Alþýðublaðið - 25.05.1995, Síða 9

Alþýðublaðið - 25.05.1995, Síða 9
HELGIN 25. - 28. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 9 alltaf vera í væmnari kantinum og Utt kunnað að meta hann, kannski vegna þess að ég hef aldrei reynt það að búa í Kaupmannahöfn við þröngan kost... hugsanlega. Hinsvegar hef ég alltaf únyndað mér að hann hafi verið skemmtilega kaldhæðinn húmoristi, þrátt fyrir að slíkt sé ekki að finna í stórfenglegustu ljóðum hans. Þessi húmor skín einna best í gegnum Skrælingjagrát og er sjálfsagt sú hlið ljóðskáldsins Jónasar sem síst hefur verið haldið á lofti. Það er miður. Og enginn hefur greitt mér lokka við Galtará. Ég er eitt af þessum mal- biksbömum sem lítið hefur farið út- firir borgina - nema þá til ísafjarðar. Eg hef ekki einu sinni sofið í tjaldi. Sennilega er það sökum þess að for- eldrar mínir em gjörsneyddir áhuga á öllu slíku standi. Maður lærir það sem fyrir manni er haft og ég er bara ánægð með það sem ég hef náð að tína upp hér á asfaltinu. Ég minnist þess nú ekki að Jónas hafi verið laminn inní mig í bama- skóla. f sjálfu sér hef ég samtsem áður mikið dálæti á okkar eldri skáldum: Einar Benediktsson og Davíð frá Fagraskógi em auðvitað mínir menn; ég vil hafa þetta formfast og skikkan- legt. Ég bókstaflega þoli ekki þessi svokölluðu nútímaskáld sem em alltof upptekin í rembingi við að koma visku sinni og gáfum á ffamfæri; þrá- hyggjan við að reyna ftnna upp hjólið er óþolandi. Það liggja auðvitað góðar og gildar ástæður fyrir því að það sem er sígilt er sígilt. Meira að segja Stein Steinarr á ég bágt með að þola.“ ■ Llnda Vilhiálmsdóttir Ijóðskáld Kostulegur þessi snillingur ,JÉg á ömgglega tíu efdrlætisljóð eftir Jónas Hallgrímsson og mér er ómögulegt að gera uppá milli þeirra. Hvað heillar? Hann er bara svo fúll- kominn og einstakur; til að mynda að því leyti að hann færði alla þessa bragaihætti yfir á íslensku og gerði þá aðgengilega. Einnig hvemig hann tók upp gömlu bragarhættina. Þetta var auðvitað stórkostlegt afrek á sínum tíma. Jónas varð aldrei þræll formsins heldur nýtti sér það útí ystu æsar. Sum ljóðin sem hann þýðir - til dæmis eftir Heine - tekur hann og snarar yfir á fomíslensku einsog ekkert væri ein- faldara og auðveldara. Kostulegur þessi snillingur, hvemig hann hafði öll þessi form á valdi smu... ótrúlegt. Það hefúr enginn komist í hálfkvisti við hann hvað þetta varðar - altént ekki hér á íslandi. Kannski að Helgi Hálf- danarson komist næst þessu, en hann að vísu þýðir nær eingöngu. En það hggur vissulega í hlutarins eðli að innihald ljóða hans kemur fyrst og fremst. Jónas var mikilmenni og á þeim túnum sem hann var uppi var það ekki svo auðvelt. Ég hef hinsvegar lítinn áhuga á þessum ástalífs- og drykkjusögum af Jónasi... mér finnst þær hrútleiðinleg- ar og það er alltof mikið horft á þær þegar fjallað er um manninn. Það sem eftir stendur er hvílíkum snilldarhönd- um hann fór um ljóðið; lýrískur útí eitt. Ég man að ég fór létt með að læra ljóð Jónasar meðan önnur minni kvæði þvældust gjaman mikið fyrir mér. Aimars hef ég alltaf gaman af því að lesa það sem Jónas skrifaði um náttúmfræðina og finnst mun skemmtilega og áhugaverðara að lesa það en dagbækur og bréf hans. Skemmtileg saga sem ég kann í sambandi við Gunnarshólma gerist á geðdeild þar sem ég vann einu sinni. Þar var maður sem eiginlega ekki var geðveikur heldur miklu frekar svona seinn til. Hann lærði og kunni heil- mikið af vísum og hægt að kenna hon- um þvísemnæst hvað sem var. Þegar ég var þarna að vinna var þessi maður kominn yfir sexmgt, en einhver kennt hafði kennt honum Gunnarshólma á bamsaldri og hann fór með ljóðið reiprennandi hvenær sem beðið var um. Afturámóti tók maður strax eftir því að hann ræskti sig alltaf á sama stað í ljóðinu. Þá hafði sá sem kenndi honum ræskt sig á þessum stað og fimmtíuogeitthvað árum seinni fylgdi þessi ræsking ennþá flutningi hans á Gunnarshólma." ■ Ólafur G. Einarsson fbrseti Alþingis Ljúfur maður sem orti fallegust Ijóða „Hugrenningatengslin við Jónas er helst þau að þama er á ferðinni af- skaplega ljúfiir maður sem orti falleg- ust ljóða á íslenska tungu. Hann hefur verið svona eitt af þeim ljóðskáldum sem ég hef dáð mest í gegnum árin, eða allt frá því ég fór að lesa ljóð mjög ungur maður. Ég hef raunar haft mikið yndi af ljóðum alveg síðan í bama- skóla og Jónas alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. í fórum mínum er að finna ýmsar útgáfúr af hans ljóða- bókum - og ég les þær oft. Jónas ord náttúrlega gríðarlega fallega um ástina og ég þarf vart að nefúa Ferðalok í því