Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1995 ■ Sá grunaði fær orðið: Timothy McVeigh „Éghef átt leið um Oklahóma- borg..." Nokkuð öruggt ertalið að Timothy McVeigh verði sakfelldur í næsta mánuði fyrir að hafa undirbúið og hrint í framkvæmd hrikalegasta hryðjuverki bandarísks þegns í sögu Bandaríkjanna. Hinn nítjánda apríl var Alríkisbyggingin í Oklahómaborg sprengd í loft upp: 167 mannsfórust. Bandaríska tímaritið Newsweek fékk viðtal við McVeigh og Stephen Jones, lögmann hans, í El Reno-alríkisfangelsinu í síðustu viku. Viðtalið er það fyrsta sem tekið er við þann grunaða síðan hann varfangelsaðurtveimur dögum eftir sprenginguna í vor. Myndin sem hingað til hefur verið dregin upp af grunuðum í fjölmiðlum er af brjáluðum byssuóðum einfara, en nú er mikið í húfi að kynna hann sem „eðlilegan" ungan Bandaríkjamann. Hann var aldrei skáti, en margirvina hans voru það. Dálítið feiminn horfir hann beint í augun á viðmælendum og handabandið er þéttingsfast. Hann líkistfremur álkulegum strák af X- kynslóðinni en sálsjúkum og fullkomlega trylltum hryðjuverkamanni. McVeigh neitar að tala um pólitískar skoðanir sínar, og heldur því fram að sprengjurnar sem þeir kumpánarnir, hann og Terry Nichols, bjuggu til á búgarði þess síðarnefnda í Michigan - kenningin er að sú sem sprakk þann nítjánda apríl sé þaðan komin - hafi verið kraftmiklar á við flugelda. NEWSWEEK: Hvenær kynntist þú Terry Nichols og Michael Fortier? McVEIGH: Þeir voru saman í grunnþjálfun hersins. Þar hittumst við þrír fyrst. NEWSWEEK: Eru þeir nánir vinir þínir? McVEIGH: Já, ég myndi segja það. NEWSWEEK: Heimsóttirðu þá og hélstu áfram sambandi eftir að þú laukst herþjónustunni? McVEIGH: Já, ég hélt áfram að hafa samband. NEWSWEEK: Hvað um nýlegar staðhæfmgar Fortiers þess efnis að þið hafið kannað saman húsakynni Alríkisbyggingarinnar í desember síðastliðnum? JONES: Bíddu hægur, ég veit ekki til þess að Fortier hafi gefið nokkra slíka yfirlýsingu. Þú mátt skrifa það hjá þér. McVEIGH: Ég hef átt leið um Okla- hómaborg. NEWSWEEK: Með Michael Forti- er? McVEIGH: Ég vil helst ekki svara þessu. NEWSWEEK: Það er mjög algengt að menn hafi nokkurs konar eftir- stríðs-timburmenn þegar þeir koma heim úr herþjónustu. Heldurðu að þú hafir upplifað j>á? McVEIGH: Ég held að þeir hafi komið seinna í mínu tilfelli. Ég þekki þessa tilfinningu sem þú ert að tala um. Það er þetta náttúrulega adrena- lín, maður er svo hátt uppi en dettur niður þegar allt er búið... Ég held að þetta hafi skollið á þegar allir voru komnir heim. NEWSWEEK: Það hefur komið fram að Terry Nichols og Tim hafi leikið sér að sprengingum á búgarð- inum í Michigan. McVEIGH: Þær voru álíka kraft- miklar og flugeldar. NEWSWEEK: Voruð þið einfald- lega að skemmta ykkur? McVEIGH: Þetta var eins og að sprengja bréfpoka. NEWSWEEK: Úrhverju voru sprengiefnin gerð? McVEIGH: Þetta voru Pepsiflöskur sem sprungu vegna loftþrýstings. Ég endurtek að þetta var eins og að sprengja bréfpoka. NEWSWEEK: Notuðuð þið ein- hvers konar ammóníumnítrat- blöndu? McVEIGH: Ég veit ekki til þess að ég vilji staðfesta að ég viti nokkuð um efnafræðileg efni, eða nokkuð annað. NEWSWEEK: Hvemig hefur verið farið með þig þennan tíma í fangels- inu? McVEIGH: Ég myndi segja að það hafi verið farið ágætlega með mig. Ég á erfitt með að gera mér grein fyr- ir hvaða rétti ég á heimtingu á - eins og er. Álitinn saklaus þangað til ann- að sannast er ég samt fangelsaður áð- ur en réttarhöld hefjast: ég er enginn glæpamaður. NEWSWEEK: Það er til skýrsla sem segir að þú