Alþýðublaðið - 01.06.1995, Page 5

Alþýðublaðið - 01.06.1995, Page 5
JÓN ÓSKAR FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 „Fjarri því að þetta sé einhver óskiljanleg ófreskja" - segir Halldór Guðmundsson um Mál og menningu og telur það einkennilegt að halda upp á útgáfu sína með því að veitast að öðrum með dylgjum. í nýlegu viðtali sem Alþýðublaðið átti við Einar Braga skáld, í tilefhi út- gáfu hans á Ibsen-þýðingum sínum, komu fram harkalegar skoðanir hans á útgáfumálum í landinu. Hann segir þau háskalega illa á vegi stödd og tel- ur það vega að andlegu frelsi manna að ekki séu nokkur forlög á landinu sæmilega á vegi stödd og geti keppt við hvert annað. Hann segir Mál og menningu algjörlega einoka markað- inn. Einar Bragi hnykkti á þessum skoðunum sínum í Morgunblaðinu á dögunum. Olafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helgafells og nýkjörinn for- maður Félags íslenskra bókaútgef- enda, undrast hversu stórorður Einar Bragi er. „Mér þykir Einar Bragi taka mikið upp í sig þegar hann talar um að andlegt frelsi landsmanna sé í haettu. Það er auðvitað staðreynd sem ekki hefur farið fram hjá mönnum að for- lögum hefur fækkað á síðustu árum.“ Og mikið rétt. f samtali við Al- þýðublaðið bendir Einar Bragi á það að hann muni til tíu forlaga sem lagt hafi upp laupana á undanfömum ár- um. „Þau sem ég man eftir og voru stór og atkvæðamikil," segir Einar,“ em þessi: „Þorsteinn M. Jónsson og Pálmi H. Jónsson báðir á Akureyri. Bæði þessi forlög hurfu af sjónarsviðinu með þeim köppum. Eftirkomendur höfðu ekki þrek til að halda þeirra starfi áfram. Og sú sem lengst lifði: Bókaút- gáfa Odds Bjömssonar. Ég held að hún hafi verið að nálgast aldarafmæh þegar hún lognaðist útaf fyrir fáeinum árum í höndunum á þriðju kynslóð eins og oft vill verða. Helgafell er úr sögunni og hvarf í Vöku-Helgafell. Norðri sem var eins- konar framsóknarforlag. ísafold, elsta forlag landsins, dó í höndum afkom- enda. Almenna bókafélagið er hjar- andi að nafninu til. Örn og Örlygur er nýfarið á hausinn. Svart á hvítu var mjög atkvæðamikið um tíma og svo var Bókaútgáfa menningarsjóðs lögð niður sem var hið versta verk. Ég sé ekki að neitt sem hefúr komið í stað- inn fyrir allan þennan skara sem er sambærilegt. Ég er reglulega áhyggju- fúllur út af þessu," segfr Einar Bragi. virðisaukaskattur sem lagður er á bókaútgáfu sé hið mesta skaðræðis- verk. Ólafur Ragnarsson segir fátt rök- styðja þá ákvörðun stjómvalda og hef- ur meiri áhyggjur af því heldur en Olafur Ragnarsson. Ég tel vandann fJolda for_ elrlíi vera þann að það vanti fleirí bókafor- lög. Ef eitthvað er þá er of- framleiðsla ábókumá íslandi. Fá forlög á of litlum markaði?! í skýrshi Samkeppnisstofnunnar um stjómunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi, gefin út í desember 1994, má skiptingu eftir veltu árið 1993. Þar kemur ffarn að veltan hafi verið 1.400 milljónir króna. Og markaðshlutdeild eftirfarandi: Mál og menning 28% Vaka - Helgafeil hf. 21% Iðunn hf. 14% Almenna bókafélagið hf. 12% Örn og Örlygur hf. 8% Forlagið hf. 3% Fyrirtæki ekki í könnun 14% Sé htið til þessa er ljóst að Mál og menning er með um 1/3 af markaðin- um. Ólafur Ragnarsson segir það langt því frá vera einokunaraðstöðu. „Einar Bragi telur Einar Bragi hefur að undanförnu haft foriögin vera stór orð um of fá og Þetta _ . . . eina vera of metnaðarleysi i stórt,“ segir íslenskri bóka- Ólafur Ragn- útaáfu arsson' ”Eg uigaru. te] vandann ekki vera þann að það vanti fleiri bókaforlög. Ef eitthvað er þá er offfamleiðsla á bók- um á íslandi. Um það em bókafram- leiðendur sammála. Það er verið að gefa út flefri titla en markaðurinn ræð- ur við. Þar af leiðandi ber sig ekki nenia lítill hluti af útgáfunni. En það verður auðvitað ekki settur neinn kvóh á bókaútgáfuna. Menn verða að fá að gefa út það sem þeir vilja.