Alþýðublaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Stóllinn ofar stjórnarskrá Ástæður þess að menn hefja þátt- töku í stjómmálum eru jafn mismun- andi og þeir eru margir einstakling- amir sem þar eiga í hlut: -Sumir hefja þátttöku af hugsjón og telja að þær hugmyndir um breyt- ingar og þróun samfélagsins sem þeir bera í bijósti eigi erindi. -Aðrir telja stjórnmálaþátttöku sína eðlilegt framhald af stjómmála- flokkum. -Og svo em þeir sem taka þátt í Pallborðið | Lúðvík „Þessi hegðun verður einungis skilin svo að Páll Pétursson hafi nú náð sínu pólitíska nirvana stigi, hann sé orðinn ráðherra með bílstjóra völd og áhrif. Slíkri alsælu mun hann ekki aflétta af sjálfsdáðum. Fyrr skal víkja samviska, sannfæring og eiðurinn að stjórnarskránni, en að staðið verði upp úr stólnum." skrifar L____________________ pólitík einungis til þess að komast til valda í því skyni að skara eld að eig- in köku. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi “ nokkur stjómmálamaður afhjúpað til- * gang sinn og tilveru í pólitík á jafn o áhrifamikinn hátt og hæstvirtur fé- z lagsmálaráðherra, Páll Pétursson, « gerði í umræðum á Alþingi síðastlið- inn mánudag. Þar mælti ráðherrann fyrir frum- varpi til laga um ftjálsa för launþega á Evrópska efnahagssvæðinu, en lýst því jafnframt yfir að hann væri á móti því frumvarpi sem hann væri að mæla með, en yrði að mæla með því sökum þess að Alþingi hefði fyrir tveimur ámm lögfest EES-samning- inn. En lögfesting hans, að hans mati jafnt nú eins og fyrir tveimur ámm, væri hinsvegar brot á stjómarskránni. í stjómarskrá lýðveldisins kemur fram að alþingismenn séu einungis bundnir við sannfæringu sína, en jafnframt er þeim gert að vinna eið eða drengskaparheit að stjórnar- skránni þegar þeir setjast á þing. í lögum um ráðherraábyrgð er kveðið á um að sá ráðherra skuli sæta ábyrgð gagnvart lögum ef hann sjálf- ur framkvæmir, fyrirskipanir eða læt- ur nokkuð það viðgangast í stjómar- athöfnum sínum sem fer í bága við stjómarskrá. í ljósi ákvæða stjómarskrár og laga um ráðherraábyrgð er erfitt að sjá hvemig ráðherrann getur setið áfram við völd, einkum þegar hefðar em í huga margítrekaðar yfirlýsingar hans um að lögfesting samningsins um EES hafi verið brot á stjórnarskrá lýðveldisins. Að minnsta kosti myndi áfram- haldandi seta á ráðherrastóli og að- gerðir af hans hálfu til framgangs samningnum benda til einbeitts og huglœgs brotavilja gagnvart stjómar- skránni. Framganga félagsmálaráðherra í þessu máli hefur verið honum til háð- ungar og erfitt að draga aðra ályktun en að hann hafi verið að draga dár að eiðstaf sínum að stjómarskránni þeg- ar hann fyrst, með óbrostinni röddu, mælir fyrir frumvarpi sem tryggir EES-samninginn enn frekar í sessi, en lýsir því síðan yfir við sömu um- ræðu að lögfesting EES-samningsins sé jafnt nú sem fyrr stjómarskrárbrot. Þessi hegðun verður einungis skil- in svo að Páll Pétursson hafi nú náð sínu pólitíska nirvana stigi, hann sé orðinn ráðherra með bflstjóra, völd og áhrif. Slíkri alsælu mun hann ekki aflétta af sjálfsdáðum. Fyrr skal víkja sam- viska, sannfæring og eiðurinn að stjórnarskránni, en að staðið verði upp úr