Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 7
1 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ m e n n ■ Forvörsludeild Þjóðskjalasafns íslands er þrítug um þessar mundir en af því tilefni hefur deildin opnað sýningu í Safnhús- inu við Hverfisgötu á nokkrum þeirra handrita og bóka sem hún hefur unnið viðgerðir á. Handritin koma úr öllum deildum Þjóðskjalasafnsins, en sýningin Með eigin hendi ætti að gefa áhugasömum góða hugmynd um ástand þeirra skjala sem forvörsludeildinfærtil meðferðar Hin barnslega undirskrift Jóns Hreggviðssonar Listaverkabók um Ásmund Sveinsson Glataði aldrei sérkennum sínum Listaverkabók um verk Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara er nú komin út. Bókin er jafnframt sýning- arskrá Stílsins f list Asmundar Sveins- sonar, sýningar sem opnuð var í Ás- mundarsafni 27. maí síðastliðinn. í bókinni er meðal annars að finna grein eftir Gunnar B. Kvaran, list- fræðing og forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, og fjölda mynda af verkum listamannsins. Eins og fleiri íslenskir listamenn fylgdist Ásmundur með alþjóðlegum stefnum og straumum. Hann tileink- aði sér suma þeirra og gerði að sín- um. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir ólíkar myndgerðir í list Ásmund- ar Sveinssonar og draga fram þau sér- kenni er einkenna list hans. Sjálfur sagðist Ásmundur geta skipt eins oft um stíl og formgerðir og Ijóðskáld um rím, en stflbreytingar komu þó ekki í veg fyrir persónulega tjáningu listamannsins. Bókin um Ásmund er gefin út af Ásmundarsafni og Listasafni Reykja- vflair. Á sýningunni í Safnhúsinu, sem nú hysir Þjóöskjalasafniö eingöngu, gefst gestum tækifaeri til að glöggva sig á þeim aðferðum sem notaðar eru til að gera við skemmd handrit. Hér heldur Björk Ingimundardóttir safnvörð- ur og forstöðumaður þjónustudeildar Þjóðskjalasafnsins á einum sýning- argripanna, héraðsbók Halldórs Jónssonar prófasts í Reykholti frá 1663-1703. Bókin er opin þar sem Jón Hreggviðsson skrifaði nafnið sitt. Innfellda myndin er af blaðsíðu í héraðsbók Halldórs Jónssonar prófasts og sýnir hina barnslegu undirskrift Jóns Hreggviðssonar, sem Halldórs Laxness gerði ódauðlegan með fslandsklukkunni. a- myndlr. e.ói Og undir orð Film Review skal tekið: „Hrjúf, hrottaleg kvikmynd, sem á eigin tungum mælir. Fyrrum stríðsmenn er jafnvel íhugunarverðasta og mikilvægasta myndin, sem enn hefur frá Nýja Sjálandi komið." Ekki í regnbogans litum Regnboginn : Fyrrum stríðsmenn Aðalhlutverk : Rena Owen, Temuera Harrison, Namuengaroa Karr-Bell. ★ ★ ★ ★ Frumbyggjum Nýja Sjálands beið sama hlutskipti sem frumbyggjum Ameríku, þótt þeim enn frekar hafi blandast Evrópumönnum. Hið gamla samfélag þeirra hefur hrunið, úr fom- um heimkynnum hafa þeir leitað í borgir, tíðum án góðs valds á enskri Kvikmyndir | tungu og ekki undir borgarstörf búnir. Og þótt í miðbikum borgar búi, verða þeir afsíðis, utanveltu. I þá tilvist er efni myndar þessarar sótt. - Drykk- felldur heimilisfaðir missir atvinnu, fer á atvinnuleysisbætur, á á hættu að missa hús sitt. Eiginkonan reynir að halda heimilinu saman, en verður það ofviða. Elsti sonur hennar gengur í götuflokk, sá næstelsti er sendur á betrunarhæli. Hún bindur vonir við greinda dóttur 13 ára, sem semur æv- intýri handa yngri systkinum sínum, en henni er nauðgað og hún fremur sjálfsmorð. - Óuppbyggileg saga? Áð vísu, en hún er sögð af innlifun og skilningi. Og undir orð Film Review skal tekið: „Hrjúf, hrottaleg kvikmynd, sem á eigin tungum mælir. Fyrrum stríðsmenn er jafnvel íhugun- arverðasta og mikilvægasta myndin, sem enn hefur frá Nýja Sjálandi komið.