Alþýðublaðið - 16.06.1995, Side 7

Alþýðublaðið - 16.06.1995, Side 7
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 V ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ 7 1 1 ; ~ ‘fbÝ'' -'' 1 4 - komist í. Ég fór að hringja til hans um tíu-leytið á morgnana, og kom ég til hans rétt eftir hádegi. Ekki höfðum við setið lengi við, áður en hann komst einhvemveginn yfrr glaðning. Ég var nú ekki orðinn svo mikill bóg- ur þá, 19 ára gamall, að ég tæki fram fyrir hendur honum. Allt bjargaðist þetta nú að lokum. Allt önnur hand- brögð hafði Hjörtur á þýðingum sín- um. A þeim mátti hann ekki sjá hrukku." Ekki á Dagsláttu drottins? , Jfann þýddi nú margt fleira en þá bók eftir Caldwell, ekki síst bækur um vísindaleg efni, eftir Rachel Car- son, George Gamow, Fred Hoyle og fleiri." Hvemigféll þér sjálfum kennsla í Ingimarsskálanum ? „Bekkir vom of setnir. Hjá mér var stofan svo sneisafull af krökkum, að lag þurfti til að komast að kennara- borðinu eða að töflunni til að skrifa á hana, því að þá hálfsat maður á fremstu borðunum. í bekknum, sem ég kenndi mest, munu hafa verið um 40 krakkar. Ráðinn var ég til að kenna bekknum íslensku, en stundum leysti ég Friðrik Brekkan af og kenndi dönsku í hans stað. Um tíma leysti ég líka Hjálmar Ólafsson af. Hann las þá læknisfræði og mun hafa verið í krufningafríi. Kenndi ég landffæði fyrir hann í tvær vikur eða um það bil. Fékk ég um veturinn smjörþefmn af því að kenna og þá sérstaklega nem- endum á öðm róli en ég þekkti úr Menntaskólanum." Hjálmar Ólafsson mun hafa haldið áfram kennslu ? „Hann hvarf frá námi í læknisfræði, en lagði sig eftir danskri tungu. Var honum kappsmál að auka veg dönsku- kennslu, að gera dönsku skemmtilegri og aðgengilegri. Lagði hann sig heil- mikið eftir kennslufræðum, miklu meira en þá var títt. Því er ekki að leyna, að þá höfðu margir unglinga- kennarar skömm á kennslufræðum, leynt og ljóst.“ Við erum þá kotnnir að starfs- árum þínum á póstinum. Seg mér þáfyrst, sinnti Jón Gíslason frœðistörfum meðfram á þessum árum? „Hann birti h'tið þau ár, sem við unnum saman. Hann aðstoð- aði Guðna Jónsson við samn- ingu hinnar miklu allsheijar nafnaskrár hans yfir allar íslend- ingasögumar, en hugmyndina að henni mun Guðni haf fengið frá Jónasi Sveinssyni lækni. Þessar miklu nafnaskrár samdi Guðni Jónsson ásamt sonum sínum, Jóni og Bjama, og með aðstoð Jóns Gíslasonar, og einhverra fleiri. Guðni Jónsson var þá líka að gefa út þjóðsögur, og mun það hafa orðið Jóni Gíslasyni uppörv- un að taka til við þjóðlegar sagn- ir, þótt nokkm síðar yrði.“ VarJón Gislason þá farinn að veltafyrir sér stœrð hreppa? , J4ei, það var nokkm seinna." Þú munt hafa kynnst mörgum, með- an þú vannst á póstinum? , Já, pósthúsið var í miðbænum, og daglega fór ég í kaffi, annað hvort á Hressingarskálann eða í kaffisjoppu í Hafnarstræti, að baki pósthússins og lögreglustöðvarinnar. Kaffi í þeirri sjoppu drukku gjaman póstmenn og lögregluþjónar og líka slangur af rón- um, en þeir fengu þar ekki gosdrykki og gátu ekki hellt út í. Ýmist vom þeir þunnir eða ekki mjög drukknir." Hressingarskálinn mun hafa verið vel sóttur áþessum árum? , Já, þangað komu margir að stað- aldri. Tel ég fyrst þá feðga Ólaf Frið- riksson og Atla son hans. Meðan ég var í Menntaskólanum mun ég ein- hvem tímann hafa sest að kaffiborði með Ólafi ásamt fleimm, þannig að ég kynntist honum snemma. Mennta- skólanemar fóm stundum niður í Hressingarskála, einkum ef niður féll kennslustund, og fengu sér milk shake eða molakaffi." „Pósthúsið var í miðbæn- um, og dagiega fór ég í kaffi, annað hvort á Hress- ingarskálann eða í kaffi- sjoppu í Hafnarstræti, að baki pósthússins og iög- reglustöðvarinnar. Kaffi í þeirri sjoppu drukku gjarn- an póstmenn og lögreglu- þjónar og líka slangur af rónum, en þeir fengu þar ekki gosdrykki og gátu ekki hellt út í. Ýmist voru þeir þunnir eða ekki mjög