Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4 5 U m f j ö I I u n linlega að frétta af gu jafnaðarmanna ? Guðný Guðbjörnsdóttir: Samstarf þessara flokka hefur gengið ágætlega innan Reykjavíkurlistans og ég hef enga ástæðu til að ætla að svo verði ekki áfram. Ég á hinsvegar satt best að segja erfitt með að sjá hvernig sameining sem þessi gæti átt sér stað því ég held að þessi flokkar séu allir svo íhaldssamir á sig og sitt. En fólk er að líta í kringum sig og hlutirnir verða bara að fá að þróast hægt og rólega. einsog einatt hefur nú verið. Það á ekki að gerast með yfirlýsingum um ekki neitt - sem vekja falskar vænt- ingar. Það á ekki að vera í þeim stíl að nú ætli allir að sameinast gegn ein- hveijum einum án umræðu um hvað það er sem sameinast á um. Þetta verður að vera vitiborin umræða og menn verða að fara f stóru málin - þarmeð ágreiningsmálin - af hrein- skilni og heiðarleika. Það þýðir, að ótækt er að láta einsog það sé ekki neinn ágreiningur uppi um sjávarút- vegs- og landbúnaðarmál; um dekrið við sérhagsmuni framleiðenda sí og æ á kostnað neytenda; um alþjóðamál; um Evrópumál. Umræðan hlýtur að vera UM slfk málefni - en ekki bara góðan daginn! og gott veður!“ ■ Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður og frambjóðandi til formanns Alþýðubandalagsins Miög áberandi umræða og hávær krafa „Ég get tekið undir það með Þjóð- vakafólkinu, að þessi umræða er mjög Jón Baldvin Hannibalsson: Það verður ærið tilefni til umræðu um endurskipu- lagningu flokkakerfisins á þessu kjörtímabili þegar pólitísk umræða er hafin fyrir alvöru. Sú umræða er ekkert frekar á vinstri væng íslenskra stjórnmála en hægra megin. Fólk sem aðhyllist nútímalega jafnaðarstefnu er víða að finna og það þarfað ná saman. Én það má ekki gerast með flumbrugangi og vitleysisgangi einsog einatt hefur verið. Margrét Frímannsdóttir: Þessi umræða er mjög áberandi og bætir stöðugt í sig. Úrslit alþingiskosning- anna síðustu hafa ýtt mjög undir þessa sameiningar- umræðu sýnist mér. Okkur ber að hlusta á þessar raddir sem koma úr grasrótinni - lbessa kröfu sem verður æ háværari - og skoða hvort þessir félagshyggju- og jafnaðarmannaflokkar geti ekki náð saman með náinni samvinnu eða sameiningu fyrir næstu alþingiskosningar. Steingrímur J. Sigfússon: Það þarfað vinna að þessu með öðrum aðferðum en hingaðtil hefur verið beitt. Það hljóta allir að sjá. Við þurfum að draga lærdóm af öllum þessum misheppn- uðu sameiningartilraunum. Menn eiga að byrja á því númer eitt, tvö og þrjú að leggja málefnalegan grund- völl að samstöðu á vinstri- vængnum. Ef þessi grund- völlur finnst þá mun þetta taka reka sig með allt öðrum hætti en hingaðtil. vinstri vængnum. Ef þessi grundvöllur finnst og hann næst almennilega sam-' an þá held ég að þetta mál taki að reka sig með allt öðrum hætti en hingað til. Það skiptir auðvitað ákaflega miklu máli, að samstarf stjómarandstöðunn- ar á kjörtímabilinu gangi vel og ég sé svosem enga ástæðu til annars en að það muni gera það. Samstarf þetta hefur farið ágætlega af stað og með eðlilegum hætti - einsog með skipt- ingu verkefna í nefndir og ráð og síð- an eftir atvikum hvað varðar málefnin. Það á svo alveg eftir að ráðast hvort aðilar stjómarandstöðunnar verða málefnalega samferða í gagnrýni sinni á ríkisstjómina. En það verður semsagt auðveldara við þetta að eiga nú, þegar menn em sömu megin við víglínuna. Það hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á þessa sameiningarumræðu, að svokallaðir félagshyggjuflokkar hafa verið sitt á hvað í samstarfi við hægriöflin; það hefur síður en svo auðveldað vinnuna. Ef við lítum svo á að Alþýðuflokkúr- inn sé félagshyggjumegin í litrófmu og að minnsta kosti hluti Framsóknar- flokksins þá ætti það enn að greiða málinu leið. Á móti kemur að forysta Framsóknarfloikksins hefur skilgreint flokkinn sem hreinan miðjuflokk og virðist ekkert vera að hugsa um félagslegar áherslur eða að róa á þau mið.