Alþýðublaðið - 15.06.1995, Page 2

Alþýðublaðið - 15.06.1995, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 s k o ð a n MMUBLÍÐIfi 20934. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Svartir dagar Mótmæli trillukarla á Austurvelli á mánudag hafa vakið mikla athygli og samúð. Þeir beijast af hörku gegn banndagakerfi Þor- steins Pálssonar, en samkvæmt því yrði trillukörlum bannað að sækja sjó í 234 daga á næsta fiskveiðiári. Það er.73% fjölgun frá því sem nú er. Trillukarlar vilja að tekið verði upp róðrardaga- kerfi, þannig að þeir geti sjálfir ákveðið hvaða daga þeir sækja sjó. Röksemdimar gegn banndögum Þorsteins Pálssonar eru aug- ljósar. Trillusjómönnum er þannig bannað að sækja sjó frá 21. nóvember til 12. febrúar. Þarmeð er ijöldi fjölskyldna sviptur lífs- björg sinni. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábáta- eigenda, orðaði þetta svo í ávarpi á útiíúndinum á mánudag, að verði lagafmmvarpið samþykkt muni það „í einni sviphendingu kalla neyð og atvinnuleysi yfir hundmð fjölskyldna. Það mun á þeirri sömu stundu og það er samþykkt gera stærstan hluta króka- veiðiflotans verðlausan með tílheyrandi afleiðingum.“ Sjómenn hafa líka bent á, að banndagakerfið mun etja þeim út í ískyggilegt kapphlaup þá daga sem þeim er leyft að fara á sjó. „Veist þú hvemig veðrið verður 20. nóvember í haust?“ spurði sjómaður Siv Friðleifsdóttur, þingmann Framsóknar, á fundinum á Austurvelli. Hún kunni engin svör við því, en 20. nóvember verður síðastí dagurinn í tæpa þrjá mánuði sem trillukörlum verð- ur unnt að afla lífsbjargar. Þetta heitir að bjóða hættunni heim. Arnar Barðason, sjómaður frá Suðureyri við Súgandafjörð, lýsti afleiðingunum sem lögin hafa á heimabyggð hans: „Staðan er sú, að byggðin leggst í eyði... Annaðhvort eigum við heima á Suðureyri við Súgandafjörð, og fáum að fiska á okkar trillubát- um, eða þá að við munum ílytja úr landi. Það er ekki um neitt annað að ræða. Þetta er byggðarlag sem fiskaði fyrir tíu ámm 10 þúsund tonn. Við emm komnir niður í tvöþúsund tonn - og við fömm ekki neðar. Punktur." Arnar sagði ennfremur skýrt og skorinort að trillukarlar myndu brjóta lögin, yrðu þau samþykkt. Nú vill svo til, að í sjávarútvegsnefnd Alþingis var meirihluti nefndarmanna hlynntur því að komið yrði til móts við trillukarla, og tekið upp róðrardagakerfi. Það var hinsvegar að kröfu Þor- steins Pálssonar sem stjómarliðar í nefndinni lögðu blessun sína yfír banndagana. Sjávarútvegsráðherra hefur ekki með víðhlít- andi hætti útskýrt ástríðufúllan áhuga sinn á banndagakerfmu. Og það var öldungis ekki að ófyrirsynju sem Arthur Bogason spurði: „Hvað gengur hér á? Hvaða forsendur em lagðar til gmndvallar og hvaða herrum er verið að þjóna?“ Og: ,£r það raunveralega svo, að hagsmunir þeirra stóm og fáu skulu valta yfir hagsmuni hinna litlu og mörgu?“ Sannfæringin í fatahenginu Hálfopið bréf til allra annarra en alþingismanna lýðveldisins. Vilhjálmur Egilsson er þeirrar skoðunar að ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En þótt Vilhjálmur sé virðulegur 42 ára gam- all alþingismaður má hann ekki hafa prívatskoðanir. Það kom gleggst í ljós þegar Davíð Oddsson bannaði honum að skipta sér af áhugamannafélagi um aðild Islands að Evrópusambandinu. Einsog gengur | Einar Oddur Kristjánsson hefur sett fram afdráttarlausar kröfur um upp- stokkun í sjávarútvegsmálum. Fyrir örfáum vikum kvaðst hann aldrei, aldrei, aldrei styðja ríkisstjórn um óbreytta stefnu. Nú er Einar Oddur virðulegur 52 ára alþingismaður, og um daginn gafst honum kostur á að fylgja