drukknir." Ólafur vann á þessum árumfyrir hádegi á borgarskrifstofunum yfir Reykjavíkur Apóteki. Rœdduðþið dœgurmál? „Þau og hvaðeina." Kynntist þú Steini Steinarr vel? „Það var best að tala við hann ein- samlan. Steinn Steinarr gat verið ke- njóttur og þá tekið einhvem viðstadd- an fyrir. Fór það dálítið í taugamar á mér. Bar ég í fyrstu blak af þeim, sem hann veittist að. Af því vandist ég fljótt. Steinn var feiknarlega laginn skyhningarmaður á þessu sviði og erf- itt að standa honum snúning. En það gat verið gaman að honum, þegar sá gálhnn var á honum. Og þama kynnt- ist ég Vilhjálmi frá Skálholti og Jóni kadett, sem ýmist var í Skálanum eða sjoppunni, efth því hvemig á stóð hjá honum, og mörgum fleirum, Bjarn- þór Þórðarsyni, Jósef Thorlacius, Vali Einarssyni, og ennfleirum." Og þáfleiri skáldum og rithöfund- um? „Agnar Þórðarson sá ég allofit, en hann þekkti ég úr Háskólanum og af Landsbókasafninu." „Geta vil ég vinar míns Braga Pálssonar, sem var með skemmtilegustu mönnum, þegar hann var með hýrri há. Hávær var hann stundum ódrukkinn, en ávallt hægur og prúður með víni. Að því leyti var hann óvenjulegur. Alltaf hló hann þó dálítið hátt. Hann var leiðandi f samtöl orðinn kunnur þýðandi, tók til 1937 eða 1938. Þýddi hann árlega eina eða tvær bækur á þessum ámm, margar eftir kunna höfunda. Gott var að leita til hans um ábendingar um fagurbók- mennth. Hann var ljóðasjóður, og flestum betur lesinn í útlendum skáld- skap. Hann átti erfitt um svefn, að ég heyrði síðar, og mun það hafa háð honum.“ Ennfleiri? „Geta vil ég vinar míns Braga Pálssonar, sem var með skemmtileg- ustu mönnum, þegar hann var með hýrri há. Hávær var hann stundum ódrukkinn, en ávallt hægur og prúður með víni. Að því leyti var hann óvenjulegur. Alltaf hló hann þó dálítið hátt. Hann var leiðandi í samtölum, hvar sem hann var. Gat meha að segja haldið uppi tveimur eða þremur sam- tölum í senn, eins og sagt er.“ Bergur mun hafa staðið framarlega í Félagi róttœkra stúdenta á síðari hluta fjórða áratugarins. „Hann varð stúdent 1935 og hóf þá laganám, en stundaði það lítt. Hann fór snemma að vinna hjá ríkisféhhði og síðar í dómsmálaráðuneytinu. Inn á milli duttu úr heilh mánuðh hjá honum. En margfróður var hann.“ Hverjir enn? „Þama komu Baldur Bjarna- son, Amaldur Jónsson, Sigur- hjörtur Pétursson og stundum Benedikt frá Hofteigi, að ógleymdum Áma Ólafssyni, sem skrifaði smásögur. Eitt sinn bað hann mig að lesa nokkrar sögur sínar. Þegar ég hafði lesið þær, spurði hann mig, hver þeirra mér fyndist best. Svo orðaðri spumingu hans gat ég svarað um, hvar sem hann var. Gat ™erð„fffri^fnvisku’Ein sagan meira að segja haldið uppi tveimur eða þremur sam- tölum í senn, eins og sagt er. Agnar hefur þá verið að birta sínar fyrstu bœkur? „Mig minnh, að fyrsta skáldsaga hans, Haninn galar tvisvar, hafi kom- ið út á þessum árum, 1949 að ég held. Og 1953 var leikrit hans, Þeir koma í haust, sýnt í Þjóðleikhúsinu, og hlaut hann þá talsverða viðurkenningu." Fleiri.f „Kari Isfeld var tfður gestur, þá var vel brúkleg.“ Á stríðsárunum mun meistari Kjarval hafa látið afkomum s(n- um á Hressingarskálann. „Aldrei sá ég hann þar.“ Þegar þú lítur til baka, hvað finnst þér um kynni þín afgestum kajfihúsa á þessum árum? „Á kaffisjoppunni í Hafnarstræti kynntist ég kontoristum, lögreglu- þjónum og drykkjumönnum. Á Hressingarskálanum kynntist ég góðborgurum, menntamönnum og bóhemum. Það var ómaksins vert að kynnast þessum ólrku manngerðum og tel ég mig hafa haft af því ávinning um dagana.“ ■ Bergsteinn Jónsson prófessor Á kaffisjoppunni ' i Hafnarstræti kynntist ég kon- toristum, lög- regluþjónum og drykkjumönnum. Á Hressingarskál- anum kynntist ég góðborgurum, menntamönnum og bóhemum. Það var ómaksins vert að kynnast þessum ólíku manngerðum og tel ég mig hafa haft af því ávinn- ing um dagana. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.