Alþýðublaðið - 16.06.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1995, Síða 1
■ Kvótafrumvarpið samþykkt með nokkrum breytingum Kostir róðrardaga eyðilagðir - segir Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. „Ég er mjög ósáttur við að menn skyldu ekki manna sig upp í að taka skrefið til fulls og lögfesta almennilegt róðrardagakerfi með 90 til 100 daga sem lágmark. Meginkostir þessa kerfis eru að gefa mönnum frjálst val til að ráða sókninni innan ársins en þeir eru eyðilagðir með þessum tímabilum og gjaldfellingu á dögum sem fluttir eru milli tímabila," sagði Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og formað- ur sjávarútvegsnefndar Alþingis, í samtali við Alþýðublaðið. Stjómarfrumvarpið um stjóm fisk- veiða var samþykkt í fyrrinótt eftir nokkrar breytingar frá þvf sem lagt var til í upphafi. Ríkisstjórnin féll frá banndagakerfi en þess í stað verður róðrardagakerfi með 86 sóknardögum sem skiptast á fjögur tímabil ársins. Heildarafli smábátanna má ekki fara upp fyrir 21.500 tonn. Sighvatur Björgvinsson og fleiri vildu að róðr- ardagakerfið yrði gefið frjálst og há- marksaflinn aukinn upp í 31.500 tonn en stjórnarliðið felldi þær tillögur. Frumvarpið var samþykkt með 33 at- kvæðum en 20 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Steingrímur J. Sigfússon sagði mál- ið hafa skánað í meðfömm þingsins en þetta róðrardagakerfi væri í sköm- líki. Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda segir ntjög slæmt að tímabilsskiptingin hafi farið inn í lögin og að ekki tókst að lyfta þakinu á aflamarkinu. Kristján Ragnarsson formaður LIÚ fagnar því að smábátamir fengu ekki meiri afla- heimildir. - Sjá baksíðu. ■ Lúðraþytur r á Kjarvalsstöðum Islensk myndlist á 20. öld Það verður líf og fjör á Kjarvals- stöðum á morgun, 17. júní, þegar sumarsýningin Islensk myndlist verð- ur opnuð með lúðrablæstri klukkan 16:00. Allt húsnæði Kjarvalsstaða er lagt undir þessa sýningu. Hér er um að ræða yfirlitssýningu á íslenskri tuttugustu aldar myndlist úr eigu Listasafhs Reykjavíkur. Sýning- unni er ætlað að bregða ljósi á þróun íslenskrar myndhstar ífá byijun þess- arar aldar til dagsins í dag og jafn- framt að vera kynning á listaverkaeign Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni eru olíumálverk, grafík, textílverk, leirlist, innsetningar og verk unnin með blandaðri tækni eftir mikinn fjölda íslenskra myndlistarmanna. Sýningin verður opin daglega til hausts. Kenjar Steins „Steinn Steinarr gat verið kenjóttur og þá tekið einhvern viðstaddan fyrir. Fór það dálítið í taugarnar á mér. Bar ég í fyrstu blak af þeim, sem hann veittist að. Af því vandist ég fljótt Steinn var feiknarlega laginn skylmingamað- ur á þessu sviði og erfitt að standa honum snúning. En það gat verið gaman að honum, þegar sá gáll- inn var á honum, segir Bergsteinn Jónsson prófessor meðal annars í viðtali við Harald Jóhannsson hag- fraeðing. - Siá blaðsíður 6 og 7. ■ Röskva (Félag fátækra stúdenta): „Kæra þjóð, vérbjóðumyðurtil samfagnaðar" Þjóðhátíðar- fögnuður stúd- enta í kvöld Þjóðhátíðardagur Islendinga hefur löngum verið Steingrími Eyfjörö Kristmundssyni hugstæður, en hann er einmitt höfundur teikningarinnar sem prýðir forsíðuna. Afmælisdagur hinnar umdeildu þjóðhetju okkar íslendinga, Jóns Sigurðssonar, er semsagt á morgun, 17. júní, og. um leið höldum við upp á lýðveldisstofunina einsog okkur er einum lagið - samanber hressilega sýn myndlistarmannsins. Alþýðublaðið vonast tii að lesendur blaðsins og aðrir landsmenn hafi það sem allra náðugast yfir helgina. Við skulum um helgina vera samstiga í því að ganga iöturhægt um gleðinnar gátt svo öll óþægindi fái haldist sem fjærst... ■ Hinn heimsþekkti Nicola Rescigno stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni 22. júní Maðurinn sem kom Mariu Callas á framfæri Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar í Háskólabíói fimmtudaginn 22. júm' mun óperusöngvarinn Ólafur Á. Bjarnason syngja undir stjórn hins þekkta hljómsveitarstjóra Nicola Rescigno. A tónleikunum verða fluttar nokkrar af perlum óperutónbókmennt- anna. Nicola Rescigno er fæddur árið 1916 og af tónlistarfólki kominn. Faðir hans var trompetleikari við Metropolit- an-óperuna í New York og því lá það beint við að hann færi í nám og starf sem tengdist óperunni. Frumraun sína sem stjómandi þreytti hann árið 1943 þegar hann stjómaði uppfærslu á La Traviata í New York. Síðan hefur hann stjórnað uppfærslum í öllum þekktustu ópemhúsum heims. Þess er vert að geta að það var Nicola Resc- igno sem kom stórsöngkonunni Mariu Callas fyrst á framfæri í Bandaríkjun- um og var samstarf þeirra afar náið uppfrá því. Einsöngvarinn Ólafur Á. Bjamason er Reykvíkingur sem hefur víða komið fram á tónleikum, bæði hér á landi og erlendis. Undanfarin íjögur ár hefur hann verið fastráðinn sem fyrsti tenór við óperuhús í Þýskalandi. Olafur Á. Bjamason hefur hlotið fjölda viðurkenninga íyrir söng sinn. Nicola Rescigno: Margreyndur snillingur. Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla íslands - gengur í endur- nýjun lífdaga sinna í kvöld á Bíóbam- um undir dulnefninu Félag fátœkra stúdenta. Tilefnið er „Þjóðhátíðar- fögnuður stúdenta“, en það þótti við hæfi að taka forskot á sæluna og fagna afmælisdegi sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar kvöldið fyrr. Dagskráin samanstendur af „tónlist, ræðuhöldum og almennu djammi,“ að sögn aðstandenda og hefst klukkan 23:00 með strengjastrokum og trumbuslætti. Leikar munu standa til 03:00 á laugardagsmorgni og sjálfsagt færast í heimahús villtra að því loknu. - Allur er þessi fögnuður aðvífandi að endurgjaldslausu. Yr Iggr ...og Jiú lækkar Hl li,Mlr*I,inlm11 bensmkostnaöinn uw OllS 2á

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.