Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 1
A-mynd: E.ÓI. ■ Borgarstjóri um vorþing Kvennalistans eftirtapið í alþingiskosningunum Varð mjög hissa og vonsviRin „Ég veit að afstaða Kvennalista- kvenna til Reykjavíkurlistans er blend- in; margar eru mjög ánægðar, aðrar beggja blands og enn aðrar óánægðar með þátttöku okkar í þessu samstarfi. Ég varð engu að síður mjög hissa og vonsvikin þegar ég mætti á vorþing Kvennalistans skömmu eftir kosningar og leið eins og ég væri að mæta í jarðar- for,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri í viðtali við tímaritið Mannlíf. Ingibjörg segir að það hafi ver- ið engu líkara en konur mættu ekki gleðjast yfir þessum árangri sem hún geti ekki litið öðruvísi á en sem sigur kvenna. Síðan segir borgarstjóri: „Hins vegar var allt annað upp á teningnum á síðasta vorþingi eftir stærsta tap okkar ffá upphafi. Þá voru allar kátar og glað- ar og virtust eflast við mótlætið. Það er út af fyrir sig ágætt en það er alvarlegt mál ef þörf kvenna fyrir píslarvætti er svo sterk að við leyfum okkur ekki að gleðjast yfir því að fá völd og geta haít áhrif. Ingbjörg Sólrún segir margar ástæður vera fyrir fylgistapi Kvennalist- ans: „Þeirra er meðal annars að leita í störfum þingkvenna á síðasta kjörtíma- bili og firamboðslistum hans nú. Imynd Kvennalistans var einfaldlega mjög veik í síðustu kosningum. Það er hins vegar fásinna að ásaka mig fyrir að hafa mætt á fundi hjá helstu andstæðingunum, eins og það var kallað, en gleyma því að ég hélt ræður á tveimur baráttufúndum hjá Kvennalistanum og gerði allt sem ég var beðinn um,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Mannlífsviðtalinu. ■ Meginverkefni nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er að treysta fjárhagsstöðu bæjarins Auka þarf aðhald á öllum sviðum Unnin verður rekstrar- og framkvæmdaáætlun til loka kjörtímabilsins. í stefnuyfirlýsingu nýs meirihluta Alþýðuflokks og sjálfstæðismanna sem tók við völdum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær, segir að brýnasta verkefni meirihlutans sé að treysta fjárhagsstöðu bæjarins. Auka þurfi að- hald á öllum sviðum og unnin verði rekstrar- og framkvæmdaáætlun til næstu þriggja áia eins og sveitarstjóm- arlög segi til um. Meirihlutaskipti fóm fram á bæjar- . stjómarfundi sem hófst klukkan 17:00 í gær. Ingvar Viktorsson Alþýðu- flokki tók þá jafhframt við starfi bæjar- stjóra af Magnúsi Jóni Árnasyni Al- þýðubandalagi. Meirihlutann mynda fimm bæjarfulltrúar Alþýðuflokks og tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, þeir Jóhann Gunnar Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson. í minni- hluta em báðir bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalags og tveir af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks. I stefhuyfirlýsingu meirihlutans seg- ir að hann sé staðráðinn í að efla og treysta samband bæjarstjómar við bæj- arbúa. Mikilvægt sé að treysta sterka og jákvæða ímynd Hafnarfjarðar í hugum íbúa bæjarins og hugum lands- manna. „Bæjarfúlltrúum ber skylda til þess að snúa bökum saman, leggja til hliðar persónuleg átök og vinna heils- hugar að öflugri sókn Hafnarfjarðar á öllum sviðum. Meirihlutinn mun kappkostá að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að svo megi verða,“ segir í stefhuyfirlýsingunni. I yfirlýsingunni er fjallað um at- vinnumál. Þar segir að með þátttöku bæjarins í Aflvaka hf. sé unnið skipu- lega að því að móta markvissa at- vinnustefnu til framtíðar og markaðs- setja Hafnarfjörð sem vænlegan kost til þess að stofna þar og reka fyrirtæki. Stækkun álversins sé stórt hagsmuna- mál fyrir Hafnarfjörð. Nú þegar verði skipaður vinnuhópur með það fyrir augum að leggja sitt af mörkum til að tryggja framgang málsins og gæta rétt- Alþýðuflokksmaðurinn Ingvar Viktorsson var kjörinn bæjarstjóri á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Eftir fundinn óskaði Magnús Jón Árnason, fráfarandi bæjarstjóri, Ingvari alls velfarnaðar í starfi. A-mynd: E.