Alþýðublaðið - 01.06.1995, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995
ÍIMDIIIILfÐID
20927. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Gabb-samningurinn
Með Gatt-samningnum var formlegt bann við innflutningi landbúnaðar-
vara numið úr gildi. Fjölmargir bundu því miklar vonir við að aukin sam-
keppni og verðlækkun vegna innflutnings á vömm úr landbúnaði myndi
stórauka kaupmátt neytenda, og Gatt-samningurinn gæti því reynst kjara-
bót.
Nú hefur forsætisráðherra lagt fram frumvörp sín sem sýna, hvemig ríkis-
stjómin ætlar að útfæra samninginn. Niðurstaðan er vægast sagt dapurleg.
Jöfnunartollar, sem heimilaðir em samkvæmt samningnum til að vemda
innlendan landbúnað, em svo gróflega misnotaðir, að ólíklegt er að inn-
flutningur verði að nokkm marki. Hagur neytenda mun því vænka lítið, og
ekkert í líkingu við það sem unnt hefði verið.
Framsóknarflokkurinn samþykkti á sínum tíma, að fara bæri leið hinna
svokölluðu ofúrtolla, sem í raun ónýta gildi samningsins fyrir neytendur.
Undir það tók framsóknararmur Sjálfstæðisflokksins, sem nú hefiir fundið
nýjan liðsmann í Davíð Oddssyni. Niðurstaðan er nánast í anda hörðustu
stefnu Framsóknarflokksins, þó forysta Sjálfstæðisflokksins reyni að halda
öðra ffarn.
Harður andróður Afþýðuflokksins gegn ofurtollunum leiddi að vísu til
þess, að ofurtollamir em faldir með hugvitsamlegum hætti. Sjálfur tollurinn
er ekki svo ýkja hár samkvæmt frumvörpunum, en hins vegar er bætt ofan á
hann magntollum, sem er gríðarlega hár. Þannig er reynt að sigla undir
fölsku flaggi, og því haldið fram, að ofurtollunum hafi verið hafnað. Niður-
staðan er sú sama. Raunvemlegir tollar verða svo háir, að innflutningurinn
mun engu skipta, og líklega verða afar lítill að vöxtum.
Jón Baldvin Hannibalsson tók kjúklinga sem dæmi: Hér kostar hann út úr
búðum Hagkaups um 670 krónur. I Evrópu kostar kjúklingurinn sums stað-
ar um 100 krónur kílóið. Með ofurtollum Sjálfstæðisflokksins mun hann
kosta, kominn í verslanir á íslandi, um 1.250 krónur. Hvaða hag hafa neyt-
endur af svona samningi?
í meðföram Davíðs Oddssonar hefur Gatt-samningurinn breyst í sann-
kallaðan Gabb-samning.
Nja...
Alþýðubandalagsmenn héldu miðstjómarfund um helgina þarsem ffam
kom mikil og sár gremja út í Framsóknarflokkinn. í samtali við dagblaðið
Tímann í fyrradag sagði Ólafur Ragnar Grímsson að mikið hefði verið rætt
um þau þáttaskil sem hefðu orðið þegar Framsókn neitaði mjög eindregið
öllum vinstri tengslum en gekk þess í stað til samstarfs með Sjálfstæðis-
flokknum. Þá sagði Ólafur Ragnar að það skapaði að mörgu leyti nýja stöðu
þegar Framsóknarflokkur yfirgæfi „sveit félagshyggjufólks með svo skýr-
um hætti.“
Með leyfi að spyija: Hvenær skipaði Framsóknarflokkurinn sér í sveit fé-
lagshyggjufólks? Síðan 1974 hefur Framsókn í þrígang myndað helminga-
skiptastjóm með Sjálfstæðisflokknum. Er það til marks um sérstaka ást
Framsóknar á félagshyggju Ólafs Ragnars? Framsóknarmenn hafa ævinlega
verið reiðubúnir að henda stefnumálum sínum rakleitt í mshð ef þeir fá í
staðinn nokkra stóla í stjómarráðinu. Foringjar flokksins hafa gert pólitíska
hentistefnu að list, og dansað frá hægri til vinstri einsog vindurinn blæs
hveiju sinni. Þetta ætti doktor Ólafúr Ragnar Grímsson stjómmálafræðingur
að vita manna best - enda hóf hann litríkan feril sinn í stjómmálum í beitar-
húsum Framsóknar á sjöunda áratugnum.
