Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 4
JL ALÞYÐUBLAÐIÐ n n t u n MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1995 MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1995 ALÞYÐUBLAÐK) s a m v i s k a SS-húsið við Kirkjusand, væntanlegt húsnæði Listaháskóla Islands. Talið er að það kosti allavega 600 til 700 milljónir króna að búa húsið undir skólahald og enn virðist langt í land með að sett takmark náist. „Við bindum því vonir við það að Björn [Bjarnason menntamálaráðherra] muni sýna þessu máli eins mikinn stuðning og hon- um er unnt," segir Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna. A-mynd: E.ÓI. ft r ■ Frestað að stofna Félag um Listaháskóla Islands. Vantar hátt í milljarð króna til að innrétta skólahúsið Það verður enginn Lista- háskóli ef það á að mjatla í þetta 50 milljónir a ári - segir Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna í samtali við Sæmund Guðvinsson. Á stofnfundi Félags um Listahá- skóla íslands kom upp ágreiningur um hvort ganga skuli frá stofnun skólans nú þegar eða bíða þess að húsnæði skólans verði tilbúið. Talið er að það kosti allavega 600 til 700 milljónir króna að búa SS-húsið við Kirkjusand undir skólahald. Ekki var gengið frá stofnun félagsins á fundinum í fyrra- kvöld og verður efnt til framhalds- stofnfundar í haust. „Það komu yfir 150 manns á fund- inn sem var opinn öllu áhugafólki um listsköpun og listmennt og þama voru líflegar umræður. Þetta voru lista- menn, skólafólk og almennir áhuga- menn um listir. En þar sem málið er ekki nógu kunnugt öllum þá var sam- þykkt að fela undirbúningsnefndinni að starfa áfram til haustsins og halda þá framhaldsstofnfund þar sem fleiri aðilar gætu orðið stofnaðilar," sagði Hjálmar H. Ragnarsson forseti Bandalags íslenskra listamanna í sam- tali við Alþýðublaðið. Félagi um Listaháskóla íslands er ætlað að verða listrænn, fjárhagslegur og stjómunarlegur bakhjarl hins fyrir- hugaða Listaháskóla. í skipulagsskrá fyrir skólann, sem fylgir nýsamþykkt- um lögum ífá Alþingi um listmenntun á háskólastigi, er slíku félagi ætlað að kjósa þrjá af fimm mönnum í skóla- stjórnina en hinir tveir skipaðir af menntamálaráðherra og borgarstjóm Reykjavíkur. Stjórnin ber ábyrgð á stjóm skólans og ræður rektor. Skól- inn á að fá heimili í SS-húsinu að Laugamesvegi 91 sem afhendist hon- um fullbúið. „Á framhaldsstofnfundinum í haust mun undirbúningsnefndin tefla fram fólki til stjómar í Félagi um Listahá- skólann og einnig til starfa í væntan- legri stjóm skólans. Það er ætlunin að þetta almenningsfélag standi að baki skólans en geri síðan samning við rík- ið um rekstur hans,“ sagði Hjálmar. En hvaða listgreinar eiga heima í Listaháskólanum ? „Samkvæmt skipulagsskránni sem fylgdi lögunum eiga við stofnun að vera þijár listgreinar við skólann, það er að segja tónlist, myndlist og leiklist. Hins vegar er mikið rætt um að þama komi einnig inn Listdansskóli ríkisins og sömuleiðis að byggingalistin fái líka þama inni. Það urðu miklar um- ræður á fundinum um einmitt þessar tvær hstgreinar sem em ekki tilgreind- ar við skólastofnunina.