Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 14. júní 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk MÞYÐUBLAÐIS Framhaldsskólinn á Húsavík 32% stúlkna og 25% pilta hafa hugleht sjáKsvíg - og 90% nemenda trúa á líf eftir dauðann, segir í umfjöllun Víkurblaðsins um fon/itnilega skoðanakönnun sem nokkrir nemendur FSH í félagssálfræði gerðu. Á nýliðnum vetri gerðu nemendur í félagssálfræði við Framhaldsskólann á Húsavík (FSH) forvitnilega skoðana- könnun meðal nemenda. Vtkurblaðið („blað alls mannkyns," samkvæmt yfirtitli á forsíðu) ræddi af því tilefni við Ingibjörgu Markúsdóttur, sál- fræðing og kennara í FSH, og í máli hennar kom fram, að tólf nemendur sem voru í umræddum áfanga hafi unnið könnunina. Úrtakið var sjötíu nemendur eða fjörtíu prósent og ætti það að gefa nokkuð marktæka mynd af hugmyndum, afstöðu og reynslu nemenda FSH. Ingibjörg lagði ríka áherslu á að þetta væri tilraunaverk- efiti - einskonar forkönnun - og úr því ætti eftir að vinna betur. Nokkrar nið- urstöður könnunarinnar voru þó birtar í þessu sama Víkurblaði og Alþýðu- blaðið vonar að Ingibjörg og vinur okkar, Jóhannes Sigurjónsson rit- stjóri, misvirði það ekki við okkur þó við greinum hér að neðan frá nokkrum þeirra í endursögn. Ætla nemendur eða geta þeir hugsað sér að búa á Húsavík næstu árin? Já 80% - Nei 20% Hvaða álit hafa nemendur á nýju ríkisstjórninni? Anægðir 70% - Óánægðir 30% Eru nemendur búnir að fá sumarvinnu? 90% stúlkna - 50% pilta Hvaða afstöðu hafa nemendurtil Framhaldsskólans á Húsavík (FSH)? 79% töldu FSH góðan skóla. Hverjir nemenda búa í heimahúsum? 90% pilta - 70% stúlkna Trúa nemendur á líf eftir dauöann? Já 90% - Nei 10% Hversu margir nemenda hafa hug- leitt sjálfsvíg? 32% stúlkna - 25% pilta Hafa nemendur verið í föstu sambandi? 95% stúlkna - 85% pilta Hvenærtelja nemendur eðlilegt að fólk hefji sambúð; fyrir tvítugt, 20-25 ára, 26 ára eða eldri. 90% stúlkna og 77% pilta svöruðu: 20-25 ára Hversu margir nemendur hafa ekki haft samfarir? 15% stúlkna - 38% pilta Hversu margir nemendur nota smokka við skyndikynni? 72% pilta - 81% stúlkna Hversu margir nemendur stunda reglulegt kynlíf? 50% stúlkna - 30% pilta Hræðast nemendur alnæmi? Já 65% - Nei 35% Þekkja nemendur einhvern HlV-smitaðan? Já 9% - Nei 91% Hvert er álit nemenda á fóstureyðingum? 64% stúlkna fylgjandi 74% pilta fylgjandi Finnst nemendum samkynhneigð ásættanleg? Stúlkur: 70% já - Piltar: 40% já Telja nemendur að það eigi að leyfa samkynhneigðum að gifta sig? Stúlkur: 80% já - Piltar: 57% já ■ Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Dansað við Sálumessu Litanía og Sálumessa Mozarts verða flutt í Hallgríms- kirkju í vikulokin. Það er ekki oft sem dansarartaka þátt í slíkum flutningi en á þessum tónleikum ætlar íslenski dansflokkurinn að frumsýna verk sem Nanna Ólafs- dóttir hefur samið sérstaklega við Sálumessuna. Margrét Elísabet Ólafsdóttir leit inn á æfingu í gær. Það er ekki oft sem dansarar taka þátt í flutningi verka á borð við Sálumessu Mozarts, en á tónleikum í Hallgrímskirkju í vikulokin ætlar íslenski dansflokk- urinn að frumsýna verk sem Nanna Ólafsdóttir hefur samið sérstaklega við messuna. Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu í gær. a-mynd: e.ói. Það var ys og þys í Hallgrímskirkju þegar Alþýðublaðið leit þar inn í gær í þeim tilgangi að hitta Nönnu Ólafs- dóttur dansahöfund og Hörð Áskels- son stjómanda Mótettukórsins. Nanna var nýkomin í hús ásamt átta dönsur- um úr íslenska dansflokknum til æf- ingar á dansi sem hún samdi^ við Sálu- messu Mozarts. Jóhanna Ámadótt- ir, fulltrúi Kirkjulistahátíðar, þurfti að útskýra fyrir þeim skipulagið á bún- ingsaðstöðunni og finna fyrir þá reyk- herbergi í húsinu. Þá voru á vappi for- vitnir ferðamenn, að skoða kirkjuna og sýninguna á englateikningum bama úr Myndlistaskólanum í Reykja- vík í anddyrinu. Ekki var abbast við þeim þótt þeir rækjust inn á æfinguna. íslenski dansflokkurinn ætlar að sýna verk Nönnu í Hallgrímskirkju, á tónleikum með Mótettukómum, Sin- fómuhljómsveit Islands og fjórum ein- söngvumm, (Magnúsi Baldvinssyni, Gunnarí Guðbjörnssyni, Hrafnhildi Guðmundsdóttur og Sólrúnu Bragadóttur), en allur þessi hópur tekur þátt í flutningi á Sálumessu Mozarts á tvennum tónleikum, sem haldnir verða fimmtudags- og föstu- dagskvöld. Það er ekki oft sem dansað er við Sálumessuna, en hugmyndina að því að fá Nönnu til samstarfs við tónlistar- fólkið átti Hörður Áskelsson. ,,Ég veit af þekktri uppfærslu úr óperuhúsinu í Hamborg þar sem dansað var við Sálumessuna. Sú sýning vakti mikla athygli þó viðtökumar hafi að sjálf- sögðu verið misjafnar. Mér fannst eft- irsóknarvert að geta blandað saman túlkun þessa ólíka listafólks og er ánægður með að Islenski dansflokkur- inn skuli hafa samþykkt umyrðalaust að taka þátt í flutningunum.“ Nanna neitar því ekki. „Sálumessan er stórkostlegt verk, en fyrsta spum- ingin sem kom upp í hugann hlaut þó að vera sú hveiju ég hefði þama eigin- lega við að bæta. Ég ákvað því að byggja verkið frekar á þeim tilfinning- um og þeirri stemmningu sem verkið vakti upp hjá mér við hlustun. Ein- beita mér að sjónrænni upplifun tón- verksins." Dansararnir verða á sviðinu allan tímann, þó aðeins sé dansað við kyrie- bænina og sequentuna. Nanna hefði gjaman vilja hafa söngvara úr kómum á sviðinu innan um dansarana, en slíkt reyndist ómögulegt í framkvæmd, ein- faldlega vegna þess að kórinn verður að geta séð stjómandann. Þegar minnst er á það við Hörð að dans sé sjaldséður í kirkjum og hann spurður að því hvort hann hafi ekki þurft að beita sannfæringarkrafti til að fá hugmyndina samþykkta, aftekur hann það. „Hreint ekki. Enda má segja að þetta framtak sé í fullkomnu samræmi við þá stefnu Listvinafélags Hall- grímskirkju að fá fleiri listgreinar inn í kirkjuna. Það hefur verið talað um að kirkjan vanrækti þessa trúartjáningu, dansinn og hreyfinguna, þótt við vit- um auðvitað að líkamstjáning er notuð við trúarathafnir. Það nægir að nefna táknin sem prestar nota við helgihald, þó það sé auðvitað allt í föstum skorð- um.