Einar Karl Haraldsson framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins - sem
reyndar á rætur í Framsókn einsog Ólafur Ragnar - lýsti einnig hneýkslun
sinni í samtaU við Tímann:, J>að er einsog Framsókn hafi ekki lengur metn-
að til að hafa forystu í íslenskum stjómmálum. Það er engu líkara en ffarn-
sóknarmenn vUji sitja í stjómarráðinu uppá hvaða býti sem er.“ Vissulega
er meira en sannleikskom í þessum fúllyrðingum - en þetta em bara engar
nýjar fréttir. En svo kemur rúsínan í pylsuendanum. Blaðamaður Tímans
spyr Einar Karl: En vildi Alþýðubandalagið ekki fyrir stuttu ganga til liðs
við Sjálfstæðisflokkinn. Framkvæmdastjórinn svarar: „Nja, einsog Davíð
Oddsson hefúr sagt þá vora engin formleg skilaboð í gangi um það og raun-
ar engin skilaboð. Þetta er eitthvað sem heyrir til djúpsálarfræðinni."
Nja? Allir vita að Ólafur Ragnar var einsog yxna kvíga á eftir Davíð
Oddssyni. Það er líka á margra vitorði að síðla sumars í fýrra vom viðræður
bakvið tjöldin langt komnar miUum foiystumanna Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðubandalags. Ólafur Ragnar Grímsson var reiðubúinn að „yfirgefa sveit
félagshyggjufólks með skýmm hætti“ um leið og tækifæri gafst. Hann fékk
bara aldrei tækifærið sem hann hafði beðið eftir.
Tvískinnungur er aðalsmerki Ólafs Ragnars. Heilög vandlæting hans í
garð Framsóknar er þessvegna harla brosleg. ■
Ein Iftil fréttaskýring
Ég lenti í óvenjuskemmtilegum úreiðartúr á
föstudaginn. Þar voru á ferð fjórir brezkir lög-
fræðingar. Gamanið kárnaði þegar ég átti að
segja þeim frá íslenzkri pólitík. Það var leitt
að geta ekki sagt þessum brezku gestum að
eitthvað myndi gerast sem kippti þessu
[stjórnmálaástandi] í liðinn. Nema að umorða
Skakespeare gamla: The first thing we do is
kill all the politicians."
Ég lenú í óvenjuskemmtilegum út-
reiðartúr á föstudaginn. Þar voru á'
ferð fjórir brezkir lögffæðingar hingað
komnir á samevrópska lögfræðinga-
ráðstefnu og í stað þess að eyða föstu-
dagseftirmiðdegi í að skoða einhveqa
lögmannsstofú úti í bæ, eins og koll-
egar þeirra gerðu, ákváðu þeir að
bregða sér á hestbak.
Þetta leit strax vel út þegar þeir
stungu upp á því sjálfir að þeir fæm
hjálmlausir í túrinn, því hver myndi
sakna fjögurra lögfræðinga þótt þeir
fæmst í óbyggðum? Hvað sagði ekki
Shakespeare í Kaupmanninum í Fen-
eyjum: The first thing we do is kill all
the lawyers.
En gamanið kámaði þegar að því
kom í samtali okkar að ég átti að segja
þeim frá íslenzkri pólitík.
Ég fékk léttan sting í magann.
En laggó: „Sko, það em sex flokkar
á þingi, einn hægriflokkur, einn
miðjuflokkur og fjórir vinstri flokkar."
So far, so good.
Gestaboð |
,JHér em alltaf samsteypustjómir og
í ríkisstjóm núna era hægri- og miðju-
flokkurinn. Vinstri menn sem sagt í
stjómarandstöðu."