“ En nú er langt í land með að SS- húsið verði tilbúið til notkunar. Á samt að stofna skólann eða bíða með það þar til húsnœðismálin skýrast? „Því var heitið að húsið yrði nokk- urs konar tannfé til skólans. Það mun hins vegar kosta nokkur hundruð milljónir króna, jafnvel sex til sjö hundmð milljónir, að klára það hús. Á fundinum voru uppi mismunandi skoðanir um það hvort það ætti að stofna skólann án þess að þetta hús væri í sjónmáli eða hvort ætti að bíða þar sem sameiginlegt hús væri nauð- synlegt til þess að skólinn gæti starfað eðlileg. Ég er sjálfur frekar á þeirri skoðun að bíða og ýmsir fleiri lista- menn sem standa utan skólanna. Við teljum að Listaháskóli geti varla þrifist nema hann sé meira og minna undir sama þaki. Skólastjórar þeirra skóla sem nú sinna listmenntun töldu ekki rétt að bfða og vildu stofna skólann þó svo að listgreinamar væm á mismun- andi stöðum í borginni. Þama skýrðust því mismunandi sjón- armið en fjárveitingarvaldið verður að skera úr um þetta.“ Eru þessi mismunandi sjónarmið ekki bara enn eitt dœmið um að lista- menn eiga í stöðugum erjum innbyrð- is? „Ég er búinn að vera forseti Banda- lagsins í fjögur ár og varaforseti í tvö ár og með tveimur undantekningum höfum við getað náð samkomulagi um öll mál án þess að ganga til atkvæða. Ég held að það sé frekar hægt að tala um upphlaup einstakra manna sem fjölmiðlar gera sér gjaman mat úr.“ En það er bersýnilega bagalegt að ekki skuli liggjafyrir hvenœr Listahá- skólahúsið verður tilbúið? „Það er mjög bagalegt og ef á að mjatla í þetta svona fimmtíu milljónir á ári þá verður enginn sá Listaháskóli sem um er rætt. Listaháskóli sem er dreifður út um allan bæ og listgrein- arnar hér og þar er ekki einn skóli nema hvað varðar stjómun. Hann er ekki einn skóli hvað varðar akadem- ískt samfélag. Þetta er tvennt ólíkt. Ég er líka hræddur við það að ef við stofnum skólann án þess að hafa eitt- hvað í hendi með húsið þá missum við allan kraft í þeirri byggingu. Björn Bjarnason menntamálaráðherra var formaður svokallaðar Listaháskóla- nefndar á sínum tíma og þar var ríkj- andi það sjónarmið að húsið þyrfti að vera tilbúið fýrir skólann. Við þindum því vonir við það að Bjöm muni sýna þessu máli eins mikinn stuðning og honum er unnt. En það voru miklar umræður á fundinum og greinilega vaxandi áhugi á þessu máli. Skólinn er hins vegar ekki til ennþá og ýmis mál sem eftir er að leysa. Þetta er fyrsta varðan á veginum sem við emm komin að,“ sagði Hjálmar H. Ragnarsson. ■ ■ „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglurfrá kjósendum sínum," segir í 48. grein stjórnarskrár Lýðveldisins íslands. Vestfirðingurinn Einar Oddur Kristjánsson lét efnislega svo um mælt á Alþingi við atkvæðagreiðslu um hið margumdeilda fiskveiðistjórnunarfrumvarp Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðhrerra, að hann hygðist greiða atkvæði með því af tillitssemi við ráðherrann. Stefán Hrafn Hagalín hnaut um þessi ummæli bjargvættarins - með vísan til fyrrnefnds „samviskuákvæðis" stjórnarskrárinnar. Hann hafði því samband við fjóra þingmenn af handahófi og spurði hvort það væri algengt á Alþingi, að menn greiði atkvæði samkvæmt öðrum sjónarmiðum en sannfæringu sinni -og hvort þingmenn væru ekki þannig í stöðugu stríði við samvisku sína... Eru alþingísmenn í tilvistarkreppu ? ■ Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og varaformaður Alþýðu- bandalagsins Þingmenn greiða oft atkvæði öðruvísi en þeim gott þykir „Það er nú eiginlega svolítið við- kvæmt að fara svara þessu. Ég ætla nú ekki að segja að Einar Oddur hafi með þessu brotið sannfæringarákvæði stjómarskrárinnar, en auðvitað kemur þetta ákaflega ankannalega út fyrir manninn. Það er ekki hægt að segja annað.