Alþýðublaðið - 22.06.1995, Síða 8

Alþýðublaðið - 22.06.1995, Síða 8
Fimmtudagur 22. júní 1995 92. tölubiað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Stjórnvöld í Rússlandi sitja undir vaxandi gagnrýni vegna klofnings og ráðaleysis. Sæmundur Guðvinsson ræddi ástandið austur þar við Árna Bergmann rithöfund Jeltsín sýnistfullkomlega ráðalaus Forsetinn hjarir á því að enginn annar kostur virðist vera fyrir hendi. „Það eru allir sammála um það að Bóris Jeltsín stendur tæpt en hann hjarir á því að á Vesturlöndum finnst mönnum enginn annar kostur vera fyr- ir hendi og í Rússlandi finnst mörgum það sama. Þó er andstaðan gegn Jelt- sín orðin mjög öflug þegar að margir úr þeim flokkum sem studdu hann til valda eru núna tilbúnir að lýsa frati á hann,“ sagði Arni Bergmann rithöf- undur í spjalli við Alþýðublaðið um ástandið í Rússlandi. Öll helstu blöð í Rússlandi gagn- rýna harðlega frammistöðu stjómvalda í gíslamálinu í Budennovsk. Þing- flokkur kommúnista hefur ákveðið að hefja undírskriftasöfnun í rússneska þinginu til að freista þess að velta Jelt- sín úr stóli. „Mönnum finnst Jeltsín vera full- komlega ráðalaus bæði í þessu Tét- sjeníumáli og efnahagsmálum og svo andspænis því að ríkið og stjómvöld eru afskaplega vanmáttug gagnvart þeim tökum sem mafíumar hafa á fjár- hag landsins. Þetta gæti þýtt ósigur í kosningum þegar og ef þær verða eða þá að Jeltsín hrökklast beinlínis frá. En það er eins með hann og Mikhail Gorbatsjov að Vesturveldin settu sitt traust á þessa menn, hvom með sínum hætti. Fyrstu viðbrögð manna á Vest- urlöndum við bröltinu í Jeltsín voru mjög neikvæð og hann talinn trufla Gorbatsjov í hans umbótastarfi. Síðan hafa menn veðjað á Jeltsín og hann átti að vera þessi klettur sem ekki bifast og á honum myndi brotna bæði vinstri villa og þjóðemisvilla Zhírínovskís. Boris Jeltsín hangir einna helst á því, en mjög rúinn öllu trausti innanlands. I þriðja lagi hangir hann á því heima fyrir að það er enginn greinilegur val- kostur." Hafa ekki heyrst einhver nöfn hugsanlegra arftaka? „Það er nú alltaf verið að tala um þennan hershöfðingja, Lébed, sem sagði af sér á dögunum. Hann var yfn- maður þessa rússneska hers sem hefur ráðið yfir hluta Moldavíu sem er mik- ið byggð Rússum. Þegar menn hafa verið að velta því fyrir sér að kannski yrði sú freisting að kalla á sterkan Árni Bergmann: Mönnum finnst Jeltsín vera fullkomlega ráðalaus bæði í þessu Tétsjeníumáli og efnahagsmálum og svo andspaenis því að ríkið og stjórnvöld eru afskaplega vanmáttug gagnvart þeim tökum sem mafíurn- ar hafa á fjárhag landsins. Þetta gæti þýtt ósigur í kosningum þegar og ef þær verða eða þá að Jeltsín hrökklast beinlínis frá. Nýjar vörur áútsöluverði Gerðu ævintýralegagóð kaup - hwtuvr sem nl IWGMN sjá Kringlukastsblað sem fylgdi Morgunblaðinu i vikunni mann eða að honum yrði ekki veitt veruleg mótspyma, þá hefur nafn hans borið á góma. En maður veit ákaflega lítið um Lébed. Helst einhverja al- menna lýsingu um að þetta sé ákveð- inn maður, harðfenginn og greindur. En hvað hann mundi gera við einhvers konar alræðisvald vita menn ekki.“ Er hœgt að segja að Rússland se' í dag sambandsríki? „Þetta er eiginlega tvöfalt kerfi. Annars vegar er það sem kallað er rússneska sambandslýðveldið og það eru um 80 stjómsýslueiningar sem em aðilar að því. Þar er um að ræða sér- stakar einingar eins og stórborgimar Moskvu og Pétursborg, hémð Rúss- lands sem em heil ríki að stærð og síð- an það sem áður hét sjálfstjómarlýð- veldi í Sovétríkjunum. Það em þá þau svæði þar sem að einhver þjóð sem ekki er rússnesk er fjölmenn. Eitt af því sem Jeltsín gerði þegar hann var að koma til valda var að láta þó nokk- uð undan kröfum sjálfstjómarlýðvelda um