Alþýðublaðið - 16.06.1995, Page 3
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Um hvað
Klukkan er 8:15 að morgni. Fundur
settur. Þau tínast inn, hvert á fætur
öðru, fulltrúar verslunar og viðskipta
og almannasamtaka: Hagkaup, Bónus,
íslensk verslun, Samtök iðnaðarins,
Samtök veitinga- og gistihúsa, Neyt-
endasamtökin- og fulltrúar ýmissa
stéttasamtaka. Þau eru spurð spjörun-
um úr. Hvaða áhrif hafa GATT-frum-
vörp forsætisráðherra á verðlag og
samkeppni í framleiðslu, vinnslu og
verslun með landbúnaðarafurðir?
Svörin eru orðin ansi einhæf um það
er lýkur. Einn viðmælenda nefndarinn-
ar hitti naglann á höfuðið þegar hann
sagði: Þetta er ekki GATT; þetta er
GABB. Niðurstaða flestra var á eina og
sömu lund. Engin áhrif. Það verður
enginn innflutningur. Það verða engin
viðskipti. Þar af leiðandi verður engin
samkeppni. Það verður óbreytt ástand.
^^ðíð |
Það er síminn. Röddin á hinum enda
línunnar lýsir einhvers konar sam-
blandi af forundran, gremju, reiði - eða
blöndu af öllu þessu. Og símtölunum
fjölgar. Hveijir eru á hinum endanum?
Aðallega fólk sem segist hafa kosið
Sjálfstæðisflokkinn. Það segist ekki
trúa því að formaður Sjálfstæðisflokks-
ins flytji slíkt mál. Maður hélt nú að
þeir meintu eitthvað með því sem þeir
segja. Um samkeppnina og markaðinn
og þetta að vera á móti ríkisforsjánni,
einokuninni og skömmtunarkerfunum.
Mörg er mannsins mæða. Þetta er ótta-
legur sífurtónn. En sumir reyna að
herða upp hugann og horfast í augu við
staðreyndimar. Þeir höfðu verið blekkt-
ir. Hafðir af fíflum. Dregnir á asnaeyr-
unum. Þeir skyldu sko aldeilis láta sér
þetta að kenningu verða. Læra af
I„Kosningarnar fóru eins og þær fóru. Menn
treystu því í stórum stíl að forysta Sjálfstæð-
isflokksins myndi aldrei beygja sig fyrir
kröfum einokunarsinna í Framsóknarkerf inu.
En nú vita menn betur. Það er búið að
lögfesta ofurtollana. Það verður engin
samkeppni. Þeir munu standa vörð um
óbreytt kerfi. Þeir gera það í krafti
atkvæðanna ykkar ... Þú kýst ekki eftirá."
Að þá yrði hér óbreytt ástand. óbreytt kerfi. Þeir gera það í krafd at-
var kosið?
reynslunni. Varast að endurtaka mis-
tökin. Aldrei aftur, og svo ffamvegis.
Vorþingið er búið. Forsætisráðherra
tilkynnti í upphafi að það ætti að standa
í 10 daga. Það stóð í 30 daga. Band-
ormurinn um GATT - það sem allir
þessir sjálfstæðismenn nú kalla apríl-
gabb Davíðs - var lang stærsta mál
þingsins. Það sem vakti heitastar ástríð-
umar var atlaga Þorsteins Pálssonar að
trillukörlum. í þeim sviptingum var
staðfest í beinni útsendingu að kosn-
ingaloforð þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum (Einaranna
beggja) og Framsóknarþingmannanna
á Suðumesjum vom fokin út í veður og
vind.
Með sama hætti og kosningagabb
Sjálfstæðisflokksins í GATT-málinu.
Munið þið eftir umræðunum um mat-
arkörfuna? Kratamir sögðu: Við kjós-
um með annars um matarkörfuna - þú
lætur atkvæðaseðil þinn í matarkörf-
una. Þannig reyndum við á táknrænan
hátt að vekja athygli almennings á því
að kosningamar snémst um h'fskjörin.