“ Ekki verður hægt að flytja tónleik- ana oftar en tvisvar einfaldlega vegna þess að hluti einsöngvaranna flýgur af landi brott daginn eftir síðari tónleik- 87. tölublað - 76. árgangur ana. Hörður útilokar þó ekki endur- flutning á Allrasálnamessu í haust, ef viðtökur verðar góðar nú. Síðan var hann rokinn, en danshópurinn kom sér fyrir við sviðið undir forvitnum aug- um nokkurra ferðalanga á meðan Nanna ræddi við sviðs- og búninga- hönnuðinn Sigurjón Jóhannsson um fyrirkomulagið á sviðinu. Þá loks var hægt að hefja æfingar og fi'npússun sýningarinnar fyrir væntanlega tón- leikagesti. ■ Samtök iðnaðarins Kröfur sér- hópa ógna samkeppn- isstöðunni Félagsfundur Samtaka iðnaðarins lýsir verulegum áhyggjum af þeim hörðu átökum sem staðið hafa um kjaramál ýmissa sérhópa að undan- förnu. Óbilgirni í samningum og kröfur um kauphækkanir langt um- fram þær sem samdist um á almenna vinnumarkaðinum stefni í voða þeim árangri sem náðst hefur í að styrkja samkeppnisstöðuna. Fundurinn minnir á að í ársbytjun axlaði verkalýðshreyfingin ábyrgð með því að gera hófsama kjarasamn- inga við vinnuveitendur sem sam- ræmdust getu fyrirtækja til að greiða hærri laun og ógnuðu ekki stöðug- leikanum. Það sé forsenda hagvaxt- ar, nýrra atvinnutækifæra og bættra kjara. Nú láti ýmsir sérhópar eins og þá varði ekkert um þjóðhagsleg markmið og það sem aðrir hafi borið úr býtum við samningaborðið. Vinnustöðvanir hafi þegar valdið verulegum skaða fyrir þjóðarbúið, til dæmis með truflunum á samgöngum og teflt sé í tvísýnu með stækkun ál- versins. Skorað er á þá sem betur mega sín og enn eiga eftir að semja að láta af kröfugerð sem ekki samræmist því sem samið var um í almennum kjarasamningum. ■ Breytingar á rekstri Kvennaathvarfsins „Nú er aðeins einn aðili ábyrgurfYrir stariseminni" - segir Vilborg G. Guðna- dóttir, framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins. Breyting á skipulagi Samtaka um kvennaathvarf var samþykkt á aðal- fundi þeirra í Reykjavík 23. maí síð- astliðinn. Nýr framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins, Vilborg G. Guðnadóttir, sagði í samtali við Al- þýðublaðið að þessar breytingar hefðu verið samtökunum nauðsynlegar. „Það hefur verið horfið frá fram- kvæmdanefnd og heyrir starfsemin nú undir hefðbundið stjómskipulag eins og það sem þekkist í flestum fyrir- tækjum." Hvers vegna voru þessar breytingar nauðsyn? „Samtökin velta 30 milljónum króna á ári og þeirri veltu verður að stjóma. Sem framkvæmdastjóri sé ég nú um allan daglegan rekstur Kvenna- athvarfsins og kem fram fyrir hönd Samtakanna um kvennaathvarf út á við. Nú er því aðeins einn ábyrgur að- ili fyrir starfseminni, en áður vom allir ábyrgir og um leið enginn. Reksturinn var orðinn það umsvifamikill að það fyrirkomulag gekk ekki lengur." Hvemig hafa breytingamar tekist? „Þær hafa tekist vel og eru að mínu mati stór sigur fyrir samtökin." Kom ekki fram nein mótstaða við breytingatillögumar á aðalfundinum ? „Það urðu engin átök við að fá þær samþykktar og við fengum þann meirihluta sem við þurftum og ríflega þa§, eða 77% atkvæða." I stjóm Samtaka um kvennaathvarf sitja Pálína Jónsdóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir ritari, Guðrún H. Túliníus gjaldkeri og Hrafnhildur Baldursdóttir meðgjaldkeri. Ólöf Sigurðardóttir og Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir éra í vara- stjóm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.