eftir sannfæringu sinni, þegar frumvarp Þorsteins Pálssonar um stjóm fiskveiða var til umræðu. Allir vissu að Einar Oddur var í grundvall- aratriðum ósammála frumvarpi Þor- steins. En hvað gerði okkar maður að vestan? Jú, hann steig í ræðupúlt Al- þingis og tilkynnti að hann ætlaði af tillitssemi við Þorstein Pálsson að styðja frumvarpið. Tillitssemi? Maður þurfti svosem ekki að hafa dýrslegt ímyndunarafl til að sjá að Bjargvætturinn hafði ein- faldlega verið tekinn á teppið í ein- hverri fínni skrifstofu, og mýldur þar einsog hver annar uppivöðslusamur rakki. Auðvitað ætti maður ekkert að vera að amast við því þótt þingmaður að vestan fylgi í blindni flokkslínu. Enn síður ætti það að verða tilefni til mjög margra andvökunátta þótt fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs láti bjóða sér að halda kjafti. En nú er það einu sinni svo, að blessaðir þingmennirnir okkar eru kosnir til að starfa samkvæmt einni saman sannfæringu sinni - öðru ekki. „Alþingismenn em eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við nein- ar reglur frá kjósendum sínurn," segir 48. grein stjómarskrár lýðveldisins. Ergo: Anriaðhvort hefur Einar Odd- ur orðið uppvís að stjómarskrárbroti - eða sannfœring hans er sú, að mikil- vægara sé að sýna Þorsteini Pálssyni tillitssemi en eigin skoðunum. í framhaldi af yfirlýsingu Einars Odds var í Alþýðublaðinu í gær skraflað vítt og breitt við fjóra þing- menn. Og spurt hvort þingmenn væm kannski daginn út og inn að greiða at- kvæði í trássi við sannfæringu sína. Steingrímur J. Sigfússon sagði afdrátt- arlaust að þingmenn lentu oft í því að greiða atkvæði öðmvísi „en þeim gott þykir, ef svo má að orði komast." Finnur Ingólfsson kvaðst álíta að allir þingmenn lentu „í svona aðstöðu" - það hefði að vísu ekki hent sjálfan hann til þessa. Ágúst Einarsson sagði afar sjaldgæft að þingmenn taki óháða afstöðu; sú aðstaða sem Einar Oddur „Samkvæmt orðum Guðnýjar alþingiskonu Guðbjörnsdóttur er helmingur þingmanna svo óupplýstur um grundvallarmál, að þeir hafa ekki einu sinni sannfæringu til að verða viðskila við. Má ég þá frekar biðja um Einar Odd. Hann hefur að minnsta kosti sannfær- ingu - þó hann skilji hana alltaf eftir í fatahenginu." hafi lent í sé giska algeng. „Því mið- ur,“ sagði Ágúst, „og sú staðreynd er hvorki skemmtileg né viðfelldin." Guðný Guðbjörnsdóttir, ný þing- kona Kvennalistans, nálgaðist málið frá öðru sjónarhorni: vakti athygli á því, að í mörgum tilfellum hafa al- þingismenn ekki hugmynd um þau lög sem þeir setja. Guðný sagði: „Áuðvelt er að taka GATT-málin - sem við vorum að enda við að greiða atkvæði um - sem dæmi um svona afgreiðslu. Ég alveg stórefast um að meira en helmingur þingmanna skilji bofs í því sem þeir voru að greiða atkvæði um.“ Bittinú. Um hvað snerist þetta GATT sem helmingur þingmanna skildi ekki bofs í? Jú, það snerist um lífskjör á íslandi, um samkeppni, um vöruúrval, um innflutning, um verð á matvælum - um budduna. Það ætti að gera orð Guðnýjar Guð- bjömsdóttur að skyldulesningu fyrir alla íslenska launþega og neytendur. Að vísu kemur þetta ekki alfarið á óvart: hvað haldið þið, lesendur góðir, að margir alþingismenn haft „skilið bofs“ í EES-samningnum? Var það ekki bara enn ein af þessum skrýmu, útlensku skammstöfunum? Sem - að vísu - snerist líka um lífskjör á fs- landi. EES og GATT eru þannig ekki fjandsamlegar geimverur, heldur milliríkjasamningar sem bættu lífskjör á Islandi. Ekki veitti af. Þingmennimir sem afgreiddu fram- kvæmdina á GATT í fyrradag án þess að skilja bofs vom semsagt í fullkom- inni