mikil réttindi þeirra og þá ekki síst forræði yfir auðlindum. Þetta er eitt af því sem hefur veikt miðstjómina. Hún hefur enn minni fjárráð heldur en ella þegar utanríkisverslun með til dæmis olíu og demanta er svona mikið í höndum heimamanna. Fyrir nú utan það sem maffumar taka til sín af þessu öllu. Svo er á hinn bóginn til eitthvað sem heitir samband sjálfstæðra ríkja. Það er losaralegt samband rúsSneska sambandsins við önnur fyrrverandi Sovétlýðveldi öll, nema Eystrasalt- slöndin og kannski Armeníu og Ge- orgíu. Það hefur stundum verið talað um að alla vega úr þessum slavnesku ríkjum, Rússlandi, Ukraínu og Hvíta- Rússlandi og kannski Kasastan, gæti orðið nýr kjami sem myndaði nokkurs konar rússneskt efnahagsbandalag. Hvít-Rússland hefur til dæmis stigið skref í þá átt og eitthvað þess háttar er ■ íslensk bókaskrá Nær 1700 rit Út er komin íslensk bókaskrá fyrir árið 1992, sem er skrá yfir alla bóka- útgáfu þess árs. Skráin er unnin í nýju tölvukerfi, Gegni. Skráin er nú í fyrsta sinn gefin út af hinu nýja sameinaða safni, Landsbókasafni Islands - Há- skólabókasafni. íslensk bókaskrá fyrir 1993 kemur út eftir nokkrar vikur og skráin fyrir 1994 í ágúst. Vonast er til að skráin fyrir 1995 komi út snemma á næsta ári. Á árinu 1992 komu alls úr 1.695 rit, eða 1.093 bækur og 602 bæklingar. Fmmútgáfur em alls 1.250. Barnabækur eru 243 að tölu og kennslubækur 319. Um 455 rit vom að gerast í Úkraínu. Þrátt fyrir allt þetta ráðleysi og veika stjórn í Moskvu þá er tvennt í gangi. Annars vegar þessi upplausn eins og suður í Kákasús þar sem er mikið kraðak af þjóðum og mörg sjálfstjómarlýðveldi, en þar heldur upplausn Sovétríkjanna áfram. Hins vegar er viss efnahagsleg nauðsyn í gangi sem gæti hugsanlega eflt þetta samband sjálfstæðra ríkja til fleiri hluta en núna er. Þessi gömlu Sovétlýðveldi em mörg hver dæmd til þess efnahagslega að hafa mjög náin samskipti. Það er líka vegna þess að efnahagslífið í Sovétríkjunum var svo mikið byggt á stórum einingum þar sem mikið af því sem stórfyrirtæki í Rússlandi þurfa kemur frá Úkraíhu og öfugt. Sumir hlutir voru framleiddir fyrir allt ríkið á einum eða tveimur stöðum. ÞeSsi ríki vita líka æ betur að það er erfitt að koma með eitthvað annað en hráefni á heimsmarkaðinn. Ef þau vilja gera einhvem útflutnings- mat úr því sem þau vinna þá er það helst með viðskiptum sín í milli. Það eru því þessir tveir möguleikar; að vanmáttur Jeltsíns sjálfs og rússnesku miðstjómarinnar, sem er háð því sem gerist í einstökum hlutum ríkisins, leiði til áframhaldandi upplausnar og kannski afnáms þingræðis og einhvers herstjóra sem verður alráður forseti um tíma. Síðan á hinn bóginn ef tekst að sneiða hjá því þá er margt í efna- hagslegum aðstæðum þessara ríkja sem áður voru í Sovétríkjunum sem gætu bundið þau saman í einhvers konar nýtt efnahagsbandalag, að und- anskildum Eystrarsaltslöndunum." En er heriitn undir einnistjóm? „Það er nú ein gátan hvað samloðun efnisins er sterk í honum. Það er ekki gott að vita. Það er enginn kominn til að segja að þótt Lébed hugsaði sér til hreyfings hefði hann stuðning alls hersins. Það veit enginn," sagði Ámi Bergmann. ■ gefin út 1992 þýdd á íslensku úr öðmm tungumál- um, aðallega ensku, eða 263 rit, en 54 úr sænsku, 39 úr dönsku og 30 úr norsku. Um 28 rit voru þýdd úr ís- lensku á önnur tungumál. íslenskri bókaskrá fylgir ennfremur íslensk hljóðritaskrd 1992, þar sem skráð er með nákvæmum hætti allt efni gefið út á hljómplötum, geisla- diskum og snældum. Fjöldi slíkra út- gáfa var 139 á árinu 1992, miðað við 130 árið á undan. Ritstjóri ofan- greindra skráa er Hildur G. Eyþórs- dóttir. Skrámar em seldar í Þjóðar- bókhlöðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.