Alþýðublaðið - 01.06.1995, Page 4

Alþýðublaðið - 01.06.1995, Page 4
4 ALÞÝOUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995 m e n n i n g ■ í 73 ár trúði Margaret Armstrong staðfastlega að hún væri dóttir myrtrar konu og mannsins sem ódæðið framdi - eða allt þangað til lögmaðurinn Martin Beales skrifaði bók og kynnti til sögunnar sannfærandi rök: Árið 1922 var hinn bláeygði og sennilega blásaklausi Herbert Rowse Armstrong dæmdur sekur fyrir að eitra fyrir eiginkonu sinni Katherine, með arseniki og ávann sér skömmu síðar þann vafasama sess í breskri réttarsögu, að vera eini lögmaðurinn sem Bretar hafa dæmttil dauða og hengt með kurt og pí Vettvangur harmleiksins: Hið gamla sveitasetur Armstrong- fjölskyldunnar skammt fyrir utan bæinn Hay-on- Wye þarsem mikil rangindi áttu sér stað fyrir margt löngu. Hveiju sem Kður hinum fárán- legu sjónvarpsförsum sem ofn- ir voru í kringum ódæðisverk manna á borð við illmennið Charles Manson. hina kald- rifjuðu Menandez-bræður og O.J. ræfihnn Simpson þá komast Bandaríkjamenn vart í hálfkvisti við Breta þegar kem- ur að dálæti heillar þjóðar á spennandi réttarhöldum - og hvað þá séu þau haldin vegna meintra mannsmorða. Bretar verða óðir og uppvægir árum saman í kjölfar safaríkra réttar- halda. Árið 1922 var Herbert Rowse Armstrong dæmdur sekur fyrir að eitra íyrir eiginkonu sinni, Katherine, með arseniki og ávann sér skömmu síðar þann vafasama sess í breskri rétt- arsögu, að vera eini lögmaðurinn sem Bretar hafa dæmt til dauða og hengt með kurt pí. Um margra ára skeið eftir Arm- strong-réttarhöldin komu vagnar alla leiðina frá London til velska landa- mærabæjarins Hay-on-Wye til að beija augum vettvang [nær] fullkom- ins glæps af gamla skólanum; þvott- ekta glæps sem minnir á gullaldar- skeið leyndardómsfullra morða á tím- um Játvarðs konungs. Sorgarsagan af Herbert Rowse Armstrong reyndist harðger af sér og náði lengi að halda lífi í ótal munn- mælum og slúðri henni tengdu. Sagan var sögð og síðan endursögð í ótelj- andi bókum, sett á svið útvarpsleikrit- um og jafnvel sjónvarpsþáttaröð um málið kom síðar fyrir sjónir imbak- assafylgjenda. Armstrong náði meira að segja svo langt að vera gerður ódauðlegur í vaxmyndasafni Maddame Tussaud í London: steypt- ur í uppáhalds jakkafötin sín brúnu í hryllingsdeildinni - innanum Frank- enstein, Drakúla og aðra nafnkunna íjöldamorðingja. Vitaskuld varð goðsögnin um Arm- strong-arsenik-morðið börnunum þeirra þremur að ægiþungri byrði og voru þau skilin að eftir að réttarhöld- unum lauk og send í sitthvora áttina undir nýju heiti - og uppruni þeirra dulinn sem mest menn máttu. „Ég var vön að bregðast við þessum harmleik með því að segja að móðir mín hafi látist vegna matareitrunar," segir dóttirin Margaret. ,Laðir minn féll síðan og hálsbrotnaði." En nú hefúr Armstrong-málið tekið óvænta stefnu einsog öll góð og leyndardómsfúll morð og vötnin flest tekin að falla til Dýrafjarðar. Lögmað- ur einn í bænum Hay-on-Wye, Mart- in Beales að nafni, hefur nefnilega skrifað enn eina bókina um málið - bók sem hann nefnir Dauður - en ekki grafinn (Dead Not Buried). En þessi bók er ólík öllum öðrum um sama mál þarsem Beales kemst að þeirri niður- stöðu að sennilega hafi Armstrong karlinn verið blásaklaus af ódæðinu og hengingin ævarandi minnisvarði um hrikalegt réttarhneyksli af verstu sort. Bealess gróf upp löngu lokuð og innsigluð skjöl sem snerta málið og í gegnum rannsóknir sínar