Alþýðublaðið - 16.06.1995, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995
NÝRTOPPUR
m e n n i n
■ Fjölskylduhátíðin / hjartans einlægni
með jarðárberjum og musli
með jarðarberjum og musji
iarðarbe
andmælt...
i og barferðum
Látum ekki aðra hafa ofan fyrir okkur.
eru skilaboð Sólstöðuhópsins.
Hvem langar ekki til að láta drauma
sína rætast, en veit ekki hvemig hann á
að fara að því? Ef þú ert einn af þeim
þá er í hjartans einlœgni kannski hátíð
fyrir þig, því eitt af námskeiðunum
sem þar verða í boði dagana 30. júní til
2. júlf að Laugalandi í Holtum ber ein-
mitt yfirskriftina „Að láta draumana
rætast". I hjartans einlægni er fjöl-
skylduhátíð Sólstöðuhópsins, þess
sama og gengst fyrir mánaðarlegum
fyrirlestrum í Norræna húsinu í vetur.
Að sögn framkvæmdastjóra hátíðar-
innar Inga Rafns Bæringssonar, þyk-
ir Sólstöðuhópnum trmi til að andmæla
sjónvarpsglápi og barferðum og bjóða
heldur upp á eitthvað uppbyggilegt.
„Þessi mötun í þjóðfélaginu dregur
úr frumkvæði. Fólk er svipt tækifærum
til að gefa eitthvað skapandi en situr
þess í stað bíður eftir því að aðrir hafi
ofan af fyrir því,“ segir Ingi Rafn og
neitar því að þau séu að taka slr'kt
frumkvæði af fólki með hátíðinni.
„Við reyndar tökum ákveðið frum-
kvæði því við búum til ramman, en
síðan gefúm við fólki færi á að velja úr
þeim námskeiðum."
Ingi segir að kalla megi hreyfinguna
grasrótarhreyfingu, því þau séu að
þessu að hugsjón en ekki í hagnaðar-
skyni þótt aðgangseyrir sé að vísu inn
á svæðið. I Sólstöðuhópnum með Inga
Rafni eru sál-
fræðingarnir
S i g u r ð u r
Ragnarsson,
Inga Stefáns-
dóttir og Andr-
és Ragnarsson
og leikkonan
Ása Helga
Ragnarsdóttir.
Þar sem um
fjölskylduhátrð
er að ræða verð-
ur fyrir utan
námskeiðin
boðið upp á
barna- og ung-
lingadagskrá.
Dagskráin ber
nokkum keim af
yfirskriftinni,
námskeiðin
fjalla um vellíð-
an og uppbygg-
ingu einstak-
hngsins og fjöl-
skyldunnar, þau
fjalla um listina að Ufa og elska, aga og
uppeldi og leiðir til sjálfshjálpar svo
eitthvað sé nefnt. Önnur námskeið
tengjast náttúrunni, mataræðinu, bjóða
upp á leikUst og dans eða ijalla um trú-
arleg efhi.
Ingi Rafn Bæringsson: Grasrótar-
hreyfing. A-mynd: E.ÓI.
Nánari upplýsingar um þátttöku er
hægt að fá með því að hringja í síma
562-1747.
Eyjaskeggjar í Ameríku
Um þessar mundir stendur yfir
sumarsýning Nýlistasafnsins. Sýning-
in ber yfirskriftina New York-Nýló/
10 eyjaskeggjar í Ameríku. Eftirfar-
andi listamenn taka þátt í sýningunni:
Ana Annex Burgos, Arnaldo Mora-
les, Carmen Olmo, Charies Juhasz-
Alvarado, Hrafnhildur Arnardóttir,
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Kristín
Hauksdóttir, Magnús Sigurðsson,
Rosa Rivera Marrero og Stefán
Jónsson. New York-Nýló/10 eyja-
skeggjar í Ameríku er samsýning 5 ís-
lenskra myndlistarmanna og 5 mynd-
listarmanna frá Puerto Rico, en þau
eiga það sameiginlegt að vera öll bú-
sett í New York. Sýningin er sjálfstætt
framhald sýningar af sama tagi sem
haldin var á Puerto Rico árið 1994.