“ Miklu betri aðsókn hefur myndin hlotið en okkur fyrri ný- sjálensk kvikmynd. Til töku hennar var varið 1,2 milljónum dollara og hún tekin á sex vikum. Renu Owen, sem aðal- hlutverkið leikur af innlifun og reisn, var boðið hingað til lands á frumsýn- ingu myndarinnar í Regnboganum, og fyrir leik sinn hefur hún hlotið ýmsar tilnefningar til verðlauna. Har. Jóh. Makleg málagjöld? Laugarásbíó: Stúlkan og dauðinn Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Sigourney VUeaver, _______Stuart Wilson__ ★ ★ ★ Samnefnt leikrit Dorfmans hefur Roman Polanski nú kvikmyndað og ekki rofið við það trúnað. Sviðsmynd- ir eru leiksviðsmyndir, framsögn leik- ara og látbragð sem á sviði væru. - í einu hinna rómönsku lýðvelda Amer- íku búa ung hjón í sumarbústað, lög- fræðingur (sem er að taka sæti í rann- sóknarnefnd lögbrota undanfarandi ríkisstjóma) og kona hans, sem fyrr- um á háskólaárum sínum var andófs- kona og þá handtekin og pyntuð. Að garði ber akandi lækni til að skila hjól- barða. Lögffæðingurinn býður honum inn og taka þeir tal saman. Þekkir kon- an þá rödd og orðatiltæki komu- manns: Kominn er gamall pyntari hennar. Tekur hún skammbyssu í hönd og til sinna ráða. Setur hún upp réttarhöld yfir komumanni, en skipar eiginmann sinn verjanda hans. Orða- skipti eru tekin upp á spólu og lítilli kvikmyndatökuvél jafnvel beint að hinum ákærða. - Leikrit þetta er vel samið, (þótt ívið of klúrt), og kemur boðskap sínum til skila. ■ Har. Jóh. Ólafur Ragnarsson, formaður bókaútgefenda: Það þarf að blása nýju lífi í bókaútgáfuna líkt og gerðist þegar söluskatturinn var afnuminn. ■ Bokaútgefendur minna Framsóknarflokkinn á kosningaloforðin Virðisaukaskatturá bækur skilar litlu í ríkissjóð -segir Ólafur Ragnarsson, nýkjörinn formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Félag íslenskra bókaútgefenda hefur lýst yfir áhyggjum sínum af þeim mikla samdrætti sem orðið hefur á bóksölu á Islandi á síðustu tveimur ár- um og þeir telja vera í beinum tengsl- um við virðisaukaskattinn sem þá var lagður á bókaútgáfu. Ólafur Ragnars- son, nýkjörinn formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda, sagði í samtali við Alþýðublaðið að félagið sæi ástæðu til að árétta við nýju ríkisstjóm- ina andstöðu sína við virðisaukaskatt- inn enda hafi hann ekki reynst ríkis- sjóði sú tekjulind sem stefnt var að í upphafi. „Annar stjómarflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn, lýsti því yfir fyrir kosningar að hann væri á móti því að virðisaukaskattur væri lagður á bækur. Okkur þykir því við hæfi að taka þetta mál upp og athuga hvort ekki er hægt að fá virðisaukaskattinum aflétt.“ FIB leggur ekki einungis til menn- ingarleg rök fyrir afléttingunni, sem þeir vilja meina að geri landsmönnum auðveldara að eignast bækur, heldur benda þeir einnig á að tekjur ríkissjóðs af starfsemi tengdri bókaútgáfu hafi stórminnkað með tilkomu skattsins. „Þær upplýsingar sem við höfum sýna að á heildina hafa tekjur ríkis- sjóðs minnkað en ekki aukist því velta bókaforlaga hefur minnkað og at- vinnuleysi í prentiðnaði aukist vem- lega og fer vaxandi.“ Ætlið þið út í einhverjar aðgerðir til að nú athygli stjómvalda? „Fyrst er nú að ræða við stjómvöld og draga saman frekari upplýsingar máli okkar til stuðnings. Við getum þó fullyrt að okkar spár, þar sem við vör- uðum við því að virðisaukaskatturinn myndi þrengja að útgáfustarfsemi, hafa reynst réttar: Útgáfa á íslenskum skáldverkum og menningarlegri verk- um hefur dregist saman. Virðisauka- skatturinn íþyngir bókaforlögunum og hefur auk þess veitt þeim náðarhöggið sem tæpast stóðu þegar hann var lagð- ur á. Skýringin eða rökin fyrir því að verð á bókum hefur ekkert hækkað á þessu tveggja ára tímabili er sú að bókaforlögin tóku skattinn á sig til þess að geta haldið verðinu óbreyttu. Til þess hafa minni forlögin ekki bol- magn mikið lengur. Stærri útgefendur ráða við þetta ennþá því þeir færa tekj- ur sínar af öðm til að borga tapið af al- mennu útgáfunni. Skatturinn hefur því skapað erfiðari rekstrarskilyrði.“ Hvemig er útlitið fyrir rnestu jóla- bókarvertíð? „Það er erfitt að segja til um það núna. Menn em að spá í spilin. Mörg forlög eru komin með útgáfulista í stórum dráttum, en bíða með frekari ákvarðanir þar til þeir sjá hvemig land- ið liggur. Það þaif að blása nýju lífi í bókaútgáfuna líkt og gerðist þegar söluskatturinn var afnuminn tveimur ámm áður en virðisaukaskatturinn var lagður á.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.