Og hvemig eru þessirflokkar? Fyr-
ir hvað standa þeir?
„Hægriflokkurinn er venjulegur
hægriflokkur, ver hagsmuni atvinnu-
rekenda og kapítalista og vill mark-
aðslausnir í eftiahagslífi. Og þó. Þar
var að finna einhveija sterkustu and-
stöðuna við fijálst flæði vara, þjón-
ustu, peninga og vinnuafls á milli fs-
lands og Evrópu. Hægrimenn bera
líka með öðrum meginábyrgð á ríkis-
vemdarkerfi sem er að drepa landbún-
aðinn og neita að afnema það. Þeir
hafa líka verið manna duglegastir við
að veita ríkislán í alls kyns atvinnu-
starfsemi sem ekkert gagn er að og
tapa þannig milljörðum af skattfé.
Með augun galopin."
En þeir vilja vœntanlega lœkka
skatta og ajhema velferðarprógrömm
eins og aðrir hœgriflokkar?
,Ja, nei, ekki endilega. Jú, þeir vilja
lægri skatta, en þeim hefur reynzt
ómögulegt að standa að niðurskurði til
að mæta því. Og eina athugasemdin
sem þeir gera við velferðarkerfið er að
það sé eytt of miklum peningum í það.
Við íslendingar höfum eiginlega ekki
átt nema einn ekta hægrimann, en
hann er allur að linast eftir að hann
varð sjónvarpsstjama."
Well, en þessi miðjuflokkur?
„Hann, já. Hmm. Það er kannske
ekki alveg nákvæmt að kalla hann
miðjuflokk. Nema miðjustefna felist í
því að eyða peningum á alla kanta -
hvorki til hægri né vinstri, heldur út
um allt - án þess að neitt af því skili
sér til baka. Við höfum horft á eftir
nokkrum tugmilljörðum þannig.
Lykilorðin við þennan miðjuflokk
eru raunar þjóðremba, íhald og
jafnv.el afturhald. Æ, þú myndir
aldrei skilja þetta.“
Allt í lagi. En þessir vinstri flokkar?
Afhverju eru þeir jjórir?
, Jú, það er sósíaldemókrataflokkur-
inn. Hans stefna einkennist af tvennu
síðustu árin: markaðshyggju við lausn
efnahagsmála og niðurskurði í vel-
ferðarkerfmu."
Þetta hljómar ekki eins og sósíal-
demókrataflokkur.
„Ekki það? Svona er þetta nú samt,
meira eða minna. Afsökun þeirra er að
einhver verði að gera þetta; ekki fáist
hægrimenn til þess. Svo er það hinn
sósíaldemókrataflokkurinn. Þar er í
forystu kona sem var í fyrri sósíal-
demókrataflokknum en fór þaðan af
því að hún þoldi ekki formann hans.
Hún vill eyða meiri peningum í vel-
ferðarkerfið og vera í flokki með
vinstrimönnum í hinum flokkunum
þremur. Til þess fór hún úr flokknum
sínum. Hinir í flokknum fóm flestir
líka úr sínum flokkum til að sameinast
þeim aftur.“
Það var farið að teygjast á svipnum
á þessum greindarlegu lögfræðmgum,
en það varð ekki aftur snúið:
„Svo em það sósíalistamir. Þeir em
reyndar ekki allir sósfalistar, heldur
einhvers konar sósíaldemókratar.
Nema þeir sem aðhyllast stefnu
miðjuflokksins í landbúnaðarmálum
og þeir sem vilja að ísland fari úr Na-
tó. Og þeir sem hafa alltaf verið á
móti því að verzlanir keppi um að fá
til sín viðskiptavini með fijálsri verð-
lagningu. Svo em nokkrir sem halda
enn að Hoenecker og félagar hafi bara
haft rétt fyrir sér í gmndvallaratriðum;
það hafi verið úrfærslan sem klikkaði.
En þeir hafa hægt um sig núna.“
I see. Bretar em afar kurteist fólk.