hafir játað á þig glæpinn. McVEIGH: Ég get greinilega neitað því. NEWSWEEK: Hvað um þá fullyrð- ingu að þegar þú varst handtekinn hafirðu einungis gefið upp nafn, her- deild og númer, og kallað sjálfan þig stríðsfanga? McVEIGH: Það kom aldrei, aldrei fyrir að ég kallaði mig stríðsfanga. JONES: Ég held að við ættum að taka það fram að þú baðst um skot- helt vesti þegar þeir fóm með þig út úr fangelsinu. McVEIGH: Ó, já. Ég bað sérstak- lega um það. Ég sá fólkið safnast saman fyrir utan og ég vissi hver staðan var, svo ég bað sérstaklega um skothelt vesti. Þeir sögðust ætla að athuga málið. Og þú hefur auðvitað séð myndir frá því þegar ég kom út úr dómhöllinni - fólkið var alveg hreint ofan í mér. NEWSWEEK: Rifjuðust upp fýrir þér myndir af Oswald? McVEIGH: Já. Já. NEWSWEEK: Vom þér sýndar myndir af fómarlömbum sprenging- arinnar? McVEIGH: Já. NEWSWEEK Sástu börnin? McVEIGH: Já. NEWSWEEK Hvemig brástu við? McVEIGH: Á því stigi hafði ég beð- ið um að fá að tala við lögfræðing, þess vegna neitaði ég að tjá mig nokkuð frekar. NEWSWEEK: Hvenær fréttirðu að byggingin hefði verið sprengd í loft um, umfang sprengingarinnar og fjölda fómarlambanna? McVEIGH: Þegar ég heyrði af þessu fyrst, var ég í bíl með ríkislögreglu- manninum Charlie Hanger. [McVeigh var stoppaður um morgun- inn fyrir að bruna á númerslausum bíl út úr borginni.] Hann minntist á að hann þyrfti að fara inn í bæinn vegna þessarar miklu sprengingar, þeir áttu enn eftir að skilgreina - það vom hans orð - þeir áttu enn eftir að skil- greina upptökin. NEWSWEEK: Em einhver við- brögð - jafnvel svona eftir á - við því að böm vom svona stór hluti af fóm- arlömbunum? McVEIGH: í tvo daga, í fangaklef- anum, gátum við fylgst með fréttum, og auðvitað vom allir, þar á meðal ég, harmi slegnir vegna dauða bam- anna. Og þú veist að fjölmiðlar lögðu líka - skiljanlega - helsta áherslu á dauða bamanna. Þetta er mjög mikill harmleikur. NEWSWEEK: Það hefúr verið skjalfest að þú hafir verið reiður vegna Waco-umsátursins. McVEIGH: Ég myndi segja að það hafi angrað mig. Það hlýtur að hafa angrað marga. NEWSWEEK: Telurðu að ríkis- stjómin hafi gert mistök? McVEIGH: Alveg hreint ömgglega. NEWSWEEK: Það era skýrslur sem segja að þú hafir verð meðlimur í svokölluðu þjóðvamarliði Michigan. McVEIGH: Þetta em rangar upplýs- ingar. NEWSWEEK: Þú ert ekki meðlim- ur í neinum þjóðvarðliðssamtökum? McVEIGH: Nei, og ég hef heldur aldrei sótt þess konar fundi. NEWSEWEEK: Hér er spumingin sem brennur á fólki: Gerðir þú þetta? McVEIGH: Eina leiðin fyrir okkur til að svara þessu er að segja að við ætlum að lýsa mig saklausan fyrir rétti. JONES: Og við ætlum að fara fyrir rétt. NEWSWEEK: En þið hafið tæki- færi núna til að segja „Nei, andskot- inn.“ JONES Já, en það... McVEIGH Við getum ekki gert það. JONES Og ef hann segir „Nei, and- skotinn." mun ríkisstjómin ekki sætt- ast á: „Nú jæja, þá er málið leyst.“ NEWSWEEK: Hver haldið þið að verði niðurstaða málsins? McVEIGH: Ég á erfitt með að geta mér til um það. Tíminn leiðir það í ljós. En ég held að þetta sé eitt mesta fjölmiðlafár í langan tíma, og ég held að það verði erfitt að fá réttlát réttar- höld nokkurs staðar. NEWSWEEK: Ertu meðvitaður um að möguleg refsing yrði dauðarefs- ingin? McVEIGH: Já, það er áhyggjuefni, og ég hugsa að allir hlytu að sjá stöð- una þannig. NEWSWEEK: Hvemig ætlarðu að takast á við þetta? McVEIGH: Eins og allir aðrir myndu gera held ég: ég tekst á við einn dag í einu, og sé hvemig úr rætist. ■ gv

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.