Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 j ú g ó s I a v Blástakkar SÞ í Sarajevó. „Júgó- slavía heyrir sög- unni til. Að vilja skapa nýja Júgó- slavíu er jafn mikil fásinna og ætla sé að fá Alsírbúa til að gerast aftur Frakka eða að vilja endurnýja Vichy- stjórnina. Það er einmitt vegna þess að þjóðir Júgóslavíu voru sameinaðar í eitt ríki árið 1918 og aftur árið 1945 sem við þurfum að horfa upp á þessar hörmungar í dag." Paul Garde, höfundur Lífs og dauða Júgóslavfu, í viðtali um málefni Balkanskagans Bregðumst alltaf við ári of seint - segir Garde sem er franskur málfræðingur og sérhæfður í slavneskum tungumálum. Hann þekkir fyrrum Júgóslavíu og íbúa hennar betur en margir því hann hefur ferðast reglulega um landið frá því hann var ungur námsmaður á sjötta áratugnum. Árið 1992 gaf Garde út í Frakklandi bók- ina „Líf og dauði Júgóslavíu" sem nú hefur verið endurút- gefin með viðbótum. Franska vikublaðið Le Point ræddi við Paul Garde af því tilefni og fékk hann til að segja álit sitt á örlögum og framtíð landanna á Balkanskaganum. Þú segir í bók þinni að hugmyndin um Júgóslavíu hafi breyst í raunveru- lega martröð. Hefur Júgóslavía kannski aldrei verið til? „í rm'num huga hefur Júgóslavía að- eins verið til sem draumaland því hug- myndin sem lá að baki snerist fljót- lega upp í andstæðu sína. Frá upphafi, það er að segja strax eftir fyrri heims- styrjöldina, hefðu serbnesk yfirvöld átt að hafna allri miðstýringu sem þeg- ar var fyrir hendi í Serbíu, því hún hentaði ekki öllum þeim fjölda þjóðar- brotum og þeim nýjum landsvæðum sem heyrðu undir þetta nýja ríki. En þeir aflögðu ekki miðstýringuna vegna þess að þeir gátu ekld aðlagað sig breyttum aðstæðum og vegna þess Paul Garde. Franskur málfræðingur sem sérhæfði sig í slavneskum tungumálum og er höfundur bók- arinnar Lífog dauði Júgóslavíu. að þeir vildu ríkja einir, en þetta tvennt fer yfirleitt saman.“ Hvemig má útskýra þessa stöðnun serbneskra stjómvalda? „Þeir hafa alltaf litið á Serbíu sem eina heild og hafa ekki vitað hvemig þeir ættu að aðlagað sig fjölþjóðarík- inu. En ef satt skal segja þá efast ég um að Frökkum hefði tekist betur til í þeirra spomm. Serbar hafa tekið upp franska kerfið, en munurinn er sá að franska miðstýringin þróaðist mjög hægt, í gegnum margar aldir og því fengu íbúar landsins nægan tíma til að aðlaga sig henni. I Serbíu var aðlög- unartíminn hins vegar aðeins nokkrir áratugir og hinum þjóðunum tókst aldrei að sætta sig við miðstýringuna.“ Er þetta þá aðeins spurning um tíma? „Það er fleira sem spilar þama inni í. Ef við lítum ekki aðeins á Frakkland -c og Serbíu heldur á álfuna í heild þá sjáum við að munurinn á Vestur-Evr-' ópu annars végar og Mið- og Austur- Evrópu hins vegar er í hvað röð breyt- ingamar áttu sér stað. í Vestur-Evrópu varð ríkið fyrst til á 15. öld, það er að segja löngu fyrir daga þjóðanna sem fóm ekki að skipta máli fyrr en eftir frönsku byltinguna. Þjóðin tekur því mið af ríkinu: I Frakklandi lítur maður venjulega á sig sem Frakka áður en hann segist vera Provencebúi eða Bretóni. Þjóðvakning varð einnig í Mið- og Austur-Evrópu í upphafi 19. aldar, en ríkið varð ekki til fyrr en síð- ar. Þar byggir ríkið því á tilvist þjóðar- innar. f öllum þessum löndum má því finna ríkjandi þjóðir og svo minni- hlutahópa sem litið er á sem annars flokks þjóðfélagsþegna. Miðstýringin sem tíðkast í þessum löndum sækir því fyrirmynd sína til Frakklands, en er í raun ekkert annað en afbökun á þeirri fyrirmynd." Ef Júgóslavfa hefur aldrei verið til, að minnsta kosti ekki samkvœmt upp- runalegu hugmyndinni um það hvem- ig hún œlti að vera, er þá hœgt að endurskapa hana á nýjum grunni í framtfðinni? „Júgóslavía heyrir sögunni til. Að vilja skapa nýja Júgóslavíu er jafn mikil fásinna og ætla sé að fá Alsírbúa til að gerast aftur Frakka eða að vilja endumýja Vichy- stjórnina. Það er einmitt vegna þess að þjóðir Júgóslav- íu vom sameinaðar í eitt ríki árið 1918 og aftur árið 1945 sem við þurfum að horfa upp á þessar hörmungar í dag. Slóvenar hafa engan áhuga á endur- reisn landsins, Króatar ennþá síður og Bosníu-múslimamir, sem áður studiu sameinaða Júgóslavíu, em auðvitað á móti slíkri endurreisn í dag. Hvað Serbana varðar þá eru þeir til sem dreymir ennþá um Júgóslavíu, en þá aðeins að henni sé stjómað af þeim sjálfum. Þessi afstaða útskýrir hið mikla hatur Serba á Tító og svo aftur tiltölulega miklar vinsældir hans hjá minni þjóðum landsins, hjá múslimum í Bosníu og hjá Makedóníumönnum: Tító gerði allt sem hann gat til draga úr völdum og áhrifum Serbíu.