Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐD 3 s k o ð a n i r Tilfinningalegar h valveiðiógöngur íslendingar ásaka gjarnan er- lendar þjóðir um óþarfa tilfinn- ingasemi gagnvart hvölum og hvalveiðum. Samkvæmt útlegging- um þeirra Þorsteins Pálssonar og Halldórs Ásgrímssonar er Alþjóða hvalveiðiráðið samkoma öfgasinna með brenglað tilfinningalíf. Á árs- fundum ráðsins sé þannig bola- brögðum beitt til að koma í veg Pallborðið t !!. "T --“ Birgir Hermannsson skrifar fyrir það að ráðið sinni hlutverki sfnu, sem er að úthluta veiðikvót- um, en allur tíminn fari þess í stað í umræður um friðun og vernd hvala. Hinir háu herrar hafa í sam- ræmi við þessar skoðanir sínar ályktað sem svo að ísland hafi ekkert að gera í Alþjóða hvalveiði- ráðinu. ísland (eitt og sér og án samfylgdar annarra hvalveiðiríkja) sagði sig því úr ráðinu og sam- kvæmt nýjustu fréttum kemur ekki til greina að ganga þar inn aftur. Ásakanir í garð útlendinga um tilfinningasemi hafa hitt íslendinga sjálfa fyrir í þessu máli. Fá hitamál síðustu ára hafa komið þvflíku til- finningalegu ölduróti á þjóðarsál- ina og hvalveiðar. Fyrir vikið hef- ur nær engin upplýst umræða verið hérlendis um málið eða reynt að skilja hvers vegna nær allar vest- rænar þjóðir (ekki bara fáir öfga- sinnar) eru svo mótfallnar hval- veiðum sem raun ber vitni. Helstu vitneskju sína í þessum efnum hef- ur þjóðin úr kvikmyndum Magnús- ar Guðmundssonar, sem verður að teljast afar einhliða og veikburða grunnur að byggja á. Erlend um- hverfissamtök hafa verið demoní- seruð sem vanstillt öfgasamtök sem ekki sé þess virði að ræða við hvað þá annað. Öllu er trúað á slíkt pakk. Þegar Halldór Ásgrímsson stóð í stappi við Bandaríkjamenn út af vísindaveiðum á hvölum hér um árið, trúðu íslendingar því almennt að öfgamenn í umhverfismálum réðu ríkjum í Washington. Það gleymdist óvart að forsetinn hét Ronald Reagan og fyrsti umhverf- isráðherra hans var svona viðlíka hallur undir umhverfisvernd og Jónas Kristjánsson ritstjóri er fylgjandi íslenskri landbúnaðar- stefnu. Þessi sama ríkisstjórn var þó andsnúin hvalveiðum: svo djúpt risti það mál. Árum saman vildi enginn í Bandaríkjunum hlusta á Magnús Guðmundsson nema öfga- menn lengst til hægri, sem gáfu skít í öll umhverfismál hvort sem var. Nú er okkur sagt að þingmenn vestanhafs séu hallari undir hval- veiðar en áður. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Eftir sigur Repúblik- ana í þingkosningum á síðasta hausti er þingið nú fjandsamlegra umhverfisvernd en nokkru sinni um áratuga skeið. Við þessu var varað í leiðara stórblaðsins The New York Times fyrir nokkru og skorað á Clinton forseta að beita neitunarvaldi gegn nokkrum fyrir- huguðum spellvirkjum á umhverf- islöggjöf Bandaríkjanna. Umhverf- ismál verða því pólitískt deilumál í Bandaríkjunum á næstunni og varasamt hálmstrá að treysta á stuðning nokkurra þingmanna á Bandaríkjaþingi, sem vísir eru til að skipta um skoðun á hvalveiðum á einni nóttu samkvæmt skipun frá kosningastjórum sínum. íslenskir stjórnmálamenn - og aðrir „ábyrgir“ aðilar eins og verkalýðsforingjar - hafa árum saman flutt eldheitar ræður um hvalamálið, ályktað á fundum, „Um