“ Ég er nú ekkert sérstaklega aðfiska eftir gagnrýni á Einar Odd, heldur frekar að velta því fyrir mér hvort þetta sé algengt inná Alþingi: að menn greiði atkvœði samkvœmt ein- hverju öðru en samvisku sinni. „Þingmenn lenda oft í því - sérstak- lega þeir sem bera ábyrgð á meirihluta - að greiða kannski atkvæði öðmvísi en þeim gott þykir, ef svo má að orði komast. En menn verða hinsvegar að gera skýran greinarmun á því annars- vegar hvort viðkomandi eru þar undir þrýstíngi og verði að taka þátt í mála- miðlunum sem þeim er ekki mjög að skapi og hinsvegar hvort menn séu beinlínis að misbjóða samvisku sinni.“ En nú er þetta ákvœði stjórnar- skrárinnar afar skýrt... „Þá má náttúrlega alltaf velta fyrir sér hvort það varði ekki við samvisku þingmanna á marga vegu hvemig þeir greiða atkvæði. Við skulum hugsa sem svo, að í einhverju einu tilteknu máli þá langi þingmann til að greiða atkvæði á þennan eða hinn háttinn, en þarmeð væri hann síðan að fella ríkis- stjóm og samviskan bjóði honum að gera slíkt ekki. Þannig geta þingmenn lent í því að samviskuákvæðið vegist gagnvart mörgum kostum. Þarafleið- andi er þetta er ekki eins einfalt og virðist í fljótu bragði. Þingmenn lenda svo oft í aðstæðum þarsem verður að vega og meta afleiðingar af mismun- andi niðurstöðum.“ Eruð þið þingmenn þá ekki í stöð- ugri tilvistarkreppu? „Auðvitað má segja semsvo að við þingmenn séum stöðugt í kreppu. Líf- ið er nú ekkert einfalt. Það sem ég er að segja, er að þingmenn lenda gjam- an í aðstæðum þarsem togast á annars- vegar persónuleg sjónarmið - sem þeir geta haft heita sannfæringu fyrir - og hinsvegar aðstæður sem koma upp og viðkomandi þurfa þá að gera upp við sig hvort þetta stjómarskrárákvæði varði þá svo miklu að þeir til dæmis verði viðskila við sína félaga, gangi á svig við ákvarðanir í sínum flokki og Steingrímur J. Sigfússon: Auðvitað má segja semsvo að við þingmenn séum stöðugt í kreppu. Þingmenn lenda gjarnan í aðstæðum þarsem togast á annarsvegar persónuleg sjónarmið og hinsvegar aðstæður sem koma upp og viðkomandi þurfa þá að gera upp við sig hvort þetta stjórnarskrárákvæði varði þá svo miklu að þeir verði viðskila við sína félaga. A-mynd: E.ÓI. svo framvegis. Það em auðvitað fjöl- mörg dæmi til um að slíkt gerist og þingmenn gera vitaskuld ekki slíkt nema að vel yfirlögðu ráði.“ Hvað með þig sjálfan. Hefur þú oft lent íþessari tilteknu tilvistarkreppu? „Já, ég hef nokkmm sinnum lent í mjög erfiðum tilvikum þarsem ég átti í miklum vandkvæðum með að gera upp hug minn og ná sáttum við sjálfan mig: hvað skyldi þá gera. Og ég hef auðvitað einnig lent í því - sjaldan að vísu - að þurfa greiða atkvæði á annan veg en obbinn af mínum félögum." Og hvað tekurðu til bragðs þegar þú lendir í slíkri kreppu - ferðu í langa göngutúra, ráðfœrirðu þig við einhverja... hvað? ,JÉg leita nú stundum til mér reynd- ari manna - ráðgjafa - sem ég ber traust til og get farið til í fullum trún- aði. Eðli málsins vegna er vandkvæð- um bundið að ráðfæra sig á opinskáan hátt því þetta varðar samvisku manns og tilfinningar. Mál eru nefnilega ekki alltaf þannig vaxin, að hægt sé að komast að rökrænni niðurstöðu þó það líti svosem vel út á pappírnum og skynsemissjónarmiðin segi að maður eigi ávallt að láta rökin ráða. Við erum nú einu sinni manneskjur og það þýðir ekkert að reyna horfa framhjá því að tilfinningarnar spila stundum þarna inní. Ég held að það sé nú ekki mjög merkilegur eða sannorður stjómmála- maður sem ekki viðurkennir það. Það er afturámóti voðalega erfitt að gefa út einhverja formúlu um