Að lífskjörin snémst líka um verðið á
lífsnauðsynjunum. Við birtum töflur
með samanburði á smásöluverði á
landbúnaðarvörum hér á landi og ann-
ars staðar. Við birtum upplýsingar frá
Hagfræðistofnun Háskólans. Frá Sam-
keppnisstofhun. Frá Utanríkisráðuneyt-
inu. Og við.vöruðum kjósendur við.
Við skýrðum frá því að landbúnað-
arráðherra Sjálfstæðismanna, Halldór
Blöndal, og fulltrúar hans hefðu mán-
uðum saman barist fyrir því að ofúrtoll-
ar yrðu lögfestir í framhaldi af GATT-
samningnum. Við lýstum því hveijar
væm tillögur Alþýðuflokksins: Verð-
jöfnun milli innflutningsverðs og inn-
anlandsverðs plús fjarlægðarvemdin.
Við skýrðum frá því að fjármálaráð-
herra hefði lagt fram málamiðlunartil-
lögu sem byggði á tillögum Alþýðu-
flokksins plús 20%. En við vömðum
sérstaklega við áformum Framsóknar-
arms Sjálfstæðisflokksins. Ef þær til-
lögur næðu firam að ganga væri vonin
um það að fyrstu skrefin yrðu stigin í
átt til samkeppni á aðlögunartíma
GATT-samningsins (6 ámm) fyrir bí.
Sjálfstæðismenn sóru og sárt við
lögðu, að þeir vildu enga ofurtolla. Þeir
myndu taka fullt tillit til hagsmuna
neytenda. Nú stöndum við frammi fyrir
orðnum hlut. Kosningamar fóm eins
og þær fóm. Menn treystu því í stórum
stíl að forysta Sjálfstæðisflokksins
myndi aldrei beygja sig fyrir kröfum
einokunarsinna í Framsóknarkerfinu.
En nú vita menn betur. Það er búið að
lögfesta ofúrtollana. Það verður engin
samkeppni. Þeir munu standa vörð um
kvæðanna ykkar. Og þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík og Reykja-
nesi lyftu hvorki hönd né fæti ykkur til
varnar. Sá sem helst skírskotaði til
markaðshyggju og ftjálslyndis, doktor
Pétur Blöndal, hlaut eldskífn sína sem
talsmaður og „apologist“ fyrir landbún-
aðarhagfræði Egils á Seljavöllum. Um
hvað var kosið? Þú kýst ekki eftirá. ■
Höfundur er alþingismaður og
formaður Alþýðuflokksins
- Jafnaðarmannaflokks íslands.
að vakti athygli við af-
greiðslu sjávarútvegs-
frumvarps Þorsteins Páls-
sonar að allir andófsmenn
stjórnarflokkanna voru stillt-
ir og prúðir - nema einn. Sá
heitir hvorki Einar Oddur
Kristjánsson né Siv Frið-
leifsdóttir, þaðan af síður
Kristján Pálsson eða Ein-
ar Kristinn Guðfinnsson.
Varaþingmaður Einars Krist-
ins, Guðjón A. Kristjáns-
son gekk að vísu í berhögg
við Þorstein í einstaka máli,
en senuþjófurinn var Guð-
jón Guð-
mundsson
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins á
Vesturlandi.
Hann hafði
ekki geipað
mikið í fjölmiðlum einsog
sum hinna fyrrnefndu, en
þegar á hólminn var komið
var hann sá eini sem þorði
að standa uppi í hárinu á
Þorsteini og Kristjáni
Ragnarssyni yfirráðherra.
Guðjón, sem setið hefur á
þingi síðan 1991, hefur verið
kallaður „best geymda
leyndarmálid á Alþingi"
enda lætur hann allajafna
ekki mikið til sín heyra, og
einhvernveginn hefur það
að mestu farið framhjá þjóð-
inni að hann taki þátt í að
setja henni lög. En nú var
semsagt stund Guðjóns
runnin upp...