tíma var það eins og táknræn yfirlýsing um ást sína á föðurlandinu að krefjast hval- veiða. Sannir íslendingar vilja veiða hvali - helst hvað sem það kostar, því sannir íslend- ingar láta ekki kúga sig! ... Er ekki kominn tími til að skipta um gír í hvalamálinu? íslend- ingar verða að kæla tilfinningarnar og ræði málið af skynsemi ... Stefna stjórnvalda hefur beðið skipbrot í þessu máli." svarið og sárt við lagt að láta ekki erlenda öfgamenn kúga sig, sett á laggirnar nefndir og flutt tillögur á Alþingi um að hefja nú þegar hval- veiðar. Um tíma var það eins og táknræn yfirlýsing um ást sína á föðurlandinu að krefjast hvalveiða. Sannir Islendingar vilja veiða hvali - helst hvað sem það kostar, því sannir íslendingar láta ekki kúga sig! Heldur hefur þó dregið úr til- finningahitanum upp á síðkastið, en krafan um hvalveiðar er ennþá ritúal sem reglulega heyrist. Nú síðast á sjómannadaginn. Er ekki kominn tími til að skipta um gír í hvalamálinu? íslendingar verða að kæla tilfinningarnar og ræði málið af skynsemi (eins og sumir hafa raunar gert, til dæmis Björn Bjarnason menntamálaráð- herra). Stefna stjórnvalda hefur beðið skipbrot í þessu máli, eins og sést best á því að Norðmenn veiða hrefnu og eru þó í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Til þess að móta vitræna hval- veiðistefnu verða íslendingar að viðurkenna nokkrar staðreyndir. í fyrsta lagi er baráttan gegn hval- veiðum ekki til komin að ástæðu- lausu, heldur vegna ofveiði og rán- yrkju áratugum saman. Baráttan fyrir hvalveiðibanni var nátengd umhverfisvakningu á Vesturlönd- um og einn stærsti raunverulegi og táknræni sigur þeirrar baráttu. Þetta verða Islendingar að skilja, þó að þeir sjálfir hafi ekki stundað ofveiði. f öðru lagi verða fslend- ingar að líta erlend umhverfis- verndarsamtök raunsærri augum; heimurinn er ekki jafn svart hvítur og menn vilja vera láta. Hvernig væri að byrja á því að viðurkenna þá staðreynd að þessi samtök eru og hafa alltaf verið dyggustu stuðningsmenn íslands í baráttunni gegn mengun hafsins. Til lengri tíma litið er baráttan gegn mengun stærsta öryggis- og hagsmunamál þjóðarinnar. I þriðja lagi er rétt að gleyma því ekki að Island sam- þykkti hvalveiðibannið á sínum tíma og gerði ekki fyrirvara við það eins og til dæmis Norðmenn gerðu. Við getum ekki látið nú eins og þetta hafi aldrei gerst. í fjórða lagi verður að viðurkenna þá staðreynd að engar hvalveiðar munu eiga sér stað án aðildar fs- lands að Alþjóða hvalveiðiráðinu. Það sæmir ekki smáríki sem á allt sitt undir því að alþjóðlegar leikreglur séu virtar, að hlaupast í fýlu út úr alþjóðlegum samtökum af því að mönnum líkar ekki um- ræðan eða niðurstaðan sem þar fæst. Þrátt fyrir úrsögn hafa engir hvalir verið veiddir hér við land og ólíklegt að svo verði, hvað sem digurbarkalegum yfirlýsingum líð- Höfundur er stjórnmálafræðingur Mikla athygli vakti í fyrra- kvöld að Þorsteinn Pálsson skyldi á síðustu stundu og án skýringa af- boða sig í þátt á Stöð 2 með Arthuri Boga- syni, formanni Landssam- bands smábáta- eigenda. Fyrr um daginn höfðu trillukarl- arefnt til mikilla mótmæla á Austurvelli og haft sig í frammi á þingpöllum. Það