hvemig maður skal fara að svona málum. Maður reynir að sjálfsögðu að lenda málum þannig að maður geti verið vel sáttur við sjálfan sig og fái haldið sjálfsvirð- ingunni." Þetta ákvœði stjórnarskrárinnar - þarfiwst það þá ekki endurskoðunar? „Nei. Þelta ákvæði er ákaflega mik- ilvægt. Ekki bara í þeim skilningi að það leggur þessa kvöð á þingmenn, því ekki má gleyma að það snýr einnig öfugt og trygg- ir hveijum manni þann rétt að greiða ávallt að lokum atkvæði samkvæmt sam- visku sinni. Og þingmenn skulda engum reiknings- skil vegna sinnar afstöðu - önnur en þau að geta sagt með sanni að samviskan hafi verið látin ráða ferð- inni. Ef á að leggja á menn flokksbönd eða þvinga þá með einhverjum öðrum hætti til verka þá er gifur- leg vöm fólgin f þessu ákvæði og eng- inn getur sagt neitt við því; jafnvel þó að maður sé kannski stundum að ganga gegn hinum og þessum sam- þykktum og öðmm hagsmunum í um- hverfmu." Þrýstingur hagsmunahópa og kjós- enda yfirhöfuð á þingmenn - hefur hann aukist eða minnkað með árun- um? „Ég myndi segja að þessi þrýsting- ur hafi heldur minnkað og þetta sé svona frekar að opnast alltsaman - jafnt og þétt. Frelsi þingmanna til að taka sjálfstæða afstöðu - stundum gegn meirihlutasjónarmiðum í sínum flokki eða yfirlýstri stefnu ríkisstjóm- ar sem þeir styðja - er að aukast. Og það í tvennum skilningi: annarsvegar er það einfaldlega rétt að maður hafi þetta frelsi og hinsvegar er það liður í því að þingið verði sjálfstæðara um leið. Eftir því sem alþingismenn taka oftar óháða afstöðu þeim mun meira styrkist þingið og þingræðið sem slíkt. Það minnir okkur á það að þama ligg- ur valdið: í atkvæðagreiðslum inni á þingi, en ekki útí ráðuneytunum og þaðan af síður annnarsstaðar, svosem á einhverjum skrifstofum ákveðinna hagsmunaaðila. Vitaskuld er það óað- skiljanlegur hluti þingræðisins í land- inu að menn hafi þennan rétt: að greiða atkvæði samkvæmt sannfær- ingu sinni.“ ■ Finnur Ingólfsson, alþingismaður Framsóknar- flokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra Þingmenn eru fyrst og fremst bundnir af sannfæringu sinni „Ég ætla nú ekki að svara þessum spumingum öðmvísi en svo, að þing- menn eru fyrst og fremst bundnir af sannfæringu sinni í þessum efnum." En hljóta þingmenn ekki að lenda stöku sinni í kreppu í þessum málum - þegar til dœmis takast á sannfœringin og þingmeirihluti ríkisstjómar? ,Jú, en slík mál hljóta menn alltaf að gera upp við samvisku sína.“ Hvað með þig sjálfan - hefurðu verið í vandrœðum afþessu tagi? „Nei. Ég get ekki sagt það.“ Og þín sannfœring hefur þá aldrei þurft að lúta í lœgra haldi fyrir ein- hverjum lýðrœðislegum ákvörðunum flokksins? „Nei, nei. Ég hef ekki lent í því. Hinsvegar held ég að allir þingmenn komi einhvern tímann til með að lenda í svona aðstöðu: að þurfa vem- lega að gera upp við sjálfa sig einhver sannfæringarmál. Afturámóti hef ég setið tiltölulega stutt á þingi og á þanniglagað erfitt með að segja tíl um málið. Þetta er mitt annað kjörtímabil og ég var stjómarandstöðuþingmaður Finnur Ingólfsson: Þingmenn eru fyrst og fremst bundnir af sannfær- ingu sinni. Ég held að allir þing- menn komi einhvern tímann til með að lenda í svona aðstöðu: að þurfa verulega að gera upp við sjálfa sig einhver sannfæringarmál. Ég held að þetta velti annars mikið á hverjum og einum. Það fer svo mikið eftir mönnum hvernig svonalagað leggst í þá. A-mynd: E.ÓI. á því fyrra. En ætli það sé ekki erfið- ara fyrir stjómarþingmenn að lenda í þessari stöðu.