Alþýðublaðið - 25.05.1995, Qupperneq 11
HELGIN 25. - 28. MAÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
11
5 n a s
■ Þjóðsagan og sannleikurinn um andlát Jónasar Hallgrímssonar
var. Og Óttar heldur áfram:
„Á sjúkrahúsinu elnar honum sótt-
in og fær hann drep í fótinn og blóð-
eitrun sem veldur sýkingu í bijóst-
himnu og heila. Áfengisvíman rennur
af honum og hann fær delirium tre-
mens eins og stundum gerist eftir
mikla og langvinna drykkju. Jónas
deyr síðan af völdum þessa, hann er
fársjúkur af sýkingum, frávita af del-
irium og drep hleypur upp fótinn.
Þetta er óravegu frá rómantískri
lýsingu Konráðs og túlkun Tómasar
Guðmundssonar á því hvemig dauða
hans bar að höndum. En frásögn
Konráðs leiðir athygli ffá drykkju-
skap skáldsins og hörmulegum af-
leiðingum hans og beinir sjónum á
aðrar brautir. Tryggð Islendinga við
þjóðsöguna er skýrt dæmi um afheit-
un heillar þjóðar á alkohólisma ástæl
asta skálds síns. Hann hverfur út úr
íslenskum bókmenntum á þroska-
braut sinni miðri. Bakkus karlinn
kóngur hafði enn einu sinni greitt ís-
lenskri menningu þungt högg.“ ■
Sveinn Yngvi Egilsson n. i*>5o»
Konráð: Jónas var vel málhress og
lífvænlegur yfirlitum.
Konráð en lyftir frásögninni enn
frekar á flug skáldskaparins.
Þegar Fjölnismenn stofnuðu bind-
indisfélag fengu þeir Jónas til að
ganga í félagið. Hann lýsti þó þeirri
skoðun sinni að ffekar bæri að stefha
að hófsemd í neyslu víns en algjörs
bindindis. Enda fór svo að hann hætti
bindindinu og bytjaði að drekka á
nýjan leik. Ofdiykkja varð honum
síðan að bana og lokadægrin vom
með öðmm hætti en Konráð lýsti.
Hreinn uppspuni
Árið 1945 reit Gunnlaugur Clae-
sen læknir grein í tímaritið Heilbrigt
h'f þar sem hann segir sannleikann
um andlát Jónasar. Sú grein hafði þó
takmörkuð áhrif til að kveða niður
þjóðsögu Konráðs. Árið 1992 kom út
bókin Tíminn og tárið eftir Óttar
Guðmundsson lækni. Þar greinir
hann ffá ævilokum Jónasar án þess
að draga nokkuð undan og það fór
hrollur um þá höfðu trúað Konráð.
Óttar telur sennilegast að ffásögn
Konráðs sé hreinn uppspuni til að
halda minningu Jónasar sem feg-
urstri. Sjúkraskrá Jónasar er geymd í
Tómas: Drykkja Jónasar orðum
aukin.
Óttar: Jónas deyr frávita af deliri-
um.
Vel málhress eða ^
frávita afdel[rium
mssonar
um
insku
cir bama-
Dauðdagi Jónasar Hallgrímssonar
hefur verið sveipaður ljúfsámm
ljóma æðmleysis og karlmennsku
listaskáldsins góða. Ljóðelskir bama-
kennarar komast við þegar þeir rifja
upp fyrir bömum banalegu Jónasar
þar sem hann eyddi síðustu stundum
hfs síns við bóklestur og tedrykkju,
kvahnn af fótbroti. Margir hafa því
átt erfitt með að kyngja þeirri stað-
reynd að skáldið fótbrotnaði í ölæði
og lá síðan örvita af drykkjuæði á
sjúkrahúsi þar til yfir lauk.
Það var að kvöldi 15. maí 1845 að
Jónas, sem þá var 37 ára, var að pau-
fast upp stiga til herbergis síns að St.
Pétursstræti í Kaupmannahöfn. Hann
missteig sig illa með þeim afleiðing-
um að hann hlaut opið fótbrot. Engu
að síður tókst honum að komast til
herbergisins og lá þar af nóttina.