“ Einar Bragi bendir á það, sem og allir sem Alþýðublaðið hefur haft samband við vegna þessa máls, að „Kj arni málsins er sá,“ segfr Ól- afur, „að ég held að það sé ekki nokk- ur hætta á f e r ð u m gagnvart MáJ og menn- ingu. Fjöldi forlaga skiptir engu máli á meðan bókaútgefendur hafa þann metnað sem þeir hafa sýnt á undanfömum ár- u.n. Ég hef meiri áhyggjur af því að íslensk yfirvöld kippi gmndvellinum undan íslenskri bókaútgáfu hægt og rólega með virðisaukaskattinum. Bókaútgefendur í öðmm löndum em stöðugt að furða sig á því að það skuli vera reynt að gefa helstu verk heims- bókmenntanna og stærri verk á þetta frtlum markaði. Þjóðfr sem em marg- falt stærri en við telja sér ekki fært að skattleggja slíkt. Norðmenn, sem em 20 sinnum fjölmennari en við, hafa ekki talið forsvaranlegt að skattleggja norska bókaútgáfu með virðisauka- skatti, þó að hann sé á flestu öðm, af því að Noregur sé svo lítið málsvæði. Það er þó 20 sinnum stærri en það ís- lenska og þá finnst marrni að það ætti að vera skilningur á því að það sé ekki skynsamlegt að skattleggja bókaút- gáfu á þennan hátt. Yfirvöld geta vissulega haft áhrif á það við hvaða starfsumhverfi bókaútgáfa býr.“ Engin óskastaða En það er fyrst og fremst Mál og menning sem Einar Bragi veitist að. I Alþýðublaðinu 19. maí síðastliðinn segir hann: „Það er helvítis ólán þegar maður er kominn með svona stór verk og verður að horfast í augu við það að útgefendur þora ekki að leggja í út- gáfu af ótta við að verða fyrir marg- milljóna tapi. Ég býst við að sýna megi það með útreikningum á þennan venjubundna máta að þetta sé óvinn- andi verk. Ég man mjög vel eftir setn- ingu sem Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu sagði. Það voru greinilega vomur á honum. Honum þótti ekkert gott að þurfa að neita að gefa út Strindberg og skammaðist sín fyrir það undfr niðri býst ég við. Hann er afskaplega þenkjandi og segir: Ef við ekki gerum það þá gerir það eng- inn.“ Sem var afskaplega eðlileg ályktun. En þama kom ffam sá ljóður að eiga bágt með að hugsa eftir óvenjulegum leiðum. Og af því að þetta var óvenjulegt verkefni varð að hugsa á annan máta og finna aðra leið.“ Halldór Guðmundsson er útgáfu- stjóri Máls og menningar og það lá því beint við að spytja hann: Er Mál og menning að einoka markaðinn? „Því fer fjarri. Það er að mínum dómi aht of mikið upp í sig tekið að segja að það séu engin önnur forlög til í þessu landi. Það kom ffarn í nýlegri úttekt að til dæmis Vaka- Helgafell hefur svipaða markaðshlutdeild og við. Það er alveg óþarfi að láta eins og við séum eina forlagið á landinu þó að það sé tímabundin kreppa í faginu. Það er einkennilegt þegar menn eru ræða þá stöðu að gera sérstaka atlögu að þeim fyrirtækjum sem þó blakta.