á þeim dreg- ur hann framí dagsljósið sterk sönnun- argögn sem flest benda í þá átt, að réttarhöldin hafi semsagt verið í meira lagi ósanngjörn og óvilhöll hinum ákærða. Og ennfremur kemst hann að þeirri niðurstöðu að ýmsir íbúar bæj- arins hafi haft góðar og gildar ástæður fyrir því að klína glæpnum á Arm- strong. Málið hefur göngu sína í febrúar- mánuði árið 1921. Hin 47 ára frú Armstrong - sem hafði lengi verið veik til heilsunnar og jafnlengi höll undir gjarnan stórskaðlegar smá- skammtalækningar sem ffamkvæmdar eru með svokölluðum samveikisað- ferðum - gefur upp öndina eftir heift- arlegt magaverkjakast. Opinbera skýringin sem gefin var á andláti ffú Armstrong var magabólgur eða iðrakvef og allt virtist slétt og fellt. En ekki sat lengi við það, því ffam á sjónarsviðið þusti samkeppnis- aðih Herbert Rowse Armstrong í lög- mannabransanum í Hay-on-Wye, Oswald nokkur Martin, og greindi frá því að hann teldi Armstrong hafa eitrað fyrir sér ekki sjaldnar en tvisvar með arseniki. Komu þá ýmis kurl til grafar að mati slúðursagnahöfunda - og lögreglan lagði við forvitin eyru. Fyrra atvikið sagði Martin, að hefði verið í teboði þegar Armstrong rétti Lögmaðurinn Herbert Rowse Arm- strong: Dæmdur saklaus til dauða árið 1922 fyrir að myrða eiginkonu sína, Katherine, með arseniki. Og síðan hengdur. sér smjöri löðraða og arsenik-bragð- bætta skonsu og hitt skiptið átti að hafa verið þegar Martin barst konfekt- kassi með pósti - ómerktur með öllu og auðvitað innihaldandi margfaldan banaskammt af arseniki. Lögreglan enduropnaði innan skamms rannsókn sína á andláti frú Katherine Armstrong og að kvöldi gamlársdags árið 1921 handtóku lag- anna verðir herra Armstrong á virðu- legri lögmannsstofu hans f Hay-on- Wye. Svo heppilega vildi til að í jakkavasa hans fannst skammtur af ar- seniki sem lögmaðurinn reyndar sagð- ist hafa keypt til að berjast með illu við illt: til að uppræta illgresi í garði sínum. En onei, karlinn. Þú sleppur nú ekki svona léttilega. Og orðrómur bættist ofaná orðróm, fréttaþyrstir fjölmiðlahákar frá Lond- on þefúðu upp blóðlyktina og mættu fljótlega á staðinn. Lík Katherine var grafið upp og í krufningu uppgötvað- ist að í henni var nægt magn af ar- seniki til að drepa fullhrausta mann- eskju. Við réttarhöldin sem fram fóru í aprílmánuði þetta sama ár hélt hinn bláeygði Herbert Rowse Armstrong ffarn fúllkomnu sakleysi sínu af hefð- armannslegri ró, en það var til lítils og þótti kannski ennffemur renna stoðum undir sekt hans. Saklaus? Trúlegt! Þarsem Armstrong beið hengingar sinnar dauðadæmdur á þartilgerðum dauðagangi fangelsins barst honum örvæntingarfullt tilboð frá dagblaði einu í London um ftmm þúsund punda greiðslu fyrir játningu, en hann hafn- aði því með öÚu. 31. maí árið 1922 var Herbert Rowse Armstrong að Iokum tekinn af Kfi sem ótíndur morðingi: hengdur. Það var síðan ekki fyrr en 66 árum seinna - árið 1988 - sem lögmaðurinn Martin Beales kom að málinu fyrir einskæra slysni og vanabundna grá- glettni örlaganna. Þannig háttaði til þetta sama ár, að Bealess gekk til liðs við hina gömlu lögmannsstofu Herbert Rowse Arm- strong í bænum Hay-on-Wye og hafði þaráofan flutt í tilkomumikið sveita- húsið þar sem löngu látin hjónin, Her- Margaret Armstrong/Pearson: Konan sem trúði staðfastlega í 73 ár að hún væri dóttir myrtrar konu og mannsins sem ódæðið framdi. Örlagasaga hennar hefur verið rit- uð á nýjan leik. bert og Katherine, bjuggu