Klúður meirihlutans í
Hafnarfirði á sér ákaflega
langdregna sögu, einsog
þjóðin hefur verið neydd að
fylgjast með. Það kom ýms-
um á óvart þegar Ellert
Borgar Þorvaldsson bæj-
árfulltrúi snerist í lið með
Jóhanni Gunnari Berg-
þórssyni kollega sínum og
lenti þannig í algerri and-
stöðu við Magnús Gunn-
arsson oddvita flokksins. í
Hafnarfirði er hinsvegar
löng hefð fyrir klofningi í
röðum sjálfstæðismanna,
og við vitum að nú er mikið
rætt um að í næstu kosning?
um verði enn á ný boðnir
fram tveir listar Sjálfstæðis-
flokksins. Magnús Kjart-
ansson varabæjarfulltrúi
styður uppreisnina, og hann
ætti að vita hvað hann syng-
úr...
Lítið heyrist af formanns-
slagnum í Alþýðubanda-
laginu, enda hafa frambjóð-
endur verið uppteknir af
þingstörfum. Nú þegar þeim
er lokið er búist við að þau
Margrét Frímannsdóttir
og Stein-
grímur Sig-
fússon fari á
fulla ferð. Úr
herbúðum
beggja heyr-
um við að
framundan
séu mikil ferðalög, og reynd-
ar eru stuðningsmenn
Margrétar langt komnir með
að skipulegggja „landsnet-
/ð"- og þurfa víst hvergi að
kvarta undan móttökum.
Jafnvel ekki í kjördæmi
Steingríms...
"FarSido” eftir Gary Larson.
„Farid það fjandans til! Þessi leiðarvísir er gjörsamlega
einskis virði. Hér segir bara að þessi ættflokkur hafi tilbeð-
ið tvo guði; einn sem vissi allt og annan sem sá allt - en
það stendur ekkert hérna um hvor er hvað... Ingunn mín,
mér sýnist það augljóst eftir raunir dagsins, að við hefðum
betur aldrei yfirgefið baðströndina í Cancun!
Hvenær var Jón Sigurðsson fæddur? (Réttsvar: 17.jún/ isid
Ingibjörg Jónsdóttir,
hjúkrunarkona: Jón Sigurðs-
son fæddist 17. júní 1811!
Eyjólfur Sturlaugsson,
kennari: Jón Sigurðsson
fæddist 17.júní 1811!
Elma Lísa Gunnarsdóttir,
fyrirsæta: Guð hvað þú ert
með leiðinlega spurningu...
Hann var fæddur 17. júní 1805.
Kristófer Lund, Ijósmynd-
ari: Var það ekki 17. júní
1870?
Alda Ólafsdóttir, banka-
maður: Hann fæddist 17. júní,
en ég hef ekki hugmynd um
hvaða ár það var.
v i t i m e n n
Umboðsmaðurinn vakir alltaf
lengst yfir þeim Radíusbróður sem
lengur uppi vakir og taiar illa um
þann sem er sofnaður. Þannig
byggir hann okkur upp því í geð-
vonskunni fæðist fyndnin.
Davíö Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnús-
son voru hæstánægðir með umbann sinn,
Atla Geir Grétarsson, í Helgarpósti gærdagsins.
Þjóðhátíðardagurinn
þurrkaður út
Fyrirsögn í HP í gær. Sameinuöu þjóðirnar
hafa ákveðið að 17. júní sé alþjóðlegur
„Dagur eyðimerkurinnar".
Ég hlustaði á viðtal við einn af stór-
tækustu umboðsmönnum hljóm-
sveita hins íslenska bítlatíma í út-
varpi um síðustu helgi. - Spyriliinn
vildi fá að vita hvaða lærdóm við-
mælandinn teldi mikilvægastan frá
þessum fyrirrennara sínum og það
kom vissulega skemmtilega á óvart
þegar svarið var að það hefðu verið
leiðbeiningar um íslenskt mál.