stólnum. Höfundur er alþingismaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks (slands. Bergvinsson Bullandi óánægja er meðal margra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði með samstarfið við Al- þýðubandalagið. Óánægj- an beinist einkum að Magnúsi Jóni Árnasyni bæjarstjóra en hann þykir hygla um of flokkssystkin- um og venslamönnum, og auk þess vera erfiður í sam- skiptum. Mikil deyfð er í bænum enda sáralitlar framkvæmdir á vegum nú- verandi meirihluta, og þykir mönnum mikil umskipti hafa orðið miðað við það sem áður var. Ýmsir sem skipuðu framboðslista Sjálfstæðisflokksins í fyrra eru jafnvel komnir á þá skoðun að rifta eigi meiri- hlutasamstarfinu. Magnús Jón hefur enda einkum ver- ið upptekinn við að kæra fyrrverandi meirihluta, og þykir mörgum að þrá- hyggja hans á þessu sviði sé farin að skaða bæjarfé- lagið... Félagsmálaráðherrann nýi, Páll Pétursson, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Hann hefur staðið í ströngu við að leggja fram frumvörp vegna EES-samn- ingsins, en Páll var helstur andófsmaður gegn þeim samningi síðasta kjörtíma- bil. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins tók sig til á mánudaginn og las fyrir þingheim úrval úr ræðum og greinum Páls gegn EES var mörgum skemmt. Við heyrum úr herbúðum Framsóknar að kátínan hafi náð þangað, enda varð helmingur þingflokks þeirra viðskila við Pál og félaga í andstöðunni við EES. Þá er vert að hafa í huga að að- eins fjórir af tíu óbreyttum þingmönnum Framsóknar studdu Pál til ráðherra- dóms, enda þykir hann ekki alveg standa undir því að vera hið „nýja andlit Fram- sóknar" sem boðaö var fyr- ir kosningar... Sjálfstæðismenn af Vest- fjörðum hafa heldur misst flugið í yfirlýsinga- gleði upp á síðkastið. Nú er Ijóst að búið er að valta yfir þá í sjávarútvegsmálunum, og að í engu verður komið til móts við þeirra sjónar- mið. Á Alþingi hafa menn orð á því að bjargvætturinn að vestan, Einar Oddur Kristjónsson, sé einsog vængbrotinn fugl sem Davíð Oddsson hafi í vas- anum. Ekki er langt síðan Einar Oddur var jafnvel orðaður við formennsku í Sjálfstæðisflokknum en nú er hann smáðurfótgöngu- liði sem enginn hlustar á... "FarSide” eftir Gary Larson. Allt þartil henni var loksins skipt útaf framleiðslulínunni fyrir öllu banvænni - og þarmeð vitaskuld mun vinsælli - frænda sinn var Bowie-skeiðin langalgengasta vopnið sem menn notuðust við f Villta Westrinu til að gera útum ágreining sfn f millum... fimm á förnum vec Hvernig fer knattspyrnulandsleikur íslands og Svíþjóðar í kvöld? Berglind Jóhannsdóttir, húsmóðir: ísland vinnur óvænt: 1-0. Friðrik Þór Halldórsson, Jenný Björk Þorsteins- Sólveig Thorlacius, nemi: Birgir Hinriksson, húsa- geimfari: Svíar sigra 2-1 og dóttir, nemi: fsland vinnur Ég hef ekki guðmund um það. smiður: Svíþjóð vinnur ör- Amór Guðjohnsen skorar eina 2-1 og Amór Guðjohnsen og uggan sigur: 3-1. markokkar. Bjarki Gunnlaugsson skora sitthvort markið. Fyrirhugað er að stórt kvcnfélag fari til Kína. Mig sem skipstjóra hefur alltaf langað að fara þangað og skoða fiskeríið hjá þeim. Mér finnst að kvenfélagskonur ættu að gera hreint fyrir sínum dyrum áð- ur en þær fara til Kína til að funda um jafnréttismál. Nóg er nú hórarí- ið þótt kvenfélagskonur geri ekki allt vitlaust þar. Kostulegt lesendabréf Kristjáns Snæf. Kjartans- sonar í DV í gær. Þess skal getið að íslenska orðabókin Máls og menningar frá 1992 lætur ekkert uppi um orðið „hórarí". Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, staðfesti í við- taLsþætti í Ríkisútvarpinu...að hann hefði ekki áhuga á að tala um brennivín, og var ekki laust við að talsverðrar fyrirlitningar gætti í tóninum...Reyndar er engu líkara en talsverðar persónuleikabreyt- ingar hafi orðið hjá Jóni í kjölfar stjómarskiptanna...Formaður Al- þýðuflokksins er skyndilega orðinn að einhverjum naívista...Veruleik- inn er síbreytilegur og pólitískar aðstæður geta tekið miklu breyt- ingum...Jón Baldvin var einu sinni í Alþýðubandalaginu, en það þýðir ekki að hann hafi með eðlilegum hætti getað gengið í Alþýðuflokk- inn og gerst þar formaður. Leiöarahöfundur Tímans glímdi greinilega viö óvenju heiftarlega geölægö þegar hann hamr- aði inn leiðarann í gær. Verst aö því fyigdi „ak- út" greindarþoka og ruglumbullaveiki. Villtir Við Villtir erum viðkvæmar sálir og verðum að hafa ákveðna fastpunkta í tilverunni, annars raskast hið brot- hætta jafnvægi sem við höfum náð að koma á líf okkar eftir áralangt tvístig á barmi siðblinduupplausnar. Eitt af þessum föstu hnitum eru beibin á Sól- on og þangað röltum við í fyrrakvöld í fullkomnu grandvaraleysi eftir anna- saman dag og sjá: þar voru éngin beib, bara þreytulegar konur að stelast út eftir kvöldmat og menntaskóla- mengaðir sætabrauðsdrengir með þvældan Jack Kerouac sem þeir störðu á skilningsvana fermingaraug- unum. Áfallið var hrikalegt! Nörda- prinsinn Hallgrímur Helgason sagði eitt sinn: Þar sem engin eru beibin, þar er eitthvað að. Og hvað tókum við Villtir til bragðs þegar beibin skorti til áhorfs? Jú, við fórum óvart að reyna halda uppi samræðum við starfsfélag- ana sem enduðu á gamla skelfingar- skapvonskumátann: með svívirðilega grunnhyggnum tilvistarkrísuanalýsum og tómum flamberingum. Það er eins gott að veitingastjórar Sólons verði ekki aftur uppvísir að slíkum beib- skorti. Til áréttingar á grafaralvöru málsins munu Villtir ekki eina vitund- arögn fjalla um Netið fyrren Sólon- stjórar hafa séð til þess að beibin snúi aftur og beina aukþess viöskiptum okkar alfarið til Einars Sæber-Arnar meðan úrbætur standa yfir. That'll teach you... v e r ö I d í s a Vísindaskáldsagnajöfúrinn Isaac Asimov hefúr grafið upp og safnað þúsundum furðulegra staðreynda og margar þær „skemmtilegustu" tengj- ast hemaði. Vissuð þið til dæmis að orrustan um New Örleans - sú hin sama og gerði Andrew Jackson að þjóðhetju - var háð tveimur vikum eftir að stríðinu lauk og heilum mán- uði eftir að fregnir um að því væri lokið bámst til Louisiana? Og hvað með þetta: Bandaríski utanríkisráð- herrann og ljóðskáldið John Hay kallaði Spánsk-ameríska styijöldina „alveg hreint indælis lítið stríð“. En fjölskyldum 5.462 bandarískra her- manna sem týndu lífinu - mestmegn- is vegna sjúkdóma - fannst styijöldin vafalítið fremur óyndisleg... Byggt á tsaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.