“ Heldurðu að það ríki til dœmis viss léttir meðal einhverra þingmanna Al- þýðuflokksins yfir því að vera komnir í stjórnarandstöðu úr ríkisstjórn sem stundum stóð tœpt? „Að það sé léttir fyrir þá? Ég vil nú ekki leggja neitt mat á það...“ Ég meina - sérðu það fyrir þér að einhverjum þeirra sé hugarrórra þeg- ar ganga til hvílu að kvöldi dags á þessu kjörtímabili miðað við á fyrri tímabilum? „Já, finnst þér það ekki?“ Tjah - ég var að spá í hvað þér fyndist... „Já, ég held að þetta velti annars mikið á hverjum og einum. Það fer svo mikið eftir mönnum hvernig svonalagað leggst í þá.“ ■ Agúst Einarsson, alþingismaður Þjóðvaka Afskaplega sjaldgæft að Eingmenn i onáða afstöðu ,,Ég hugsa að það sé nú allur gangur á þessu. I langflestum tilvikum má náttúrlega segja að menn séu ekki bundnir af öðm en sannfæringu sinni. En hinsvegar eru vitaskuld alltaf ágreiningsmál uppi innan flokka, þar fer þá gjaman atkvæðagreiðsla fram og niðurstaða fæst sem flestir þing- menn fýlgja - hveiju sem því líður að þeir urðu undir. Það er allavega langt- þvífrá sjaldgæft. Ég legg áherslu á það, að þrátt fyrir að Éinar Oddur hafi skýrt frá sinni afstöðu á svona hrein- skilnislegan hátt þá skulu menn ekki halda að af- staða sem þessi sé óal- geng. Því miður, og sú staðreynd er h v o r k i skemmtileg né viðfelldin.“ Hvað er þama að gerast - verður lýðrœðið í þessuin tilfellum einfaldlega sannfœr- ingu þingmanna yfirsterkari? „Þingmenn sitja hjá í mörgum til- vikum þegar þeir geta ekki fylgt við- komandi máli af sannfæringarkrafti, en sjálfsagt er ríkara að þeir telji sig skuldbundna nánustu samstarfsmönn- um í þingflokkum og greiði atkvæði þannig. Það er ekki ólíklegt finnst mér, að þannig sé litið á málið í flest- um tilfellum. Þetta er náttúrlega ekki góð þróun því umrædd grein stjómar- skrárinnar er mjög skýr um að menn eigi að lúta fyrst og fremst eigin sann- færingu. Þar em engin önnur bönd sett á þingmenn." Og ákvœðið hlýtur að vemda þá... „Já, og menn hafa oft áður brotist undan flokksaga til að lúta sinni sann- færingu. Reyndar mætti vera meira um sl£kt.“ Finnst þér slíkum tilvikum fara fœkkandi? „Það er afskaplega sjaldgæft í dag að þingmenn taki óháða afstöðu og sérílagi gerist það ótrúlega oft með stjórnarþingmenn að þeir eru hand- jámaðir í tilteknum málum. Og þetta á við um alla flokka þegar þeir komast í ríkisstjórn: þingmenn eru beygðir undii' ákveðna flokkslínu og kjósa síð- an því miður að hlíta því.“ Þetta hlýtur að taka á sálarlíf þing- Ágúst Einarsson: Það er afskaplega sjaldgæft í dag að þingmenn taki óháða afstöðu og sérílagi gerist það ótrúlega oft með stjórnarþing- menn að þeir eru handjárnaðir í til- teknum málum: beygðir undir ákveðna flokkslínu og kjósa síðan því miður að hlíta því. Þetta er náttúrlega ekki góð þróun því um- rædd grein stjórnarskrárinnar er mjög skýr. A-mynd: E.ÓI. manna - eru þeir ekki ( stöðugri til- vistarkreppu? „Jú, þetta er oft mjög erfitt fyrir þingmenn og þeim líður ekki vel yfir því að þurfa að gera uppá milli sann- færingar sinnar og flokkshagsmuna - eða ríkisstjómarhagsmuna. Stjórnar- andstöðuþingmenn eru hinsvegar að sjálfsögðu óbundnari að flestu leyti.“ Líður þá ekki Alþýðuflokksþing- mönnunum betur í dag? „I einstaka tilfellum á það auðvitað við. Menn eru jú fijálsari í skoðunúm og afstöðu. Ég get vel ímyndað mér að.