Leó E. Löve var himinlifandi meö málræktar-
áhuga Ámunda Ámundasonar í Tímanum í
gær. Ámundi er nefnilega þekktur fyrir
snilldartilþrif í orðalagi einsog: Þegar
hrafninn flýgur sest Einar Oddur á jörö.
[Vilhjálmur S. Vilhjálmsson] var
bæklaður. Hann var krypplingur -
[með] líkama sem var eins og fífú-
kveikur. Hann var nemandi föður
míns. - Hann var ákaflega vel gef-
inn. - Hann var kommúnisti, loks
Alþýðuflokksmaður og endaði sem
ritstjóri Alþýðublaðsins. Hann
skrifaði fjölda bóka. - Ég dái hann.
- Hann var þrekmenni. Hann
var ofurhugi. Hann hét
Vilhjálmur Sigursteinn.
Pétur Pétursson þulur átti ekki í nokkrum erfið-
leikum með að nefna athyglisveröasta mann
sem hann hefur kynnst. HP í gær.
VÍÍÍtlr
á Vefnum
■ This just in - Þetta var að koma
inn nefnist þrælskemmtilegt viku-
blað á Internetinu er hefur undirtitil-
inn True Internet Stories - Sannar
Internet-sögur. Sögunum er safnað
saman af sniðugum kappa að nafni
Randy Cassingham og áskrift fæst
með því pikka inn línuna „subscribe
this-just-in" og senda rakleiðis með
e-mail til listserv&netcom. Og hér
kemur ein furðusagan:
„Yfirvöld í Ohio eiga nú í megnustu
erfiðleikum með afar sérkennilegt
leigumorðingjamál: Lögreglan hefur
ákært Clarence Wilkinson um að
bjóða Chris Brown (19 ára) 800
þúsund fyrir að myrða Melissu
Frances, fyrrum eiginkonu Wilkin-
son. Brown tók tilboðinu, fékk
greiðsluna fyrirfram, en samdi sam-
stundis við Melissu um að myrða
Clarence fyrir eina milljón. Henni
snerist hinsvegar fljótlega hugur og
bað um endurgreiðslu. Brown þver-
neitaði, en til að sýna gott hjartalag
sitt bauð hann Melissu að greiða sér
800 þúsund til viðbótar fyrir að
myrða Wilkinson ekki. Vitaskuld
komst allt upp þegar málsaðilar fóru
að klaga hvorn annan fyrir sameigin-
legum vinum. Brown hefur nú játað
á sig fjárkúgun og horfir framá 10
ára fangelsisvist. Wilkinson hefur
afturámóti verið ákærður fyrir að
„koma á ringulreið". Á meðan hefur
Frances játað á sig öllu minni sakir,
var dæmd fyrir vikið í sex mánaða
fangelsi og til'að greiða rúmar 300
þúsund í sekt. Svo ótrúlegt sem það
nú er, þá hefur lögregluyfirvöldum
þó enn ekki hugkvæmst að ákæra
neinn þremenninganna fyrir morðtil-
raun." TAKE THAT!
veröld ísa
Forsetar (rektorar) Harvard-háskóla
í Bandaríkjunum hafa löngum þótt
prinsippfastir og dygðum prýddir
menn með afbrigðum. Þannig lýsti
einn þeirra, Edward nokkur Everett,
því yfir að ef hvítir nemendur í Har-
vard kysu að hætta námi vegna þess
að skólinn hafði ákveðið að veita
svörtum nemanda inngöngu þá „mun
öll peningainnkoma skólans verða
notuð til að kosta menntun hans.“
Því miður fór svo illa að umræddur
blökkumaður, Beverly G. Williams,
lést árið 1847 áðuren honum
gafst færi á að innrita
sig í skólann.
Byggt á Isaac Asimov's
Bookof Facts.