-
asar Hallgrímssonar. Eitthvað x lík-
ingu við mörghundmð síðna ævisög-
ur Frakkans Henri Troyats um Tol-
stoy, Dostojevski, Gogol, Púskin.
Ævisögu sem gefur okkur skáldið
og manninn Jónas Hallgrímsson
aftur. ■