“ ■ áberandi og bætir stöðugt í sig. Af ákveðnum ástæðum er ég þessa dag- ana í sambandi við Alþýðubandalags- fólk um land allt og þetta er mjög of- arlega á baugi. Urslit alþingiskosning- anna síðusm hafa ýtt mjög undir þessa sameiningarumræðu sýnist mér. Okk- ur ber að hlusta á þessar raddir sem koma úr grasrótinni - þessa kröfu sem verður æ háværari - og skoða hvort þessir félagshyggju- og jafnaðar- mannaflokkar geti ekki náð saman. Fyrst ber að líta á samvinnuna núna á þingi og síðan hvort möguleiki sé síð- ar á náinni samvinnu eða einhverskon- ar sameiningu fyrir næstu alþingis- kosningar. Ef við lítum á hvemig umræðan hefúr þróast þá er ekki hægt að líkja saman máli fólks og skoðunum nú og síðan fyrir fjórum árurn. Þessi krafa er uppi og sá sem tekur við forystuhlut- verkinu innan Alþýðubandalagsins þarf að fylgja henni eftir; og skiptir þá engu hver stendur uppi að lokum sem fonnaður - eða varaformaður. Krafan kemur einsog ég segir ffá fólkinu, um- ræðan fór mjög markvisst af stað í kringum tilurð Reykjavíkurlistann og hefur stöðugt undið uppá sig ffá þeirn tíma. Úrslit síðustu alþingiskosninga og sú staðreynd að Framsóknarflokkur- inn hefur skilgreint sig frekar hægra megin við miðju þá er það eðlilegt ffamhald að krafan um sterkan vinstri- flokk verði öflugri. Hvað varðar stemmninguna í þing- flokknum gagnvart þessu máli þá skal það nú tekið fram að lítil reynsla er enn komin á samstarf stjómarandstöð- unnar. En ég sé ekki að samstarf stjómarandstöðunnar á þingi verði einhver sérstök hindrun. Það em semsagt spennandi tímar sem fara í hönd og fróðlegt að sjá hver framvinda málsrns verður." ■ Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður og frambjóðandi til formanns Alþýðubandalagsins Málefna- legur grunavöllur er megin- atriðið „Auðvitað heyrir maður heilmikið rætt um þessa sameiningu jafhaðar- og félagshyggjumanna þegar stjómmála- ástandið ber á górha, en ég veit svo- sem ekki hvort það mál liggi eitthvað öðmvísi fyrir núna en það hefur lengi gert. Vitaskuld hefur maður almennt séð það, að kraftamir hafa dreifst mjög og skiptast á marga flokka - að svo miklu leyti sem þessi öfl eiga samleið. Mér fmnst það nú sérstaklega ánægjulegt að Þjóðvakafólkið hefur fengið rækilega að heyra þessi sjónar- mið. Sérstaklega með tilliti til þess að við í Alþýðubandalaginu reyndum mjög að fá þau til viðræðna um sam- starf á síðastliðnu ári um hugsanlegt samstarf stjómarandstöðuflokkanna þá. Ég held að það sé af hinu góða, að Þjóðvaki er að skynja þann mikla áhuga sem er á málinu. Eg held að útkoma jafnaðar- og fé- lagshyggjuflokkanna í síðustu alþing- iskosningum og tilurð Þjóðvaka - enn ein árangurslaus tilraunin til að breyta núverandi fyrirkomulagi með því að stofna nýjan flokk - hafi sett sitt mark á umræðuna síðan þá. Ég hef margoft sagt það, að menn em búnir að fá margar, langar og ítarlegar kennslu- stundir í því hvemig ekki eigi að sam- eina vinstrimenn. Það er mitt mat að það þurfi að vinna að þessu með öðmm aðferðum en hingaðtil hefur verið beitt. Það hljóta allir að sjá að liggur í augum uppi. Við þurfum að draga lærdóm af öllum þessum misheppnuðu samein- ingartilraunum og nálgast málið frá öðmm sjónarhóli. Menn eiga að byrja á því númer eitt, tvö og þrjú að leggja málefnalegan gmndvöll að samstöðu á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.