Form og efnistök eru margbreytt, en
York-Nýló/10 eyjaskeggjar í Amer-
íku í Nýlistasafninu. A-mynd: E.ÓI.
myndlistarmennimir vinna með inn-
setningar, skúlptúra og málverk. Sýn-
ingin í Nýlistasafhinu við Vatnsstíg er
opin alla daga frá klukkan 14:00 til
18:00 og lýkur henni sunnudaginn 25.
júní.
Sumarsýningin Islensk myndlist verður opnuð með
lúðrablæstri á Kjarvalsstöðum á morgun, 17. júní. Hér er um að ræða yfir-
litssýningu á íslenskri tuttugustu aldar myndlist úr eigu Listasafns
Reykjavíkur. Birgir Snæbjörn Birgissonvar í gær á fullri ferð við að koma
sýningunni upp. Framlag Alfreðs Flóka heitins hvílir í forgrunni. A-mynd: E.ÓI.
■ Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju
130 Svíar mæta til leiks
Síðasta atriði Kirkjulistahátíðar
1995 í Hallgrímskirkju er flutningur
Sálumessu og Te Deum eftir sænska
tónskáldið Otto Olsson. Það eru Óra-
toríukór Gustavs Vasa kirkjunnar í
Stokkhólmi og Óperuhljómsveitin sem
flytja verkin í Hallgrímskirkju á
sunnudaginn klukkan 20:00. Það eru
samtals 130 úrvals tónlistarmenn frá
Svíþjóð sem hafa lagt á sig mikla
vinnu og fjársöfnun til að komast í ís-
landsferðina. f þessum hópi eru þekkt-
ir söngvarar og meðal hljóðfæraleikara
er Einar Sveinbjörnsson víóluleikari.
Otto Olsson er af ýmsum talinn mesú
kirkjutónsmiður Norðurlanda. Hann
var organisti í Gustav Vasa kirkjunni í
hálfa öld og jafnframt prófessor við
Tónlistarakademíuna í Stokkhólmi.
Sálumessan var æskuverk sem Olsson
lifði ekki að heyra frumflutta. Hún var
fyrst flutt 1976 en hefur síðan verið
flutt af kórum og hljómsveitum víða
um heim. Aðgangseyrir að tónleikun-
um er 1.800 krónur en aldraðir, náms-
menn og hópar greiða 1.200 krónur.
Miðasala og pantanir í Hallgríms-
kirkju.
■ Bandarísk djasshljómsveitin
The Shenandoah Conserva-
tory Jazz Ensemble heldurtón-
leika á Kaffi Reykjavík í kvöld
Uppeldisstöð
stórmeistara
djassheimsins
Djassunnendur fá í dag óvæntan
glaðning á Kaffi Reykjavík klukkan
19:00 því bandaríska djasshljómsveit-
in The Shenandoah Conservatory Jazz
Ensemble ætlar að gera þar stuttan
stans á leið sinni heim eftir velheppn-
aða tónleikaferð um gjörvallt Þýska-
land. Hljómsveitin kemur frá Shen-
andoah-háskólanum í Virginíu-fylki
og er skipuð tuttugu úrvals hljóðfæra-
leikumm.
Á efnisskrá hljómsveitarinnar eru
lög eftir marga helstu lagasmiði djass-
ins, svosem Duke Ellington, Lester
Young, Dizzy Gillespie, Bob Mintz-
er og Mike Tomaro.
Þess má geta að með hljómsveitinni
ætlar að spila gamall nemandi skólans
og fyrrum meðlimur sveitarinnar,
nefnilega Jón Halldór Finnsson bás-
únuleikari. Það var hann sem átti
frumkvæðið að spilamennsku bands-
ins hér á landi því að stjómandi þess
er jafnframt fyrrum kennari hans. í
gegnum hann frétti Jón Halldór síðan
af tónleikaferðalaginu í Þýskalandi og
því að þeir ætluðu að millilenda hér í
nokkrar klukkustundir. Hljómsveitin
tók afar ljúfmannlega í þá bón að
skella hér upp svosem einsog einum
tónleikum fyrir milligöngu Jóns Hall-
dórs og Hins hússins.
Hljómsveit þessi hefur verið mikil
uppeldisstöð fyrir djassheimsins.
Meðal frægra nemenda og fyrrum
hljómsveitarmeðlima má nefna djass-
meistara á borð við trommarann Billy
Drummond, lagahöfundinn Greg
McKenzie og útsetjarann Allen
Baylock.