sér fýrrum heimili. Þremur vikum síðar barst Martin Beales handrit frá gömlum tekaup- manni í bænum; kappa sem sest hafði í helgan stein og dundað sér við það í ellinni að festa fyrstar manna í letur sennilega tilgátu um hvernig dauða Katherine Armstrong hafði borið að; tilgátu sem bar það í sér er Beales hafði þó heyrt hvíslað um manna mill- um: að Armstrong hefði blásaklaus verið dæmdur fyrir eiginkonumorð og tekinn af lífi með smánarlegri heng- ingu. Martin Beales lögmaður gekk rösk- lega í málið. Hann hóf starf sitt á að fá leyfi dótturinnar, Margaret Arm- strong, til að enduropna varnarskjöl föður hennar; skjöl sem legið höfðu ósnert allt frá þeim ú'ma sem hann var tekinn af h'fi, árið 1922. Eftir að hafa kynnt sér málið í þaula komst Beales að ógnvekjandi niður- stöðu: Lögmaðurinn sem varði Arm- sfrong sýndi lítt atgervi af sér og sinnti illa hlutverki sfnu sem lögbundins kröftugs talsmanns hins ákærða. Þar- aðauki hafði dómarinn í málinu auð- sýnt augljósa hlutdrægni með því að úrskurða oftar en einu sinni á þá leið að sönnunargögn hliðholl vamaraðil- anum væru algjörlega óhæf til að leggja fram í réttarhöldunum. Enn- fremur bætti dómarinn atarna gráu ofaná svart og flutti einkar gagnrýnis- verða lokaræðu þarsem málið var dregið saman f hnotskurn á undir- fúrðulegan hátt. Allt hné Armstrong í óvil. Hvemig gat annað gerst einsog í pottinn var búið? En hvað kom í raun og vem fyrir Katherine Armstrong? Hverjar vom hinar raunverulegu kringumstæður við andlát hennar? I bók sinni, Dauður - en ekki grafinn, færir Martin Beales traustvekjandi rök fyrir því, að um- kringd hinum og þessum lyfjum, ol- íum og annarri ólyfjan hafi Katherine Armstrong í fúllkomnum misgripum tekið arsenik-flösku úr illgresisbana- safni heimilisins og dreypt drjúgum á: sér til ömggs fjörtjóns. Armstrong geymdi arsenikið í skrif- borði sínu og það sem meira er: tengdafaðir eins af ákærendum Arm- strong, lögmannsins Oswald Martin, var sá lyfsali sem seldi manninum eitrið. Martin Beales leiðir líkur að því í bókinni að lyfsalanum hafi verið meinilla við Annsfrong, meðal annars vegna þess að Armstrong aðstoðaði víst aðvífandi lyfsala við að koma sér upp verslun í bænum. Einnig hafi lyf- salinn illhjartaði einfaldlega viljað losna við einu samkeppnina sem tengdasonur hans bjó við í lögmanna- bransanum. Enginn hefur orðið fyrir jafnmiklu áfalli við að uppgötva þau sennilegu rök sem bókin setur fram til vamar Herbert Rowse Armstrong og dóttir hans, Margaret. Árið 1922 - þegar hún var sjö ára að aldri - var henni gefið eftimafnið Pearson. Gamlar fjöl- skyldumyndir og ýmsir minjagripir um fyrra líf með foreldrum sínum vom forboðnir hlutir; titilsíða hjart- fólginnar biblíu hennar var rifin út og eyðilögð þarsem faðirinn hafði ritað þar nokkur orð til elsku litlu dóttur sinnar. Margaret braut sér hinsvegar leið ffá fjölskylduógæfunni - um standar- sakir allavega: lærði stærðfræði við Cambridge- háskóla, giftist og eignað- ist tvö böm. Hinsvegar fann hún alltaf tvöfaldan smánarblettinn á mannorði sínu sem Pearson- ættarnafnið gat ómögulega afmáð: hún var dóttir konu sem var myrt og mannsins sem dæmdur var til dauða fyrir að ffernja ódæðið. í 73 ár trúði Margaret stað- fastlega á sekt föðurs síns. Fyrst nú er hún farin að skilja hvað það þýðir þegar lífi manns er kollvarpað og ör- lagasagan rituð á nýjan leik... ■ shh / Byggt á Newsweek.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.