samhengi. Mér em minnisstæð náttúruáhrifin og enn- fiemur ljóð á borð við Gunnarshólma sem maður drakk í sig og þykist kunna enn frá tólf ára aldri. Ég hef ástæðu til að ætla, að Jónasi og öðrum öndvegisskáldum okkar sé ekki haldið af nægilega þróttmiklum hætti að skólabömum nútúnans. Mér finnst það einhvemveginn eftir að ég hef talað við ungt fólk, að það viti ekki jafnmikið um þessi höfúðskáld okkar og við sem komin erum til ára okkar. Ég get tekið undir það með ýmsum fróðum mönnum að Jónas Hallgrúns- son sé sennilega eina skáldið sem við íslendingar getum státað af, að hafi náð í sama gæðaflokk og andans jöff- ar á borð við Goethe, Heine og Byr- on. Jónas Hallgrímsson er einstaklega ástsælt skáld.“ ■ Ólafur Gunnarsson rithöfundur Einn af mestu risum bók- menntasögunnar „Mér dettur í hug að eitt sinn var mér sögð ein saga af Jónasi sem ég veit nú ekki hvort er sönn, en gekk í öllu falli helst útá það, að hann var orðinn svo feitur að hann gat illa stað- ið í þessum náttúmskoðunum sínum. í stað þess að flækjast uppum fjöll og fimindi hafi hann þannig á seinni tím- um oftast legið afvelta útí móa og hugsað. I hina áttina verður mér hugsað til þeirrar staðreyndar að hann er að öll- um líkindum eina skáld íslendinga sem við getum sagt að hafi náð sama status og Goethe, Byron, Shelley, Heine og þessi stóm karlar. Jónas var og er skáld á heimsmælikvarða. Hann var vitaskuld tungumálsms vegna nokkuð einangraður, en samtsem áður alveg tvfmælalaust einn af mestu ris- um bókmenntasögunnar. Hann er óhemjulega stór. Ég veit ekki hvort hann þjáðist neitt tiltakanlega mikið... var hann ekki bara lífsglaður maður sem drakk í góðu hófi? Ég þekki annars vel inná hans búllur í Kaupmannahöfn og skilst að hann hafi ekki dvalið jafn- mikið á Hviids Vinstue og af er látið heldur aðallega á þeim ágæta stað Den Lille Apotæk." ■ Valgerður Sverrisdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins Enginn hefur greitt mér lokka við Galtará, ekki ennþá „Við í Framsóknarflokknum eigum nú einn Jónas Hallgrúnsson, á Austur- landi. En svona í alvöm talað þá er Jónas Hallgrímsson skáld sem er mjög nálægt mér í anda. Ég er nefnilega úr Eyjafirðinum og keyri því alltaf fram- hjá Hraundröngum á leiðinni suður og auk þess mörgum þessara ömefúa sem hann minnist á í ljóðum sínum. Ferðalok em eftirlætisljóð mitt efúr Jónas. Það er kannski vegna þess að ég hafði svo góða kennara þegar ég lærði það ljóð og upplifði afskaplega mikla rómantík og stemmningu í kringum það á sfnum tfrna. Mikið uppáhald. Því miður geri ég of lítið af því að velta fyrir mér okkar góðu skáldum, en Jónas er alltaf ofarlegast í huga mér. Ég staðnæmist lítið við sögu- sagnir af lífi hans og persónu. Miklu frekar em það ljóðin sjálf og náttúm- lýsingamar þar inni. Ég hef að vísu setið inná Hviids Vinstue og allt'það, en það var ekkert tengt Jónasi. Nei, enginn hefúr greitt mér lokka við Galtará. Ekki ennþá. Ég á það efúr einsog svo margt annað.“ ■ Jón úr Vör n. iv17> Könan, sem elskar Jónas Hallgrímsson Konan, sem elskar Jónas Hallgrímsson getur ekki dáið. Hún er alltaf ung. Marga daga, margar nætur greiðir hann henni lokka við Galtará. Hún horfir á þegar hann hrasar í stiganum - og vakir hjá honum allar örlagastundir. í augum ungra manna og öllum draumum leitar hún þessa eina elskhuga, hún bíður - og getur ekki dáið. Jón Stefánsson u. Hviids Vinstue Mörghundruð ára gamalt brak undir skónum strýk þys borgarinnar af mér og spyr eftir þögninni. Ég er alls ekki búinn að drekka mikið þegar maður frá síðustu öld sest á móti mér honum fylgja skógarþröstur lóa og lykt af fjalli Snorri Hjartarson c i*>or.-1oso> Hviids Vinstue Brenna augun þín brúnu frá borðinu þama í köldum skugga þíns skapadags Heyri ég hikandi þung hinztu fótatök þín hverfa í ysinn að utan Heyri þau heyri þau óma í hugar míns djúpi sem fyr á langferðum lífs míns og brags Steinn Steinarr i i«»i»s-iv5si S • • I Oxnadal Skáld er ég ei, og innblástrunum fækkar, andagift minni er löngum þungt um vik. Mun ég þó yrkja, meðan krónan lækkar og mæddur bóndi nær sér ögn á strik. Öxnadalssólin sér til gamans hækkar, suðar í hlíð og slakka spræna kvik. Blágresið hlær og hrútaberið stækkar. Hérna gekk Jónas um með mal og prik. Skáldið mitt góða, vinur fjalls og flóa, frá fegurð þinna drauma heim ég sný. Hve fljótt vér allir fundum harma nóga, þótt flest vor kvæði stæðu hljóðstaf í. Ef til vill gengurðu enn um þessa móa og ástarstjörnu hylja næturský. Sárt er það víst, og sárið lengi að gróa, sízt ætti ég að bera á móti því.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.