“ En það eru býsna stór orð þegar rithöfundur segir að andlegu frelsi landsmanna sé hcetta búin vegna stærðar forlagsins ? „I fyrsta lagi er það ekki eitthvert sérstakt ánægjuefni okkar að sam- keppnin sé ekki mefri en hún er og þá sérstaklega á bókmenntasviðinu. Mér þykir mjög slæmt að geta ekki vísað þeim sem eru með uppástungur um góðar þýðingar eða önnur merk bók- menntaverk í boði á einhveija aðra en okkur. í því sambandi er þó rétt að taka ffam að þeir aðilar eru til: Bæði Vaka- Helgafell, Iðunn og svo er Skjaldborg líka talsvert stórt forlag, þannig að það er óþarfi að láta eins og þetta sé orðið eins og eitt stórt einok- unarfyrirtæki. Þetta er ekki óskastaða Halldór Guðmundsson in tíu ár, að þýðingarútgáfa, (meðal annars vegna Þýðingarsjóðs og tals- vert öflugrar útgáfustarfsemi í land- inu), hafi aldrei verið betri. Ég held að hér sé allt of mikið upp í sig tekið hjá Einari þrátt fyrir tímabundna erfið- leika undanfarinna þriggja ára.“ En hvað veldur því að Mál og menning er stœrsta fyrirtœkið á þess- um markaði? ,JÉg held að það sé ákaflega vara- samt að monta sig mikið af viðskipta- legum afrekum. Það gæti verið for- vitnilegt að fara í glanstímaritin fýrir átta til tíu árum og skoða þá menn sem þar kynntu sín rekstrarafrek og spytja sig hvað sé orðið um þá núna frekar en að fara að stæra sig af því sem er að miklu leyti heppni - og viss skynsemi í rekstri." Mál og menning er sjálfseignar- stofnun og Einar Bragi gagnrýnir fyr- irtækið í viðtali við Morgunblaðið fyr- ir að taka lítið sem ekkert mark á fé- lagsmönnum? „Skipulag Máls og mennfrigar hefur verið með sama hætti frá því um 1940 þannig að þetta eru ekki nýjar fféttir. Félagsmenn í ýmsum klúbbum Máls og menningar eru núna vel á annan tug þúsunda og það væri alveg út í hött að þeir væru að taka ákvarðanir með einhverjum atkvæðagreiðslum. Það er félagsráð sem í eru tæplega 40 manns úr ýmsum áttum: rithöfúndar, Þósvoaðvið fræðimenn- höfum á sínum tíma ekki treyst okkur til þess að taka útgáfu á verk- um Strind- bergs upp á okkar arma er ekki þar með sagt að öll þýð- ingarútgáfa í landinu sé í rúst. Þetta fólk sit- ur aðalfund fyrirtækisins, sem hefur sömu stöðu og hluthafa- fundur; fer yfir reikn- inga og kýs stjóm úr sín- um hópi sem aftur velur 1 e i ð a n d i starfsmenn. Þó að þetta sé ekkert sér- lega lýðræð- islegt skipu- lag er ég al- okkar. Mér þykir einkennilegt og skil ekki hvað Einari Braga gengur til að halda upp á stórglæsilega útgáfu sína á verkum Ibsens með því að veitast með dylgjum að öðrum þeim aðilurn sem eru að reyna að stunda einhverja menningarútgáfu í þessu landi. Þó svo að við höfum á sínum tíma ekki treyst okkur til þess að taka útgáfu á verkum Strindbergs upp á okkar arma er ekki þar með sagt að öll þýðingarútgáfa í landinu sé í rúst. Á undanfömum ár- um hafa komið út Shakespeare, Grísku harmleikimir, Oddyseifur, Ra- belais, Dostojevskí... Satt best að segja held ég, ef litið er yfir undanfar- veg klár á því að eftirlit með rekstri Máls og menningar er meira og almennara en í flestum öðmm útgáfufyrirtækjum. Við höfum aldrei gert neitt leyndarmál með okkar reikninga og félagsmenn sem um þá hafa beðið hafa fengið þá. Sömuleiðis þeir fjölmiðlar sem eftir þeim hafa sóst auk félagsráðsins. Það er því afar einkennilegt að gefa í skyn að hér sé eitthvað sérstakt samsæri í gangi. Þessari skipan mála var komið á fyrir hálfri öld og það má hafa sínar skoðanir á henni. En það er fjarri því að þetta sé einhver óskiljanleg ófreskja." ■ ■ Einar Bragi rithöfundur hefur gagnrýnt útgáfumál á íslandi harkalega og sagt þau á þann veg komin að andlegu frelsi manna sé hætta búin: Mál og menning einoki markaðinn. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við tvo forleggjara sem voru sammála um að Einar Bragi tæki of stórt upp í sig

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.