var einmitt Þorsteinn Páls- son sem knúði sjávarútvegs- nefnd þingsins til að breyta um afstöðu til krókaveiða, mjög í óþökk trillukarla. Art- hur Bogason hefur munninn fyrir neðan nefið, og því telja menn einfaldlega að Þorsteinn hafi ekki þorað að mæta honum í beinni út- sendingu... anum. Vinnslu blaðsins hef- ur verið flýtt og er það nú prentað síðdegis og dreift á kvöldin. Þá hafa ráðherrar Framsóknar leitað grimmt eftir aðstoðarmönn- um á ritstjórnarskrif- stofum blaðsins og því standa yfir mannabreytingar. Inn anbúðarmenn á blað- inu búast við því að Jón Kristjáns- son ritstjóri láti af störfum, enda hef- ur hann tekið að sér annasama for- mennsku í fjárlaganefnd. Jón sést enda ekki mikið á blaðinu, og hefur verk- stjórnin einkum hvílt á Oddi Ólafssyni og Birgi „Garra Guð- mundssyni. Ekki er talið að Oddur hafi áhuga á ritstjóra- stólnum en Birgir hefur ver- ið orðaður við þá ágætu mublu... N okkrar breytingar eru að verða á dagblaðinu Tím- N ýtttölublað Sjómanna- blaðsins Víkings er kom- ið út, sneisafullt af efni, í rit- stjórn Sigurjóns Magnús- ar Egilssonar. Þar er meðal annars rætt við Þorstein Pálsson sem fer mörgum fögrum og hlýjum orðum um kvótakerfið. Ofurrokkar- inn Bubbi Morthens rifjar upp minningar sínar úr slor- inu, en hann varfarand- verkamaður með meiru - fyrr á öldinni. Þá er sagt frá könnun á þoli íslenskra sjó- manna í samanburði við slökkvi- liðsmenn og er skemmst frá því að segja, að hetjur hafsins reyndust ekki í mjög góðu formi. 43% sjó- manna reyndust hafa mjög lágt þol, samanborið við 1% slökkviliðsmanna. 42% sjó- manna voru í sæmilegu formi en aðeins 15% náðu meðalþoli... „ Váááá! Sjáðu þessa frétt í Tímanum, Sæmundur. Þeir eru enn á ný byrjaðir á þessu brjáiæði. Það er nú ekkert venju- legt hvað þessir hestamenn eru bráðir í skapinu: STARFS- MADUR HRADPÓSTS-HESTAÞJÓNUSTUNNAR GENGUR AL VOPNADUR INNÁ VINNUSTAO SINN OG HEFUR SKOT- HRÍDÁ ÖLL HROSS íAUGSÝN..." f i m m f ö r n u m Fylgist þú með baráttu smábátasjómanna? Carl A. Bergmann, úrsmiður: Já, ég hef lesið um þessi mál og fylgst með umræðunni. Við skul- um láta sjávarútvegsráðherra og þingið um að afgreiða þessi mál. Ásdís Oddgeirsdóttir, hús móðir: Já, og baráttu sjómanna yFirhöfuð. Ég stend ávallt heilshug- ar með þeim. Árni Sverrisson, prentari: Já, Maíbritt Sundby, eldabuska: ég fylgist með baráttu þeirra. Smá- Nei, lítið. Ég má aldrei vera að því bátasjómenn verða að gæta sín á að vegna þess að ég er aldrei heima halda sér innan þeirra marka sem hjá mér. við höfum sett okkur. Þórhallur Kristjánsson, aug- lýsingateiknari: Já, dálítið. Ég hef mikla samúð með smábátasjó- mönnum. v i t i m e n n Pólitískt séð er þetta mál ekki síst erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Trillukarlarnir eru persónugerv- ingur einkaframtaksins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir aila tíð. Leiðarahöfundur Morgunblaösins að fjalla um deilurnar um krókaleyfisbáta. Eg þekki ekki neinn útgerðarmann sem gefur mönnum fyrirmæli um að henda fiski. Við höfum þvert á móti lýst hinu gagnstæða yfir. Jóhann A. Jónsson útgerðarmaður á Þórshöfn. í viðtölum Morgunblaðsins viö fjölda sjómanna kom fram