Frásögn Konráös
Þjóðsagan af banalegu Jónasar er
komin ffá vini hans og félaga, Kon-
ráði Gíslasyni. f eftirmælum sem
hann ritaði um Jónas í Fjölni segir
svo:
„Þegar inn var komið til hans um
morguninn og hann var spurður því
hann hefði ekki kallað á neinn sér til
hjálpar, sagði hann að sér hefði þótt
óþarfi að gjöra neinum ónæði um
nóttina af því að hann vissi, hvort
sem væri að hann gæti ekki lifað. Því
næst lét hann flytja sig í Friðriksspít-
ala, en ritaði fyrst til etasráðs Finns
Magnússonar til að fá hann til
ábyrgðarmanns um borgun til spítal-
ans. Þegar Jónas var kominn þangað
og lagður í sæng, var fóturinn skoð-
aður og stóðu út úr beinin; en á með-
an því var komið í lag og bundið um,
lá hann grafkyrr og var að lesa í bók,
en brá sér alls ekki. Þar lá hann fjóra
daga, vel málhress og lífvænlegur
yfirlitum. En fjórða daginn að kveldi,
þegar yfirlæknirinn gekk um stofum-
ar, sagði hann við aðstoðarmenn sína,
þegar hann var genginn ffá rúmi Jón-
asar: „Tækin verða að bíta í fyrramál-
ið, við þurfum að taka af lim.“ Hafði
læknirinn séð að drep var komið í
fótinn, en hins varði hann ekki, að
það mundi dreifast eins fljótt um all-
an líkamann og raun varð á. Jónas
bað, að ljós væri látið loga hjá sér um
nóttina. Síðan vakti hann alla þá nótt
og var að lesa skemmtunarsögu sem
heitir Jakob Ærlig - eftir enskan
mann Marryat að nafni - þangað til
að aflíðandi miðjum morgni. Þá bað
hann um te og drakk það, fékk síðan
sinadrátt rétt á eftir, og var þegar lið-
inn. Það var hér um bil jöfnu miðs
morguns og dagmála. - Hann var
grafmn í Hjástoðar-kirkjugarði, sem
kallaður er. Það var 31. maí, í góðu
veðri og blíða sólskini. AJlir þeir ís-
lendingar, sem þá voru hér í Kaup-
mannahöfh og nokkuð þekktu hann
til muna, fylgdu honum og báru kist-
una ffá líkvagninum til grafarinnar;
hörmuðu þeir forlög hans og tjón ætt-
jarðar sinnar, hver sá mest, er honum
var kunnugastur og best vissi, hvað í
hann var varið.“
Vínhneigð Jónasar
Þessi ffásögn Konráðs af andláti
Jónasar Hallgrímssonar hefur síðan
lifað með þjóðinni. Þó hafa komið
ffam aðrar upplýsingar um ævilok
Jónasar sem eru mjög á annan veg og
öllu nömrlegri en skáldleg lýsing
Konráðs. Þar er ofdrykkja skáldsins
talin hafa leitt hann til dauða.
Ýmsar heimildir eru til um vfn-
hneigð Jónasar. Sumir hafa þó talið
að hann hafi ekki verið jafn drykk-
felldur og sögur herma. Menn hafa
bent á afköst hans á sviði náttúruvís-
inda og ljóðagerðar á skammri ævi
því til sönnunar, líkt og Tómas Guð-
mundsson gerir í formála að verkum
Jónasar árið 1948. Þar segir Tómas
frá dauða Jónasar á sömu nótum og
Stud. jur. Jónas Hallgrímsson
er í skemmtiferð um danskar sveitir
dandyish. Pípureykjandi tigris.
Arrrgh. Færir allt inn í dagbók:
„Konan er hér um bil 17 vetra,
lítil og snyrtileg og glaðleg,
ég uppgötvaði hana í morgun í eldhúsinu.“
Kona kráareigandans, naturligvis.
Eiginmaðurinn órólegur.
Tígurinn reykir við borð.
Horfir. Bíður. Konan
óþarflega glaðleg:
karlinn gerir sér upp erindi,
er voðalega upptekinn
einmitt þarna
mitt á milli þeirra. Reiknar,
krotar í kladda. Neyðist svo til
að bregða sér frá drjúga stund:
þarf að sinna kalli náttúrunnar.
Tígurinn líka.
skjalasafni Kaupmannahafnar og Ótt-
ar vitnar í lýsingu spítalalæknanna:
„Vinstri fótleggur var í sundur, og
það svo illa, að ekki einasta var sjálft
brotið opið, heldur líka ökklaliður-
inn.“ Og Óttar heldur áfram: „Þess er
getið, að erfiðlega hafi gengið að
koma beinbrotinu í æskilegar stell-
ingar, svo ekki hefur sjúklingnum
verið næðissamt við að lesa bók á
meðan. Læknamir taka ffam, að slas-
aði sé vöðvamikill og samanrekinn
að líkamsvexti. - Um andlátið segir:
...hvor han under Tilf. afdelir.
trem. og gangraena incipiens [byrj-
andi drep] i den ajficierade Extremi-
tet dode d. 26. mai...
Líkið var krufið sólarhring eftir
andlátið, og er skráð um það löng og
nákvæm skýrsla. Helstu atriðið henn-
ar eru þessi: Drep var komið í brotinn
sköflunginn og blóðeitrun þaðan út
um lfkamann. Svæsin lungnabólga
var í vinstra lunga með graftarígerð í
bijósthimnunni. Höfuðkúpan var
opnuð og kom þá í ljós byijandi
heilabólga. Lungnabólga hefur
magnast heiftarlega og svo bætist
heilabólga við. Líkið var innanfeitt
og lifrin nærri tvöfalt stærri og þyngri
en heilbrigt er, 2875 grömm. Svona
mikil fítulifúr er mjög fátíð nema eft-
ir langvinna áfengiseitrun og kemur
það heim við umsögn læknanna um
ástandið í legunni þar sem gefið er
upp, að sjúklingurinn hafi fengið del-
irium tremens."
Frávita af delirium
Með tilliti til þessara skýrslu telur
Óttar Guðmundsson að hægt sé að
gera sér grein fyrir síðustu dögum
Jónasar. Hann hafi drukkið lengi þeg-
ar hann hrasaði í stiganum. Enginn
reyni að ganga á brotnum ökkla
nema hann sé viti sínu fjær. Jónas
hafi því verið mjög drukkinn þegar
hann datt og engan veginn gert sér
grein fyrir því hve alvarlegt slysið
Salthólmsferð