-þeir gangi glaðari heim á kvöldin og léttari allir í lundu. Sjálfsagt hafa margir þeirra lent í erfiðri tilvistar- kreppu á íýrri kjörtímabilum sem þeir eru nú mestmegnis lausir við sam- kvæmt eðli stjómarandstöðu. Svona er nú háttað til með leikkerfi lýðræðis- ins.“ ■ Guðný Guðbjörns- dóttir, alþingiskona Kvennalistans Mér finnst of mikið gert af því ao hlusta á hagsmuna- aðila „Ég hef vitaskuld enn ekki mikla reynslu af störfum þingsins og á því erfitt með að segja til um hvort það gerist mjög oft að þingmenn greiði at- Guðný Guðbjörnsdóttir: Ég vonast til að komast meira í grundvallar- umræðu sem snertir á svona mál- um. Alltof oft er verið að setja lög á methraða, fá snögga afgreiðslu og gilda síðan næstu tuttugu árin. Það gengur auðvitað ekki. Ég alveg stórefast um að meira en helming- ur þingmanna skilji bofs í því sem þeir voru að greiða atkvæði um. A-mynd: E.ÓI. kvæði gegn sannfæringu sinni. Það er vafalaust mun algengara meðal stjóm- arliða á hveijum tíma en hjá stjómar- andstöðu. Hvað varðar Kvennalistann þá segjum við hug okkar umbúðalaus- an og þar er engum feluleik eða flokkslínuhugsunarhætti til að dreifa. Auðvitað em viss mál sem ágreining- ur er um innan Kvennalistans hverju sinni, en þá koma þau undatekninga- laust bara uppá yfirborðið." Hvað finnst þér annars um þetta ákvœði stjómarskrárinnar? „Það er alveg nauðsynlegt því það hljóta að koma upp mál - einsog hjá þessum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Mér finnst þetta sjálfsagður réttur þingmanna og þeir eiga vita- skuld alltaf að fara eftir eigin sannfær- ingu. Ákvæðið er afar mikilvægt og engin ástæða til að breyta því.“ Hvað með hagsmunaþrýsting á þingmenn utanfrá - hefur hann minnkað eða aukist sýnist þér? „Af þeiin vinnubrögðum sem ég hef kynnst hér í þinginu virðist mér sem það sé ansi mikið hlustað á hags- munaaðila. Til að mynda í fiskveiða- málinu, þar var hlustað á alla hags- munaaðila sem að málinu komu - nema á almenning sem er þó eigandi auðlindarinnar. Almenningur átti þama engan fulltrúa. Síðan var verið að synda einhverja málamiðlunarleið og langflestar breytingartillögur felld- ar. Þetta tiltekna frumvarp breyttist sannast sagna afar lítið í meðförum þingsins. Já, mín tilfinning er sú að það sé mikið gert að hlusta á ýmsa hagsmunaaðila...“ Kannski ofmikið? „Já, mér fannst þetta stundum ganga of langt og sumir aðilar komu til dæmis tvisvar sinnum á fund nefndarinnar.“ Gerir Alþingi oflítið afþví að ræða grundvallarsiðferðismál sem þau er varða sannfœringu þingmanna? „Ég vonast eiginlega til að komast meira í grundvallarumræðu sem snert- ir á svona málum. Alltof oft er verið að setja lög á methraða sem afskap- lega lítið eru rædd, fá snögga af- greiðslu og gilda síðan næstu tuttugu árin. Það gengur auðvitað ekki. Það er mjög þreytandi að koma að flóknum málum, vilja ræða þau í þaula en þurfa síðan að horfa uppá að allt sé keyrt í gegn af mesta offorsi. Sérstaklega sér maður þetta gerast í kringum álags- punkta í starfi þingsins þegar allar flóðgáttir virðast bresta og málin fljúga í gegn. Auðvelt er að taka GATT-málin - sem við vorum að enda við að greiða atkvæði um - sem dæmi um svona afgreiðslu. Ég alveg stórefast um að meira en helmingur þingmanna skilji bofs í því sem þeir vom að greiða atkvæði um. Þetta em náttúrlega afar slæm vinnubrögð. Ég vona bara að brennivínsmálið svo- kallaða fái aðra meðferð í þinginu því það snertir á grundvallaratriðum og þarfnast mikillar yfirvegunar við um- fjöllun og afgreiðslu." ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.