að útgerðarmenn gefa fyrirskipanir um að fiski sé hent. Mogginn í gær. Veiðigleðin tók völdin hjá skipstjórum þannig að mannskap- urinn var til skiptis í því að veiða fisk og kasta. Lýsing Morgunblaösins á framgöngu íslenskra sjómanna (Smugunni. Stundum hættir íslendingum til að reyna að gleypa sólina, þegar þeir sjá tækifæri opnast. Þannig sjá margir drjúpa smjör af hverju strái á töivuvöllum Víetnams, af því íslensk fyrirtæki hafa verið beð- in um að sclja þangað reynslu og þekkingu á ýmsum tölvusviðum. Jónas Kristjánsson í leiöara DV í gær, aö vekja athygli á því að hlutir geti breyst hratt í einræð- isríkjum einsog Víetnam. Villtir & Vefararnir ■ I skoska dagblaöinu Evening Times er að finna ágætisdálkinn Sam on Net sem nethausinn Sam Clarke skrifar. Og þessi náungi er einn sá alflottasti í bransanum (—sjá mynd)! Ef ykkur lang- ar að reyna komast á blað þá er e- mail- fang Sams sam-clarke @samonnet.dem on.co.uk. Indíánahöfð- inginn Einar Cyberiu- Örn ætti til dæmis að sæta lagi og hafa sam- band við Sam í hvelli, segja honum allt um litlu, sætu og skemmti- legu kjallarabúlluna við Klapparstíglnn og viti menn: garanter- uð umfjöllun. ■ Aðgengilegasta, skemmtilegasta, fallegasta, yfirgrips- mesta og langbesta tímaritið sem gefið er út um Internetið er .net og þar malar hver snillingurinn um annan þveran. Höfuð og herðar yfir aðra ber þó cyberpönk- arinn „Wavey" Davey Winder (—sjá mynd) sem hefur kannski tekið pönkarahlutverkið full al- varlega, en á sér það eina takmark í lífinu að gera Netið aðgengilegra fyrir meðal-jóninn. Og Davey. Wavey er náungi sem veit hvað hann talar um. Tímaritið fæst um mestalla borg, er kannski í dýrari kantinum - 845 krónur í Máli og menningu - en bráð- nauðsynlegt fyrir hvern þann sem ætlar sér eitthvað áfram á Netinu. Önnur uppástunga fyrir Einar Örn: Hvernig væri að bjóða Wavey til íslands til fyrir- lestrahalds og þessháttar? E-mail-fang öðlingsins er waveydavey@delp hi.com og ekki úr vegi að reyna sig við manninn - skyldi maður halda. ■ Og loksins fær ritstjórinn eitthvað fyrir sinn snúð: Bosníu-heimasíðan er ekki fyrir viðkvæmar sálir þarsem gefur meðal annars á að líta myndaseríuna „Maður skotinn I höfuðið", Ijósmyndir af fjölda- gröfum og fórnarlömbum leyniskyttna Serba. Smellið inná http://www.cco. caltech.edu/~ayhan/bosnia.html og búið ykkur undir rússíbanaferð um hel- vitiá jörðu... TAKE THATI veröld ísaks Textasmiðir eru viðkvæmar sálir - sérstaklega þeir sem telja að enginn maður uppistandandi sé fær um að skrifa annan eins snilldarprósa..., e-hem! Ofurmennið Thomas Jeffer- son varð þannig skiljanlega illilega sármóðgaður þegar „Meginlands- þingið“ sá ástæðu til að ritstýra lítil- lega upphaflegri útgáfu hans af Sjálf- stœðisyfirlýsingunni. Jefferson varð reyndar svo rosalega bijálaður yfir þessu fikti þingsins í frumtextanum að í mörg ár á eftir sendi hann eintök af frumtextanum og lokaútgáfunni til vina og kunningja og bað þá um að gera samanburð: I alvöru talað, kæri Michael, finnst þér virkilega að þeirra texti taki mínum ff am... ? Byggt á tsaac Asimov's Book of Fects. Wavey Sam Clarke.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.