ÓI. ar bæjarins í væntanlegri samninga- gerð. Hlúð verður að ferðaþjónustu í bænum og auk þess sérstaklega litið til hvers konar nýsköpunar í atvinnumál- um. Meirihlutinn kveðst munu standa vörð um velferð og hag bæjarbúar. Áfram verði unnið að uppbyggingu á sviði æskulýðs- og íþróttamála í sam- vinnu við einstaklinga, félög og fé- lagasamtök. Einnig verði áfram lögð áhersla á þróttmikla menningar- og listastarfsemi. Bæjarfélagið muni sem hingað til uppfylla skyldur smar varð- andi hvers konar félagslega þjónustu. í húsnæðismálum verði tryggðir val- kostir er taki mið af mismunandi þörf- um aldurshópa, einstaklinga og fjöl- skyldna. f því skyni verði fyrir hendi nægt ftamboð lóða fyrir fjölbreytilega gerð og stærð húsnæðis. Áhersla verð- ur lögð á vímuefnavamir og umhverf- ismál. ■ Sameining jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í einn stóran flokk? Umræðan áberandi og krafan hávær - segir Margrét Frímannsdóttir. Jón Baldvin Hannibalsson: Fólk sem aðhyllist nútímalega jafnaðarstefnu þarf að ná saman, en það má ekki gerast með flumbrugangi og vitleysisgangi. Sameining jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks í stóra hreyfingu sem byði fram á landsvísu er hugmynd sem reglubundið hefúr komið upp í ís- lenskri stjómmálaumræðu. Þjóðvaki sendi ífá sér ályktun fyrir stuttu og þar segir um sameiningarmálin: „í máli fólks kom fram mjög eindreginn vilji að unnið yrði með markvissum hætti að sameiningu jafnaðar- og félags- hyggjufólks." í tilefhi af þessari sam- þykkt Þjóðvaka hafði Stefán Hrafn Hagalín samband við fjóra af forystu- mönnum „hinna jafnaðar- og félags- hyggjuflokkanna" og spurði hvort þau hefðuorðið vör við jrennan „eindregna vilja" uppá síðkastið. Guðný Guðbjörnsdóttir Kvenna- lista: Samstarf þessara flokka hefur gengið ágætlega innan Reykjavíkur- listans og ég hef enga ástæðu til að ætla að svo verði ekki áfram. Ég á hinsvegar satt best að segja erfitt með að sjá hvemig sameining sem þessi gæti átt sér stað. En fólk er að líta í kringum sig og hlutimir verða bara að fá að þróast hægt og rólega. Jón Baldvin Hannibalsson Al- þýðuflokki: Það verður ærið tílefni til umræðu um endurskipulagningu flokkakerfisins á þessu kjörtímabili. Fólk sem aðhyllist nútímalega jafnað- arstefhu er víða að finna og það þarf að ná saman. En það má ekki gerast iheð flumbmgangi og vitleysisgangi. Margrét Frímannsdóttir Alþýðu- bandalagi: Þessi umræða er mjög áberandi og bætir stöðugt í sig. Úrslit alþingiskosninganna síðustu hafa ýtt mjög undir þessa sameiningammræðu sýnist mér. Ókkur ber að hlusta á þess- ar raddir sem koma úr grasrótinni - þessa kröfu sem verður æ háværari - og skoða hvort þessir félagshyggju- og jafnaðarmannaflokkar geti ekki náð saman með náinni samvinnu eða sam- einingu fyrir næsúr alþingiskosningar. Steingrímur J. Sigfússon Alþýðu- bandalagi: Menn eiga að byija á því númer eitt, tvö og þijú að leggja mál- efnalegan grundvöll að samstöðu á vinstrivængnum. - Sjá viðtöl á miðopnu. Átak í söfnun dagblaða, tímarita og annars prentefnis til endurvinnslu er hafið á höfuðborgarsvæðinu. Söfnunargámar eru víðsvegar og vel merktir. í Efra- og Neðra-Breiðholti verða fleiri söfnunargámar en í öðrum hverfum. Hverjum gámi í Breiöholtshverfunum tveimur er ætlað að taka við dagblöðum, tímaritum og öðru prentefni frá um 250 heimilum, en annars staðar eru því sem næst 1800 heimili um hvern gám, enda eru þeir gámar mun stærri. S0RPA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.