“ Slobodan Milosevic. „Atburðirnir voru rangt metnir frá upphafi. Ekki síst af hálfu franska og breskra stjórnvalda, sem gerðu sér aldrei fyllilega grein fyrir hve sérkenni Júgóslavíu voru yfirborðsleg. Þeg- ar Slobodan Milosevic hóf endur- nýjun miðstýringar landsins sem Tító hafði aflagt, þá fékk hann til þess óbeinan stuðning frá bæði London og París." Efþessar þjóðir geta ekki búið sam- an lengur, þá verða þær samt að lifa hlið við hlið, þó ekki sé nema til að halda í efnahagslegt sjálfstceði sitt. „Að sjálfsögðu. Ef horft er nógu langt fram í tímann, þá er lausnin án efa sú að taka þau inn í samband; samband sem þegar er til og hefur sannað stöðugleika sinn og þær dreymir í rauninni um að taka þátt í: Evrópusambandið." Það sem á við um þjóðir fyrrum Júgóslavíu, á einnig við um þátttak- endur í stríðinu í Bosnfu-Herse- góvínu? „Gamla Júgóslavía sameinaði héruð sem ekki höfðu verið undir sameigin- legri stjóm áður en búið var að þurrka burt ákveðin landamæri og búa til önnur. Bosnía er að því leytinu ólík hinum löndunum að tilvist hennar er sögulega séð miklu eldri veruleiki. Annar munur: Þjóðir Bosníu bjuggu hver innan um aðra. Hin pólitíska þjóðarútrýmingarstefna Serbar, sem króatar og múslimar hafa einnig tekið upp í einhveijum mæli, hefur að sjálf- sögðu kollvarpað því öllu saman. Réttlát lausn fælist í því að flóttamenn gætu snúið aftur til síns heima, en það mun aldrei verða, annað hvort vegna þess að komið verður í veg fyrir það eða vegna þess að þeir munu ekki þora því. Ef skapa ætti skilyrði fyrir fyrri stöðu hefði þurft gríðarlega mikla alþjóðlega vemd, líka þeirri sem er í Mostar, eða svipaða þeirri sem viðgengst þegar landið var undir aust- urrískri stjóm þar sem allir verða að lúta sama utan að komandi valdhafan- um. En það er oft seint að hugsa um það núna. Skiptingin er óumflýjanleg, hversu óréttlát sem hún er, því hún helgar þjóðhreinsanimar." Hvernig er hœgt að skýra þessi skelfilegu mistök heimsins f viðbrögð- um sínum við átökunum? „Atburðimir vom rangt metnir frá upphafi. Ekki síst af hálfu franskra og breskra stjórnvalda, sem gerðu sér aldrei fyllilega grein fýrir hve sérkenni Júgóslavíu voru yfirborðsleg. Þegar Slobodan Milosevic hóf endumýjun miðstýringar landsins sem Tító hafði aflagt, þá fékk hann til þess óbeinan stuðning frá bæði London og París. Þar sem þetta átti sér stað á sama tíma og þýska sameiningin, sáu Frakkar sé leik á borði til að andmæla auknum áhrifum Þýskalands. Ég hef aldrei get- að skilið þessa afstöðu sem er í hróp- legri mótsögn við fransk-þýska sam- starfið sem alltaf er verið að hampa. Stefna Frakklands hefur alltaf verið sú að viðhalda sameinaðri Júgóslavíu. Hún breyttist ekkert árið 1990 þótt niðurstöður kosninganna í ólíkum sambandsríkjum landsins sýndu að þau áttu ekkert sameiginlegt lengur. París hélt áfram að eiga eingöngu samskipti við Belgrad þó eflaust hefði nægt beita Króatíu örlitlum þrýstingi til að fá hana til að tryggja öryggi serbneska minnihlutans og hafa þann- ig áhrif á rás atburðanna. En vandinn var ekki ræddur fyrr en haustið 1991, þegar stríðið var í algleymingi og búið að hertaka þriðja hluta Króatíu. Við bregðumst alltaf við atburðunum einu ári of seint.“ Vofir fslömsk ógn yflr Bosníu? „Hættan var ekki til staðar þegar stríð hófst. Izetbegovic hefur aldrei viljað þrönga íslam upp á lýðveldið, sem hann hefur alltaf viljað að væri fjölþjóða og einnig vegna þess að Múslimar voru þar aldrei í hreinum í meirihluta. Það eru þó til staðar ís- lamskir straumar og er það til að kveða þá niður sem Bandaríkjamenn styðja stjórnina í Sarajevo og vilja koma á króatísk-múslömsku sam- bandsríki. Umburðarlyndið hefur þó ekki enn undið endanlegan sigur.“ ■ meó Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefurfarið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 -19. útdráttur 1. flokki 1990 -16. útdráttur 2. flokki 1990 -15. útdráttur 2. flokki 1991 -13. útdráttur 3. flokki 1992-8. útdráttur 2. flokki 1993-4. útdráttur 2. flokki 1994-1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úrfjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Tímanum þriðjudaginn 13. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. c£b HÚSNÆÐISSTOFHUN RÍKISINS HÚSBRÉFAOEIID • SUÐURLANDSBRAUT H • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.