, Já og svo er það femínistaflokkur-
inn. Hann var stofnaður til að koma
sjónarmiðum og reynslu kvenna að í
pólitík, nota kvennalausnir en ekki
kallalausnir. Praktískt talað þýðir það
að þær vilja jöfn laun karla og kvenna,
óbreytt ástand í helztu atvinnuvegum
og þær em á móti öllu Evrópusukki.
Þar ráða kallar, skilst mér. Nema þær
sem vilja að Island gangi í ESB og
þær sem gætu vel hugsað sér að vera í
hinum vinstriflokkunum, ef þar væm
ekki alltof margir kallar.“
Mér fannst ég geta lesið úr svip-
brigðum lögffæðinganna að kannske
væri íslenzki hesturinn greindari en
húsbændur hans; að minnsta kosti
virtust þeir hafa misst áhugann á ís-
lenzkri pólitík eftir þessa litlu frétta-
skýringu og snem sér að útreiðinni.
Það var líka leitt að geta ekki sagt
þessum brezku gestum hvers vegna
þetta væri svona og að kannske stæði
þetta nú til bóta, eitthvað myndi gerast
sem kippti þessu í liðinn. En nákvæm-
lega hvað það ætti að vera var ekki
ljóst. Nema að umorða Skakespeare
gamla: The first thing we do is kill all
the pohticians...
Höfundur er hestasveinn.
u n i
Atburðir dagsins
1967 Bídamir gefa út Sergeant
Pepper's Lonely Heart’s Club
Band. 1968 Helen Keller deyr,
88 ára að aldri. Hún varð blind
og heymarlaus aðeins tveggja
ára gömul en gerðist eigi að
síður rithöfundur og kennari.
1976 Síðasta þorskastríðinu
lýkur með samningum við
Breta. 1983 Framfærsluvísitala
á íslandi hækkaði um 25,1% á
þremur mánuðum. Það jafngilti
158,9% verðbólgu á ári, sem er
íslandsmet.
Afmælisbörn dagsins
Jún Stefánsson alias Þorgils
gjallandi rithöfundur, 1851.
Marilyn Monroe þokkagyðja
20. aldar, 1926. Edward
Woodward enskur leikari,
kunnastur fyrir aðalhlutverkið í
sjónvarpsþáttunum um Bjarg-
vœttinn, 1930. Pat Boone
bandarískur leikari og söngv-
ari,1934.
Annálsbrot dagsins
Datt maður af hestbaki á
Lambhaga á Rangáivöllum og
handleggsbrotnaði. Á sama bæ
datt og maður af baki hjá tún-
inu og dó strax. Daginn eftir
átti systir þess bráðkvadda
manns bam og lýsti ókenndan
mann föðurinn með niður-
brotna hettu.
Setbergsannáll, 1694.
Gamansemi dagsins
Gamansemi Steins var oft ill-
kvittnisleg, en hún var smit-
andi, og manni þótti hún á ein-
hvern undarlegan hátt
skemmtileg, jafnvel þó hún
kæmi niður á manni sjálfum.
Jón Óskar um Stein Steinarr.
Málsháttur dagsins
Betra er að vera laukur í lítilli
ætt en strákur í stórri.
Orð dagsíns
Víst er fagurt vor í skóg,
veglega júní múlar.
Fegurst alls hins fagra þó
. erfegurð stórrar sdlar.
Skák dagsins
Þau ófyrirgefanlegu mistök
urðu við vinnslu Alþýðublaðs-
ins í fynrakvöld, að stöðumynd
gærdagsins féll út. Við endur-
birtum þvíþá skák hér á eftir -
með stöðumynd: Rússinn Lev
Psakhis teflir nú undir fána
ísraels einsog svo margir aðrir
rússneskir gyðingar. Hér sjáum
við hvemig hann snýr laglega á
Georgíumanninn Efimov.
Psakhis hefur hvítt og á leik.
1. Rb6+! Dxb6 2. Dg4+ Kb8
3. Hxd8+ Ka7 4. c5 Efimov
gafst upp.