blindni að taka ákvörðun um lífs- kjör á Islandi. Alþingismenn sem sóma síns vegna treysta sér til að greiða atkvæði með sama hugarfari og léku þeir rússneska rúllettu - hvað í veröldinni em þeir að gera þama nið- urfrá? Alþingi átti einkum að ræða tvö mál nú á vorþinginu: sjávarútvegsmál og GATT. Samkvæmt orðum Guðnýjar al- þingiskonu Guðbjömsdóttur er helm- ingur þingmanna svo óupplýstur um gmndvallarmál, að þeir hafa ekki einu sinni sannfæringu til að verða viðskila við. Má ég þá frekar biðja um Einar Odd. Hann hefur að minnsta kosti sannfæringu - þó hann skilji hana allt- af eftir í fatahenginu. ■ Þetta er mergurinn málsins. Þorsteinn Pálsson hefur í sjávarút- vegsráðherratíð sinni verið vakinn og sofinn að gæta hagsmuna „hinna fáu og stóru“ - sægreifanna, sem smámsaman em að eignast hinar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar. Kristján Hall- dórsson trillukarl lýsti hinni viðteknu skoðun á ráðherranum í Al- þýðublaðinu í fyrradag: „Hann er einsog strengjabrúða Kristjáns Ragnarssonar.“ Enn á eftir að taka fmmvarpið illræmda til lokaafgreiðslu. Þá munu sjónir manna beinast að þeim stjómarliðum sem hafa geip- að um breytta sjávarútvegsstefnu, en hingað til látið beygja sig í duftið. Þá kemur í ljós hvort þingmennimir em reiðubúnir að standa við stóm orðin - eða hvort þeir taka þátt í því að svipta hundmð íjölskyldna lífsbjörginni og kippa stoðum undan byggð í mörgum sveitarfélögum sem byggja að vemlegu leyti á veiðum smábáta. Þá kemur í ljós hvort þingmennimir fylgja Þorsteini Pálssyni og sinna hagsmunum hinna fáu og stóm - eða hinna litlu og mörgu. ■ Atburðir dagsins 1790 300 kaþólskir borgarar fórnarlömb mótmælenda í Frakklandi. 1934 Hitler og Mússólíni hittast í Feneyjum í fyrsta skipti. 1953 Marilyn Monroe-,slær í gegn þegar fyrsta myndin með henni í að- alhlutverki er frumsýnd, Gentlemen Prefer Blondes. 1987 Fyrsta uppboðið var á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði og þótú merkileg nýjung. Afmælisbörn dagsins Edward Grieg norskt tón- skáld, 1843. Harry Landon bandarísk stjarna úr þöglu myndunum, 1884. Erroll Carner bandarískur jazzpían- isti og tónsmiður, 1923. Annálsbrot dagsins Austur í Múlasýslu skaðaði sig maður; hann skar sig á háls; sagt var, orsökin hefði verið hans stór fjármissir. Sagt var, að hann hefði gert mönnum óróa dauður. Grímsstaðaannáll, 1742. Saitfiskur dagsins Hann var laus við heimili sitt og flakkaði víða um landið. Eitt sinn kom hann heim til sín eftir tveggja ára úúvist. Heyrð- ist þá, að hann kallaði í göng- unum: „Margrét, Margrét, leggðu í bleyti saltfisk. Ég er orðinn leiður á helvítis kjötinu íyrir sunnan. Og sælt og bless- að veri fólkið." Siguröur Thoroddsen um Símon Dalaskáld. Máisháttur dagsins Kveddu ekki svo ört, þú kveð- ur svo vel. Orð dagsins Týnt hefeg hnífi, týnt hefeg skó, hallast eg á liestinum, en ríða verð eg þó. Þjóðkvæði. Skák dagsins Valery Salov hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn sterkasti skákmaður heims. Hann hefur svart í skák dags- ins, sem tefld var I99I á einu af hinum firnasterku Linares- mótum á Spáni. Andstæðingur- inn er heldur enginn aukvisi, sjálfur Anatoly Karpov, FIDE-heimsmeistari. Karpov hefur stýrt hvítu mönnunum til sóknar, en var reyndar fullbráð- ur á sér þegar hann ætlaði að stugga við svarta riddaranum á gó með h-peðinu. Riddarinn brást hinn versti við - og Salov tryggði sér jafntefli. Hvað gerir svartur? 1.... Rf4! 2. gxf4 Dg4+ 3. Kfl Dh3+ 4. Kgl Dg4+ og þráleik- ið vartiljafnteflis.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.